Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 B 3 bílar GLÆSIVAGNINN Mercedes-Benz, V 553, árgerð 1958, verður boðinn upp 16. júní næstkomandi og andvirði bílsins látið renna til átaksins Þjóð gegn þunglyndi. Um er að ræða bif- reið sem er lítillega skemmd eftir umferðaróhapp og er í eigu VÍS. Bif- reiðin verður sýnd almenningi í Smáralind næstu daga og síðan boð- in upp 16. júní nk. Einnig verður hægt að bjóða í hana á heimasíðu VÍS, www.vis.is. Þessi Mercedes-Benz-fornbifreið hefur lengst af átt heima í Vest- mannaeyjum. Bíllinn hefur verið gerður upp í tvígang auk þess sem síðasti eigandi – á undan VÍS – lag- færði hann verulega. Bíllinn hefur skipt litum margsinnis um dagana. Hann er núna dökkblár en var brúnn, rauður, svartur og grár á árum áður. Ekið var á bílinn kyrrstæðan í Reykjavík síðastliðið sumar og við það beyglaðist framstuðari nokkuð og grillið sömuleiðis. VÍS gerði þáver- andi eiganda tilboð í bílinn og eign- aðist hann í framhaldi af því. Eigendasagan að hluta Benzinn hefur trúlega verið í Reykjavík frá því hann kom nýr til landsins og þar til Eyjamaðurinn Páll Árnason keypti hann fyrir 140.000 krónur á bílasölu í borginni árið 1964. Þá var númerið á honum R 13517 en Benzinn varð við eigendaskiptin V 172. Benzinn vakti að vonum mikla athygli þegar nýi eigandinn, þá á nítjánda ári, ók honum um götur í Eyjum. Páll á margar góðar minn- ingar um Benzann og segir bílinn hafa verið afar vandaðan og mjúkan. Benzinn var á þessum tíma með þaklúgu (svokölluðum dragtopp) og Páll segir að vinir sínir hafi stundum tekið upp á því á rúntinum í Eyjum að standa upp úr aftursætinu, reka höfuðið upp úr lúgunni og syngja. Páll átti Benzann í fáein ár og seldi hann þá manni úr Vottum Jehóva í Reykjavík. Hann segist alla tíð hafa séð eftir bílnum. Ekki leið langur tími þar til Benz- inn sást á nýjan leik á götum Vest- mannaeyja því aðkomumaður þar, Sverrir að nafni, keypti bílinn fyrir sunnan og notaði til leiguaksturs í Eyjum. Eftir því sem næst verður komist seldi hann bílinn síðan skip- stjóra hjá Eimskip sem þá bjó á höf- uðborgarsvæðinu en er nú búsettur í Kanada Enn og aftur lá leið bílsins til Eyja eftir að Þórður Magnússon, oftast kallaður Þórður á Skansinum, keypti hann í Reykjavík í kringum 1970. Hann segist hafa gert bílinn upp frá grunni og varið til þess jafnvirði nýrr- ar Volkswagen-bjöllu. Þórður afskráði Benzann á árinu 1982 og geymdi hann númerslausan í Eyjum þar til Rúnar Sigurjónsson, stjórnarmaður í Fornbílaklúbbnum, keypti hann árið 2000. Rúnar er vél- virki og hefur fengist við að gera upp gamla bíla, aðallega af Mercedes- Benz-gerð. Hann lagfærði Benzann talsvert og skráði hann á nýjan leik sem fornbifreið og valdi bílnum núm- erið V 553 samkvæmt nýlegum reglum um fornmerki. Þetta er skráningarnúmerið sem hafði verið á bílnum á meðan Þórður á Skansinum átti hann. Eyjabens- inn boð- inn upp Bíllinn eins og hann lítur út í dag. Á brúnni yfir Þjórsá á sjöunda ára- tugnum. NÚ fer í hönd sá árstími þegar margir hyggja á ferðalög með hjól- hýsi, kerrur, hestakerrur eða aðra eftirvagna. Til þess að aka fólksbíl eða sendibíl sem er 3.500 kg eða léttari þarf ökuskírteini í B-flokki, eða almenn ökuréttindi. Einnig er heimilt að vera með tengdan eft- irvagn eða tengitæki sem er 750 kg eða minna að