Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 32
MINNINGAR 32 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hannes Valdi-marsson fæddist í Reykjavík 4. maí 1940. Hann lést á heimili sínu Huldu- landi 20 að morgni 2. júní. Foreldrar hans voru Ingibjörg Magnúsdóttir hús- móðir, f. 16. sept. 1911, d. 6. jan. 1997, og Valdimar Hannes- son málarameistari, f. 22. júlí 1906, d. 2. febr. 1998. Bræður Hannesar eru: 1) Júl- íus, ráðgjafi, f. 1943. Sambýliskona Rannveig Haralds- dóttir. Fyrrverandi maki Anna Soffía Sverrisdóttir. Þau eiga tvö börn, a) Ragnheiður f. 1965, maki Pétur Ólafsson, þau eiga tvö börn. b) Sverrir Heiðar, f. 1967, maki Emma Birgisdóttir, þau eiga tvö börn. 2) Garðar, lögfræðingur, f. 1945, maki Brynhildur Brynjólfs- dóttir. Þau eiga þrjú börn, a) Ingi- björg, f. 1967, maki Davíð Nor- mann, þau eiga tvo syni. b) Brynjólfur, f. 1971, maki Sara Jónsdóttir, þau eiga einn son. c) Valdimar, f. 1984. 3) Þórður, við- skiptafræðingur, f. 1950, maki Þóra Sigurbjörnsdóttir. Þau eiga þrjú börn. a) Björn Þór Sigbjörns- son f. 1972, maki Ástríður Þórð- ardóttir, þau eiga einn son. b) Katrín, f. 1976, sambýlismaður Gunnar Rúnar Gunnarsson. c) María, f. 1982. Hinn 18. ágúst 1962 kvæntist Hannes eftirlifandi eiginkonu sinni Maríu Þorgeirsdóttur fé- lagsráðgjafa, f. 29. júlí 1940. For- eldrar Maríu voru Bergþóra Dav- íðsdóttir húsmóðir, f. 22. des. 1909, d. 4. júlí 1952, og Þorgeir Sveinbjarnarson skáld og for- stjóri Sundhallarinnar, f. 14. ágúst 1905, d. 19. febr. 1971. Bróðir Maríu er Þor- geir, læknir, f. 1933, maki Kristjana Arn- dal. Þau eiga fjögur börn, a) Bergur, f. 1958, maki Sigríður Kristinsdóttir, þau eiga tvær dætur. b) Lilja, f. 1959, maki Björn Erlingsson, þau eiga tvo syni. c) Finnur, f. 1967, sam- býliskona Elena Musitelli. d) Fjóla, f. 1972, maki Baldur Sigurðsson, þau eiga tvö börn. Hannes lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1960 og fyrrihlutaprófi í verk- fræði frá Háskóla Íslands 1963. Hann lauk prófi í byggingarverk- fræði frá Tækniháskólanum í Kaupmannahöfn í janúar 1966 með hafnargerð sem aðalgrein. Hann starfaði sem verkfræðingur í Kaupmannahöfn til ársins 1967 er hann hóf störf hjá Reykjavík- urhöfn. Árin 1970–1971 stundaði Hannes framhaldsnám í stjórnun hafna og flutninga í Cardiff í Wa- les. Að því námi loknu tók hann á ný til starfa hjá Reykjavíkurhöfn, fyrst sem verkfræðingur og síðan yfirverkfræðingur. Hann var að- stoðarhafnarstjóri frá 1986 til 1989 er hann tók við embætti hafnarstjóra. Hannes var fulltrúi í ýmsum samstarfsnefndum borg- arstofnana á sviði skipulags- og atvinnumála og átti sæti í Hafna- ráði. Hann var um tíma stunda- kennari við Háskóla Íslands og formaður skólanefndar Tækni- skóla Íslands 1982–1990. Einnig var hann um hríð varaforseti Golfsambands Íslands. Útför Hannesar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Í dag kveð ég Hannes frænda minn í hinsta sinn. Ég minnist hans sem manns sem var einstaklega ljúf- ur, traustur og vandur að virðingu sinni. Jafnframt var hann ákveðinn og með sín gildi á hreinu. Hannesi var annt um fjölskyldu sína, bar hag okkar allra fyrir brjósti og fylgdist vel með því sem við bræðrabörnin vorum