Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 37
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 37 Ég hafði ráðið mig til starfa við kaup- félagið. Hugmyndin var að vinna þar í nokkra mánuði. Á leiðinni af flug- vellinum sagði Matthías mér að ekki væri aðeins verið að skipta um kaup- félagsstjóra þessa dagana á Hellis- sandi heldur einnig skólastjóra við barnaskólann. Nýi skólastjórinn héti Teitur Þorleifsson og sá orðrómur gengi á staðnum að hann myndi vera með svipaðar stjórnmálaskoðanir og ég, þ.e.a.s. væri kommúnisti, eins og við stuðningsfólk Sósíalistaflokksins vorum kölluð. Staða byggðarinnar á Hellissandi var mjög veik. Það var næstum algjört hafnleysi og vega- samband var aðeins um fjöruna undir Enni. Íbúum hafði fækkað mikið á síðustu árum. Við þessir nýju íbúar á Hellissandi náðum fljótt saman og fundum okkur samherja og verkefni til að vinna að. Með framsóknarmanninn Matthías í innsta hring. Hann varð formaður Ungmennafélagsins Reynis. Félagið var vettvangur umræðna, ályktana og áskorana til máttarvaldanna um framfaramál byggðarinnar. Í þessu starfi komu stjórnsemi og skipulags- hæfileikar Teits strax fram. Hann átti auðvelt með að jafna skoðana- mun og semja hnitmiðaðar ályktanir. Fyrstu árin var ég ólofaður ung- karl og naut þess að vera heimagang- ur á heimili Teits og hans góðu konu Ingu. Þau voru ófá kvöldin sem setið var og spjallað í stofunni hjá þeim. Fyrir kom að tekinn var tappi úr flösku á laugardagskvöldum. Ósjald- an komu gestir, skoðanabræður og vinir að sunnan. Þá var sagt að væri „festival“ á Hellissandi. Fjallað var um ýmis málefni og stundum deilt nokkuð hart. Teitur hafði takmarkað álit á Stalín og á framkvæmd sósíal- ismans í Rússíá. Það álit Teits á þeim í Sovét skerpti stundum átakalínurn- ar í spjallinu. Nóvember 1953. Tillaga kom um að bjóða fram lista í hreppsnefndar- kosningum sem voru væntanlegar í janúarmánuði og ákvörðun tekin um að bjóða fram. Ég var í fyrsta sæti, Snæbjörn Einarsson í öðru og Teitur í þriðja sem var baráttusætið. Kosn- ingabaráttan var nokkuð óvægin. Listinn okkar bauð upp á tvo komma og einn krata í efstu sætum. Sumum fannst það ógnvænlegt. Framsóknar- maður var í fjórða sætinu og Matt- hías í framboði til sýslunefndar. Sandarar kusu okkur samt með góð- um meirihluta í hreppsnefnd og sýslunefnd. Nú tók við stjórn sveitarfélagsins. Ég var oddviti og stjórnaði daglegum rekstri, fór í sendiferðir til stjórn- valda o.s.frv. Teitur var ritari hrepps- nefndar og við þrír undirbjuggum fundi og málefni sameiginlega og nut- um við þar í ríkum mæli skipulags- hæfileika hans. Sami meirihluti hlaut kosningu eftir fjögur ár 1958. Teitur flutti frá Hellissandi um mitt það kjörtímabil. Árin sem Teitur var í hreppsnefndinni stóðum við í stöð- ugri baráttu fyrir framgangi hafnar- gerðar í Rifi og fyrir því að koma á vegasambandi fyrir Jökul um Útnes- veg. Vegna mistaka við hafnargerð- ina í Rifi lá við að gefist væri upp við dýpkun og dælingu úr hafnarstæð- inu. Þegar Teitur flutti var hafnargerð- in komin á beina braut og útgerð haf- in frá Rifshöfn. Vegasamband var komið fyrir Jökul. Íbúum fjölgaði. Verbúðir byggðar fyrir útgerðina í Rifi og lögð þangað vatnsveita. Byggðin var