Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 38
DAGBÓK 38 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Gunnar Dal ÉG VIL taka undir með 121229-3669 og vekja at- hygli á grein Hilmars Jóns- sonar í Mbl. 4/6 sl. um Gunnar Dal rithöfund og heimspeking áttræðan. Merkismanninn Gunnar Dal ætti að heiðra sérstak- lega í tilefni afmælisins, t.d. með dagskrá í útvarpi eða sjónvarpi. Það bætti örlítið fyrir þann makalausa ómyndar- og dónaskap sem pólitískt ofstækisfólk í lyk- ilstöðum hjá hinu opinbera hefur of lengi komist upp með að sýna Gunnari Dal og öðrum einstaklingum sem standa upp úr í menn- ingarmálum en dansa ekki samkvæmt „rauðu línunni“. 070342-5029 Ekki bravó fyrir hávaða Í VELVAKANDA föstu- daginn 6. júní sl. var flug- sýning í Mosfellsbænum dásömuð. Ég og mín fjöl- skylda vorum ekki jafn hrifin af henni. Ærandi há- vaðinn sem fylgdi þessari uppákomu eyðilagði alveg ánægjustundina úti í garð- inum heima. Maður er að vísu það umburðarlyndur að kippa sér ekki upp við svona einstaka viðburði flugklúbbsins eins og var hinn 1. júní. En lætin og ónæðið sem fylgja listflugs- æfingum einstakra manna eru hér í Mosfellsbænum því miður daglegt brauð. Fyrir okkur sem búum í nánd við flugvöllinn á Tungubökkum er varla ver- andi úti í garðinum í góðu veðri sökum hávaða. Víðar eru reistar hljóðmanir með- fram aðalumferðargötun- um til að hlífa ábúendunum fyrir umferðarhávaðanum. En hvað með okkur sem fáum lætin beint ofan frá? Úrsúla Jünemann, Arnartanga 43, Mosfellsbæ. Dýrahald Jakob er til sölu FJÖGURRA ára gamall dísarpáfagaukur sem heitir Jakob er til sölu ásamt búri á 5.000 kr. Áhugasamir hafi samband í síma 698 0988 eða 562 7817. Týndur köttur SIMBI er norskur skógar- köttur sem var að flytja á milli bæjarhluta þegar hann slapp. Hann slapp út í Vesturbrún. Simbi er rauð- bröndóttur, stór og mjög loðinn. Hann er með brúna leðuról með göddum á og gulum merkimiða sem ekk- ert stendur inni í. Simbi er mjög gæfur þannig að hann er líklegast að reyna að komast inn einhvers staðar. Ef einhver hefur séð Simba er sá hinn sami beðinn að hafa samband í síma 823 8856 eða 823 2321. Tinna Tapað/fundið Skartgripir töpuðust FIMMTUDAGINN 5. júní sl. hvarf silfurnæla með fjórum demöntum og háls- men úr bíl í Hafnarfirði eða Kópavogi. Skartgripirnir voru í umbúðum merktum „Sigga og Timo“. Gripirnir hafa mikið tilfinningalegt gildi bæði fyrir þann sem ætlaði að gefa þá og hinn sem átti að fá gjöfina. Ef einhver skyldi finna þessa skartgripi eða gæti gefið upplýsingar um þá væri það vel metið og er fundarlaun- um heitið. Upplýsingar í síma 557 3286 eða 899 5583. Fótur af fellihýsi? FANN nýlega fót, senni- lega af fellihýsi. Fóturinn er úr stáli með lítilli sveif efst og lá hann í Fitjalind á móts við Fífuhvammsveg. Upplýsingar í síma 896 6181. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag eru væntanleg Mánafoss, Selfoss og Goðafoss og út fara aft- ur Selfoss, Goðafoss og Girafa (skúta). Hafnarfjarðarhöfn: Í dag er Ostankino vænt- anlegt og út fer Selfoss. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur Skrifstofa s. 551 4349, opin mið- vikud. kl. 14–17. Flóa- markaður, fataútlutun og fatamóttaka opin annan og fjórða hvern miðvikud. í mánuði kl. 14–17, s. 552 5277 Mannamót Árskógar 4. Kl. 9–12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 13 hárgreiðsla, kl. 8– 12.30 bað, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 10–10.30 bankinn, kl. 13–16.30 bridge/vist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað, kl. 10 leikfimi, kl. 14.30 bankaþjónusta, kl. 14.40 ferð í Bónus. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 opin handa- vinnustofan, kl. 9 silki- málun, kl. 13–16 körfu- gerð, kl. 10–13 opin verslunin, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. kl. 13.30 bankaþjónsuta. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–16 op- in vinnustofa, kl. 9–12 hárgreiðsla, kl. 9–16.30 fótaaðgerð. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9.30 hjúkrunarfræðingur á staðnum, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara Kópavogi. Viðtalstími í Gjábakka í dag kl. 15– 16. Skrifstofan í Gull- smára 9 opin í dag kl 16.30–18. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Biljard kl. 10.30, línudans kl. 11, glerlist kl. 13 og pílukast kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. S. 575 7720. Miðvikudagur: Göngu- Hrólfar ganga frá Ás- garði, Glæsibæ, kl. 10. Söngfélag FEB: kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla Sigvalda kl. 19.15.S. 588 2111. Gerðuberg, fé- lagsstarf., sími 575- 7700. Kl. 9-16.30 vinnu- stofur opnar. Frá há- degi spilasalur opinn. Kl. 13.30 gróðursetn- ing. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, kl. 13 félagsvist, kl. 17. bobb. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9–17, handavinnustofan opin frá kl. 13–16. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, bútasaum- ur, útskurður, hár- greiðsla og fótaaðgerð, kl. 11 banki, kl. 13 bridge. Hvassaleiti 58–60. Kl. 9 föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 15 teiknun og málun. Fótaaðgerðir og hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 fótaaðgerð, kl. 13– 13.30 banki, kl. 14 fé- lagsvist. Fyrirhugað er að halda grillveislu fimmtudaginn 12. júní ef næg þátttaka fæst. Matur, kaffi, konfekt og dans. Eldborg- arkvartettinn spilar fyrir dansi. Húsið opn- að kl. 17.30. Vinsamleg- ast skráið ykkur sem fyrst hjá ritara eða Birnu í síma 568 6960. Vesturgata 7. Kl. 8.25– 10.30 sund, kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9–12 mynd- mennt , kl.13–16 postu- línsmálun , kl. 12.15-14.30 versl- unarferð í Bónus, kl. 13–14 myndbandssýn- ing. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla, kl. 10 morgunstund, fótaaðgerð, bókband og handmennt, kl. 13 handmennt, kl. 13.30 bókband, kl. 12.30 verslunarferð. Brúðubíllinn Brúðubíllinn, verður í dag miðvikudaginn 11. júní kl. 10 við Skerja- fjörð við Reykjavík- urveg og kl. 14 við Kjal- arnes. Á morgun fimmtudaginn 12. júní kl. 10 við Fífusel. Minningarkort Barnaspítali Hrings- ins. Upplýsingar um minningarkort Barna- spítalasjóðs Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551- 4080. Kortin fást í flest- um apótekum á höf- uðborgarsvæðinu. Bergmál, líknar- og vinafélag. Minning- arkort til stuðnings or- lofsvikna fyrir krabba- meinssjúka og langveika fást í síma 587-5566, fyrir hádegi. Minningarkort Sjúkra- liðafélags Íslands eru send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. S. 553-9494. Í dag er miðvikudagur 11. júní, 162. dagur ársins 2003, Barnabas- messa. Orð dagsins: Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann all- ur í birtu, eins og þegar lampi lýs- ir á þig með loga sínum. (Lúk. 11, 36.)     Gústaf Adolf Skúlasonsegir á vef Samtaka atvinnulífsins að for- vitnilegt hafi verið að fylgjast með umræðunni um skólagjöld og rekstr- arform háskóla að und- anförnu. Stuðningur við skólagjöld í háskólanámi og breytt rekstrarform ríkisháskólanna fari vax- andi og það virðist ein- göngu vera spurning um tíma hvenær frekari þró- un verði á þessum svið- um. Samtök atvinnulífs- ins hafi lengi haldið fram ágæti fjölbreytilegra rekstrarforma og að skil- greina þurfi svigrúm til skólagjalda fyrir aukna þjónustu menntafyrir- tækja, sem ekki komi í stað lögbundinna fram- laga hins opinbera.     Aðsókn að Háskólanumí Reykjavík og Við- skiptaháskólanum á Bif- röst hefur verið gríð- arleg, þrátt fyrir að þar þurfi nemendur að greiða hundruð þúsunda í skólagjöld, sem ekki þarf við ríkisháskólana. Nemendur við þessa skóla gera eðli málsins samkvæmt miklar kröf- ur, sem og kennarar og stjórnendur,“ segir Gúst- af. Það sé athyglisvert að í nýlegri skýrslu um ís- lensk efnahagsmál bendi OECD á að lítil kostn- aðarþátttaka nemenda virðist vera helsta ástæða fremur langs námstíma íslenskra há- skólanema.     Mikil aukning á að-sókn í háskólanám er þjóðfélagslega mjög jákvæð þróun sem m.a. má rekja til þess aukna fjölbreytileika og val- frelsis sem nýir háskólar hafa haft í för með sér. […] Við þessar aðstæður er hins vegar hugmyndin um gjaldfrelsi í há- skólanámi í raun sprung- in, því að möguleikarnir á að bjóða upp á nýja val- kosti eru óþrjótandi og eftirspurnin endalaus. Innheimta skólagjalda gefur kost á meiri sjálf- stýringu í uppbyggingu skólakerfisins og tryggir þannig tengsl hennar við þá eftirspurn sem til staðar er.