Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 19
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 19 IBM gagnageymslulausnir FIMMTUDAGS- TILBOÐ Suðurlandsbraut Sími 533 3109 Opið mán.-fös. kl. 12-18 laugardaga kl. 10-16 Dömusandalar Leður Litir: Svart og dökkblátt Stærðir: 35-42 VERÐ ÁÐUR 5.995 VERÐ NÚ 2.995 UM nokkurra ára skeið hefur verið siður á Leikskólanum Sólvöllum í Grundarfirði að útskrifa vænt- anlega grunnskólanemendur með viðhöfn. Þar hefur einnig tíðkast að fara í baðstrandarferð út í Sandvík- urfjöru við Krossnes einhvern sól- ardaginn fyrir útskrift. Fyrir skömmu fór útskrift 21 leikskóla- nema fram með viðhöfn í Sam- komuhúsinu í Grundarfirði. Eftir að leikskólastjórinn Sigríður Páls- dóttir hafði ávarpað útskriftarhóp- inn og þau sungið nokkur lög fékk hver og einn afhenta möppu með vinnu sinni undanfarin ár og síðan var útskriftarhúfan sett upp. Sal- urinn var þétt setinn af foreldrum og systkinum. Síðan var haldið í skrúðgöngu út á veitingastaðinn Kaffi 59 þar sem snæddar voru kræsingar við hæfi barna. Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Skrúðganga með leikskólakennurum og foreldrum í átt að Kaffi 59. Útskrift á Sólvöllum Grundarfjörður HEIÐURSHJÓNIN Guðmundur Sigurðsson og Hildur Þorsteinsdóttir láta af störfum í Grunnskólanum í Borgarnesi nú í sumar. Þau hófu störf við skólann árið 1958 og hafa samtals kennt Borgfirðingum og Mýramönn- um meira en fimmtíu þúsund kennslustundir. Hildur hefur að mestu helgað sig sérkennslu en Guð- mundur kenndi stærðfræði uns hann varð skólastjóri árið 1978. Því starfi gegndi hann til ársins 1998 en hefur síðan verið stundakennari. Þau flytja suður í Garðabæ og hætta kennslu- störfum. Á skólaslitum í liðinni viku þakkaði Bæjarstjórn Borgarbyggðar og fræðslunefnd þeim hjónum fyrir ánægjulegt samstarf í gegnum árin og heiðraði þau með blómum og bóka- gjöf. Kennarar og starfsfólk grunn- skólans færði þeim að skilnaði borg- firskar lopapeysur og listaverk að gjöf. Guðmundur sagði við það tæki- færi að sér hefði líkað sérdeilis vel að búa og starfa í Borgarnesi. Hann lét þess og getið að sér fyndist börn vera alin upp í góðum siðum og alltaf hefði hann mætt hlýju viðmóti hér. Morgunblaðið/Guðrún Vala Guðmundur Sigurðsson og Hildur Þorsteinsdóttir með lopapeysurnar. Listaverkin á bakvið þau eru eftir Guðmund. Hafa kennt meira en 50 þúsund kennslustundir Borgarnes OPNUÐ hefur verið sýning á myndum eftir listakonuna Brynju Dís Björnsdóttur í Halldórskaffi í Vík í Mýrdal. Sýninguna kallar hún Strengi og eru myndirnar all- ar hugsaðar út frá tónlist, eins og nöfn verkanna bera með sér, en þau eru t.d. allegró, stef, dúett og fleira. Myndirnar eru allar unnar með akrýl á striga. Brynja Dís lærði í Kennarahá- skóla Íslands og fór síðan í mynd- listardeild hans og að því loknu í Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands í málaradeild. Hún starfar auk þess að mála sem myndlistar- kennari við Hjallaskóla í Kópa- vogi. Þetta er fyrsta einkasýning hennar en áður hefur hún verið með í samsýningu í Portinu í Hafnarfirði og vinnustofusýningu. Sýningin stendur til 28. júní og eru myndirnar allar til sölu. Brynja Dís Björnsdóttir við mál- verkið, Blá sinfónía. Brynja Dís sýnir á Hall- dórskaffi í Vík Fagridalur Ljósmynd/ Jónas Erlendsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.