Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 18
SUÐURNES 18 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „FLESTIR hlutirnir eru úr plássinu. Fólk hefur gaman að því að skoða hluti sem það þekkir frá sínum barns- og unglingsárum,“ segir Ásgeir Hjálmarsson, formaður byggðasafns- nefndar Gerðahrepps og aðaldriffjöð- urin í því að koma upp byggðasafni í Garði, þegar hann sýnir blaðamanni safnið sem er í gömlu fjósi við Garð- skagavita. Þar er hefðbundið byggða- safn, sjóminjasafn og einstakt véla- safn. „Ég get ekki áttað mig á því hvað varð til þess að ég byrjaði að safna gömlum munum en það hefur verið á árinu 1983 eða 1984. Fólk fór fljótlega að koma með hluti til mín og þetta vatt síðan endalaust upp á sig,“ segir Ásgeir. Hann segist fljótlega hafa farið að hugsa um að koma upp byggðasafni og sú hugmynd fékk byr undir báða vængi á 120 ára afmæli Gerðaskóla árið 1992. Þá var Ásgeir kominn með fullan bragga af drasli, eins og hann orðar það og var beðinn um að setja upp sýningu í skólanum. Sýningin vakti áhuga hreppsbúa og góð viðbrögð þeirra leiddu til þess að Ásgeir lét verða af því að skrifa hreppsnefndinni bréf um stofnun byggðasafns, bréf sem hann hafði raunar lengi ætlað sér að senda. Hreppsnefndin kaus byggðasafns- nefnd og safnið var opnað í nóvember árið 1995 í húsi sem Vita- og hafna- málastofnun lét safninu í té. „Ég vann allan minn frítíma við að laga húsið og koma þessu upp. Lifði mig inn í verk- efnið,“ segir Ásgeir. Gangfær vél frá 1924 Safnið hefur verið óbreytt frá upp- hafi nema hvað nokkuð hefur bæst við af munum. Hann segir að nú sé kominn tími til að þróa það áfram. Safnið er hefðbundið byggðasafn, þar sem eru munir sem tengjast bú- skap og lífsbaráttu fólksins í Garði, einnig sjóminjasafn og vélasafn. Véla- safnið er einstakt en í því eru hátt í 50 vélar sem Guðni Ingimundarson hef- ur gert upp og eru þær allar gang- færar. Mest eru þetta litlar bátavélar. Í safninu er einnig gufuvél og nokkr- ar bílvélar. Elsta vélin sem vitað er með vissu um aldurinn á er frá árinu 1924 en þar eru einnig tvær glóðar- hausvélar sem Ásgeir segir að geti verið eldri. Guðni er að verða átt- ræður og vinnur enn við að gera upp vélar þannig að stöðugt bætist við safnið. Ásgeir segir þó að plássið leyfi aðeins að hluti þeirra sé hafður til sýnis, hinar eru geymdar í skúrnum hjá Guðna. Ásgeir hefur unnið að því í vetur að skrá munina í safninu og segir að vinnan sé sæmilega á veg komin en enn sé eftir töluverð vinna við skrán- ingu og merkingu hlutanna. Plássleysið er bagalegt að sögn Ás- geirs og segir hann mikilvægt að hægt verði að bæta eitthvað úr því. Nú hefur verið gengið frá því að safn- ið fái afnot af vitavarðarhúsinu sem er eins og safnhúsið í eigu Siglinga- stofnunar. Ásgeir vonast til að geta komið þar upp lítilli veitingaaðstöðu, þannig að gestir safnsins geti að minnsta kosti sest niður og fengið sér kaffisopa. Þar verður einnig hægt að sýna muni úr safninu. Stóri draumurinn Stóri draumurinn er hins vegar nýtt safnahús í fjörunni á Garðskaga. Hreppsnefnd Gerðahrepps hefur unnið að framgangi þeirrar hug- myndar, meðal annars með því að láta hanna hús og gera viðskiptaáætl- un fyrir verkefnið. Ásgeir vonast til að þar verði hægt að koma upp glæsi- legri sýningaraðstöðu á allra næstu árum. „Ef menn ætla sér að efla ferða- þjónustuna hér verður að koma upp einhverri aðstöðu þannig að fólk geti sest niður og fengið sér kaffi og helst aðrar veitingar,“ segir Ásgeir. Umhverfi byggðasafnsins á Garð- skaga er sérstakt. Þar er mikið fugla- líf og vitarnir setja mikinn svip á stað- inn. Vitarnir eru raunar opnir gestum á sama tíma og byggðasafnið, frá klukkan 13 til 17 alla daga vikunnar og segir Ásgeir að töluverð ásókn sé í að fara upp í þá, enda útsýni gott. Fyrsti vísir að vita á Garðskaga er ljósker sem þar var sett upp á vörðu á árinu 1884. Gamli vitinn var byggður 1897 og vitinn sem enn er notaður var byggður 1944. Einstætt vélasafn Byggðasafns Gerðahrepps í gömlu fjósi við Garðskagavita Plássleysið orðið bagalegt Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Ásgeir Hjálmarsson við gufuvél úr skosku lúðuveiðiskipi sem strandaði á Garðskagaflös 1950. Guðni og Guðmundur Ingimundarsynir björguðu vél- inni, sem væntanlega hefur verið ljósavél, og Guðni gerði hana upp síðar. Garðskagi Garðskagaviti er vinsæll áningar- staður ferðafólks. erum orðnar þreyttar á því. Við vor- um með jólamarkað með fleira fólki í Kvennó og eftir það ákváðum við að