Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 11 ÁTAKSVERKEFNIÐ Upplýsinga- tækni í dreifbýli (UD) hefur gengið framar vonum, að sögn Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra, sem kynnti starfsskýrslu verkefnisins á blaðamannafundi í fyrradag. Markmið UD er að efla þekkingu bænda á upplýsingatækni og virkja þá í nýtingu þeirra möguleika sem upplýsingatæknin býður upp á. Hefur bændum í þessu skyni verið boðið upp á námskeið sem taka á hagnýtri tölvu- notkun, hefðbundnum skrifstofufor- ritum, fagforritum bændasamtak- anna og notkun forrita við gerð rekstraráætlana. Önnur viðfangsefni verkefnisins eru m.a. bættar gagnaflutningsleiðir og nýting upplýsingasamfélagsins til nýsköpunar. Er þar sérstaklega litið til möguleika við fjarvinnslu og bættr- ar nýtingar þekkingar sem þegar er til staðar með aðstoð upplýsinga- tækni. Einnig kemur UD að ýmsum alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Tölvulæsi er nauðsynlegt Talsverð undirbúningsvinna hefur farið fram við verkefnið og hófst það með formlegum hætti í ársbyrjun 2002. Hafa nú þegar um 1.200 manns nýtt sér námskeið sem niðurgreidd eru af verkefninu. Verkefnið er að mestu fjármagnað af bakhjörlum í at- vinnulífinu, en nýtur auk þess tak- markaðra styrkja frá ríkinu. Árni Gunnarsson, framkvæmda- stjóri UD-verkefnisins, segir að þótt engar skýrar kannanir liggi fyrir hvað varðar ástand mála, hafi það verið tilfinning manna að bændur sætu aftarlega á merinni hvað varðar tölvulæsi og aðgang að gagnabrunn- um alnetsins. Þó sé réttur búnaður gjarnan til staðar. „Á þeim viðbrögð- um sem við höfum fengið, höfum við séð að menn vilja sækja sér þá þekk- ingu sem við viljum færa þeim. Sá sem ekki getur tengst netinu og hefur ekki aðgang að miðlægum upp- lýsingum og grunnum, er orðinn nokkurs konar annars flokks þegn í samfélaginu. Það er mjög mikilvægt fyrir t.d. börn bænda að hafa aðgang að Netinu í sambandi við nám, að komast í ítarefni og námsefni. Þetta er orðið miklu meira en hluti af at- vinnu, þetta er hluti af daglegu lífi.“ Skýrsla um átaksverkefni um upplýsingatækni í dreifbýli kynnt Tölvulæsi bænda talið mikilvægt Morgunblaðið/Arnaldur Frá kynningu á starfsskýrslu UD-verkefnisins. Frá vinstri: Gissur Pét- ursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, Bjarni Einarsson, stjórnarformaður Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Níels Árni Lund, skrifstofustjóri í landbúnaðarráðuneytinu, Sigurgeir Þor- geirsson, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri UD-verkefnisins. TENGLAR .............................................. www.ud.is  ARI Ingimundarson varði dokt- orsritgerð í stýritækni við Tæknihá- skólann í Lundi 31. janúar. Ritgerð- in bar heitið „Dead-time Compensation and Performance Monitoring in Process Control“. Ritgerðinni er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn fjallar um stýr- ingu á kerfum með tímaseinkun, en það eru kerfi þar sem tími líð- ur milli þess að innmerki er breytt þangað til að áhrifa breyt- ingarinnar verð- ur vart í útmerki kerfisins. Dæmi um slíkt kerfi gæti verið sturta í heimahúsi þar sem innmerki er heitavatnskraninn. Ef skrúfað er frá heita vatninu líður tími þar til að vatnið hitnar sem úr sturtunni rennur af því að það tekur tíma fyr- ir heita vatnið að ferðast gegnum rör og pípur. Kerfi með tímaseinkun eru algeng í ýmis konar framleiðslu- iðnaði eins og efnaiðnaði, olíuiðnaði og pappírsframleiðslu. Slíkum kerf- um þykir erfitt að stýra og þau valda oft vandræðum við framleiðsl- una. Ari kynnti nýjar aðferðir við að hanna slíka stýringu þar sem ein- faldar tilraunir á kerfunum eru gerðar til að gefa efri mörk á mögu- legri frammistöðu stýringarinnar. Einnig voru kynntar aðferðir til að gera stýringuna ónæma fyrir breyt- ingum á tímaseinkunn kerfisins. Í ritgerðinni var einnig kynntur sam- anburður á algengum stýring- araðferðum fyrir kerfi með tíma- seinkun og svokallaðra PID stýringa en það