Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 26
MENNTUN 26 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Á HRIF trúarbragða í samtímanum eru afar mikil, þau birtast m.a. í daglegu lífi, stjórnmál- um og alþjóðlegum samskiptum. Skilningur á ólíkum trúarbrögðum er því mikilvægur og einnig er þýðingarmikið að stunda rannsóknir á þessu sviði. Næsta haust hefst nám á sérstakri náms- braut í almennum trúarbragðafræð- um við Háskóla Íslands. Bjarni Randver Sigurvinsson, doktorsnemi í almennri trúar- bragðafræði, segir að um sé að ræða 30 eininga þverfaglegt nám, sem standi saman af námskeiðum úr þremur deildum; félagsvísinda- deild, guðfræðideild og heimspeki- deild. „Almenn trúarbragðafræði er kennslugrein í guðfræðideild en sú námsbraut sem nú er í boði hefur verið skipulögð af sérstakri náms- nefnd í almennum trúarbragða- fræðum,“ segir hann. Hún gefi góða innsýn í breidd þessarar fræði- greinar sem háskólar á Vesturlönd- um hafa í vaxandi mæli tekið að sinna á undanförnum áratugum. Miðlun um trúarbrögð Pétur Pétursson, prófessor og umsjónarmaður almennra trúar- bragða við HÍ, segir að á þessari námsbraut verði m.a. fjallað um heimsmyndafræði, mannfræði þró- unar, trúarlífssálarfræði, nýtrúar- hreyfingar og sögu og bókmenntir Hebrea. „Saga helstu trúarbragða heims, greining trúarlegra tákna og samanburður á helgisiðum og mýt- um ólíkra heimshluta eru dæmi um viðfangsefni fræðigreinarinnar,“ segir hann. Fræðsla í almennum trúar- bragðafræðum á grunnskólastigi og í framhaldsskólum landsins er tak- mörkuð enn sem komið er. Aftur á móti gæti nám á þessari braut orðið forsenda þess að hægt yrði að bæta úr þeim skorti. Menntun kennara á þessu sviði gefur þeim innsýn í helstu trúarbrögð heims og miðlun þeirrar þekkingar ætti að hafa góð áhrif í samfélagi sem vill vera fjöl- menningarlegt. „Með auknum fjölda nýbúa og vaxandi fjölhyggju hér á landi er nauðsynlegt að íslenskt samfélag kunni skil á helstu trúarskoðunum landsmanna,“ segir Bjarni. „Auk þess gera fjölmiðlun og alþjóðleg samskipti það ennfremur að verk- um að Íslendingar þurfa að þekkja trúarbrögð og hefðir annarra þjóða og þjóðfélagshópa.“ Fjöldi trúarhreyfinga Í þessu námi er gengið út frá því að þekking á eigin trúarbrögðum og annarra sé nauðsynleg til þess að aðstæðum. Sömuleiðis má finna hér nokkrar japanskar nýtrúarhreyf- ingar eins og Mahikari-miðstöðina. Búddísku trúarhóparnir eru nokkr- ir og í raun mjög ólíkir. Theravada og mahayana Nefna má sem dæmi að hér á landi tilheyrir Búddistafélag Ís- lands theravada-greininni, en maha- yana-greininni tilheyra m.a. Karuna, Soka Gakkai og Zen á Ís- landi: Nátthagi. Bjarni útskýrir muninn á þessum greinum: „Aðalgreinar búddismans nefnast theravada (kenning öldunganna) og mahayana (stóri vanginn), en innan þeirra eru svo fjölmargar stefnur til viðbótar. Í theravada-greininni geta aðeins munkar náð uppljómun og öðlast nirvana, en í mahayana- greininni hafa allir möguleika á því að ná uppljómun, oftar en ekki fyrir tilstilli uppljómaðra bodhisattvas- vera (framtíðarbúdda) sem frestað hafa því að öðlast nirvana til að hjálpa öðrum.