Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 12
Rumsfeld í Þýskalandi í fyrsta sinn eftir Íraksstríð pólitískra mála einstaka sinnum breyta engu. Jú, auðvitað vorum við ósammála í Íraksstríðinu en vinátta eins og okkar þolir það.“ Bandaríkjamenn og Frakkar í hjónabandsráðgjöf Rumsfeld þakkaði Pólverjum, Rúmenum og Albbönum fyrir aðstoð við að koma talibanastjórninni í Afg- anistan frá völdum. Athygli vakti að hann minntist ekki á framlag Frakka, sem sendi þúsundir manna í aðgerð- irnar, eða Þjóðverja sem á tímabili stjórnuðu friðargæslusveit þar. Þó sagði hann síðar, á blaðamannafundi með Struck, að hann harmaði dauða fjögurra þýskra hermanna í Afganist- an nýlega. Talið er að þeir hafi fallið fyrir hendi al-Qaeda-samtakanna. Hann nefndi engar þjóðir á nafn en þegar hann sat fyrir svörum hjá stúd- entum viðurkenndi hann að „nokkur DONALD Rumsfeld, varnarmálaráð- herra Bandaríkjanna, hvatti í gær ríki Atlantshafsbandalagsins, NATO, til að sýna samstöðu gegn gereyðing- arvopnum og hryðjuverkaógninni þrátt fyrir ágreining um Íraksstríðið, í sinni fyrstu ferð til Þýskalands eftir stríðið. Rumsfeld hitti Peter Struck, varn- armálaráðherra Þýskalands, á alþjóð- legri ráðstefnu varnarmálaráðherra þar sem þeir fluttu báðir ræðu. Fram kom hjá báðum að samband þjóðanna væri traust þrátt fyrir að þeim hefði greint á um stríðið í Írak. „Við erum eins og fjölskylda, stundum erum við ekki sammála um allt. Það kemur fyrir að við deilum um málin, en þegar okkur er ógnað verð- um við að standa saman eins og við gerðum eftir 11. september,“ sagði Rumsfeld. Ræða Struck var einnig í sáttatón. „Deilur og pirringur vegna „Stundum erum við ekki sammála um allt“ Peter Struck, varnarmálaráðherra Þýskalands, tekur á móti Rumsfeld. ljón væru á veginum“ þegar kæmi að tengslum Bandaríkjamanna og Frakka. „Colin Powell [utanríkisráð- herra Bandaríkjanna] hefur sagt að Bandaríkjamenn og Frakkar hafi í áratugi verið í eins konar hjónabands- ráðgjöf,“ sagði hann glettnislega. Garmisch-Partenkirchen. AP, AFP. HANS Blix, fráfarandi yfirmaður vopnaeftirlitsmanna Sameinuðu þjóðanna, segir í viðtali, sem birt var í gær, að „óþokk- ar“ í Washington hafi tekið þátt í rógsherferð á hendur sér fyrir stríðið í Írak. Blix, sem er þekktari fyrir yf- irvegun og var- færnislegt orð- færi að hætti stjórnarerindreka, vandaði ekki bandarískum embættismönnum kveðjurnar í viðtali við blaðamann breska dagblaðsins The Guardian í New York. Hann sagði embættis- mennina hafa lagt fast að sér að við- hafa harðari orð um írösk stjórnvöld en efni stóðu til þegar hann gerði ör- yggisráði Sameinuðu þjóðanna grein fyrir rannsókn eftirlitsmannanna á meintum ólöglegum vopnum Íraka. „Yfirleitt voru samskipti mín við Bandaríkjamenn góð,“ sagði Blix. „En undir lokin þrýsti [bandaríska] stjórnin á okkur.