Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 42
DAGBÓK 42 FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Í dag fara út Arnarfell og Goðafoss. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær kom Ostankino. Mannamót Árskógar 4. Kl. 9?12 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 9?12.30 bókband og öskjugerð, kl. 9.45?10 helgistund, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13?16.30 opin smíða- og handa- vinnustofa. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8?16 hárgreiðsla, kl. 8.30?14.30 bað, kl. 9? 16 handavinna, kl. 9? 17 fótaaðgerð, kl. 14? 15 dans. Félagsstarfið Dal- braut 27. Kl. 8?16 op- in handavinnustofan, kl. 9?12 íkonagerð, kl. 10?13, verslunin opin, kl. 13?16 spilað. Félagsstarfið Dal- braut 18?20. Kl. 9 bað og opin handa- vinnustofa, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9?12 bað, kl. 9?16 opin vinnustofa, kl. 13.30 söngtími, kl. 15.15 dans. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 10 hár- greiðsla, kl. 13 föndur og handavinna. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraun- seli, Flatahrauni 3. Sumargleði, opið hús í dag kl. 14 í Hraunseli. Upplestur, söngur undir stjórn Magnúsar Kjartanssonar og fé- laga. Gamanmál o.fl. Nánari upplýsingar í Hraunseli í síma 555- 0142. Glerlist kl. 13. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsib., s. 588 2111. Brids í dag, fimmtu- dag, kl. 13. Gerðuberg, félags- starf, sími 575 7720. Kl. 10?30 helgistund. Frá hádegi vinnustof- ur og spilasalur opinn. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofan op- in, leiðbeinandi á staðnum kl. 9.30?16. Fyrirhuguð er fjög- urra daga ferð um Strandir til Ófeigs- fjarðar 14.?17. júlí nk. Skráning og nánari upplýsingar í síma 554-3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið frá kl. 9?17, handavinnustofan opin frá kl. 13?16. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna og perlu- saumur, hjúkrunar- fræðingur á staðnum, kl. 9.05 leikfimi, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 félagsvist. Hvassaleiti 56?58. Kl. 9 bútasaumur, kl. 10 boccia, 13.30 félags- vist. Fótaaðgerðir, hárgreiðsla. Norðurbrún 1. Kl. 9? 16.45 opin vinnustofa og tréskurður, kl. 13? 16.45 leir, kl. 10?11 ganga. Vesturgata 7. Kl. 9?16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15?12 bað, kl. 9.15?15.30 handavinna, kl. 10?11 boccia, kl. 13?14 leik- fimi. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 opin vinnustofa og morgun- stund, kl. 10 fótaað- gerð og boccia-æfing, kl. 13 handmennt og spilað. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Vinnudag- ur í Þórdísarlundi laugardaginn 14. júní. Vinna hefst kl. 10.00. Hafið meðferðis nesti, hlífðarföt og nauðsyn- leg verkfæri. Nánari upplýsingar gefur Ingimundur í síma 568 4710 eða 557 6848. Kraftur. Grilldagur Krafts verður haldinn hinn 14. júní nk. í hinu fagra umhverfi við sumarbústaðinn Birki- hlíð við Elliðavatn. Við hefjum leikinn kl. 14:00, þar sem grillað verður í boði hinna ýmsu fyrirtækja sem hafa stutt okkur með mat og drykkjar- föngum síðustu ár. Í garðinum verða leik- tæki fyrir börnin. Tjaldi