Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 35 ✝ Páll Ólafssonfæddist í Reykjavík 4. apríl 1940. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði mið- vikudaginn 28. maí síðastliðinn. Páll var sonur hjónanna Ólafs Pálssonar bif- reiðarstjóra og síð- ar verkstjóra, f. á Ánastöðum í Hjalta- staðaþinghá 19. des- ember 1909, d. í Reykjavík 11. júní 1988, og Þóru Stefánsdóttur hús- freyju, f. á Krossi á Berufjarð- arströnd 21. ágúst 1913, d. í Reykjavík 12. júlí 1990. Alsystkin Páls eru Dóra Bryndís, f. 24. Eiginkona Páls er Guðrún Jónsdóttir framhaldsskólakenn- ari í Hafnarfirði, f. 21. maí 1943. Hún er dóttir hjónanna sr Jóns Ólafssonar prófasts í Holti í Ön- undarfirði og Elísabetar Einars- dóttur húsfreyju. Börn Guðrúnar eru Þorsteinn Hjaltason, f. 10. maí 1967, og Sigurlaug Hjalta- dóttir, f. 2. maí 1976. Páll hóf nám í Alþýðuprent- smiðjunni hf. í september 1960 og tók sveinspróf í prentun í jan- úar 1965, í offsetprentun 1982 og hann fékk meistararéttindi 1991. Páll starfaði í Alþýðuprentsmiðj- unni til 1972, síðan um tíma í Sa- arbrücken í Þýskalandi, í Prent- smiðju Árna Valdemarssonar til 1982, í Steindórsprenti til 1992 og eftir sameiningu þessara smiðja í Prentsmiðjunni Guten- berg, þar sem hann starfaði til æviloka. Útför Páls verður gerð frá Bú- staðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. febrúar 1935, d. 27. maí 1942, og Stefán, f. 16. júní 1945, kvæntur Báru Björk Lárusdóttur, þau eiga þrjú börn. Hálf- systir þeirra er Svava Júlíusdóttir, f. 26. nóvember 1930, gift Gunnari Einarssyni, þau eiga átta börn. Páll kvæntist Hrafnhildi Hansdótt- ur gjaldkera, þau slitu samvistir. Hann kvæntist Hjördísi Torfadóttur hjúkrunarfræðingi, þau slitu samvistir. Dætur henn- ar eru Gunnhildur Jónasdóttir og Anna Karen og Fanney Sigríður Friðfinnsdætur. Okkur langar til að minnast Páls, eiginmanns móður minnar og tengdamóður, í nokkrum orðum. Við kynntumst Páli fyrst að ráði þegar hann og Guðrún komu í heimsókn til okkar til Berlínar. Við vorum mjög spennt að kynnast loks betur mann- inum sem hafði komið inn í líf Guð- rúnar töluvert fyrr. Þessi heimsókn varð upphafið að vináttu sem átti eft- ir að styrkjast æ síðan. Páll var skemmtilegur félagi; hann hafði mik- ið jafnaðargeð, var jákvæður og hress og það var ávallt gott að vera í návist hans. Alltaf var hann til í að gantast og í Berlín hófst stríðnin á kaffidrykkju hans, þó að við sjálf værum honum engin fyrirmynd í þeim efnum. Það var ávallt tilhlökkunarefni að koma á nýja heimilið þeirra Páls og Guðrúnar á Vallarbrautinni og þaðan eigum við aðeins minningar um góð- ar samverustundir. Þar var spjallað um heima og geima og oft hlegið. Páll sýndi okkur ávallt áhuga og hlýju, og hann tók virkilegan þátt í lífi okkar. Í stærri hópi var hann frekar orðfár og lítið fyrir að trana fram sínum skoð- unum. Hann hugsaði hins vegar sitt og hitti oftast naglann á höfuðið í dómum sínum um menn og málefni. Þegar nú litið er til baka á liðnar samverustundir með Páli verður manni ljóst að minningarnar um hann eru allar góðar og lýsir það hon- um best. Mannkostir Páls sáust ekki síst í því hve Guðrún var hamingjusöm með honum og sem áhorfanda fannst manni að þessar manneskjur hefðu þekkst óralengi. Það fór ekki fram hjá neinum hvað þau gáfu hvort öðru. Því er missirinn mikill. Við erum þakklát fyrir að hafa átt samleið með Páli, þótt okkur finnist hún hafa verið of stutt. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Elsku mamma og kæri Stefán, við biðjum Guð að styrkja ykkur í sorginni. Þorsteinn og Sara. Kynni mín af Páli hófust fyrir nokkrum árum. „Mamma, það er ein- hver Páll að hringja í þig!