að gera, hvar sem við vorum stödd. Hannes var mikill Reykvíkingur og það var gaman að heyra hann tala um borgina, miðbæinn og höfnina sem hann þekkti betur en margur annar. Hann var einnig áhugamaður um sögu og menningu annarra þjóða. Hann naut þess að ferðast víða með Maju og sagði oft skemmtilega frá upplifunum þeirra á framandi slóðum eða námsárunum í Kaupmannahöfn, borginni sem var honum kær. Það var sérstaklega gaman að njóta frá- sagnar hans þegar ég var að kveðja þau Maju fyrir nokkrum árum, á leið til Parísar til ársdvalar. Mér voru gefin nokkur hollráð eins og vera ber en í leiðinni sagðar gamansögur frá ferðum þeirra þar. Að lokum var ég send af stað með bók um gönguleiðir í borginni úr bókahillunni í Huldu- landinu. Undanfarna mánuði hefur æðru- leysi Hannesar og umburðarlyndi gagnvart breyttum aðstæðum verið einstakt. Hann kaus að horfa á lífið sömu augum og ávallt og njóta þeirra stunda sem gáfust. Ég er þakklát fyr- ir dýrmætar samverustundir. Megi minningin um Hannes lifa áfram með okkur. Ég bið almættið að styrkja elsku Maju á erfiðum tímum og lýsa leið hennar áfram veginn. Katrín Þórðardóttir. Við kveðjum nú Hannes frænda okkar og minningarnar hrannast upp í huganum. Minningar um skemmti- legar stundir með þessum fallega og góða manni, sem alltaf hafði tíma til að spjalla við okkur börnin og sinna okkur á sinn elskulega hátt. Við fund- um það ung að árum að í þér áttum við góðan og traustan vin. Þér var alltaf óskaplega annt um hagi okkar systkinanna og eftir að við uxum úr grasi og eignuðumst fjölskyldur hafið þið Maja heimsótt okkur og fylgst með börnum okkar vaxa úr grasi og hefur okkur þótt vænt um þau tengsl. Við erum þakklát fyrir að hafa fengið að eiga með þér allar góðu stundirnar og að börnin okkar skyldu fá að kynnast þér. Við geymum þessar góðu og fallegu minningar um ókom- in ár. Þá vitum við, elsku Hannes, að þú hefur alltaf verið góður vinur mömmu og kunnum við að meta það. Elsku Maja, Guð styrki þig á sorg- arstund, minningin um góðan frænda lifir. Ragnheiður og Sverrir Heiðar. Með nokkrum fátæklegum orðum kveð ég Hannes, en fáir hafa skipt mig jafn miklu máli og hann. Á ung- lingsárunum var ég tíður gestur á heimili hans og föðursystur minnar, Maríu, og þegar foreldrar mínir og systkini fluttust vegna námsdvalar móður minnar til útlanda 1976 dvaldi ég oft á heimili þeirra svo vikum skipti, m.a. við undirbúning á stúd- entsprófi. Gerði Hannes þá tilraun til að kenna mér stærðfræði þrátt fyrir að okkur báðum væri ljós sú firra. Honum tókst engu að síður að kenna mér margt annað, sem síðan þá hefur setið í mér sem fastast og orðið til gagns í lífsbaráttunni. Hannes tók ávallt á málum með mjög skipulegum hætti, enda voru lausnirnar alltaf skynsamlegar, og oftast furðu ein- faldar. Bæði þá og allar götur síðan fannst mér gott að geta borið undir hann, og um leið Maju, það sem vafð- ist fyrir mér eða skóp hugarangur. Þetta vil ég þakka Hannesi sérstak- lega ásamt mikilli vináttu alla tíð. Þrátt fyrir annríki dagsins gáfu þau Maja mér alltaf tíma, bæði í gleði lífs míns og sorgum, og því voru notaleg- ar kvöldstundir í félagsskap þeirra, gjarnan yfir góðum mat, ætíð til- hlökkunarefni. Heimili