“     Hann segir ákvörðunviðskipta- og hag- fræðideildar Háskóla Ís- lands að óska eftir því að tekin verði upp skóla- gjöld í meistaranámi við deildina því tímabært út- spil og án efa eingöngu fyrsta skrefið á löngu ferli. „Það er hins vegar ekkert eðlilegra en að nemendur taki sjálfir ein- hvern þátt í þeim beina kostnaði sem háskólanám þeirra felur í sér og nýt- ist þeim á alþjóðlegum vinnumarkaði. Þar fyrir utan veita skólagjöld aukið aðhald og stuðla þannig að auknum kröf- um, auk þess að gefa kost á meiri sjálfstýringu í uppbyggingu skólakerf- isins sem tryggir tengsl hennar við þá eftirspurn sem til staðar er,“ segir Gústaf Adolf Skúlason. STAKSTEINAR Skólagjöld sjálfsögð í meistaranámi Víkverji skrifar... VÍKVERJI á skyldmenni semeiga bústað fyrir austan fjall, nánar tiltekið í Grímsnesinu og þangað renndi hann í morgunkaffi á Hvítasunnudag. Hann tók eftir því að öll bakarí sem hann ók framhjá á leið sinni úr bænum voru harðlokuð og hann sem ætlaði að færa sumarbústaða- fólkinu bakkelsi í sveitina. Það var ekki fyrr en komið var í Hvera- gerði að hann gat keypt rúnn- stykkin og sætabrauðið. Þar var allt opið og nýbakað. Þegar komið var í sumarhúsið var Víkverji yfir sig hrifinn. Bæði var útsýnið fallegt en kyrrðin var það sem hreif hann einna mest, nálægðin við náttúruna og gróð- ursældin. Lítil mýsla var í fæði hjá hjónunum, aðallega þó hjá eig- inkonunni þar sem karlinn er dauðhræddur við krílið. Hún gefur henni á veröndinni og músin var allsendis óhrædd að koma og sækja sér matinn. Hrafn átti sína skál á veröndinni og hann kom og sótti sér æti þegar þannig lá á honum. Húsráðendur höfðu á orði að þau dveldu þarna langar helgar og færu í vinnu eldsnemma að morgni ef því væri að skipta. Þeim líður svo vel í sveitinni að þau vilja helst hvergi annarsstaðar vera. Þau eru með heitt og kalt vatn og rafmagn og ekkert að vanbúnaði að dvelja þarna á veturna líka. x x x Víkverji er búinn að vera á kafi ímold yfir Hvítasunnuna. Hann er svo kátur með gróðurinn, bóndarósirnar útsprungnar og sumarblómin með fallegasta móti. En þá kemur hann að vanda- málinu, fíflum og skriðsóleyjum. Víkverji hefur reynt að vera vist- vænn og beita aðeins fíflaskóflunni sérhönnuðu til að ná upp rótunum og svo hefur hann tekið sól- eyjarnar í beðunum upp með rót- um líka. En þessi ráð duga bara skammt og þessir óboðnu gestir eru nú farnir að gera sig heima- komna í grasflötinni. Líklega þarf Víkverji að brjóta odd af oflæti sínu og kaupa eitur á þessa miður skemmtilegu gesti. x x x Víkverji skrapp á bílasölur umsíðustu helgi. Hann er ótrúlega óöruggur með sig á slíkum stöðum. Bílasalarnir geta nefnilega sagt honum hvað sem er þegar bílar eru annarsvegar. Úrvalið er mikið en það sem vekur enn meiri furðu eru bílalánin. Það er orðið algengt að sjá bíla sem eru með lán áhvíl- andi og sumir bílarnir seljast bara gegn því að einhver taki yfir lánin. Er það ekki orðið dálítið ískyggi- legt þegar jeppinn er keyptur á 100% láni, það er verið að borga af húsbréfum líka og skamm- tímalánum til að dekka húsakaupin og svo eru það lífeyrissjóðslánin og... Morgunblaðið/Júlíus Morgunblaðið/Brynjar Gauti Í Seláshverfi í Árbænum voru þessir strákar að leika sér að hlaupa í vatnsúðarann í garðinum. LÁRÉTT 1 smá, 4 pyngja, 7 hremmum, 8 skelfing, 9 bati, 11 skrifaði, 13 skor- dýr, 14 tunnuna, 15 maður, 17 taugaáfall, 20 óhræsi, 22 sprengiefni, 23 gengur í vatni, 24 nákvæmlegar, 25 sterkja. LÓÐRÉTT 1 vökvi, 2 hellti öllu úr, 3 afkvæmi, 4 vað á vatns- falli, 5 skreyta, 6 tómur, 10 fýla, 12 gabb, 13 poka, 15 hvolfið, 16 málgefin, 18 heiðursmerkjum, 19 hvefsin kona, 20 hug- arburður, 21 órólegur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 umhverfis, 8 umráð, 9 mýrin, 10 les, 11 leifa, 13 asnar, 15 frjór, 18 sýtir, 21 eik, 22 liðin, 23 ófrjó, 24 greiðanum. Lóðrétt: 2 morði, 3 vöðla, 4 romsa, 5 iðrun, 6 rugl, 7 snýr, 12 fló, 14 ský, 15 full, 16 jaðar, 17 rengi, 18 skóla, 19 tirju, 20 rjól. Krossgáta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.