leyfðri heildarþyngd. Þá er heimilt að vera með eftirvagn eða tengitæki sem er meira en 750 kg að leyfðri heildarþyngd ef leyfð heildarþyngd beggja ökutækja er 3.500 kg eða minna og leyfð heild- arþyngd eftirvagnsins eða tengi- tækisins ekki meiri en eigin þyngd dráttartækisins. BE-merking í ökuskírteini veitir hins vegar rétt til að stjórna sam- tengdum ökutækjum þar sem drátt- artækið er í flokki B, þ.e.a.s. 3.500 kg eða léttara, og leyfð heildar- þyngd eftirvagns eða tengitækis er meiri en 750 kg. Eftirvagn má aldrei vera þyngri en skráð er í skráningarskírteini dráttarbílsins, annars vegar fyrir vagn án hemla og hins vegar fyrir vagn með hemlum. Í eldri bílum eru þessar þyngdir ekki skráðar í skráningarskírteini og gildir þá reglan að eftirvagn án hemla má ekki vera þyngri en helmingur af eigin þyngd dráttarbílsins. Allir eftirvagnar með leyfða heild- arþyngd yfir 750 kg skulu búnir hemlum. Oftast er um að ræða svo- kallaða ýtihemla eða rafmagns- hemla á vögnum með minni leyfða heildarþyngd en 3.500 kg. Á þyngri vögnum skulu hemlar vera sam- tengdir hemlum dráttarbílsins. Ekki er skylt að hafa hemlabúnað á eftirvagni með minni leyfða heild- arþyngd en 750 kg nema þyngd vagnsins sé meiri en skráð er í skráningarskírteini dráttarbílsins. Rétt er að benda á að einungis stærstu og öflugustu fólksbílar og jeppar mega draga hemlalausa vagna sem eru sem næst 750 kg þungir. Hámarkshraði með eftirvagn Almenna reglan er sú að fólks- bifreið og sendibifreið með eftir- vagn má ekki aka hraðar en 80 km/ klst. Bílar með óskráð tengitæki mega ekki fara hraðar en 60 km/ klst. Enn munu vera í umferðinni nokkrir gamlir eftirvagnar sem eru með leyfða heildarþyngd meiri en 750 kg og án hemla. Eru þeir frá þeim tíma áður en reglur voru sett- ar um að allir eftirvagnar með leyfða heildarþyngd yfir 750 kg skuli búnir hemlum. Hámarkshraði með þessa eftirvagna er 60 km/klst en rétt er að benda á að ekki eru nema fáir bílar sem mega draga þessa vagna. Hættuleg samsetning Margir nýlegir fólksbílar eru bún- ir ABS-hemlum. Eftirvagnar með ýtihemla eru sjaldan með þennan búnað. Þessi samsetning getur verið hættuleg þegar nauðhemlað er á miklum hraða á blautum vegi. Hjól bílsins stöðvast ekki þannig að hægt er að stýra bílnum við slíkar kring- umstæður. Öðru máli gegnir um vagninn, sem missir veggripið og getur lagst fram með bílnum. Ljósabúnaður eftirvagna Allir eftirvagnar skulu búnir ljós- um sem eru hliðstæð aftur- og hlið- arljósum bifreiða. Ef eftirvagn hindrar baksýn úr dráttarbílnum þarf að framlengja hliðarspegla bíls- ins báðum megin. Speglarnir skulu gera ökumanni kleift að sjá beggja vegna aftur með ækinu. Lengd og breidd eftirvagna Eftirvagn má ekki vera breiðari en 2,5 metrar og ekki ná meira en 30cm út fyrir hvora hlið dráttarbíls- ins, þ.e. ekki vera meira en 60 cm breiðari en dráttarbíllinn. Eftir- vagnar mega ekki vera lengri en 12 metrar og hámarkslengd bíls og eft- irvagns er 18,5 metrar. Morgunblaðið/Ómar Ekki gilda sömu reglur um hestvagna af þessari gerð og aðra eftirvagna. Eftirvagnar og reglugerðir Að mörgu að hyggja fyrir eigendur PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GEFÐU HÚSINU SVIP Vönduð ryðfrí húsaskilti Fjölbreytt myndaval fyrir hús & sumabústaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.