Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. MÉR hlotnaðist gjöf um daginn. Það var geisladiskur með yfir 20 hugljúf- um lögum sem Árni Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður í Hafnarfirði hefir nýlega sent frá sér og eru flest lögin eftir hann sjálfan og eins flutn- ingur þeirra. Árni er enginn nýgræð- ingur í þessum efnum. Hann hefir alltaf verið maður vors og fagurra hljóma og það sannar þessi góði hljómdiskur. Á honum eru 16 lög eft- ir Árna og 7 eftir aðra höfunda. Þá er flutningur af ýmsum þekktum flytj- endum svo sem Lúðrasveit Hafnar- fjarðar, Karlakórnum Þröstum og tvöföldum kvartett nokkurra góð- söngvara. Þarna leggja margir söngvarar lið sitt og má þar til nefna þá Stefán Skaftason, Árna Frið- finnsson og Kristján Gamalíelsson og marga fleiri. Diskurinn sjálfur er vel unninn og engin viðvaningstök á honum. Þetta eru þýð og fögur lög við allra hæfi og öll til þess að leiða hið ljúfasta fram í huga þess sem á hlýðir. Ég get sagt þetta af eigin reynslu, búinn að fara nokkrum sinnum yfir lögin og ekki orðið fyrir vonbrigðum, síður en svo. Ég vil þakka Árna fyrir þetta góða framlag til íslenskrar tónlistar og óska honum allra heilla með þetta af- rek. Ég vildi að lokum benda fólki á þenna geisladisk. Hann er tilvalinn til tækifærisgjafa og það munu fleiri taka undir. ÁRNI HELGASON Stykkishólmi. Gott framlag til ís- lenskrar tónlistar Frá Árna Helgasyni: NÚ GET ég ekki á mér setið lengur og verð að leggja orð í belg vegna þess hvernig gengið er fram hjá helsta málsvara mænuskaddaðra á Íslandi. Auður Guðjónsdóttir hjúkr- unarfræðingur kom því til leiðar að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin gerði Ísland að vettvangi fyrir starfsemi nefndar um málefni mænuskadd- aðra. Samt virðist hún ekki eiga að fá að taka þátt í því starfi. Auður Guðjónsdóttir er að mínu mati mesta og besta kraftaverk okk- ar mænuskaddaðra fram til þessa, hvað svo sem síðar kann að verða. Ég hef fulla trú á að hún eigi eftir að gera miklu meira en hún hefur þegar gert, fái hún til þess tækifæri. Ég vona að heilbrigðisráðherra átti sig á því að Ísland hefði ekki orð- ið fyrir valinu hjá Alþjóðaheilbrigð- isstofnuninni hefði það ekki verið Auður Guðjónsdóttir sem kom þessu öllu af stað. Ég skora á ráðherra að nýta krafta Auðar til starfa í þeirri nefnd sem nú hefur verið komið á laggirnar. Það sparar bæði tíma og peninga og flýtir fyrir framförum í lækningum á mænuskaða. Heimur- inn allur mun koma til með að njóta góðs af því ef Auður fær að vera með í nefndinni. Nú er tími til kominn að íslenskir læknar sumir hverjir kyngi stolti sínu og viðurkenni að Auður hefur einfaldlega meiri þekkingu en þeir þegar kemur að mænuskaða. Þeir ættu að sætta sig við það og reyna að læra eitthvað af henni. Auður Guð- jónsdóttir hefur lagt sig alla fram við að afla sér þekkingar og sambanda um allan heim. Ég man öll lætin sem urðu hjá nokkrum læknum (á Borgarspítalan- um — þeir taki til sín sem eiga) þeg- ar Auður fékk hingað til lands kín- verskan lækni til að gera aðgerð á Hrafnhildi dóttur sinni. Þeir leyfðu sér að efast um hæfni hans en hefðu betur eytt orku sinni í að reyna í staðinn að afla sér aukinnar þekk- ingar úr öðrum heimsálfum, öllum til góðs — og þeim sjálfum líka. Það er með ólíkindum hvað Auður hefur lagt á sig fyrir okkur, þessa mænu- sköðuðu einstaklinga, sem njótum góðs af þrautseigju hennar og dugn- aði. Læknar verða að vera opnir fyrir nýjungum og fljótir að tileinka sér þær. Þeir læknar sem eru á móti Auði verða bara að láta af afbrýði- semi sinni og reyna að vinna með henni. Á því þarf heimurinn að halda. Kæri heilbrigðisráðherra, stönd- um nú öll saman í þessari baráttu í sátt og samlyndi því að þá gengur allt miklu betur. Áfram Auður, ég stend með þér! AÐALBJÖRG GUÐGEIRSDÓTTIR, Bakkastöðum 89, 112 Reykjavík. Áfram Auður! Frá Aðalbjörgu Guðgeirsdóttur:                            ! " # $     % &  '( )  # # *  "   Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21  sími 551 4050  Reykjavík Mörkinni 6 - Sími 588 5518 Tilboð Víniljakkar frá kr. 2.900
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.