Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 41
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 41 DHLOPEN Keppnin er 18 holu höggleikur og er leikin í I. og II. flokki. Leikin er punktakeppni í báðum flokkum með 7/8 forgjöf. I flokkur: grunnforgjöf lægri en 9,4 II flokkur: forgjöf 9,5 til 36 Sigurvegari mótsins í I. flokki, á besta skori, án forgjafar í punktakeppni, vinnur þátttökurétt í "SHOOT-OUT" sjónvarps- og boðsmóti Nesklúbbsins 2003, sem haldið er til styrktar langveikum börnum. Boðsmótið er styrkt af DHL. Þátttökugjald er kr. 3.500 með veitingum. Skráning á golf.is og fyrir I. flokk (forgangsskráning) í síma 561 1930. DHL Golf á Nesvellinum, föstudaginn 13. og laugardaginn 14. júní 2003. Sólarhringsgolf - miðnæturgolf N O N N I O G M A N N I I Y D D A / si a .i s / N M 0 9 6 3 9 LOGI Ólafsson, annar af landsliðs- þjálfurum Íslands, á ekki ýkja góð- ar minningar frá viðureignum við Litháa. Logi var landsliðsþjálfari þegar þjóðirnar áttust við í und- ankeppni HM 1996 og 1997. Litháar fóru með sigur af hólmi í Vilnius, 2:0, 1996 og eftir markalaust jafn- tefli í síðari leiknum á Laugardals- vellinum 11. júní 1997 var Loga sagt upp störfum og Guðjón Þórð- arson ráðinn í hans stað. Þá var Logi þjálfari ÍA þegar Akurnes- ingar mættu Zalgiris frá Litháen í 1. umferð UEFA-keppninnar árið 1998. Skagamenn fóru með sigur af hólmi, 3:2, á Akranesi í fyrri leikn- um en töpuðu, 1:0 í Vilnius og féllu þar með úr leik í keppninni. Logi á ekki góðar minningar  ÍVAR Ingimarsson hefur fengið bréf frá Wolves þar sem hann er boð- aður til æfinga þann 8. júlí. Þá hefst undirbúingur Úlfanna fyrir barátt- una í ensku úrvalsdeildinni en Wolves vann sér sæti í deild þeirra bestu eftir 16 ára hlé. Ívar lék sem lánsmaður með Brighton stóran hluta nýliðinnar leiktíðar.  FJÓRIR útileikmenn sem skipa landsliðshópinn í dag hafa ekki náð að skora í landsleik – Arnar Þór Við- arsson, Marel Baldvinsson, Ívar Ingi- marsson og Indriði Sigurðsson.  LANDSLIÐIÐ braut daginn upp í gær og fór í heimsókn í dýragarðinn í Kaunas. Ekki var heimsóknin þar neitt til að hrópa húrra yfir. Mönnum var hálf brugðið enda garðurinn illa hirtur. Það sem mönnum þótti verst að sjá var aðbúnaður dýranna þar sem þau voru greinilega mjög illa haldin. Flest dýranna voru skítug, illa til reika og skorti greinilega fæðu. FÓLK landi en í dag er það aðeins einn úr hópnum sem spilar heima, Birkir Kristinsson. Ef þrír eða fjórir leik- menn úr þessum hópi myndu meið- ast þá kæmu jafnmargir atvinnu- menn í stað þeirra þannig að þetta hefur styrkst hjá okkur og menn eru í dag almennt í betri æfingu og eru yfirleitt í toppstandi allt árið um kring. Hvað sem menn segja heima á Íslandi þá hafa menn náð að bæta sig með því að spila erlendis hvort sem það er í Svíþjóð, Noregi eða á öðrum stöðum.“ Eru einhverjir leik- ir sem standa upp úr í minningunni hjá þér þegar þú lítur yfir leikina 99 með landsliðinu? ,,Jafnteflisleikur- inn á móti Sovétmönnum í Moskvu líður mér seint úr minni. Þar náðum við að jafna metin undir lokin fyrir framan 70–80.000 manns. Ég fékk að spila í 10–15 mínútur en það var nóg. Stemningin í klefanum fyrir og eftir leik var mögnuð og mér er sérstaklega minnisstætt brosið á Sigfried Held eftir leikinn því yfirleitt stökk hon- um ekki bros á vör. Leikirnir á móti Frökkum, jafnteflisleikurinn heima og 3:2 ósigurinn í París eru mér einnig ofarlega í huga. Það voru frá- bærir leikir af okkar hálfu og auð- vitað man maður betur eftir góðu leikjunum en þeim slæmu sem eru mjög margir.