“ Fjöldi trúarhreyfinga hér á landi er staðfesting, að mati Bjarna, á því hversu mikilvægt nám í almennum trúarbragðafræðum er orðið. Þekking á trúarbrögð- um annarra Trúarbragðafræði/ Finna má á landinu á annað hundrað félög eða hópa sem trúarlífsfélagsfræðingar skilgreina sem trúarhreyfingar; kristnar, dultrúarlegar, hindúískar, búddískar. Gunnar Hersveinn kynnti sér námsbraut í almennum trúarbrögðum við Háskóla Íslands. Námið er þverfagleg 30 eininga aukagrein til BA-prófs. Morgunblaðið/RAX guhe@mbl.is  Í almennum trúarbragðafræðum er fjallað um ólíkar skilgreiningar á hugtökunum trú og átrúnaður og gefin innsýn í ólíkar kenningar um hlutverk trúarbragða fyrir ein- staklinginn og samfélagið í sögu og samtíð. Áhersla er lögð á saman- burð ólíkra trúarbragða og ýmissa trúarlegra fyrirbæra og tjáningar- form trúar við breytilegar félags- legar og sögulegar aðstæður.  Gerð verður grein fyrir grund- vallarhugtökum og aðferðafræði trúarbragðavísinda og tjáningar- formum trúar í ólíkum trúar- brögðum. Rakin verður saga helstu trúarbragða mannkyns og könnuð útbreiðsla og sérkenni þeirra með áherslu á stjórnmálalegar, menn- ingarlegar og efnahagslegar nú- tímaaðstæður. Fjallað verður um sambúð og samstöðuviðleitni krist- inna manna og fólks af öðrum trúarbrögðum. (Trúarbragðasaga, 3 einingar) TENGLAR .............................................. http://www.hi.is/nam/gudfr/nam/ frsv_alm.htm Nám í trúarbrögðum  Hversdagsleg viðhorf mótast m.a. af þáttum úr trúarbrögðum.  Þörf er á þekkingu á táknum, mýtum og helgisiðum trúarbragða. Búddamúnkar í íslenskri náttúru, mikilvægt er fyrir alla að miðlun tákna og trúar öðlist fastan sess. unnt verði að standa vörð um mannréttindi og stuðla að umburð- arlyndi og jafnrétti milli manna og þjóða. Pétur segir að á skrá Hagstof- unnar sé að finna 26 trúfélög sem flest eru kristin en þar má einnig finna bahá’ía, ásatrúarmenn, músl- ima, og búddista, svo dæmi sé tekið. „Þegar betur er að gáð kemur í ljós að trúfélög og trúarhreyfingar hér á landi eru í raun mun fleiri og hafa mörg hver verið starfandi áratug- um saman án þess að hafa nokkurn tímann sóst eftir skráningu,“ segir hann. Finna má á landinu á annað hundrað félög eða hópa sem trúar- lífsfélagsfræðingar skilgreina sem trúarhreyfingar. Í flestum tilfellum er um að ræða kristnar trúarhreyf- ingar og dultrúarhreyfingar en einnig má finna allmargar hreyf- ingar sem eiga rætur að rekja til Austurlanda, einkum hindúismans og búddismans. „Hugmyndafræði þessara austur- lensku trúarhreyfinga barst fyrst hingað til lands í upphafi tuttugustu aldarinnar með tilkomu Guðspeki- félagsins,“ segir hann, „en félagið kynnti endurholdgun, nirvana (al- gleymi), íhugun og jóga fyrir Vest- urlandabúum.“ Nú eru starfandi á Íslandi fjöl- margar jógahreyfingar sem oftar en ekki eru undir töluverðum hindúískum áhrifum enda þótt þær hafi um leið aðlagast vestrænum LESTRAR- og málþjálfunar- verkefnið Lesum lipurt inni- heldur verkefni sem henta vel til kennslu á grunnskólastigi og ef til vill á lægri stigum í fram- haldskóla. Verkefnin eru sér- staklega ætluð nemendum sem vilja bæta grunnfærni sína í lestri og nemendum sem geng- ur hægt að ná tökum á lestri. Höfundur er Sigríður Ólafs- dóttir, sérkennari í Flataskóla í Garðabæ. Hún hefur verið að þróa og tilraunakenna lestrar- verkefnin undan farin ár og reynt að fara nýjar leiðir til að bæta grunnlestrarfærnina. Áhersla er lögð á lestrartækni, augnhreyfingar og teygja úr og stækka sjónskerpusvið augn- anna við lestur. Verkefnin eru til sölu í Skólavörubúðinni. Sig- ríður hefur kynnt lestrarþjálf- unarverkefnin í skólum, en net- fang netfang hennar er sigga@centrum.is. Verkefnin eru í tveimur heft- um og skiptast í 17 kafla. Þau eru fjölbreytt og ólík á hverri blaðsíðu, ætluð mismunandi getustigum. Lesum lipurt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.