breytt, í akvegasam- bandi og með höfn með mikla fram- tíðarmöguleika. Það var verið að byggja félagsheimili. Það félagsheim- ili, Röst, var um árabil glæsilegasta félagsheimili á Vesturlandi. Nú er Teitur Þorleifsson allur. Inga Magnúsdóttir kona hans fór á undan honum, hún lést fyrir sex ár- um. Við hér undir Jökli þökkum hon- um og fjölskyldu hans fyrir árin sem þau störfuðu hjá okkur. Hann var stundum óvæginn þegar hann var að hvetja okkur til aðgerða, hvort held- ur til að mótmæla einhverju eða hefja aðgerðir til uppbyggingar og fram- fara. Hann átti stóran og góðan hlut í því sem hér gerðist. Félagi Teitur, við Hrefna þökkum þér vináttuna og samstarfið. Börnum þínum og þeirra fólki sendum við samúðarkveðjur. Skúli Alexandersson. ✝ Guðrún Árna-dóttir fæddist í Garði í Núpasveit 26. september 1911. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 31. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ástfríður Árna- dóttir, f. 4.12. 1881, d. 5.7. 1960, og Árni Ingimundarson, f. 25.10. 1874, d. 3.6. 1951, landnemahjón á Bakka á Kópaskeri. Börn þeirra voru tólf: Ingunn, f. 8.11. 1899, d. 23.3. 1983; Unnur, f. 15.12. 1900, d. 12.4. 1987; Jón, f. 9.10. 1902, d. 12.8. 1962; Hólmfríð- ur, f. 19.9. 1904, d. 17.7. 1992; Sab- ína, f. 27.5. 1908, d. 18.2. 1993; Guðrún, sem hér er minnst; Að- alheiður, f. 23.10. 1913, hjúkrun- arfræðingur, býr í Reykjavík; Árni, f. 15.11. 1915, d. 31.7. 1987; Anna, f. 19.1. 1918, býr í Reykja- vík, tvíburi Ingiríð- ur, f. 19.1. 1918, býr á Kópaskeri; Sigurð- ur, f. 16.7. 1919, d. 29.3. 2002; Ingi- mundur, f. 28.6. 1922, býr í Reykja- vík. Guðrún giftist Sig- urði Halldórssyni skrifstofumanni á Akureyri, f. 29.4. 1898, d. 3.4. 1993. Einkadóttir þeirra er Bára Guðrún Sigurðar- dóttir, f. 28.1. 1948. Hún er búsett á Akureyri. Útför Guðrúnar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elskulega ömmusystir mín, Guð- rún Árnadóttir, hefur kvatt þetta líf. Amma Gússý og Siggi afi eins og ég var vön að kalla þau, bjuggu í Víðimýri 4 á Akureyri. Húsið þeirra var þrílyft einbýlishús um- lukt fallegum garði. Það var alltaf jafn gaman að heimsækja ömmu og afa, hann hár og spengilegur með brún augu sem báru vott um við- kvæmni og djúpan skilning á barnslegri einlægni. Hún lítil og hnellin með fallegt bjart andlit og hlæjandi augu. Hann var eins og enskur lord, drakk mikið te og borðaði kynstrin öll af tebollum og kúmenbrauði. Hún alltaf glöð, sí- bakandi tebollur og alltaf sauð á katlinum. Ömmu var margt til lista lagt, hún spilaði á píanó og þurfti oft að skreppa frá til þess að leika fyrir eldri borgara bæjarins. Hún var mikil félagsvera og naut þess að segja sögur, þá kúnst kunni hún firna vel. Þegar ég kom í Víðimýr- ina fékk ég alltaf kjallaraveikina, sem lýsti sér þannig að ég varð mjög óróleg, klæjaði í iljarnar og fékk öran hjartslátt. Amma skildi sjúkdómseinkennin, horfði djúpt í augun á mér og spurði: Langar þig niður? Ég gat ekki svarað, en kink- aði jafnan kolli og áður en ég vissi af var ég komin í nýja veröld. Ég var komin í kjallarann sem hafði að geyma undursamlega fjársjóði því amma henti engu, Guði sé lof fyrir það. Þarna voru gömul húsgögn, búsáhöld, bækur og föt. Allt frá magabeltinu hennar löngu