Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 39 DAGBÓK www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396. REYKJAVÍK - MIÐSVÆÐIS Mér hefur verið falið að leita eftir 2ja-3ja herbergja íbúð með aukaherbergi/bílskúr miðsvæðis í Reykjavík. Æskilegt að íbúðin sé á 1. hæð/jarðhæð auk vinnuaðstöðu. Um er að ræða myndlistarkonu sem leitar að hentugri íbúð með góðri vinnuaðstöðu. Verðhugmynd 10-13 millj. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hafðu samband - það kostar ekkert! STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Fyndni þín og vitsmunir eru öðrum mikið gleðiefni. Þú kýst að hafa ávallt eitthvað fyrir stafni. Nýir staðir, nýtt fólk og nýjar hugmyndir freista þín. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Ánægjuleg spenna vegna nýrra kynna og skemmtunar færir aukna hamingju í þinn heim. Hið óvænta færir þér gleði. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er möguleiki á að hnýta ný vináttubönd í dag. Ef þú hugsar um ókunnuga sem vini þína ertu á réttri leið. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Nú er kjörinn tími til þess að segja skoðanir sínar. Ekki halda aftur af þér og byrgja hlutina inni. Þó væri ekki ráðlegt að tjá yfirboðurum hug sinn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Opinberanir af trúarlegum toga gætu átt sér stað í dag. Þetta gæti átt sér stað í ein- rúmi en engu að síður verið til þess að víkka sjóndeild- arhringinn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þú kýst örvun og spennu í samskiptum þínum við aðra. Sökum þessa einbeitir þú þér að eigin þörfum og löng- unum. Ekki gleyma að sýna tillitssemi. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú ert í djörfum hugleið- ingum í dag og fátt annað en daður kemst að í þínum huga! Þó þetta geti kryddað til- veruna skaltu ekki gera of mikið af því. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú æskir frelsis og kýst að gera hlutina á þinn hátt. Það er gott og blessað, en ekki vaða yfir aðra á skítugum skónum til þess að koma þínu fram. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Óvænt gjöf eða góðgæti gæti orðið á vegi þínum í dag. Þetta gæti verið eitthvað sem er hlaðið merkingu eða svo ómerkilegt sem ókeypis kaffibolli. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú reynir á sveigjanleika í samskiptum þínum við ná- komna. Vertu móttækileg(ur) fyrir nýjum upplifunum og aðferðum. Vertu hress! Steingeit (22. des. - 19. janúar) Vertu á varðbergi í dag gagn- vart óvæntum samskiptum. Einhver ókunnugur gæti lagt fyrir þig verkefni. Þú getur leyst það. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Kaup á gömlum hlutum eða nútímalistaverki munu gleðja þig í dag. Þú laðast að öllu sem er óvenjulegt. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Láttu undan þeirri löngun að gera eitthvað óvenjulegt heimafyrir. Það er heilbrigt að breyta af og til út af venju. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. SUMARVÍSUR Sumarið þegar setur blítt sólar undir faldi, eftir á með sitt eðlið strítt andar veturinn kaldi. Felur húm hið fagra ljós, frostið hitann erfir, væn að dufti verður rós, vindur logni hverfir. Lýðum þegar lætur dátt lukku byrinn mildi, sínum hug í sorgar átt sérhver renna skyldi. Þorlákur Þórarinsson LJÓÐABROT Þessir duglegu krakkar héldu nýlega flóamarkað við Hrísalund á Akureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 2.451 króna. Þau heita Dagbjört Guðjónsdóttir, Sigrún María Óskarsdóttir og Aron Bjarni Davíðsson. Hindrunarsögn vesturs hrekur NS í hæpið geim á 4–3-samlegu í trompi. Austur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ KG6 ♥ ÁK3 ♦ G974 ♣K64 Suður ♠ 103 ♥ D1052 ♦ ÁD863 ♣72 Vestur Norður Austur Suður – – Pass Pass 3 lauf Dobl Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass En dagurinn byrjar vel: Vestur spilar út tígultíu og gosi blinds á fyrsta slag- inn. Sagnhafi spilar næst ÁK og þriðja hjartanu, og austur reynist eiga gosann þriðja. Harla gott, en nú er hins vegar runnin upp sú stund þar sem ekki þarf lengur að treysta á góða legu. Hvernig á sagnhafi að tryggja tíu slagi? Ekki spila laufi á kóng- inn – það er ótímabært. Vissulega er líklegt að vestur sé með laufásinn, en ekkert er öruggt í þeim efnum. En hitt er nokkurn veginn öruggt að austur á ekki BÁÐA svörtu ásana. Hann sagði pass í byrjun og hefur „sýnt“ tígulkóng og hjartagosa. Með tvo ása í viðbót hefði hann opnað. Best er því að spila spaða fyrst og