Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 14
ERLENT 14 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Velkomin í Stykkishólm! Söguríkt umhverfi • magnað nágrenni • perlur í náttúru Íslands • Fjölskyldan saman í fallegum bæ HÖRÐ gagnrýni kom fram í Ísrael í gær vegna tilræðis ísraelska hersins við pólitískan leiðtoga Hamas-sam- taka Palestínumanna, Abdel Aziz al- Rantissi, á þriðjudaginn. Vopnaður armur samtakanna hét því að tilræð- isins yrði hefnt með atlögum að Ísr- aelum svo jafnaðist á við „jarð- skjálfta“. Ísraelskir fjölmiðlar og stjórnar- andstaðan tóku undir gagnrýni Bandaríkjamanna á tímasetningu tilræðisins, sem gert var með því að skjóta eldflaugum frá þyrlum á bif- reið al-Rantissis í Gazaborg, en ísr- aelsk stjórnvöld hvikuðu ekki frá því að tilræðið hafi verið réttmætt og birtu frekari upplýsingar því til stað- festingar. Útvarp ísraelska hersins greindi frá því að leyniþjónustan hefði aflað upplýsinga um áætlanir um 53 árásir á Ísraela, þar af um helminginn frá hendi Hamas. Samkvæmt upplýs- ingum Ísraela hafði al-Rantissi ný- verið mælt með því að sjálfsmorðs- árásir yrðu hafnar á ný í Ísrael. Mun hann hafa látið þessa skoðun í ljós á fundi með andlegum leiðtoga sam- takanna, Sheikh Ahmad Yassin. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, gaf hvergi eftir í gær og sagði að ísraelski herinn myndi elta uppi róttæka og herskáa menn sem ógnuðu öryggi Ísraela. „Stefna okk- ar er óbreytt – við munum halda áfram að berjast gegn hryðjuverka- starfsemi hvarvetna,“ var haft eftir honum á ríkisstjórnarfundi í gær- morgun. George W. Bush Bandaríkjafor- seti kvaðst í fyrradag „mjög áhyggjufullur“ vegna tilræðisins. Tilræðið við al-Rantissi er brot á ákvæðum Vegvísisins svonefnda, al- þjóðlegrar áætlunar um friðarum- leitanir fyrir botni Miðjarðarhafs, sem bæði Ísraelar og Palestínumenn hafa samþykkt að framfylgja. Ísraelskir fjölmiðlar gagnrýndu tilræðið harðlega í gær og sögðu að það hefði ekki skilað öðrum árangri en þeim að veikja stöðu forsætisráð- herra Palestínumanna, Mahmoud Abbas, sem er að reyna að binda enda á uppreisn Palestínumanna er hófst í september 2000. „Það er óljóst hvaða möguleika [Abbas] á þegar viðræður hefjast að nýju. Er það það sem við viljum?“ spurði blaðið Yediot Aharonot. Ann- að blað, Maariv, sagði hiklaust að að- gerðin á þriðjudaginn hefði verið mistök. „Ísraelar fengu skömm í hattinn, eins og við var að búast, [Abbas] var ýtt út í horn og Hamas er með pálmann í höndunum,“ sagði blaðið. Shimon Peres, stjórnarandstöðu- þingmaður og fyrrverandi utanríkis- ráðherra, sagði það misráðið að ætla að fella háttsettan Hamas-mann þegar útlit væri fyrir að árangur væri að nást í friðarviðræðum. Tilræðið við al-Rantissi gagnrýnt Jerúsalem. AFP. AÐ MINNSTA kosti 3.240 óbreytt- ir borgarar biðu bana í stríðinu í Írak, þar af 1.896 í Bagdad. Þetta er niðurstaða fimm vikna könnunar fréttastofunnar Associated Press en hún tekur fram að ekki hafi fengist tæmandi upplýsingar um mannfallið og það hafi örugglega verið mun meira. Nokkrar kannanir hafa verið gerðar á mannfallinu meðal óbreyttra borgara í Bagdad en þetta er í fyrsta sinn sem reynt er að safna saman upplýsingum um fórnarlömb stríðsins í öllu landinu. Niðurstaða AP byggist á gögnum frá 60 af 124 sjúkrahúsum Íraks – meðal annars nær öllum stærstu sjúkrahúsunum – frá 20. mars, þeg- ar stríðið hófst, til 20. apríl, þegar mjög hafði dregið úr átökunum og innrásarliðið tilkynnti að