Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 40
ÍÞRÓTTIR 40 MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ  ÍSLENDINGAR og Litháar hafa þrívegis mæst á knattspyrnuvellin- um og standa þjóðirnar jafnar eftir þær viðureignir. Fyrst mættust þær í Vilnius 5. október 1996. Litháar fóru þar með sigur af hólmi, 2:0, en leik- urinn var liður í undankeppni HM. Síðari leikurinn í undankeppni HM var á Laugardalsvelli 11. júní 1996 og þar varð niðurstaðan markalaust jafntefli.  ÞJÓÐIRNAR mættust svo í und- ankeppni EM á Laugardalsvellinum 16. október og þar fóru Íslendingar með sigur af hólmi, 3:0. Eiður Smári Guðjohnsen skoraði tvívegis og Heið- ar Helguson einu sinni.  NÍU leikmenn sem skipa landsliðs- hópinn í dag voru í hópnum þegar Ís- lendingar og Litháar áttust við í und- ankeppni HM 1996 og 1997. Leikmennirnir sjö voru: Birkir Kristinsson sem lék fyrri leikinn, Lárus Orri Sigurðsson, Guðni Bergsson, Rúnar Kristinsson, Þórð- ur Guðjónsson, Arnar Grétarsson sem kom inn á sem varamaður í báð- um leikjum, Helgi Sigurðsson sem kom inn á sem varamaður í síðari leiknum og þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Hermann Hreiðars- son sem voru varamenn í leiknum á Laugardalsvelli en komu ekki við sögu.  BIRKIR Kristinsson meiddist í baki á síðari æfingu landsliðsins í fyrrakvöld. Birkir steig niður í ójöfnu á glerhörðum æfingavelli sem lands- liðið æfði á með þeim afleiðingum að slinkur kom á bakið, sem læstist um tíma. Birkir fór í hnykkingu hjá Stef- áni Stefánssyni sjúkraþjálfara og við það lagaðist aldurforseti íslenska landsliðshópsins þó svo hann sé ekki 100% klár. Birkir sagði við Morgun- blaðið að hann hefði aldrei meiðst í baki áður á sínum langa knatt- spyrnuferli.  ÞÓRÐUR Guðjónsson er marka- hæstur af þeim leikmönnum sem skipa landsliðið í dag. Þórður hefur skorað 11 mörk í 45 leikjum. Á hæla hans kemur Helgi Sigurðsson með 10 mörk í 46 leikjum, Tryggvi Guð- mundsson hefur skorað 9 mörk í 31 leik og Eiður Smári Guðjohnsen 8 mörk í 23 leikjum.  HELGI Sigurðsson sem leikur með Lyn í Noregi er ákveðinn í að reyna fyrir sér á öðrum vígstöðvum á næstu leiktíð. Samningur Helga rennur út í árslok og hefur hann ekki léð máls á að endurnýja hann. „Ég vil reyna fyr- ir mér annars staðar en í Noregi. Það var alltaf draumurinn að komast til Englands en ég held að ekkert verði úr því. Ég ætla að láta á það reyna í sumar hvort ég kemst ekki til annars lands,“ segir Helgi, sem hefur bæði spilað í Þýskalandi, og í Grikklandi. FÓLK ÞAÐ er óhætt að segja að Arnar Þór Viðarsson hafi í nógu að snúast þessa dagana en auk landsleikjanna við Færeyinga og Litháa verður stór stund hjá honum næst- komandi laugardag. Þá gengur hann í það heilaga og heitir sú heppna Saskia Bracke. Hún er belgísk en Arnar Þór kynntist henni þegar hann hóf að leika með Lokeren í Belgíu fyrir fjór- um árum. Þess má geta að væntanleg brúðhjón eru fædd á sama degi, 15. mars 1978. Brúðkaupið fer fram í Lokeren á laugardaginn og eftir athöfnina í kirkjunni verður heljarmikil veisla þar sem yfir 100 manns verða í mat, þar á meðal 40 ætt- ingjar og vinir Arnars frá Ís- landi. Viðar Halldórsson, faðir Arnars og bakvörður lands- liðsins á árum áður, er einn af fararstjórum íslenska ung- mennaliðsins sem skipað er leikmönnum undir 21 árs og lék við Litháa í gær. Yngri bróðir Arnars, Davíð Þór, var í liðinu. Viðar heldur með Arnari syni sínum til Belgíu á morgun til að vera viðstaddur brúðkaupið og Davíð Þór kemur við í Nor- egi áður en hann fer til Belg- íu, en Viðar og Davíð Þór verða svaramenn. „Það er ekkert erfitt að einbeita sér að leiknum. Það er allt klárt heima og búið að skipuleggja allt saman. Ég er því