verður slegið upp á staðnum, ef það skyldi nú rigna. Hljómsveitin Fjöl- skyldutónar mun spila og syngja ásamt fleir- um. Kort er að finna á www.kraftur.org. Brúðubíllinn Brúðubíllinn verður í dag, fimmtudaginn 12. júní, við Fífusel kl. 10 og á morgun, föstu- dag, kl. 14 við Ljós- heima. Minningarkort Styrktarfélag krabba- meinssjúkra barna. Minningarkort eru af- greidd í síma 588-7555 og 588-7559 á skrif- stofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta. Minningarkort Park- insonsamtakanna á Íslandi eru afgreidd á skrifstofutími í síma 552-4440 frá kl 11-15. Kortin má einnig panta ávefslóðinni: http://www.park- inson.is/sam_minning- arkort.asp Í dag er fimmtudagurinn 12. júní, 163. dagur ársins 2003. Orð dagsins: Hver sem tekur ekki sinn kross og fylgir mér, er mín ekki verður. (Matt. 10,38.) L50098L50098L50098L50098 P istlahöfundur á frelsi.is fjallar um afgreiðslu- tíma verslana á hátíðum. ?Í fréttatímum ljósvaka- miðlanna, nú um helgina, var sagt frá því þegar lög- reglan lokaði þremur verslunum sem höfðu ráð- gert að þjónusta við- skiptavini sína á hvíta- sunnudag. Slíkt er brot á lögum nr. 32 frá árinu 1997, en tilgangur þeirra er ?að vernda helgihald og til að tryggja frið, næði, hvíld og afþreyingu al- mennings á helgidögum þjóðkirkjunnar innan þeirra marka er greinir í lögunum?. L50098L50098L50098L50098 L ögin kveða á um að á aðfangadagskvöldi, jóladegi, föstudeginum langa, páskadegi og hvíta- sunnudegi séu allar opin- berar skemmtanir bann- aðar, svo sem ?dansleikir eða einkasamkvæmi á op- inberum veitingastöðum eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur að- gang að?. Þetta gildir einnig um alls kyns opin- berar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur slík dagskrá fer fram. Þá er öll verslunar- starfsemi og önnur við- skipti bönnuð þessa daga. Blessunarlega heimila lög- in samt sem áður þá starf- semi sem hér um ræðir á sunnudögum, öðrum degi jóla, nýársdag, skírdag, öðrum degi páska, upp- stigningardegi og á öðrum degi hvítasunnu. L50098L50098L50098L50098 Þ ingmenn hljóta nú að taka undir málflutning þeirra [kaupmanna (inn- skot Morgunblaðsins)], sem kröfðust þess með tákn- rænum aðgerðum, að lög um helgidagafrið yrðu endurskoðuð. Fyrir því liggja að minnsta kosti tvær ástæður. L50098L50098L50098L50098 F yrri ástæðan er sú að undantekningar í þeim lögum sem hér um ræðir eru svo margar að lögin eru í raun algjör markleysa. Gert er ráð fyrir þeim möguleika að lyfjabúðir, bensínstöðvar, bifreiðastöðvar, verslanir á flugvöllum og í frí- höfnum, blómaverslanir, söluturnar og mynd- bandaleigur séu opnar á föstudaginn langa, páska- dag og hvítasunnudag. Þá eru fleiri undantekningar sem ekki tekur að nefna hér. Mergur málsins er auðvitað sá að það er eitt- hvað undarlegt þegar íbú- ar í Háaleitishverfi geta gert sér ferð á mynd- bandaleigu í Lágmúla til þess að kaupa helstu nauð- þurftir en geta ekki sinnt sömu erindagjörðum í matvörubúðinni við hlið- ina. Slíkt gæti talist skerð- ing á athafnafrelsi borg- aranna og skerðir alveg örugglega samkeppnis- stöðu verslunareigenda. L50098L50098L50098L50098 H in ástæðan er sú