“ Hann bætti við að bandarísku embættismennirnir hefðu einkum verið óánægðir með að hann skyldi ekki hafa „gert meira“ úr því að eft- irlitsmennirnir fundu klasasprengjur og mannlaus og fjarstýrð loftför í Írak í mars. Blix stjórnaði árangurslausri leit að vopnum Íraka í þrjú og hálft ár og lætur af störfum um mánaðamótin. Hann verður 75 ára síðar í mánuðin- um og hyggst setjast í helgan stein í Stokkhólmi. „Komu rætnum sögum í fjölmiðlana“ Blix kvaðst telja að „lægra settir“ embættismenn í Washington hefðu af ásettu ráði tekið þátt í rógsherferð á hendur sér og nefndi bandaríska varnarmálaráðuneytið í því sam- bandi. „Til eru menn í Washington sem baktala mig. Þar eru óþokkar sem báru ýmislegt út, auðvitað, sem komu rætnum sögum í fjölmiðlana. Ég tók þetta þó ekki mjög nærri mér. Þetta var eins og moskítóbit að kvöldi sem ertir mann að morgni.“ Blix tilgreindi ekki hvaða „rætnu“ sögur „óþokkarnir“ í Washington báru út. Áður hafði hann sakað bandaríska embættismenn um að hafa reynt að grafa undan eftirlits- mönnunum með því að segja fjölmiðl- unum að hann hefði leynt upplýsing- um um fjarstýrðu loftförin fyrir öryggisráðinu. Hann sagði þessa staðhæfingu ósanngjarna. Blix sagði einnig í viðtalinu að íraskir embættismenn hefðu komið af stað orðrómi um að hann væri „hommi sem færi til Washington á hálfs mánaðar fresti til að sækja fyr- irmæli“. Þegar Blix var spurður hvort hann teldi að Írakar hefðu átt efna- eða sýklavopn skömmu fyrir stríðið kvaðst hann vera „efasemdarmaður“ í þeim efnum. „Við getum ekki úti- lokað að þeir finni eitthvað,“ sagði hann um hernámsliðið sem leitar nú að bönnuðum vopnum í Írak. „Það er rétt að Írakar höguðu sér illa og höfðu engan trúverðugleika, en það þýðir ekki endilega að það sem þeir sögðu hafi verið rangt.“ Blix kvaðst þó vera þeirrar skoð- unar að Írakar hefðu ekki farið eftir neinum skilmálum öryggisráðsins um vopnaeftirlitið ef Bandaríkja- menn hefðu ekki sent um 200.000 hermenn á Persaflóasvæðið. Sagðir hafa illan bifur á SÞ Blix gagnrýndi einnig afstöðu Bandaríkjastjórnar til Sameinuðu þjóðanna og sagði hana líta á alþjóða- samtökin sem „erlent veldi, jafnvel þótt hún [hefði] þar veruleg völd“. Til væru menn í stjórninni í Washington sem myndu láta sér á sama standa ef Sameinuðu þjóðirnar leystust upp. Þetta væri mikið áhyggjuefni í ljósi þess að George W. Bush Bandaríkja- forseti væri hlynntur fyrirbyggjandi árásum. „Það væri æskilegra og skynsamlegra að óska eftir heimild öryggisráðsins, einkum nú þegar kommúnisminn er liðinn undir lok og Rússar og Kínverjar beita ekki sjálf- krafa neitunarvaldinu,“ sagði hann. Hans Blix fer hörðum orðum um bandaríska embættismenn í viðtali Fullyrðir að „óþokkar“ í Washington hafi rægt sig Hans Blix London. AP, AFP. ERLENT 12 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Basij, her íslamskra harðlínumanna. Voru nokkrir handteknir og vitni sögðu táragas hafa verið notað. Vegna óánægjunnar í landinu tal- aði ajatollah Khamenei, æðsti leið- togi klerkastjórnarinnar, til stúd- enta síðastliðinn sunnudag og bað þá NOKKUR þúsund Íranir mótmæltu klerkastjórninni í landinu á götum Teherans seint á þriðjudagskvöld og fréttir í gærkvöldi hermdu að þá hefði á ný komið til mótmæla. Nokk- ur hundruð manns hófu að mótmæla stjórnvöldum við háskóla borg- arinnar rétt fyrir miðnætti á þriðju- dag en fljótlega bættust fleiri borg- arar í