“ Mig minn- ir að ég hafi ekki verið par hrifin, að einhver karlmaður væri á höttunum eftir henni mömmu, þótt ég mætti nú heita fullorðin kona. Þau höfðu hist skömmu áður en tóku sinn tíma, enda bæði að jafna sig á atburðum fortíð- ar. Ég hitti svo þennan Pál stuttu síð- ar. Það var úti á götu, við mamma vorum á röltinu í bænum. Hún var hikandi. Ég hvatti hana til að slá bara til og hitta hann. Verða menn ekki að taka áhættu í lífinu? Þannig gerast hlutirnir, og þannig hófst samband mömmu og Páls. Það tók mig svolítinn tíma að kynnast Páli, hann var rólegur og hlédrægur, en eftir því sem tíminn leið sá ég hversu hlýr og vandaður maður hann var. Og hann gerði mömmu hamingjusama á ný. Ham- ingjusamari en ég hafði lengi séð hana. Það var erfitt að frétta af því að Páll hefði greinst með krabbamein í nóvember. En meðferðin virtist vera að vinna á meininu og ég hélt út til Svíþjóðar til náms í febrúar nokkuð bjartsýn á batahorfur. Daginn sem Páll dó var ég einmitt að hugsa í lyft- unni upp í herbergið mitt, hvað það yrði gaman þegar ég kæmi heim í sumar, að kíkja með mömmu og Páli í heimsókn til Báru og Stefáns, bróður Páls. En þegar ég sá að mamma hafði hringt vissi ég að eitthvað var að. Og ég fékk fréttirnar af láti Páls. Lífið er óréttlátt, stundum. Þau mamma og Páll voru nýbúin að koma sér saman fyrir í fallegri íbúð. Af hverju var hann hrifinn burt þegar líf þeirra var orðið svo bjart og skemmtilegt? Því svarar víst enginn. Ég vildi samt óska að ég hefði getað átt fleiri stundir með þeim saman, faðmað Pál og sagt honum hvað mér þætti vænt um hann. En ég vona að hann hafi vitað það. Það er erfitt að sjá á bak góðum vini. En minningin lifir. Sigurlaug Hjaltadóttir. Það var sól og fallegt veður daginn sem þú kvaddir, elsku vinur. Þau eru miskunnarlaus, máttar- völdin, þegar þau taka til sinna ráða og hrifsa þá til sín sem okkur eru svo kærir, en við ráðum víst ekki okkar næturstað. Mig skortir orð til að tjá mig um hve vænt mér þótti um þig, elsku Palli. Það var fyrir rúmum 37 árum sem við hittumst fyrst og þá var mað- ur svolítið feiminn en það tók fljótt af og síðan varstu bara eins og enn einn bróðirinn. Við hittumst sem sagt fyrst stuttu eftir að við Stefán kynnt- umst. Við fórum fjögur saman í Nýja bíó og sáum Grikkjann Zorba. Síðan höfum við verið í sömu fjölskyldu. Þegar ég rifja það upp þá þurftir þú yfirleitt ekki að segja margt, ég fann það á mér hvernig þér leið, bæði í gleði og sorg. Það var stundum grínast með að það væri svo auðvelt fyrir ykkur bræður að halda ættarmót, það væri nóg að þú kæmir í heimsókn. Þær voru ófáar stundirnar sem þessi litla (á minn mælikvarða) fjöl- skylda átti saman en þær hefðu mátt vera svo miklu, miklu fleiri. Þú varst börnunum mínum líka svo undur góð- ur frændi og ekki lást þú á liði þínu þegar eitthvað bjátaði á hjá okkur bróður þínum. Það voru fimm falleg og góð ár sem þið Guðrún áttuð saman, þó að ég og öll hin hefðum kosið að þau hefðu fengið að vera mörgum sinnum fimm ár. Það var svo margt sem þið höfðuð gert saman en líka svo margt sem þið áttuð eftir að gera. Ferðir um landið gáfu ykkur mikið og það gladdi mitt litla hjarta hvað þér þóttu Vestfirð- irnir fallegir. Þar sem ég veit að þú varst lítið fyr- ir hól þá læt ég hér staðar numið og kveð þig elsku vinur með vísum, Vem kan segla förutan vind... sem ég raula oft, en þá á útlensku eins og börnin segja. Hver getur siglt, þó að blási ei byr, bát sínum róið án ára? Hver getur kvatt sinn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára? Ég get siglt, þó að blási ei byr, bát mínum róið án ára. En ekki kvatt minn kærasta vin, kvatt hann án sárustu tára. (Þýð. Hulda Runólfsdóttir frá Hlíð.) Við sjáumst þótt síðar verði. Bára. Hann Palli frændi er dáinn. Ekki hafði mig grunað að þetta yrði svona stuttur tími sem við ættum saman. Það eru margar minningarnar sem skjóta upp kollinum þegar ég hugsa til baka um tímann okkar, en ofarlega í huganum er stundin sem við áttum á afmælisdaginn þinn síðastliðinn, þá sátum við þrjú heima hjá ykkur Guð- rúnu, þ.e. ég, Guðrún og þú, og vorum að tala um ömmu og