óska eftir því við bæjarstjórann að fá HANDVERKSFÓLK í Grindavík hefur fengið Gestshús í Sjómanna- garðinum til afnota í sumar. Þar eru til sýnis og sölu munir handverks- fólksins. Svokallað Gestshús var byggt 1874 við Garðhús og var ætlað til að hýsa gesti. Upphaflega hét það Áfram, eins og sjá má á skilti sem útbúið var og hangir nú inni í húsinu. Fyrir nokkr- um árum lét Grindavíkurbær gera húsið upp og flytja í Sjómannagarð- inn sem er opið svæði nálægt höfn- inni. Þar var hugmyndin að koma fyr- ir fleiri gömlum húsum. Á síðasta ári sprakk hitalögn og skemmdist þá húsið mikið að innan sem og öll gömlu húsgögnin sem þar hafði verið komið fyrir. Líður vel í húsinu „Húsið hefur ekkert verið notað eftir að það var flutt hingað og vantaði hlutverk,“ segir Kristín Þóra Valdi- marsdóttir sem ásamt Önnu Hönnu Valdimarsdóttur er í forsvari fyrir handverksfólkið sem nú hefur fengið húsið til afnota. „Það hefur vantað tilfinnanlega að- stöðu hér til að kynna framleiðslu handverksfólks. Við tvær höfum til dæmis verið að þvælast á handverks- sýningar og markaði um allt land og afnot af þessu húsi,“ segir Anna Hanna. Eftir að beiðnin hafði farið sína leið í gegn um bæjarkerfið var hún sam- þykkt og þær voru komnar þangað inn nokkrum dögum seinna. Þær eru ánægðar með húsið, segjast aðeins hafa þrifið það en vilji helst engu breyta. „Okkur leið strax vel, um leið og við stigum inn í húsið fannst okkur að við værum velkomnar,“ segir Anna Hanna. Kristín prjónar og heklar og er með til sölu úrval af lopapeysum, húf- um og öðrum prjónavörum og hekli. Anna Hanna er með teikningar, mál- verk og handunninn leir. Kristín og Anna Hanna vinna sitt handverk heima og húsið er aðeins hugsað sem kynningar- og söluað- staða. Þær taka fram að aðstaðan sé opin öllu handverksfólki í Grindavík. Nú er þar handverk frá sex einstak- lingum. Opið er alla daga vikunnar frá klukkan 11.30 til 16 og síðan er hægt að hringja í þær stöllur ef fólk vill komast þangað inn á öðrum tímum. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kristín Þóra og Anna Hanna framan við Gestshús þar sem þær hafa komið upp handverksmarkaði. Handverksfólk komið með söluað- stöðu í Gestshúsi Grindavík ANNA Hanna Valdimars- dóttir gerir myndir úr lituðu bývaxi sem hún bræðir á flöt- inn með gömlu ferðastrau- járni eða öðrum hitatólum. Vaxmálun er yfir 2000 ára gömul listgrein. Anna Hanna segir að til séu myndir á hellisveggjum sem málaðar voru með bývaxi sem litað var með kolum. Einnig hafi fundist viðarbútar með slík- um myndum og þeir séu á söfnum víða um heim. Anna Hanna segir að áhugi sinn á vaxmálun hafi vaknað við litalestur árið 1995. Síðan hafi hún þróað aðferðina á eigin hátt. Hún er með fjölbreytt úrval mynda af þessu tagi til sölu í Gesthúsi, einnig málverk sem unnin eru með hefðbundnari aðferðum. Málar myndir með straujárni BLÁA lóns-fjallahjólakeppnin verður haldin sunnudaginn 15. júní. Hjólað er úr Hafnarfirði í Bláa lónið og boðið upp á 60 og 70 km vegalengdir. Bláa lóns-keppnin, sem er skipulögð af Hjólreiðafélagi Reykjavíkur (HFR) í samvinnu við Bláa lónið og Hafnarfjarð- arbæ, er nú haldin í sjöunda sinn og er fjölmennasta hjólakeppnin fyrir fullorðna sem haldin er hér á landi. Keppnin hefst við íþróttahúsið við Strandgötu í Hafnarfirði kl. 9.30 og hjólar þá hópurinn saman til kirkjugarðs- ins þar sem tímataka hefst. Hjólaleiðin er 60 km og er hjólað frá Hafnarfirði, um Krýsuvíkurveg, Djúpavatnsleið, gegnum Grindavík og endað í Bláa lóninu þar sem þátttakend- um verður boðið í lónið. Leiðin er að hluta á bundnu slitlagi og er ekki mjög torfær. Boðið verð- ur upp á erfiðan 10 km krók fyr- ir þá allra hörðustu. Tvær drykkjarstöðvar eru á leiðinni, önnur á miðri leið og hin við markið. Sjúkragæsla verður undir umsjón Björgunarsveitar Hafnarfjarðar. Keppnin er opin öllum hjól- reiðamönnum 16 ára og eldri. Í karlaflokki verður keppt í flokk- um 16–18 ára, 19–33 ára og 34 og eldri. Í kvennaflokki verður keppt í flokkum 16–33 ára og 34 ára og eldri. Fyrstu keppendur koma í mark um það bil tveimur klukkustundum síðar en hingað til hefur þátttakendum tekist að ljúka keppninni á innan við fjór- um tímum. Tímatöku lýkur við markið kl. 14.30. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í öllum flokkum. Skráning verður samdægurs á milli kl. 8.15 og 9. Frekari upp- lýsingar má finna á vefsíðu HFR, hfr.vortex.is. Fjölmenn- asta hjóla- keppnin um helgina Bláa lónið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.