láta kóng- inn úr borði. Ef austur drepur ætti laufásinn að liggja, en ágóðinn kemur fyrst og fremst fram í legu af þessum toga: Norður ♠ KG6 ♥ ÁK3 ♦ G974 ♣K64 Vestur Austur ♠ Á95 ♠ D8742 ♥ 986 ♥ G74 ♦ 10 ♦ K52 ♣DG10853 ♣Á9 Suður ♠ 103 ♥ D1052 ♦ ÁD863 ♣72 Við sjáum hvað gerist ef sagnhafi spilar strax laufi á kóng. Austur drepur og spilar aftur laufi. Þriðja laufið helstyttir suður og þá getur vestur farið upp með spaðaásinn og tekið þrjá slagi á lauf. Spaði á gosann gengur ekki heldur í þessari legu, því austur spilar aftur spaða og vest- ur svo laufdrottningu í gegnum kónginn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 c5 2. c3 e6 3. Rf3 d5 4. Bf4 Rf6 5. e3 Rc6 6. Rbd2 Be7 7. Bd3 0–0 8. h3 b6 9. g4 Bb7 10. Db1 g6 11. Hg1 Dc8 12. h4 cxd4 13. exd4 Ba6 14. Bc2 e5 15. dxe5 Rxg4 16. Bd3 Bxd3 17. Dxd3 Bc5 18. Hg2 He8 19. Dxd5 Rgxe5 20. Rxe5 De6 21. Dxe6 Hxe6 22. Rdc4 Rxe5 23. Bxe5 b5 24. 0–0–0 bxc4 25. Hd5 Bb6 26. f4 Be3+ 27. Kd1 Hae8 28. h5 f6 29. Bc7 Hc8 30. Hd7 g5 31. h6 Hc6 32. Bd6 He8 33. Kc2 a6 34. He2 He6 35. Hg7+ Kh8 36. Hf7 Hc8 37. Be7 gxf4 38. Bxf6+ Kg8 39. Hg7+ Kf8 40. Hxh7 Hce8 Staðan kom upp á Stigamóti Taflfélagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Sigurvegari mótsins, Björn Þorfinns- son (2.324), hafði hvítt gegn Sævari Bjarnasyni (2.258). 41. Hd7! Hxf6 42. h7 Hh6 43. Hg2! Hxh7 44. Hxh7 f3 45. Hg3 f2 46. Hh8+ Ke7 47. Hxe8+ og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 90 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 11. júní, er níræð Kristín Þor- steinsdóttir frá Eskifirði, Möðrufelli 7, Reykjavík. Eiginmaður hennar, Viggó Loftsson, lést árið 1994. Kristín verður að heiman á afmælisdaginn. 85 ÁRA afmæli. Í dag,miðvikudaginn 11. júní, er 85 ára Vilborg Björnsdóttir frá Brú, Eskifirði, heima á Hjalla- vegi 1c, Ytri-Njarðvík. Vilborg verður að heiman á afmælisdaginn. ÁRNAÐ HEILLA HLUTAVELTA MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík FRÉTTIR Á ÁRLEGUM fundi stjórnar Ice- land Naturally sem haldinn var í New York á dögunum var tilkynnt að samgönguráðherra hefur skipað Thomas Möller formann verkefnis- ins og Ársæl Harðarson sem með- stjórnanda. Fráfarandi formaður er Ómar Benediktsson, forstjóri Ís- landsflugs og hefur hann gegnt því starfi frá upphafi. Ekki urðu aðrar breytingar á stjórninni. Pétur Þ. Óskarsson tekur við sem annar af framkvæmdastjórum Iceland Nat- urally þann 1. ágúst nk. þegar Magn- ús Bjarnason, starfandi aðalræðis- maður í New York og viðskiptafulltrúi hverfur til nýrra starfa í utanríkisþjónustunni. Magn- ús hefur ásamt Einari Gústavssyni verið framkvæmdastjóri frá því verkefninu var hleypt af stokkunum árið 1999. Nýr formaður Iceland Naturally SOROPTIMISTAKLÚBBUR Kópavogs hafði sl. haust frum- kvæði að því að hjúkrunarfræð- ingur var fenginn til starfa í Menntaskólann í Kópavogi. Þetta er tilraunaverkefni í samvinnu við Heilsugæsluna í Kópavogi og er hjúkrunarfræðingurinn einnig starfandi á Heilsugæslustöðinni þar sem hann hefur unglingamót- töku. Í M.K. hefur hjúkrunarfræðing- urinn ákveðna viðtalstíma þar sem nemendur geta leitað eftir ráðgjöf, stuðningi og/eða fengið leiðbein- ingar um þá þjónustu sem í boði er. Þá sinnir hún einnig heilbrigð- isfræðslu í skólanum. Þetta fram- tak hefur mælst mjög vel fyrir og eru allar líkur á því að haldið verði áfram á sömu braut á næsta skóla- ári. Heilsugæslan í Kópavogi og Soroptimistaklúbburinn hafa skipt með sér þeim kostnaði sem af þessu hlýst og er framlag hvors rúmlega 74.000 krónur á þessu ári. Einnig styrkti Soroptimista- klúbbur Kópavogs Götusmiðjuna um 50.000 krónur fyrir nokkru síð- an. Markmið Götusmiðjunnar er að aðstoða ungt fólk, sem leiðst hefur út úr hinum hefðbundna samfélagsramma og inn í heim fíkniefna og afbrota, til að fóta sig og koma lífi sínu í jákvæðan far- veg. Sigurrós Þorgrímsdóttir for- maður Soroptimistaklúbbs Kópa- vogs afhenti styrkinn Guðmundi Tý Þórarinssyni, framkvæmda- stjóra Götusmiðjunnar. Soroptimistaklúbbur Kópavogs Hildur Grétarsdóttir, gjaldkeri Soroptimistaklúbbs Kópavogs, Gréta Guð- mundsdóttir, varaformaður klúbbsins, Elísabet Gísladóttir, rekstrarstjóri Götusmiðjunnar, Guðmundur Týr Þórarinsson, framkvæmdastjóri Götu- smiðjunnar, Sigurrós Þorgrímsdóttir, formaður Soroptimistaklúbbs Kópa- vogs, Hildur Hálfdanardóttir, formaður fjáröflunarnefndar klúbbsins og Þóra Guðnadóttir, ritari klúbbsins. Styrkir MK og Götusmiðjuna www.fotur.net

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.