Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 45
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 45 Opna SÁÁ golfmótið verður haldið á golfvelli Leynis, Akranesi, 15. júní kl. 10.00 Höggleikur með og án forgjafar Hámarksforgjöf karlar 24, konur 28 Veitt verða vegleg ferðaverlaun! • Þátttökugjald er kr. 2.500 Skráning og nánari upplýsingar fást hjá Ólafi Sveinssyni í síma 434 1290 eða með tölvupósti til olafur@saa.is Vilt þú keppa við Justin Rose og Peter Baker? Opna mótið Nýherji stendur fyrir Canon Open 2003 þann 14. júní nk. en þeir sem hafna í þremur efstu sæt- unum á mótinu fá þátt- tökurétt í Canon PRO/AM mótinu sem haldið verður á golfvelli Keilis á Hvaleyri í Hafnar- firði mánudaginn 28. júlí nk. Sérstakir gestir Canon og Nýherja eru bresku kylfingarnir Justin Rose og Peter Baker. Dagsetning: 14.06.2003 Völlur: Golfvöllur Oddfellowa. Leikfyrirkomulag: Höggleikur með og án forgjafar. Hámarks vallarforgjöf karla 24 og kvenna 28. 1. Verðlaun án/forgj. Canon Powershot A70 Stafræn myndavél 2. Verðlaun án/forgj. Canon Powershot A300 Stafræn myndavél 3. Verðlaun án/forgj. Canon bleksprautuprentari 1. Verðlaun m/forgj. Canon bleksprautuprentari 2. Verðlaun m/forgj. Canon bleksprautuprentari 3. Verðlaun m/forgj. Canon lide 20 skanni. Betri lausnir NÝHERJI HF. BORGARTÚNI 37 - SÍMI 569 7700 - http.//www.nyherji.is Skráning í síma 565 9092 og www.golf.is/go ÞJÓÐVERJAR endurheimtu efsta sætið í 4. riðli Evrópumóts lands- liða í knattspyrnu með naumum sigri á útivelli gegn Færeyjum, 2:0. Miroslav Klose braut ísinn fyrir gestina með marki á 87. mínútu og Fredi Bobic bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar. Heima- menn héldu í við stjörnulið Þjóð- verja allt þar til hin gamalkunna þýska seigla gerði vart við sig á lokakafla leiksins – og er þetta ekki í fyrsta sinn sem þýska landsliðið gerir slíkt. Oliver Kahn, markvörður þýska landsliðsins fékk heilahristing í leiknum og fór hann af leikvelli. Þjóðverjar sóttu án afláts í leikn- um en náðu ekki að brjóta vörn heimamanna á bak aftur fyrr en Klose viðraði vörumerki sitt og skoraði með skalla eftir auka- spyrnu frá Oliver Neuville. Michael Ballack lék ekki með Þjóðverjum. Hann hitaði upp fyrir leikinn en fann fyrir meiðslum í kálfa og læknar liðsins ákváðu að hann yrði ekki með. Gríðarlegur áhugi var í Fær- eyjum og var setið á hverri þúfu umhverfis völlinn enda hafa Fær- eyingar komið skemmtilega á óvart í keppninni. Þýsk seigla í Færeyj- um Það gekk allt sem við lögðum viðstrákana fyrir leikinn. Við viss- um það að ef okkur tækist að setja eitt mark þá yrðu þeir pirraðir og óþol- inóðir og það gekk eftir. Það eina sem var spurning um var að nýta færin betur heldur en á móti Færeyjum og það gerðu strákarnir svo sannarlega. Ég taldi sjö til átta marktækifæri og við hefðum í raun getað unnið stærri sigur,“ sagði Logi við Morgunblaðið. Voruð þið sáttir við leik liðsins í fyrri hálfleik? ,,Við sögðum við strák- ana að leikur þeirra hefði batnað eftir því sem á hálfleikinn leið og við lögð- um mikla áherslu á að menn bættu við sig sem þeir og gerðu. Við rædd- um um það fyrir leikinn að við vildum gera leikinn eftirminnilegan fyrir tvo frábæra einstaklinga, Rúnar og Guðna, og áréttuðum við strákana að ekki yrði gaman fyrir þá að skilja eftir í minningunni leik sem við köstum hendinni til.“ Logi sagði að sigurinn hefði verið liðsheildarinnar og hann vildi ekki draga út einhverja leik- menn sem stóðu sig betur en aðrir. ,,Ég var afskaplega ánægður með hugarfarið í liðinu. Menn lögðu sig meira en 100% fram og ég get vel tek- ið undir það sem menn hafa rætt eftir leikinn að þetta sé einn besti leikur landsliðsins á útivelli frá upphafi. Við Ásgeir vorum alveg vissir um og sögðum drengjunum að ef íslenskt lið ætlar að geta eitthvað í fótbolta þá verðum við að spila með hjartanu. Um leið og við gleymum því þá erum við ekki nógu góðir. Liðsheildin hér í kvöld var hreint frábær og ég