“ Rúnar metur leikinn í kvöld sem úrslitaleik fyrir íslenska landsliðið. ,,Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur. Við eigum enn möguleika en það hefur reynst okkur erfitt að sækja stig á útivelli. Það er áhyggjuefni en Ásgeir og Logi hafa reynt að innprenta í okkur að við verðum að leggjast allir á eitt í svona verkefni og þjappa okkur saman. Litháar eru þjóð sem við eigum alveg að geta unnið, hvort sem það er heima eða úti en að sjálf- sögðu þurfum við að ná toppleik til að leggja þá að velli hér í Kaunas. Það er auðvelt að misstíga sig í svona leikjum og því er mjög mik- ilvægt að menn verði með 100% ein- beitingu allt frá fyrstu mínútu,“ seg- ir Rúnar sem ekki gat tekið þátt í 3:0 sigrinum á Laugardalsvelli síð- astliðin haust vegna meiðsla. um tala sínu máli og fara þarf allt til ársins 2001 til að finna íslenskan sigur á erlendri grundu en þá voru Maltverjar lagðir að velli. Enginn sigur í síðustu níu útleikjum, hvort sem það hafa verið vináttuleikir eða leikir í undankeppni HM og EM, eru staðreyndir sem segja að útivallargrýla hefur gert íslenska landsliðinu óleik en vonandi tekst nú að kveða hana í kútinn. Ásgeir Sigurvinsson landsliðs- þjálfari sagði í samtali við Morgun- blaðið að lykillinn að því að ná góð- um úrslitum á móti Litháum væri öflug liðsheild þar sem menn fórn- uðu sér hver fyrir annan og með þessum orðum held ég að Ásgeir hafi hitt naglann á höfuðið. Keðjan verður að vera traust því ef einn hlekkur gefur sig er hætt við keðj- an slitni. Tveir leikmenn íslenska liðsins leika tímamótaleiki í kvöld. Rúnar Kristinsson nær þeim frá- bæra árangri að leika sinn 100. landsleik og Guðni Bergsson leikur kveðjuleik sinn með liðinu. Þessir heiðursmenn eiga það skilið að leikurinn verði þeim eftirminnileg- ur og það verður ekki nema félagar þeirra berjist allir fyrir einn og lið- ið nái að laða það besta fram í leik sínum. Knattspyrnan er óútreiknanleg og það gerir þessa íþrótt svo skemmtilega. Eftir tapleikinn gegn Skotum í Glasgow var mikið rætt um að möguleikar Íslendinga á að blanda sér í toppbaráttu riðilsins væru fyr- ir bí en úrslitin í undanförnum leikjum í riðlinum sýna það svart á hvítu að möguleikarnir eru fyrir hendi. Þjóðverjar geta til að mynda ekki bókað sigur í Færeyjum annað kvöld og takist íslensku landsliðs- mönnunum að þjappa sér saman og sýna virkilega hvað í þeim býr er aldrei að vita nema litla Ísland tróni á toppi 5. riðilsins eftir leikina annað kvöld. Stutt er á milli hláturs og gráts í íþróttunum. Þrjú stig yrðu gríðarlegur sigur fyrir ís- lenska liðið, eitt stig viðunandi en tapið sár vonbrigði eftir allt sem á undan er gengið. Íslensku lands- liðsmennirnir eru sér meðvitandi um mikilvægi leiksins og ekki hef- ur verið annað að sjá í undirbún- ingi liðsins hér í Kaunas en góður andi ríki í íslenska hópnum og menn séu virkilega tilbúnir að gefa sig af fullu afli í verkefnið. Ekki veitir af. Getan er fyrir hendi en nú þurfa hjörtu leikmanna íslenska liðsins að slá í takt. Takist það er möguleiki á að ís- lenska landsliðið komist á rétta sporið og reki af sér slyðruorðið sem einkennt hefur það und- anfarna mánuði. Guðmundur Hilmarsson Tekst að kveða útivallargrýl- una í kútinn? Morgunblaðið/Einar Falur Rúnar Kristinsson á ferðinni í Evrópuleiknum gegn Færeyingum á Laugardalsvellinum á laugardaginn , 2:1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.