hernaðin- um væri að mestu lokið. Fréttamenn AP fóru á sjúkra- húsin 60, könnuðu skrár þeirra og dánarvottorð, auk þess sem þeir ræddu við lækna og embættis- menn. Mörg hinna sjúkrahúsanna 64 eru í litlum bæjum sem frétta- mennirnir komust ekki til þar sem bæirnir eru á ótryggum eða ein- angruðum svæðum. Upplýsingarnar ekki tæmandi Skrár nokkurra sjúkrahúsanna, sem könnunin náði til, voru ófull- nægjandi eða höfðu skemmst í átökunum. Jafnvel þótt gögn sjúkrahúsanna væru tæmandi myndu þau ekki segja alla söguna. Margir þeirra sem létu lífið í stríð- inu voru aldrei fluttir á sjúkrahús og voru grafnir strax eða hafa ekki fundist undir húsarústum. AP undanskildi öll gögn sjúkra- húsa þar sem ekki var gerður greinarmunur á óbreyttum borg- urum og hermönnum eða liðsmönn- um vopnaðra sveita sem studdu Saddam Hussein. Hugsanlegt er því að hundruð eða jafnvel þús- undir óbreyttra borgara til viðbótar hafi beðið bana í stærstu borgun- um. Í sjúkrahúsum Basra voru til að mynda skráð 413 dauðsföll vegna stríðsins. Læknar áætluðu að 85% hinna föllnu væru óbreyttir borg- arar en þar sem þeir gátu ekki sannað það voru öll gögn sjúkra- húsa borgarinnar undanskilin. Mannfallið í Basra er því ekki talið með í könnun AP. Upplýsingarnar um mannfallið í hörðustu bardögunum eru ekki tæmandi. Írösk yfirvöld reyndu að halda upplýsingunum til haga fyrstu vikur stríðsins en það var ekki hægt þegar innrásarliðið nálg- aðist Bagdad og stjórnin riðaði til falls. Skráningin var einna nákvæmust í Bagdad. Fréttamenn AP könnuðu gögn allra sjúkrahúsa borgarinnar og samkvæmt þeim létu 1.896 óbreyttir borgarar lífið. Mannfallið var þó örugglega meira þar sem nokkur sjúkrahúsa höfuðborgarinn- ar hættu að telja fórnarlömb stríðs- ins þegar átökin voru hörðust. Áætlað er að 2.278 óbreyttir borgarar hafi beðið bana í Írak í Persaflóastyrjöldinni árið 1991. Minnst 3.240 óbreyttir borgarar féllu í Írak Mannfallið var þó örugglega mun meira í stríðinu Bagdad. AP. Reuters Illa særður Íraki fær meðhöndlun á Falluja-sjúkrahúsinu, skammt frá Bagdad, höfuðborg landsins. bíla á veginum sem tengir London við norður- hluta Englands. Átta voru fluttir á sjúkrahús, þar af voru tveir í lífshættu. Að sögn sjónarvotta var orsök slyssins sú, að Fimm létust þegar ellefu bílar lentu í árekstri á M-1-þjóðveginum skammt frá Leicester í Bret- landi í gærmorgun. Miklar tafir urðu á umferð í grenndinni og mynduðust raðir mörg hundruð flutningabíll breska hersins, er var að flytja þrjá skriðdreka á tengivagni, lagðist saman eftir að öðrum bíl var ekið í veg fyrir hann. Við það hafi skriðdrekarnir oltið af vagninum. AP Fimm létust í árekstri í Bretlandi HÆTTA er á að alvarlegt ástand skapist í Bretlandi vegna snaraukinnar tíðni kyn- sjúkdómasmits, of mikils álags á læknamiðstöðvar og útbreiddrar fáfræði, segir í skýrslu breskrar þingmanna- nefndar er birt var í gær. Þar kemur m.a. fram að til- vikum sárasóttarsmits hafi fjölgað um 500% á undanförn- um sex árum og lekandatil- felli tvöfaldast. Þá kemur fram að ein af hverjum 10 ungum konum í Bretlandi er sýkt af klamydíu. Búist er við að tölur fyrir árið 2002 sýni 26% aukningu á tilvikum HIV-sýkinga í Bretlandi miðað við árið á undan, sem er mesta aukning síðan alnæmisfaraldurinn kom upp. Þá sagði nefndin að fáfræði um hættur sem fylgdu kynlífi án verja væri mest meðal ungs fólks, einkum karla. Bretland Snarauk- in tíðni kynsjúk- dóma London. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.