eru algengustu að- ferðir við stýringu í framleiðsluiðn- aði í dag. Seinni hluti ritgerðinnar fjallar um hönnun algríma til að annast eftirlit á frammistöðu stýrikerfa. Ýmsar kannanir hafa leitt í ljós að frammistaða stýrikerfa versnar til muna með tímanum og er sjaldan eins og gert er ráð fyrir þegar stýri- kerfin voru hönnuð. Í ritgerðinni voru kynntar nýjar aðferðir við eft- irlit á frammistöðu þar sem sér- staklega var reynt að tengja algrím- in við algengar hönnunaraðferðir stýrikerfa. Þá voru niðurstöður til- rauna, þar sem algrímunum var beitt á gögn frá stýrikerfum í papp- írsverksmiðju, einnig kynntar í rit- gerðinni. Ari fæddist í Reykjavík 29. júní 1972, sonur Ingimundar Gíslasonar augnlæknis og Ingunnar Þórodds- dóttur kennara. Ari lauk stúdents- prófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð árið 1992 og stundaði eftir það nám við Háskóla Íslands þar sem hann lauk B.S. prófi í tæknilegri eðlisfræði 1996 og C.S. prófi í vélaverkfræði árið 1997. Ari hóf M.Sc. nám við stýritæknideild Tækniháskólans í Lundi 1998 og lauk doktorsnámi sínu við sömu deild. Sambýliskona Ara er Beatriz Palmarola Adrados lyfjafræðingur og búa þau í Barcelona á Spáni. Doktor í stýri- tækni Ari Ingimundarson sama hjólinu í nítján ár; það er níð- sterkt svissneskt pósthjól sem dug- ar vel á íslensku þjóð- og fjallveg- ina, þrjátíu kílóa þungt. Velur Ísland fremur en bílinn Josef á ekki bíl úti í Sviss og segir að það sé álíka kostnaður að eiga og reka bíl í eitt ár í Sviss og að fara til Íslands og dvelja þar yfir sumarið, um tveggja til þriggja mánaða tíma- bil. Hann hefur ekki verið sérlega heppinn með veður síðan hann kom til Þórshafnar en hann er jákvæður maður sem lætur rigningu og súld ekki hafa áhrif á skapsmunina. „Það er gott að vera úti í nátt- úrunni á Íslandi,“ sagði Josef, „svo eru Íslendingar einstaklega gestris- in og hjartahlý þjóð sem gott er að sækja heim.“ SVISSLENDINGURINN Josef Niederberger er mikill Íslandsvinur og er nú kominn í sína tuttugustu Íslandsferð. Hann hefur oftast kom- ið með fyrstu ferjunni til Seyðis- fjarðar með hjólið sitt og ferðast um landið. Í fyrrasumar hafði hann að- setur við Bakkafjörð en nú er hann með litla tjaldið sitt á tjaldstæðinu á Þórshöfn og fer í stuttar ferðir það- an. Hann málar og teiknar það sem fyrir augu ber úti í náttúrunni; dýr og jurtir, og fyllir dagbókina sína af natni með teikningum og athuga- semdum. Lífsstíll hans er annar en hjá þorra Íslendinga; hann er 65 ára gamall rafvirki sem kominn er á eftirlaun og hefur eytt sumrinu á Ís- landi síðastliðin nítján ár með tjald sitt og hjól. Hann hefur verið á Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir „Gott að vera á Íslandi.“ Josef Niederberger á tjaldsvæðinu á Þórshöfn. Þórshöfn. Morgunblaðið. Tuttugu sumur á Íslandi FUNDUR utanríkisráðherra Eystrasaltsráðsins var hald- inn í Pori í Finnlandi í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu ræddu ráðherrar m.a. stöðu Eystra- saltsráðsins í ljósi stækkunar Evrópusambandsins á næsta ári, einkum með hliðsjón af samskiptunum við Rússland, sem er eitt af tólf aðildarríkj- um Eystrasaltsráðsins. Í tilkynningu kemur fram að Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra segi ný tæki- færi blasa við löndunum á svæðinu eftir að Eystrasalts- ríkin þrjú og Pólland gengu í Evrópusambandið. Jafnframt lagði hann áherslu á aukið og náið sam- starf við Rússland, einkum norðvesturhluta landsins og Kaliningrad-héraðið, sem verður umlukt Evrópusam- bandsríkjum eftir stækkun- ina. Utanríkisráðherra vék einnig að ólöglegum flutningi á fólki, einkum konum og börnum, sem er aukið vanda- mál á svæðinu, en þau mál voru einnig á dagskrá fund- arins. Lagði hann áherslu á að slík mál hefðu forgang og að tekið yrði á þeim af festu á vettvangi Eystrasaltsráðsins. Utanríkisráðherra á fundi Eystrasalts- ráðsins Áhersla á aukið sam- starf við Rússland
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.