Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 11.06.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 2003 B 7 bílar Bílasala Suðurlands - Fossnesi 14 - 800 Selfossi www.toyotaselfossi.is • toyotaselfossi@toyotaselfossi.is 480 8000 480 8000 SELFOSSI Nissan Patrol GR SE 33", árg. 2000, 5 gíra, ekinn 49 þús. Áhv. 2.300 þús. Verð 3.390 þús. Toyota Land cruiser 100 TDI, árg. 2002, sjálfsk., ekinn 25 þús. Leður, topplúga, TEMS, aukasæti og tölvu- kubbur. Verð 6.390 þús. Subaru Impresa Turbo 4WD, árg. 2000, 5 gíra, ekinn 46 þús. Áhv. 780 þús. Verð 1.950 þús. MMC Pajero DI-D GLS, árg. 2000, sjálfsk., ekinn 77 þús. Leður, sílsarör o.fl. Verð 3.680 þús. Vantar bíla á skrá og staðinn! Brjálað að gera í „sveitinni“. Vantar t.d. BMW X5! diesel, 90-100 Cruisera o.fl. S CHUMACHER segir afl- mikla og trausta Ferrari- vélina eiga að geta fleytt sér til sigurs og hjálpað sér til að gleyma óförum liðsins í Mónakókappakstrinum fyrir 10 dög- um. Samskonar hljóð heyrast úr horni Williams-liðsins sem ætlar sér stóra hluti í Monreal eftir sigurinn í Mónakó. Mótið er hið áttunda í röð- inni af 16 og vertíðin því hálfnuð. Í ár er Kanadakappaksturinn háður í 35. sinn. „Auðvitað er takmarkið í Kanada – eins og í hverjum kappakstri – að fara með sigur af hólmi. Kostir bílsins ættu að sýna sig í Montreal. Það þarf einungis að líta til hámarkshraða okk- ar í síðustu mótum, það er einkar hvetjandi. Mótoraflið skiptir miklu í Montreal og þar stenst enginn okkur snúning. Við erum með stórkostlegan mótor, á því sviði erum við fyrir nokkru komnir fram úr öllum hinum liðunum,“ segir Schumacher. Schumacher hefur fimm sinnum farið með sigur af hólmi í Montreal og átta sinnum verið á palli í 11 mótum þar. Í fyrra varð David Coulthard hjá McLaren annar í mark. Sá síðar- nefndi segir brautina einkennast af löngum beinum og hröðum köflum sem brotnir séu upp með kröppum og hægum hlekkbeygjum. Erfitt sé að ná góðum takti í aksturinn. Hins veg- ar séu góðir möguleikar á fram- úrakstri við nokkrar beygjur, ekki síst í hárnálarbeygjunni L’Epingle. Brautin reynir mjög á bíla og jafn- an talsvert um brottfall úr keppni. Hraðinn er jafnan mjög mikill á beinu köflunum, fer vel yfir 300 km, en um 60% hringsins er bensíngjöfin í botni. Sigurinn eins og vítamínsprauta Juan Pablo Montoya hjá Williams segir að sigurinn í Mónakó hafi verið eins og vítamínsprauta fyrir liðið og aukið sjálfstraust þess. „Ég held að Gilles Villeneuve-brautin henti bíln- um okkar og góðum mótor einkar vel. Við höfum yfirleitt staðið okkur vel hér, Ralf [Schumacher] vann árið 2001 og ég vann ráspól í fyrra en neyddist til að hætta í öðru sæti vegna vélarbilunar eftir að hafa haft forystu í 13 hringi. Mér líkar við brautina, hún reynir á færni ökuþórsins, er mjög tæknileg og gefur nokkra möguleika á framúrakstri,“ segir Montoya. Montoya vann ráspólinn á 1:12,836 mínútum og á besta brautartíma sem náðst hefur í keppni í Montreal, 1:15,960 mín. Williamsliðið hefur hrósað sigri í mótinu sjö sinnum eða 1979, ’80, ’86, ’89, ’93, ’96 og 2001. Þá hefur BMW-mótor knúið bíla þrisvar til sigurs, 1982, ’84 og 2001. Kanadakappaksturinn í Formúlu-1 fór fyrst fram árið 1967 á Mosport- brautinni. Var hún vettvangur keppn- innar framan af, að undanskildum ár- unum 1968 og 1970 er hann var háður á Mont-Tremblant-brautinni. Frá 1978 hefur hann hins vegar farið fram í núverandi braut í Montreal sem nefnd er eftir Gilles Villeneuve, föður Jacques hjá BAR-liðinu. Má segja að brautin sé það sem eimi eftir af heimssýningarsvæðinu 1967 og ól- ympíusvæðinu 1976. Brautin var til að byrja með reyndar nefnd eftir eyj- unni í St. Lawrence-fljótinu sem hún stendur á – Ile Notre Dame-brautin. Gleði heimamanna, sem troðfylltu áhorfendastæðin, varð mikil er heimamaðurinn Villeneuve vann fyrsta mótið í henni á Ferrari-bíl. Færri komust að en vildu árið eftir og þá háði