með hugann við leikinn við Litháa sem er okkur geysilega þýðing- armikill og vonandi klárum við hann eins og menn. Við erum meðvitaðir um að okk- ur hefur gengið illa á útivöll- um en eins og Logi sagði þá styttist alltaf í að íslenska landsliðið nái árangri á úti- velli á móti liði sem er svipað að styrkleika eða sterkara en við. Eitt stig á móti Litháum heldur möguleika okkar á öðru sætinu enn opnum en ég vil auðvitað fá öll stigin og að því verður stefnt. Ég held að liðið hafi öðlast sjálfstraust með sigrinum á Færeyingum og nú verðum við bara að byggja ofan á það og taka það jákvæða með okkur í leikinn,“ sagði Arnar Þór við Morgunblaðið. ÍSLENDINGAR hafa leikið níu leiki í röð án sigurs á erlendri grundu. Íslendingar lögðu Möltu- menn, 4:1, í Valetta í aprílmánuði 2001, en síðan hefur liðið leiki níu leiki, tapað sjö og gert jafn- tefli tvisvar. Tapleikirnir voru á móti N-Írum í Belfast, 3:0, Dön- um í Kaupmannahöfn, 6:0, Sádi- Aröbum í Ryad, 1:0, Brasilíu- mönnum í Cuiba, 6:1, Eistlend- ingum í snjóleik í Tallinn, 2:0, Skotum í Glasgow, 2:1, og fyrir Finnum, 3:0. Jafnteflisleikirnir voru á móti Kúveit, 1:1, og gegn Norð- mönnum með sömu markatölu áAspmyra Stadium í Bodö. Ég er búinn að taka þá ákvörðunað klára þessa keppni sem stendur fram á haust og svo reikna ég með því að hætta í landsliðinu. Þetta er búinn að vera langur tími en ansi skemmtilegur og ég sé ekki eftir einni einustu mínútu. Mig er einfaldlega farið að langa til að fá meiri tíma með fjölskyldu minni og gefa henni tækifæri til að njóta sín líka. Maður er að fórna ansi miklu og til að mynda er ég að eyða tæpum þremur vikum af fimm sem ég hef í sumarfrí en ég vil taka það skýrt fram að ég sé ekki eftir þessum tíma. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og mér finnst rétt að gefa öðrum mönnum tækifæri og hleypa nýjum að,“ segir Rúnar sem verður 34 ára gamall í haust og er á samningi hjá Lokeren í Belgíu til ársins 2005. „Ég hef svo sem aldrei spáð í hvað leikirnir séu orðnir margir hjá mér og ég stefndi ekkert sérstak- lega á að ná 100 landsleikjum. Ég byrjaði hins vegar mjög ungur að spila með landsliðinu og hef verið heppinn með meiðsli í gegnum tíð- ina (sjö, níu þrettán, segir Rúnar og bankar í borðið). Ég hef líka verið heppinn með að ég hef alltaf verið valinn af öllum þeim landsliðsþjálf- urum sem hafa verið síðan ég kom fyrst inn í liðið,“ segir Rúnar í sam- tali við Morgunblaðið í gær. Rúnar lék fimm síðustu mínút- urnar í fyrsta leik sínum og hann segist varla hafa komið við boltann á þeim mínútum enda voru Rússar með boltann meira og minna allan leikinn. Á þessum tíma var Þjóð- verjinn Sigfried Held landsliðsþjálf- ari og með liðinu voru að spila leik- menn eins og Ásgeir Sigurvinsson, Pétur Pétursson, Arnór Guðjohn- sen, Sævar Jónsson og Atli Eðv- aldsson svo einhverjir séu nefndir. ,,Þetta voru menn sem maður leit mjög upp til og það var sérlega gaman að fá að læra af þessum köppum,“ segir Rúnar. Rúnar hefur á þessum árum gengið í gegnum súrt og sætt með landsliðinu. ,,Maður hefur lifað tímana tvenna. Við höfum alla vega í tví- gang verið nálægt því að komast í úrslitakeppni á stórmóti en svo hafa komið tímar þar sem við höfum ekki átt neina möguleika. Þegar maður lítur til baka þá sér maður að breiddin var ekki mjög mikil í ís- lenskum fótbolta þegar ég var að byrja með landsliðinu. Helmingur- inn af leikmönnunum spilaði á Ís- ÁSGEIR Sigurvinsson, landsliðs- þjálfari, setti sig í samband við Atla Eðvaldsson, fyrrverandi landsliðsþjálfara, eftir leikinn við Færeyinga á laugardaginn og leit- aði álits hjá honum varðandi lands- lið Litháa en Atli var á meðal áhorfenda þegar Litháar báru