til fyrstu púðurdósarinnar hennar ömmu. Þarna gat ég dundað mér tímunum saman, umvafin tilfinn- ingum og minningum sem bara þeir sem þjást af kjallaraveikinni þekkja. Elsku amma, þakka þér fyrir að gefa mér það dýrmætasta sem nokkur manneskja getur gefið, fjársjóð minninga. Báru frænku, einkadóttur ömmu, þakka ég af öllu hjarta fyrir að vera henni svona góð og hugsa svona vel um hana í ellinni. Báru og börnum hennar þakka ég fyrir að fá að eiga hana með þeim. Votta ég þeim mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu ömmu, ég kveð hana með virðingu og þakklæti. Inga Bryndís Jónsdóttir. GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti eða á disklingi (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist). Ef greinin er á disklingi þarf útprentun að fylgja. Nauð- synlegt er að símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusími og heimasími) fylgi með. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nán- ari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern lát- inn einstakling birtist formáli og ein aðal- grein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitn- anir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 lín- ur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stutt- nefni undir greinunum. Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, HELGU GRÓU LÁRUSDÓTTUR, Hlíðarbyggð 8, Garðabæ. Finnbogi Hannesson, Steinunn Maríusdóttir, Birna Hannesdóttir, Guðrún Kjartansdóttir, Hannes Finnbogason, Nanna Jónsdóttir, Haukur Þór Finnbogason, Helgi Mar Finnbogason, Hekla Mjöll Finnbogadóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, GUÐRÚNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Laugarásvegi 64. Hannes Guðmundsson, Ragnhildur Hannesdóttir, Gylfi Gunnlaugsson, Gerður Hannesdóttir, Gunnar O. Skaptason, Edda Hannesdóttir, Einar S. Sigurjónsson, Guðrún Hannesdóttir, Guðmundur Þ. Þórhallsson og barnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HILDUR EIÐSDÓTTIR, Árteigi, sem lést fimmtudaginn 5. júní, verður jarðsungin frá Þóroddsstaðakirkju laugar- daginn 14. júní kl. 14.00. Jón Sigurgeirsson, Kristín Jónsdóttir, Ögmundur Guðmundsson, Sigurgeir Jónsson, Kristbjörg Jónsdóttir, Haukur Þórðarson, Eiður Jónsson, Anna Harðardóttir Arngrímur Páll Jónsson, Svanhildur Kristjánsdóttir, Karitas Jónsdóttir, Erlingur Kristjánsson, barnabörn og langömmubarn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, GRÓU SVÖVU HELGADÓTTUR, Dalbraut 27. Sérstakar þakkir til starfsfólks þjónustuíbúða aldraðra á Dalbraut 27 og hjúkrunarfólks Karitas fyrir góða umönnun. Hallur Ólafur Karlsson, Gyða Þorgeirsdóttir, Helgi Vigfús Karlsson, Lárus Jón Karlsson, barnabörn og barnabarnabarn. Bróðir okkar, MAGNÚS JÓNSSON frá Minni-Hattardal, er lést á Landspítalanum Fossvogi föstudaginn 6. júní síðasliðinn, verður jarðsunginn frá Súða- víkurkirkju laugardaginn 14. júní kl. 11.00. Gísli Jónsson, Minni-Hattardal, Björn Jónsson, Einar Jónsson, Soffía Bergmannsdóttir, Ólöf Jónsdóttir, Guðbjörg Jónsdóttir, Sveinn Sörensen, Sigríður Jónsdóttir, Þorsteinn Magnfreðsson, Halldóra B. Jónsdóttir, Jóna Guðmundsson, Ingibjörg R. Jónsdóttir, Elvar Reynisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.