er mjög ánægður með framlag manna í leikn- um. Við erum komnir í annað sætið og ég held að strákarnir eigi skilið að vera í þeirri stöðu. Þeir hafa legið undir mikilli gagnrýni en þeir hafa sýnt hvað í þá er spunnið í þessum tveimur leikjum. Við skynjuðum það fyrir leikinn á móti Færeyingum að menn voru tilbúnir í þessi verkefni og það voru allir ákveðnir í að snúa gengi liðsins við. Við höfum passað okkur á því að vera jákvæðir í öllu sem við höfum gert og við báðum menn að vera jákvæðir á móti. Við erum ekki í þessu til að hafa hlutina leiðinlega heldur hafa gaman af þessu. Við vilj- um hafa ímynd landsliðsins jákvæða og nú verðum við bara að byggja ofan á þetta,“ sagði Logi. Hefur mikla þýðingu fyrir ís- lenska knattspyrnu ,,Ég á varla orð til að lýsa yfir frammistöðu liðsins. Þessi sigur var gífurlega þýðingarmikill fyrir ís- lenska knattspyrnu og ekki síður fyr- ir strákana í liðinu sem hafa þurft að þola mikla gagnrýni á ákveðnum tímabilum. Ég hreinlega bara man ekki eftir að hafa séð aðra eins frammistöðu hjá íslensku liði á úti- velli. Liðsheildin var frábær og bæði fyrir leik og í leiknum sjálfum var stemningin hreint mögnuð. Það hefur oft komið fyrir hjá íslenska landslið- inu að gera í sig eftir sigurleiki. Núna voru væntingarnar kannski ekkert miklar en strákarnir stóðu sig eins og hetjur og ég er æðislega stoltur af þeim og ekki síður af þjálfurunum,“ sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sem var í sjöunda himni. Megum ekki ofmetnast „Þetta var frábær sigur liðsheild- arinnar og við þurftum svo sannar- lega á stigunum að halda,“ sagði Árni Gautur Arason markvörður sem átti eins og margir í íslenska liðinu frá- bæran leik í Kaunas. „Baráttan var rosaleg allt frá fyrstu mínútu og menn voru staðráðnir í að vinna. Markið kom á góðum tíma í síðari hálfleik og við vissum að ef við mynd- um skora þá kæmi rót á leik Lithá- anna. Það var svo sem nóg að gera hjá mér á köflum en þetta gekk vel og ég er sérlega ánægður með að hafa hald- ið hreinu. Vörnin fyrir framan mig var frábær og nú er bara að halda áfram á sömu braut. Við megum ekki ofmetnast.“ Kominn tími á mark Hermann Hreiðarsson skoraði sitt þriðja mark fyrir íslenska landsliðið þegar hann batt endahnútinn á frá- bæran leik íslenska liðsins og skallaði í litháíska markið frábæra fyrirgjöf Eiðs Smára Guðjohnsens á lokamín- útunni. „Það var kominn tími á mig að skora. Sendingin hjá Eiði var frábær og það var ekki annað að gera en að skora. Sigurinn var frábær og ég held að við höfum lagt grunninn að honum í fyrri hálfleik. Við vörðumst vel og Litháarnir voru pirraðir þegar síðari hálfleikurinn hófst. Við skoruðum á góðum tíma og það mark virtist brjóta þá niður. Það er gaman að vera í þessu þegar vel gengur og nú er ljóst að við erum búnir að blanda okkur í toppbaráttuna. Ég held að liðið hafi loksins sýnt hversu það er megnugt og þegar allir eru að berjast og liðið að spila sem ein liðsheild þá getum við gert góða hluti,“ sagði Hermann. Ég var ánægður með hugarfarið ÞAÐ má vel segja að Logi Ólafsson, annar af þjálfurum íslenska landsliðsins, hafi fengið uppreisn æru eftir sigurinn sæta á Litháum í gær. Logi var þjálfari landsliðsins þegar þjóðirnar öttu kappi 1996 og 1997. Hann sá sína menn tapa í Litháen, 2:0, og gera 0:0 jafntefli á Laugardalsvellinum og eftir þann leik var honum sagt upp og Guðjón Þórðarson ráðinn í hans stað. Logi brosti því breitt þegar Morgunblaðið náði tali af honum í gærkvöld. Guðmundur Hilmarsson skrifar frá Kaunas AP Eiður Smári Guðjohnsen skoraði eitt marka Íslands gegn Litháen og lagði upp hin tvö. Hér reynir Ignas Dedura að ná knettinum af fyrirliðanum í Kaunas. AP Hermann Hreiðarsson var að venju áberandi í leik íslenska landsliðsins og á hér í höggi við Vadimas Petrenka frá Litháen. Hermann skoraði þriðja landsliðsmark sitt í Kaunas. Logi Ólafsson í sjöunda himni með sigurinn í Kaunas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.