Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 43 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake TVÍBURAR Afmælisbörn dagsins: Heiðarleiki skiptir þig miklu. Þú tjáir þig í gegnum skrif, tónlist eða myndlist. Þú ert ekki lengi að tileinka þér hlutina og átt auðvelt með að miðla þeim. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Vilji þinn stendur til þess að upplýsa aðra um þínar skoð- anir. Láttu verða af því, þú hefur rétt til þess. Naut (20. apríl - 20. maí)  Einbeittu þér að fjármálum og ógreiddum reikningum í dag. Þú hefur ákveðna fjár- festingu í huga og þarft því að vita hverju þú hefur efni á. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Gríðarleg orka og óbilandi eldmóður eru einkennandi fyrir þig í dag. Þú kemur miklu í verk. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gerðu það sem þarf til þess að fá næði. Stundaðu hug- leiðslu og komdu ró á hug þinn. Þú þarft á þessu að halda til þess að öðlast kraft. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Samtöl við vini eru gefandi. Þú hefur tækifæri til þess að sýna gáfur þínar og fyndni. Gerðu það! Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Fólk er hrifið af því sem þú hefur fram að færa. Mundu að það er vegna þess að þú veist um hvað þú ert að tala. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Gerðu áætlanir um að ferðast á framandi slóðir. Þig þyrstir í ævintýri. Mest af öllu langar þig þó að upp- lifa eitthvað nýtt. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú er tími til þess að setjast niður og ákveða hverjar skuldbindingar þínar eru. Þegar þetta er komið á hreint mun þér líða betur. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Það er eigi viturlegt að slá vandamálunum á frest. Þér væri hollast að leysa úr þeim áður en það er orðið of seint. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú átt auðvelt með að leysa þrautir í dag. Smáatriði vefj- ast ekki fyrir þér og þú finn- ur fljótlegustu leiðina að réttri lausn. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þig langar að bregða á leik í dag. Það er gott fyrir sálar- lífið að leika sér lítið eitt, það getur einnig verið fræð- andi þó sá sé ekki tilgang- urinn. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Mikilvægar samræður við nákomna gætu átt sér stað í dag. Þær gætu snúist um at- burð sem heyrir fortíðinni til en plagar þig í dag. Sam- ræður hjálpa. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 70 ÁRA afmæli. Í dag,12. júní, er sjötugur Hrafn Sæmundsson, Gull- smára 9. Hrafn ætlar að bjóða til töðugjalda í tilefni afmælisins í Félagsheim- ilinu Gullsmára 13 í Kópa- vogi kl. 18.30-21.30 og er öll- um velkomið, innanbæjar og utan, að líta inn. Sérstak- lega vildi Hrafn sjá allar kynslóðir og það verður nammidagur og fjör og hestaskál. 50 ÁRA afmæli. SkúliMagnússon sölu- og markaðsstjóri er fimm- tugur í dag, 12. júní. Eig- inkona hans er Lilja Viðars- dóttir kynningarstjóri. Þau taka á móti gestum á afmæl- isdaginn kl. 18.00 á heim- ilinu sínu í Smárarima 14, Reykjavík. KVEÐIÐ Í ÞUNGRI LEGU Senn mun ráðin rauna glíman, rotnar moldarhnaus; bágt er að fúna fyrir tímann í fletinu hjálparlaus. Sálar allar banna bjargir bikkjur fjandakyns; fyrir sjónum svipir margir sveima djöfulsins. Hugurinn þótt í hæðir flýi, hrapar á sama stig. Leyndardóms í dimmu skýi drottinn hylur sig. – – – Hjálmar Jónsson í Bólu LJÓÐABROT 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 Bb4+ 4. Bd2 De7 5. g3 Rc6 6. Bg2 Bxd2+ 7. Rbxd2 d6 8. 