þeirra var mér ómetanlegt afdrep, þau voru til staðar þegar ég þurfti einhvern til að tala við eina kvöldstund og þau buðu mér að gista þegar á þurfti að halda. Fyrir allar þessar góðu stundir, að- stoð og leiðbeiningu í lífinu vil ég þakka sérstaklega. Elsku Maja, bræður Hannesar, ættingjar og vinir, ég votta ykkur öll- um mína dýpstu samúð. Bergur. Hannes J. Valdimarsson hafnar- stjóri í Reykjavík er látinn, á 64. ald- ursári. Hannes hafði átt við alvarleg veikindi að stríða undanfarna mán- uði. Það var vorið 1994 sem ég hitti Hannes Valdimarsson hafnarstjóra í fyrsta sinn. Eftir borgarstjórnar- kosningarnar það ár var ég kjörinn formaður hafnarstjórnar Reykjavík- ur og í kjölfarið fór ég í heimsókn á hafnarskrifstofuna og átti fund með Hannesi. Hann tók mér strax ákaf- lega vel og lagði sig fram um að kynna mér starfsemi hafnarinnar og þau fjölmörgu verkefni sem þá voru á döfinni. Þrátt fyrir aldursmun og ólíkan bakgrunn tókst fljótlega með okkur gott samstarf sem nú hefur varað samfleytt í 9 ár. Eðli málsins samkvæmt eru samskipti stjórnar- formanns og forstjóra í fyrirtæki mikil og það er mikilvægt að þeir vinni vel saman að hagsmunamálum fyrirtækisins, geri sér skýra grein fyrir verkaskiptingu þeirra í milli og virði skoðanir og sjónarmið hvors annars. Þannig samstarf og sam- skipti tókst okkur Hannesi að þróa. Reynsla Hannesar og þekking á hafnamálum, bæði hér innanlands og utan, var afar yfirgripsmikil og það var ekki lítill fengur og styrkur fyrir mig sem formann hafnarstjórnar að geta sótt í þann þekkingarbrunn. Fyrir það er ég ákaflega þakklátur. Hannes var mikill Reykvíkingur. Það leyndi sér yfirleitt ekki þegar umræður snérust um málefni borg- arinnar eða þjóðmálin almennt. Nán- ast allan sinn starfstíma helgaði hann Reykjavíkurhöfn. Á þeim þremur og hálfa áratug sem Hannes starfaði hjá Reykjavíkurhöfn tók hann þátt í og átti frumkvæði að stórstígum breyt- ingum í hafnarrekstrinum og upp- byggingu nýrra hafnarsvæða. Í tengslum við störf sín hjá höfninni, tók hann þátt í margs konar sam- starfsverkefnum og þróunarvinnu á vettvangi borgarmála, ekki síst skipulags- og atvinnumála. Hann átti einnig mikil og góð samskipti við þau fjölmörgu fyrirtæki og starfsmenn sem starfa á hafnarsvæði Reykjavík- ur og í þeim skiptum kom glöggt fram hversu mjög hann bar hags- muni hafnarinnar fyrir brjósti, að hann vildi veg hennar sem allra mest- an og lagði sig fram um að skapa henni skilyrði til þess að hún gæti vaxið og dafnað. Hann var fylginn sér, gat verið fastur fyrir þegar því var að skipta og vildi ná árangri fyrir hönd hafnarinnar. Í mínum huga var Hannes ótvíræður leiðtogi meðal starfsmanna hafnarinnar, ekki bara vegna embættisins sem hann gegndi, heldur einnig vegna þeirra hæfileika hans að stýra liðsheild, tala máli fyr- irtækisins og þekkingar og reynslu á sviði hafnamála. Einnig í erlendu samstarfi nutu hæfileikar Hannesar sín vel. Hann var vel látinn meðal kollega sinna í norrænu samstarfi sem og á vettvangi evrópska hafna- sambandsins og þessir aðilar gátu reitt sig á þekkingu hans og reynslu og framlag til þeirra mála sem unnið var að á hverjum tíma. Frá þeim samstarfsaðilum hafa borist