hann sömuleiðis mikla keppni um sigur, en varð að gefa sig í lokin fyrir Alan Jones hjá Williams. Og þó Villeneuve ynni aldrei aftur í Mont- real er akstur hans þar jafnan eftir- minnilegur. Árið 1980 varð hann t.a.m. að hefja leik á aftasta rásmarki en ók fram úr hverjum bílnum á fætur öðrum og varð fimmti í mark. Eftir andlát hans 1982 var brautin nefnd eftir Ferrari-stjörnunni. Árið 1982 varð harmleikur í brautinni er Ric- ardo Paletti ók Osella-bíl sínum á næstum því botnhraða á kyrrstæðan Ferrari-bíl Didiers Pironi í upphafi keppni. Paletti var í aðeins sínum öðr- um kappakstri og hafði hafið keppni á 23. rásmarki. Sá hann bíl Pironis ekki fyrr en um seinan. Dó ítalski nýliðinn af sárum sínum á sjúkrahúsi. Drungi hvíldi yfir mótsstað er Nelson Piquet kom fyrstur í mark á Brabham-bíl. Kanadakappaksturinn fór ekki fram árið 1987 vegna endurbóta á brautinni. Er þráðurinn var tekinn upp 1988 vann Brasilíumaðurinn Ayrton Senna eitt af mörgum einvígj- um þeirra Alains Prost frá Frakk- landi. Árið eftir vann Frakkinn Jean Alesi sinn fyrsta Formúlu-1 sigur, að þessu sinni á Ferrari-bíl. Jacques Villeneuve keppti í fyrsta sinn í braut- inni, sem nefnd er eftir föður hans, ár- ið 1996 er hann var á sínu fyrsta ári hjá Williams. Varð hann að gera sér annað sætið að góðu á eftir félaga sín- um Damon Hill. Árið eftir virtist hann hafa allt í hendi sér og stefna til sigurs en gerði byrjendamistök á beygju á öðrum hring og féll úr leik. Draumur hans um að hrósa sigri á heimavelli hefur enn ekki ræst. Williams og Ferrari ætla sér stóra hluti í Montreal Michael Schumacher telur að Ferrari-liðið standi betur að vígi en önnur þegar kemur að Kanadakappakstrinum í Mont- real um komandi helgi. Ágúst Ásgeirsson fjallar hér um kappaksturinn.                                                             ! " #$ !%&'  ! "##"$% &       !"#$ %&'()'#*+,-.'#$/0#.- 1-.-22 3',0  )44'2 55!-4  55!-('. 1(('. 1#($#4!6 1#($#7 (- 8!9#(.(.022 &' (% (&' ) ( *+,-.  (% /. :'#4'+ 22#'(#4;0#*"1# <!6;'='#4!-1#>#4;='#4(203/ )45   % $ 6 7 86)769 :;)769  /0#.-<= >. ;%  ?. % >. @.% 9.> . ? ) % MICHAEL Schumacher hefur framlengt ráðningarsamning sinn við Ferrari um tvö ár og mun því aka fyrir liðið út árið 2006, að því er Ferrari til- kynnti formlega í gær. Sömu- leiðis framlengdu Jean Todt liðsstjóri, Ross Brawn tækni- stjóri, Paolo Martinelli vélagúrú, Rory Byrne bílhönnuður og Gill- es Simon mótorhönnuður samninga sína út 2006. Schumacher hóf keppni fyrir Ferrari í ársbyrjun 1996 og verður því rúman áratug í keppni fyrir liðið. Hingað til hef- ur hann hampað heimsmeist- aratign ökuþóra þrisvar. Todt hefur reist liðið úr öskustó og stýrt því til fjögurra heims- meistaratitla bílsmiða frá því hann tók við starfinu 1993. Sá sigursælasti hjá Ferrari frá upphafi Schumacher er sigursælasti ökuþór Ferrari frá upphafi en hann vann heimsmeistaratitil ökuþóra þriðja árið í röð í fyrra er enn voru 6 mót af 17 eftir af vertíðinni. „Ég elska íþróttina og mér líður einkar þægilega í her- búðum Ferrari,“ sagði Schu- macher um ákvörðunina í dag. „Það var því næstum því fyr- irsjáanlegt að ég myndi fram- lengja samning minn út vertíð- ina 2006,“ bætti hann við. „Ég er afar ánægður með að geta unnið með mannskap sem þessum, miklum vinum, í þeirri von að við munum vinna enn frekari sigra saman. Fram- undan eru spennandi vertíðir og – eins og jafnan – er ég tilbúinn til að takast á við áskorunina af besta mætti. Ferrari er eins og mín önnur fjölskylda og ég er stoltur af að vera einn af þess- um frábæra hópi,“ sagði Schu- macher ennfremur. Hvergi var minnst á hinn ökuþór Ferrari, Rubens Barrich- ello, er tilkynnt var um fram- lengingu ráðningarsamninga Schumachers og annarra lyk- ilmanna liðsins. Rennur samn- ingur Barrichellos út í árslok 2004. Schu- macher ílengist hjá Ferrari

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.