sig- urorð af Skotum í Kaunas, 1:0, í apríl síðastliðnum. ,,Atli gaf mér mjög góðar upp- lýsingar um Litháana sem vonandi koma að góðu gagni. Það er ekki það sama að sjá leiki í sjónvarpi og vera á vellinum. Þú þarft að vera með yfirsýn yfir allan völlinn til að sjá færslur, leikskipulag og annað slíkt og Atli gat því gefið mér góð ráð,“ sagði Ásgeir í samtali við Morgunblaðið. Litháar áttu frí um helgina þeg- ar aðrar þjóðir í riðlinum áttust við en þeir léku síðast vináttuleik á móti Rúmenum í Kaunas í lok apríl en honum lauk með 1:0 sigri Rúm- ena. Litháar hófu undankeppnina með 2:0 ósigri á móti Þjóðverjum á heimavelli, næst lögðu þeir Fær- eyinga að velli, 2:0 í Kaunas, næst töpuðu þeir fyrir Íslendingum á Laugardalsvellinum, 3:0, en í tveimur síðustu leikjum í und- ankeppninni hafa Litháar heldur betur bitið frá sér. Þeim tókst að ná jafntefli gegn Þjóðverjum í Bremen, 1:1, og leggja síðan Skota að velli, 1:0, með marki úr vítaspyrnu. Meiðsli og leikbönn setja nokk- urt strik í reikninginn hjá Algim- antas Liubinkas landsliðsþjálfara Litháa. Þrír leikmenn taka út leik- bönn og fjórir leikmenn sem að öllu jöfnu hefðu verið í hópnum eru frá vegna meiðsla. Hins vegar koma tveir öflugir leikmenn sem báðir hafa verið frá í síðustu leikj- um Litháa sökum meiðsla inn í hópinn á nýjan leik . Þetta er Aur- elijus Skarbalius varnarmaður frá Bröndby en hann er talinn besti leikmaður Litháa, og miðjumað- urinn Raimondas Zutautas sem verið hefur á mála hjá Maccabi Haifa í Ísrael. Ásgeir fékk ráð frá Atla Morgunblaðið/Arnaldur Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson. ÞAÐ hefur gefið á bátinn hjá ís- lenska landsliðinu í knattspyrnu undanfarin misseri. Tveir tapleikir á móti Skotum, ósigrar í vináttu- leikjum á móti Eistum og Finnum og þjálfaraskipti í síðasta mánuði bera því vitni að ekki hefur allt gengið sem skyldi. En eftir sig- urinn á móti Færeyingum á Laug- ardalsvelli og jafntefli Skota og Þjóðverja á Hampden Park er stað- an orðin sú að leikurinn við Litháa í Kaunas í kvöld er nánast úrslita- leikur fyrir íslenska landsliðið og úrslitin í þeim leik geta skorið úr um hvort Íslendingar geta blandað sér af alvöru í baráttuna um efstu sætin í riðlinum eða sigla lygnan sjó í fjórða sætinu. Fimmti riðillinn er einfaldlega opinn upp á gátt og til marks um það eiga Íslendingar möguleika á að tylla sér í topp- sætið, að minnsta kosti um stund- arsakir, takist þeim að leggja Litháa að velli. Afar slakt gengi íslenska liðsins á útivelli gegn þjóðum í svipuðum styrkleikaflokki og á móti sterkari andstæðingum veldur manni hins vegar talsverðum áhyggjum og eykur ekki bjartsýni um hagstæð úrslit í kvöld. Slæmir skellir eins og á móti Dönum, N-Írum og nú síðast Finn- Rúnar Kristinsson leikur í kvöld sinn 100. landsleik en hann hyggst leggja landsliðsskónum eftir leikina við Þjóðverja í haust Heppinn að hafa alltaf verið valinn RÚNAR Kristinsson slær í kvöld enn einn ganginn landsleikjametið þegar Íslendingar mæta Litháum í Kaunas í undankeppni EM í knattspyrnu. Að þessu sinn nær Rúnar þeim glæsilega áfanga að spila 100. landsleik sinn fyrir Ísland en Rúnar hefur verið í landslið- inu allar götur síðan 1987 þegar hann lék sinn fyrsta landsleik gegn Rússum í Sympferapol þar sem Rússar fóru með sigur af hólmi, 2:0. Rúnar hefur tekið þá ákvörðun að enda feril sinn með landsliðinu í haust eftir leikina við Þjóðverja og ef að líkum lætur verður kveðju- leikur hans á Laugardalsvellinum laugardaginn 11. október. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Kaunas Stór vika hjá Arnari Þór Arnar Þór Viðarsson Níu leikir án sigurs á útivelli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.