samúð- arkveðjur við fráfall Hannesar. Á kynnisferðum hafnarstjórnar hef ég orðið þess áskynja að Hannes var vel kynntur hvar sem hann kom, og hon- um var einkar lagið að skipuleggja kynningar og fundi með það í huga að Reykjavíkurhöfn gæti notið góðs af. Fráfall Hannesar kom okkur sam- starfsfólki hans ekki á óvart. Hann veiktist alvarlega í haust, fór í veik- indaleyfi í október og átti ekki aft- urkvæmt til starfa. En þótt menn viti að hverju stefni er það ávallt mikið áfall og missir þegar maður á góðum aldri lætur í minni pokann fyrir óboðnum gesti sem krabbameinið er. Reykjavíkurhöfn stendur í mikilli þakkarskuld við Hannes Valdimars- son. Á kveðjustund vil ég persónu- lega og fyrir hönd hafnarstjórnar Reykjavíkur færa Hannesi þakkir HANNES VALDIMARSSON V arla verður um það deilt að Íraksstríðin tvö, átökin á Balkan- skaga og hryðju- verkaárásin á Banda- ríkin (og stríðið í Afganistan sem fylgdi í kjölfar hennar), hafa sett hvað mestan svip á sögu okkar og samtíma frá því að kalda stríðinu lauk (a.m.k. frá sjónarhóli Vestur- landabúa). Átökin fyrir botni Miðjarðar- hafs koma að vísu til álita hér einn- ig, en eiga ýmissa hluta vegna ekki heima í þessari umfjöllun. Hvað þá viðburði varðar, sem fyrst voru nefndir, hlýtur það að vekja athygli að í mörgum til- fellum leika þeir aðilar, sem spiluðu hvað stærsta rullu, enn lausum hala (að því er best er vitað; sum- ir eru hugs- anlega dauð- ir). Slobodan Milosevic dvelur að vísu í fanga- klefa Alþjóðastríðsglæpadóm- stólsins í Haag í Hollandi og hefur verið ákærður fyrir stríðsglæpi vegna voðaverka í átökunum á Balkanskaga á síðasta áratug. Ekki hefur hins vegar enn tekist að hafa hendur í hári þeirra Rat- kos Mladic og Radovans Karadzic, sem taldir eru bera ábyrgð á hrikalegustu illverkunum sem framin voru í Bosníustríðinu 1992– 1995. Sömuleiðis er það nú svo að þrátt fyrir þá víðtæku baráttu gegn hryðjuverkum, sem efnt var til eftir atburðina 11. september 2001; og þrátt fyrir að ráðist hafi verið gegn ríkjandi valdhöfum í Afganistan og þeim velt úr sessi, gengur Sádi-Arabinn Osama bin Laden (holdgervingur hins illa í heimi hér að mati sumra) enn laus (eftir því sem næst verður komist er bin Laden enn á lífi). Hvað varðar múllann Mohamed Omar, æðsta leiðtoga talibana- stjórnarinnar í Afganistan, þá sást síðast til hans í borginni Baghran í Helmand-héraði í Afganistan. Þetta var snemma í janúar 2002 og var hann þá sagður flýja sprengju- regn Bandaríkjamanna á bifhjóli eða asna. Nú síðast höfum við síðan sjálf- an Saddam Hussein, forseta þess ríkis sem hefur verið Vesturlönd- unum hvað fjandsamlegast síðustu fimmtán árin eða svo. Saddam er horfinn, það er eins og jörðin hafi gleypt hann (og kannski gerði hún það; það er a.m.k. vinsæl kenning að hann hafist enn við í neðanjarð- arbyrgjum sem sögð eru til staðar í Írak). Hægriritið Vefþjóðviljinn (www.andriki.is) er afdráttarlaust um þessi mál í grein sem skrifuð var 2. júní sl. Þar segir í texta sem birtist með mynd af Saddam Hussein (efnislega er greinin sjálf á sömu lund, en þar er þó ekki tek- ið jafnskýrt til orða): „Réttmæti innrásarinnar í Írak er hvorki háð því að þar finnist gereyðingarvopn né að þar finnist Saddam Huss- ein.