hópinn og úr urðu mestu mótmæli síðan 1999. Mikil spenna er í landinu þar sem íbúar telja umbætur Mohammeds Khatamis forseta ganga of hægt. „Endalok klerkastjórnarinnar nálg- ast,“ söngluðu mómælendur. Einnig var Khatami hvattur til að segja af sér. Óeirðalögregla með kylfur skarst í leikinn ásamt sjálfboðaliðum úr að „halda ró sinni“ til að draga úr því sem hann kallaði „djöfullegar“ til- raunir Bandaríkjamanna til að grafa undan hinu íslamska ríki. Þetta eru fyrstu stúdentamót- mælin síðan í desember á síðasta ári er mótmælt var dauðadómi yfir Hashem Aghajari, prófessor í sagn- fræði við háskólann, en hann hafði látið í ljós efasemdir um nauðsyn þess að hlýða klerkum í einu og öllu. Þá blandaði Khamenei sér í málið og tilkynnti óvænt að dauðadóminum yrði breytt í lífstíðarfangelsi. AP Þúsundir mótmæltu klerka- stjórninni í Íran Teheran. AP, AFP. HEIMILDARMENN í banda- rísku leyniþjónustunni CIA segja að hún hafi lengi haft efa- semdir um ásakanir bandarískra stjórnvalda þess efnis að stjórn Sadd- ams Huss- eins hafi haft samstarf við hryðjuverka- samtökin al- Qaeda. Leyniþjónustan hafi vitað mán- uðum áður en ásakanirnar voru bornar fram að mjög ólíklegt sé að tengsl hafi verið milli Íraks- stjórnar og al-Qaeda. New York Times hafði eftir nokkr- um leyniþjónustumönnum að tveir hátt settir félagar í al- Qaeda hefðu sagt við yfir- heyrslur að Osama bin Laden, leiðtogi samtakanna, hefði hafnað samstarfi við stjórn Saddams þar sem hann vildi ekki standa í þakkarskuld við hann. Bandarískir embættis- menn hefðu þagað yfir þessu en lagt áherslu á aðrar upplýsing- ar sem virtust renna stoðum undir ásakanirnar. Sex manns farast í lestaslysi AÐ MINNSTA kosti sex manns fórust og þrettán slös- uðust í árekstri tveggja járn- brautarlesta í suðvestanverðu Þýskalandi í gær. Lestirnar komu úr gagnstæðum áttum á sama spori þegar þær rákust saman milli bæjanna Crails- heim og Bad Mergentheim. Alls voru átján farþegar í lest- unum. Ekki var vitað hvers vegna þær voru á sama spor- inu. Nöfn saka- manna á Netinu YFIRVÖLD í Flórída hafa birt nöfn og heimilisföng síbrota- manna á Netinu til að íbúarnir geti kannað hvort þeir búi í grennd við sakamennina. Sam- kvæmt lögum, sem tóku gildi í ríkinu um áramótin, þurfa allir sem dæmdir eru fyrir ofbeldis- glæpi og skilgreindir sem sí- brotamenn að skrá heimilis- föng sín hjá lögreglunni. Þegar hafa verið settar upplýsingar á Netið um 400 menn sem lög- reglan segir „alverstu“ afbrota- mennina. Alls hafa þeir fengið meira en 3.000 refsidóma. Gíslum sleppt í Perú UM 70 manns sluppu úr gísl- ingu mannræningja í afskekktu fjallahéraði í Perú í gær, um einum og hálfum sólarhring eftir að þeim var rænt. Alej- andro Toledo, forseti landsins, sagði að allir gíslarnir væru „heilir á húfi“. Mannræningj- arnir flúðu þegar öryggissveitir nálguðst þá og hundruð her- og lögreglumanna leita þeirra nú í fjöllunum. Toledo sagði að leif- ar uppreisnarhreyfingarinnar Skínandi stígs hefðu staðið fyr- ir mannráninu. STUTT CIA efaðist um ásak- anirnar Saddam Hussein
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.