að með lögum um helgi- dagafrið er hægt að færa rök fyrir því að verið sé að gera einni trú hærra undir höfði enn öðrum. Við slík- ar aðstæður er ekki hægt að tala um að trúfrelsi ríki í landinu.? STAKSTEINAR Er trúfrelsi á Íslandi? Víkverji skrifar... V ÍKVERJI dvaldi á Stykkishólmi um hvítasunnuhelgina í hinu besta veðri. Stykkishólmur er að mati Víkverja afar fallegur bær og auðvit- að langfallegastur við höfnina, þar sem nokkur gömul og virðuleg hús hafa verið endurnýjuð. Víkverji fór á þrjá veitingastaði og var aldeilis ánægður með gæði veitinganna hvort heldur var um að ræða kaffi og kökur eða kvöldverð og kræsingar. Ekki má heldur gleyma Hildibrandi Bjarna- syni í Bjarnarhöfn, hákarlaverkanda með meiru. Þangað fór Víkverji við þriðja mann og fékk sér hákarl og harðfisk. Grænlandshákarl og stein- bít nánar tiltekið. Hákarlinn er víst góður í maga og þeir sem eru á leið til framandi landa ættu kannski að taka með sér eitt box með hákarlsbitum. Íslendingur nokkur á ferð í Nepal í fyrra, sem óttaðist helsta áhyggjuefni vestrænna ferðamanna, matareitrun með tilheyrandi niðurgangi, át einn bita á dag fyrstu vikuna og uppskar vellíðan og stöðugleika það sem eftir lifði ferðar. Þakkaði hann það hákarl- inum íslenska. Auðvitað er lyktin rosaleg og því ekki heppilegt að fara með hákarl í bíó og borða í staðinn fyrir popp. xxx V ÍKVERJI hafði aldrei smakkað hákarl fyrr en á hlaðinu hjá Hildibrandi og kveið satt að segja dá- lítið fyrir, þegar hinn landsfrægi há- karlsverkandi rétti honum hákarls- bita á stærð við hálfa brauðsneið. Lyktin var gríðarsterk, en svona á þetta víst að vera og bitinn hvarf í einu lagi upp í ginið á Víkverja sem kjamsaði á þessu meinholla holdi um stund og fannst sem eldur færi um nasagöngin. En veislan var ekki alveg búin því Hildibrandur skar aðra sneið, í þetta skiptið af ögn mildari hákarli. Aftur var sem eldur færi um nasagöngin, auðvitað í jákvæðri merkingu, því þetta var hið mesta hnossgæti með frábæru eftirbragði. Þess skal getið að ekkert brennivín var notað til að breyta þessari ein- stæðu upplifun. xxx H ILDIBRANDUR sagðist hafa selt hákarl í Kolaportinu á sínum tíma og fékk við það athugasemd frá heilbrigðisyfirvöldum, en við skoðun fannst hins vegar ekki vottur af gerlamyndun í hákarlinum þótt sýni úr honum væru látin standa við stofu- hita á rannsóknastofu dögum saman. Víkverji er í stuttu máli kolfallinn fyr- ir hákarlinum. xxx H ILDIBRANDUR stendur nú í framkvæmdum á bænum til að bæta móttökuaðstöðu fyrir ferða- menn enda ekki vanþörf á í öðrum eins gestagangi og er hjá honum. Margt er líka að skoða innandyra, s.s. skoltur úr fullorðnum hákarli með svo beittum tönnum að nýtt rakvél- arblað myndi skammast sín. Vísindamennirnir Jörundur Svav- arsson og Halldór Pálmar Hall- dórsson ásamt Hildibrandi og há- körlum. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason ÉG GET vart orða bundist yfir því hvað dómskerfið á Íslandi er meingallað. Ekki alls fyrir löngu fengu tveir ungir menn hreint út sagt hlægilega milda dóma fyrir að verða manni að bana með fólsku- legri líkamsárás. Hvernig stendur á því að við sættum okkur við að lifa í samfélagi þar sem mannslíf eru svo lítils virði? Héraðsdómur ætti að skammast sín fyrir að senda út skilaboð eins og þessi, að taka mannslíf og leggja líf einnar fjölskyldu í rúst virðist hafa svo gott sem engin eftirmál fyrir brotaaðila. Það er löngu kominn tími til að þyngja allar refs- ingar sem að snúa að of- beldi, líkamsárásum og morðum, og ekki bara smá- vegis, heldur margfalt. Þessir dómarar, sem kváðu upp þennan dóm, hafa ekkert sér til máls- bóta, enda ættu þeir fyrir löngu að vera búnir að benda á þetta ranglæti. Ef einhver er efins um að þyngri refsingar feli í sér ákveðinn fælingarmátt ætti sá hinn sami að skoða Singapúr, sem kemst varla inn á lista yfir glæpatíðni sökum þungra refsinga. Árni Jónsson Límt og lagað EF EINHVER hefur vitn- eskju um það hvar hægt er að fá gert við postulíns- styttu má sá hinn sami hafa samband í síma 553 8237. Gefins gári óskast í sama númeri. Ásta Kynferðisafbrot VARÐANDI fréttir und- anfarið um kynferðisafbrot gagnvart börnum krefst ég þess að birtar verði myndir af gerendum hið snarasta. Ekki er hikað við að birta myndir af mönnum sem stela frá fyrirtækjum eða annað í þeim dúr. Kynferð- isafbrot eiga að hafa al- gjöran forgang gagnvart myndbirtingum í frétta- blöðum. Móðir Frábært apótek KRISTÍN hafði samband við Velvakanda og vildi hún koma á framfæri ánægju sinni með Hringbrautar- apótek sem er í JL-húsinu og afgreiðslutíma þess. Segir hún að þjónustan sé framúrskarandi. Kristín Tapað/fundið Barnaúlpa fannst SVÖRT barnaúlpa fannst fyrir u.þ.b. tveimur vikum í nágrenni Gerðubergs í Breiðholti. Upplýsingar í síma 557 3549. Dýrahald Páfagaukur strauk að heiman PÁFAGAUKUR strauk að heiman frá Suðurhólum 6 hinn 10. júní sl. Þetta er lít- ill gári, kerling, ljósblá á maga og með smágult á höfðinu. Hana prýða í raun allir litir og er hún mjög gæf. Hafi einhver orðið var við ferðir þessa litríka fugls er sá hinn sami vinsamleg- ast beðinn að hafa sam- band í síma 567 0992, 861 4595 eða 861 0366. Tvo ketti vantar heimili VEGNA breyttra að- stæðna vantar tvo ketti nýtt heimili. Kettirnir eru fjögurra ára gamlir, heim- ilisvanir og grábröndóttir. Áhugasamir hafi samband í síma 698 3838. Kassavanir kettlingar fást gefins FIMM fallegir kassavanir kettlingar fást gefins átta vikna. Upplýsingar í síma 555 0288. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15L50098Netfang velvakandi@mbl.is Meingallað dómskerfi Morgunblaðið/Sverrir LÁRÉTT 1 hornalaus, 8 lítil hús, 9 reiður, 10 ánægð, 11 fugl, 13 út, 15 fánýtis, 18 dreng, 21 málmur, 22 klámyrtu, 23 erfið, 24 skjall. LÓÐRÉTT 2 fórna, 3 barefla, 4 veisla, 5 reyfið, 6 afkimi, 7 spaug, 12 tók, 14 gagn, 15 blýkúla, 16 vanvirðu, 17 andvarpi, 18 skjót, 19 flokk, 20 lítið skip. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 lítil, 4 budda, 7 gómum, 8 ofboð, 9 bót, 11 reit, 13 maur, 14 ámuna, 15 karl, 17 lost, 20 ódó, 22 púður, 23 veður, 24 nánar, 25 remma. Lóðrétt: 1lögur, 2 tæmdi, 3 lamb, 4 brot, 5 dubba, 6 auð- ur, 10 ólund, 12 tál, 13 mal, 15 kúpan, 16 ræðin, 18 orð- um, 19 tyrta, 20 órar, 21 óvær. Krossgáta 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.