“ Rétt er að staldra við þessa full- yrðingu, enda hlýtur hún að vekja ýmsar spurningar. Getur virkilega verið að menn telji það engu máli skipta hvort Saddam verði hand- samaður, eða hvort gereyðingar- vopn finnist í Írak (sem kunnugt er lá mönnum svo á að ráðast á Írak einmitt vegna gereyðingar- vopnanna sem Saddam var sagður búa yfir)? Nú eru sjálfsagt einhverjir á þeirri skoðun að mestu máli skipti að hin „stóru“ markmið hafi náðst; þ.e. að tekist hafi að binda enda á Bosníustríðið, að svo mjög hafi verið þrengt að bin Laden og starfsemi hans að honum sé ekki lengur kleift að valda óskunda, og að Írak hafi verið frelsað undan harðstjórn Saddams. Á hinn bóginn má halda því fram með rökum að Alþjóðastríðs- glæpadómstóllinn hafi sett ofan fyrir það hversu tregir menn voru lengi framan af til að leita Mladic og Karadzic uppi; að öfgafullir ísl- amstrúarmenn haldi áfram að framkvæma voðaverk í nafni bins Ladens einmitt vegna þeirrar óvissu sem leikur um afdrif hans; og að ekki sé að vænta stöðugleika í Írak svo lengi sem Saddam leikur lausum hala. Auðvitað blasir það við að menn vilja mjög gjarnan vita hver urðu afdrif þeirra bins Ladens og Sadd- ams. Raunar hefur bandaríski landstjórinn í Írak, Paul Bremer, sagt þetta berum orðum hvað varðar þann síðarnefnda. „Ég tel mikilvægt að við handsömum Saddam eða drepum hann,“ segir Bremer í samtali við tímaritið Time (9. júní 2003), „því að þessir hlutir hafa áhrif á andrúmsloftið í landinu“. Segir Bremer að sú staðreynd, að Saddam hefur ekki fundist, skýri hugsanlega hvers vegna fyrrum liðsmenn sveita Baath- flokks Saddam hefur að undan- förnu vaxið ásmegin. Hvað okkur áhorfendurna varð- ar þá viljum við auðvitað að hin meintu illmenni – Mladic, Karadz- ic, bin Laden og Saddam – verði látin sæta ábyrgð á gerðum sínum með einhverjum formlegum hætti. Þeir eiga ekki einfaldlega að týna tölunni, þá á að draga fyrir rétt (eru þeir ekki eins og annað fólk, saklausir uns fundnir sekir?). Þeir eiga sannarlega ekki að fá að ganga lausir; menn áttu ekki að láta Omar komast undan á bifhjóli og hvernig er það eiginlega; eru menn ekkert að verða búnir að grandskoða þessi neðanjarðar- byrgi, sem sögð eru hýsa Saddam? En hvað með hina spurninguna, sem Vefþjóðviljinn víkur að, þ.e. þá sem varðar gereyðingarvopnin sem Saddam átti að ráða yfir? Skiptir það máli hvað varðar rétt- mæti árásar Bandaríkjamanna og Breta á Írak að gereyðingarvopn finnist í landinu? Auðvitað skiptir það öllu máli – það er fjarstæða að halda öðru fram. Jújú, það má vel vera að Saddam hafi verið hinn versti fýr – ég hef aldrei efað það – en leiðtog- ar lýðræðisríkjanna sem við telj- um okkur tilheyra eiga auðvitað ekki að komast upp með að ljúga að þjóðum sínum (hafi þeir gert það, þ.e. ef engin gereyðingarvopn er að finna í Írak). Þá skiptir engu hversu jákvætt það annars er í sjálfu sér að Saddam Hussein hafi verið hrakinn frá völdum. Handsam- ið skálkana [...] menn áttu ekki að láta Omar kom- ast undan á bifhjóli og hvernig er það eiginlega; eru menn ekkert að verða búnir að grandskoða þessi neðanjarð- arbyrgi, sem sögð eru hýsa Saddam? VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.