afa og þá sér- staklega utanlandsferðirnar hjá ömmu og hvernig þetta var með sjúk- dóminn hjá afa. En við hlógum líka mikið og gerðum grín og það var virkilega gaman að rifja þetta svona upp og einnig að geta sagt Guðrúnu þetta. Einnig koma minningarnar um jólahlaðborðið í Perlunni og þegar við komum þér á óvart á Lækjarbrekku á sextugsafmælinu þínu, en þá biðum við eftir þér inni í herbergi á Lækjar- brekku þegar þið komuð og þú áttir sko ekki von á þessu. Eins og ég man frá minni barn- æsku þá var alltaf mikil gleði í kring- um Palla og það var alveg sama hvað var, allt var hægt að spyrja um, ef þú vissir ekki svarið þá var það bara rætt. Við vorum mjög náin öll fjöl- skyldan og þú varst nú enginn venju- legur frændi, svona eiginlega frændi, afi, bróðir og vinur allt í einum pakka. Við systkinin höfum alltaf haft þig í miklu uppáhaldi og mikill samgangur verið og þú varst guðfaðir minn og Habbipalli, bangsinn minn, hefur fylgt mér allar mínar ferðir hvort sem það er innanlands eða utan, en hann fékk ég frá ykkur þegar ég fæddist. Ég vil þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman og sendi allan minn styrk til hennar Guðrúnar sem hefur reynst mér svo vel. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pétursson.) Ástar- og saknaðarkveðjur, þín Daníela Jóna. Kveðja frá prentsmiðjunni Gutenberg Fallinn er frá einn af samstarfs- mönnum okkar til margra ára eftir skamma en harða veikindabaráttu. Með fáum orðum viljum við minnast þessa góða drengs. Kynni okkar Páls hófust þegar hann hóf störf í Gutenberg í júnímán- uði árið 1992. Páll var myndarlegur maður, einstakt ljúfmenni, léttur í lund, orðvar og traustur. Páll var alla tíð mikill vinnumaður, mætti allra manna fyrstur á morgn- ana, var drjúgur verkmaður, vand- virkur og góður prentari. Í hraða nú- tímans þarf að sinna viðskiptavinum fyrirtækis á ólíklegustu tímum sólar- hrings. Það var alltaf hægt að leita til Páls þegar vinna þurfti á óhefðbundn- um tímum. Að segja nei var það orð sem Páll þekkti ekki. Þegar Páll fékk þann úrskurð að hann gengi með ill- vígan sjúkdóm tók hann þeim úr- skurði af yfirvegun, var bjartsýnn á bata, vann meðan stætt var og lét hvergi bugast. Að lokum sendum við eiginkonunni Guðrúnu ásamt öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guðmundur Kristjánsson. PÁLL ÓLAFSSON Sími 562 0200 Erfisdrykkjur Lundi V/Nýbýlaveg 564 4566 • www.solsteinar.is Föðursystir okkar, KRISTÍN SÖLVADÓTTIR, Skógargötu 8, Sauðárkróki, sem lést 31. maí síðastliðinn, verður jarðsung- in frá Sauðárkrókskirkju föstudaginn 13. júní kl. 14.00. Kristín Albertsdóttir, Stefanía Jónasdóttir, Sölvi Jónasson, Kristján Jónasson, Jóhanna Jónasdóttir, Kristín Jónasdóttir, Sigurlaug Sveinsdóttir, Herdís Sveinsdóttir, Sölvi Sveinsson. Systir mín, ÞÓRUNN JÓNSDÓTTIR frá Lækjarbotnum, Nestúni 15, Hellu, sem lést sunnudaginn 1. júní, verður jarðsung- in frá Skarðskirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Brynjólfur Jónsson og aðrir aðstandendur. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, ILSE W. ÁRNASON, Oddgeirshólum, Hraungerðishreppi, andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands þriðjudaginn 10. júní. Guðmundur Árnason, Angelika Guðmundsdóttir, Ásgeir Gunnarsson, Árni O. Guðmundsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Steinþór Guðmundsson, Þuríður Einarsdóttir, Magnús Guðmundsson og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, INGVI GUNNAR EBENHARDSSON fyrrv. skrifstofustjóri, Árskógum 6, Reykjavík, áður til heimilis á Víðivöllum 18, Selfossi, andaðist á líknardeild Landspítala, Landakoti, þriðjudaginn 10. júní. Guðrún Erla Ingvadóttir, Heiðar Pétur Guðjónsson, Jónína Ingvadóttir, Jóhann Hjartarson, Emma Guðrún Heiðarsdóttir, Sæunn Sif Heiðarsdóttir, Hjörtur Ingvi Jóhannsson, Sigurlaug Guðrún Jóhannsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.