0–0 0–0 9. e4 e5 10. d5 Rb8 11. b4 a5 12. a3 c6 13. Re1 cxd5 14. cxd5 Bg4 15. f3 Bd7 16. Rc2 Ra6 17. Rc4 Bb5 18. Rxa5 Bxf1 19. Dxf1 Dc7 20. Dc4 Db6+ 21. Kf1 Hfc8 22. Db3 Rc5 23. Da2 Staðan kom upp á Stigamóti Tafl- félagsins Hellis sem lauk fyrir skömmu. Lenka Ptácníková (2.221) hafði svart gegn Jóhanni H. Ragnarssyni (2.108). 23 … Rcxe4!? 24. Re1? Betra var að þiggja fórnina þótt sókn svarts yrði þung eftir 24. fxe4 Rg4 25. Re1 Rxh2+ 26. Ke2 Hc3. 24 … Rc3 25. Df2 Db5+ 26. Kg1 Rfxd5 27. Bh3 Hc7 28. Bf1 Da4 29. Rc4 Dd7 30. Rd3 Hxc4 31. Rxe5 dxe5 32. Bxc4 Rxb4 33. Hc1 Rd3 34. De3 Rxc1 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Svartur á leik. Þegar áætlun er gerð í trompsamningi er spilurum tamt að líta á aðra höndina sem „ráðandi“ (master hand). Oftast er hin ráðandi hönd sú sem inniheldur fleiri tromp, en það er alls ekki al- gilt. Í spili dagsins togast tvær ólíkar áætlanir á um at- hygli sagnhafa, og átökin snúast fyrst og fremst um það hvor höndin skuli ráða ferðinni. Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♠ ÁD832 ♥ D9865 ♦ 10 ♣ÁK Suður ♠ 95 ♥ Á43 ♦ 832 ♣DG864 Vestur Norður Austur Suður 1 tígull 2 tíglar * 3 tíglar 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Allir pass * A.m.k. 5–5 í hálitunum (Michaels). Vestur kemur út með tíg- ulkóng og spilar aftur tígli í öðrum slag, sem trompaður er í borði. Hver er áætlunin? Ekki þarf að skoða spilið lengi til að finna fyrir tog- streitunni. Annars vegar er sú „eðlilega“ hugsun ágeng að gera lengri tromphöndina góða (norður) með því að frí- spila spaðann. Á hinum end- anum togar lauflitur sagn- hafa í spottann og gerir tilkall til þess að suður- höndin sé ráðandi. Þetta flökt er óþægilegt, en því verður aðeins mætt með því að skoða og meta báða möguleika. (a) Norðurhöndin er ráð- andi. Þá er hugmyndin að spila hjarta á ásinn, svína spaðadrottningu, taka ásinn og stinga þriðja spaðann. Vestur á mjög líklega spaða- kónginn og ef liturinn skipt- ist 3–3 gætu ellefu slagir fengist með því að spila svo hjarta að drottningu. (b) Suðurhöndin er ráð- andi. Sagnhafi tekur ÁK í laufi og spilar svo LITLU hjarta frá báðum höndum. Vörnin svarar væntanlega með tígli, sem er stunginn, hjarta spilað á ás og laufum spilað. Þá er spilið í húsi ef trompið er 3–2 og spaða- kóngur í vestur: Norður ♠ ÁD832 ♥ D9865 ♦ 10 ♣ÁK Vestur Austur ♠ KG64 ♠ 107 ♥ K102 ♥ G7 ♦ KD96 ♦ ÁG754 ♣107 ♣9532 Suður ♠ 95 ♥ Á43 ♦ 832 ♣DG864 Síðari leiðin er augljóslega betri, enda má spaðinn þá brotna 4–2 á hvorn veginn sem er. Engu breytir þótt vestur trompi lauf snemma, því hann verður að spila spaða (og leyfa svíningu) eða tígli í tvöfalda eyðu. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka sjálfsmynd. Leiðbeinandi er Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur. Upplýsingar í síma 694 5494 HLUTAVELTA              Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930 www.fotur.net Morgunblaðið/Kristján Þessar duglegu stúlkur héldu nýlega hlutaveltu á Ak- ureyri til styrktar Rauða krossi Íslands og söfnuðust 1.340 krónur. Þær heita Sveinborg Katla Daníelsdóttir og Hólmfríður María Þorsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.