Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 45
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 45 SPITZ-galleríið, knæpan og tón- leikabúllan eru á Spitalfields mark- aðnum í austurhluta Lundúna. Þar var opnuð sögusýning Smekkleysu í síðustu viku og opnunarkvöldið voru haldnir tónleikar þar sem boðið var upp á naumhyggjulegan spuna og óhljóðakennt hip-hop. Fyrstir á svið voru þeir félagar í Napoli 23. Á framúrskarandi skemmtilegri plötu Napolí 23 sem kom út fyrir síð- ustu jól var tónlistin mjög spuna- kennd og greinilegt að þó tónlistin væri sameiginleg smíð voru menn að vinna með hugmyndir hver í sínu horni. Þau lög sem boðið var upp á á Spitz voru aftur á móti mun betur mótuð, laglínur slípaðar og fægðar og framvindan hnitmiðuð og skýr. Mest bar á framlagi Eyvinds Kangs en fín- legri innskot þeirra Skúla, Hilmars og Matthíasar áttu það til að hverfa framan af í skvaldrinu frá áheyrend- um. Þegar Eyvind dró fram hornið þögnuðu aftur á móti flestir við- staddra og eftir það komu spuna- flækjurnar betur í ljós. Lokalag Napoli 23 að þessu sinni var ragan af disknum góða með vír- uðum inngangskafla og eina lagið sem áður hafði heyrst. Frábær frammistaða og gaman verður að heyra þessi lög aftur á góðu sviði án drykkjuskvaldurs. Ástæða er til að minna lesendur á að Napoli 23 heldur tónleika í Borgarleikhúsinu á morg- un. Ekki missa af þeim! Það mátti sjá á Einari Erni að hann var að debútera sem sólólistamaður, því þó hann bæri sig vel var hann óstyrkur fyrstu mínúturnar af „Sui- cide“, en þó furðu fljótur í gang miðað við að þetta voru fyrstu tónleikar með tónlist sem varð að mestu til í hljóð- veri. Það var gaman að sjá þá feðga Einar Örn og Hrafnkel Flóka spila saman á trompeta í upphafi og skemmst frá því að segja að Hrafnkell stóð sig einstaklega vel allt kvöldið, kom alltaf rétt inn og skreytti smekk- lega – með tónlist í blóðinu. Tónlistin sem þeir Einar Örn og Birgir Örn hafa soðið saman er rafsoðið, rokkað hip-hop, skemmti- legur bræðingur af þungum brotnum töktum með spunakenndum talsöng/ öskri. Laglínur eru skældar og teygðar og áhrifin af tón- listinni uppsöfnuð ef svo má segja; klifandi taktur bygg- ist upp í hátimbraða hávaða- höll sem síðan hrynur yfir áheyrandann. Frábært! Jafnvægi milli raddar og undirleiks var mjög gott og sérstaklega var ánægjulegt hve vel heyrðist í Einari, hvað röddin var framarlega. Honum óx ásmegin eftir því sem leið á tón- leikana og fjórða lagið, „Cough of Love“, var sérdeilis magnað. Áður er getið frammistöðu þeirra feðga Einars Arnar og Hrafnkels Flóka en eftir að nefna snilldar- frammistöðu Birgis Arnar takt- og óhljóðameistara. Gítarleikararnir Óð- inn og Elís stóðu sig líka afskapega vel, sérstaklega þegar þeir slettu úr klaufunum. Tónleikarnir voru haldnir í tilefni af sýningu sem segir sögu Smekk- leysu og er í góðu samræmi við hug- myndafræði þess félagsskapar að leiða saman svo ólíka tónlist, svo ólík- ar hljómsveitir og enn að kynna tón- list framtíðarinnar. Tónlist Tónlist framtíð- arinnar Tónleikar SPITZ – Lundúnum Napoli 23 og Einar Örn Benediktsson Tónleikar á vegum Smekkleysu í Lund- únum 4. maí. Fram komu Napoli 23, sem skipuð er þeim Eyvind Kang, Skúla Sverr- issyni, Hilmari Jenssyni og Matthíasi Hemstock, og Einar Örn Benediktsson með hljómsveit sinni sem skipuð er hon- um, Birgi Erni Thoroddsen, Óðni Erni Hilmarssyni, Elísi Péturssyni og Hrafnkeli Flóka Einarssyni. Árni Matthíasson Einar Örn kom í fyrsta sinn fram sem sólólistamaður. Sonur hans Hrafnkell Flóki blæs í trompetinn. Eyving Kang og Hilmar Jensson, liðsmenn Napoli 23. Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir PLATAN Eftir þögn með tónlist- armönnunum Óskari Guðjónssyni saxófónleikara og Skúla Sverrissyni bassaleikara hefur fengið lofsam- lega umsögn í hinu virta breska tónlistartímariti Wire. Platan, sem fékk tvenn verðlaun á Íslensku tón- listarverðlaununum í ársbyrjun, kom út hjá Eddu/Ómi fyrir jólin. Gagnrýnandinn tekur fram að þrátt fyrir að platan sé stutt (33 mínútur) sé hún töfrum þrungin, „sannkölluð gersemi“, segir hann. Í umsögninni segir að vonandi efli platan hróður Óskars á erlendri grundu. Segir ennfremur að Eftir þögn sé falleg plata, sem veki myndir af íslensku landslagi. Óskar er sagður fjölhæfur listamaður, sem unnið hafi með tónlistarfólki úr sí- gilda geiranum jafnt og rokkinu, og er framlagi Skúla einnig hrósað. Þeir sömdu lögin á plötunni í sam- einingu en þau eru sögð líkjast fremur spurningum en svörum. Rætt er um persónulega hlið plötunnar, sem er samin til fjöl- skyldunnar og vina. Upptökur fóru fram í New York og í Salnum í Kópavogi. Eftir þögn fær góða dóma í Wire Þessi mynd prýðir umslag plötunnar Eftir þögn með Skúla Sverrissyni og Óskari Guðjónssyni. Hún hefur fengið góða umsögn í blaðinu Wire. Óskar og Skúli lofaðir MIÐNÆTURTÓNLEIKAR þar sem sveitaballastemningin ræður ríkjum verða haldnir á NASA á föstu- dagskvöldum í sumar. Gleðihljóm- sveitin Stuðmenn ríður á vaðið næst- komandi föstudag. Síðar í sumar má svo búast við að sjá Sálina hans Jóns míns, Skítamóral, Írafár og Brimkló á staðnum, að sögn Einars Bárðarson- ar tónleikahaldara. „Ég er alinn upp við sveitaböllin á Suðurlandi,“ útskýrir Einar og segir að undanfarið hafi hallað undan fæti á sveitaballamarkaðinum. „Sífellt færri og færri hús úti á landi bjóða upp á dæmigerð íslensk sveitaböll. Það var því ákveðið að venda sér í þetta í höf- uðborginni og búa til almennilega sveitaballastemningu hérna,“ segir hann. Einar segir að sviðið og umgjörðin öll á NASA minni mikið á hefðbundna sveitaballastaði sem stóðu í blóma á árum áður. „Það sem er skemmtileg- ast við þetta er að húsið sem slíkt er alveg frábært í þetta. Það er ekkert hús betur til þess fallið í bænum,“ segir hann og nefnir stórt og rúmgott svið, upphækkun allan hringinn og stóran sal máli sínu til stuðnings. „Það verður sett alveg sér hljóðkerfi inn á NASA fyrir þetta og það verður flott ljósasýning,“ segir Einar og bendir jafnframt á að á NASA hafi á sínum tíma verði reknir einhverjir vinsælustu skemmtistaðir þjóðarinn- ar, Sigtún og Sjálfstæðishúsið. Einhver eftirminnilegasta senan úr kvikmyndinni Með allt á hreinu var mynduð á NASA, sem þá hét Sigtún. „Þar fer Dúddi Rót mikinn í leit að þátttakendum í fegurðarsamkeppni en honum verður ekki kápan úr því klæðinu en í staðinn kemur fram mið- ill sem finnur reiðhjól og framinn er gjörningur með mjólk og hattinum hans Kriss á Klapparstígnum,“ minn- ist Einar glaður í bragði. Tónleikaröð á NASA á föstudagskvöldum Stuðmenn ríða á vaðið með sveita- ballastemningu á NASA við Aust- urvöll á föstudagskvöldið. Sveitaböll í höfuðborginni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.