Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 47
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 47 Hjólbarðahöllin • Smurhöllin Fellsmúla 24 Opna Hjólbarðahöllin Skráning og nánari upplýsingar eru í Golfskálanum, sími 486 4495 Hið sívinsæla KUMHO punktamót verður að Kiðjabergi í Grímsnesi laugardaginn 14. júní Ræst er út frá kl. 8.00—10.30 og 13.00—15.00. Glæsilegir vinningar fyrir 5 efstu sætin og sérstök verðlaun fyrir fyrsta sæti kvenna. Nándarverðlaun á 3 brautum og fyrir þann sem fer holu í höggi er 100.000 króna vöruúttekt. Við verðlaunaafhendingu verður dregið úr skorkortum 6 viðstaddra keppenda. Þátttökugjald er 3000 kr. Hámarksforgjöf karla 24 og kvenna 28.  ENGLENDINGAR áttu í vand- ræðum með lið Slóvakíu í knatt- spyrnu í gær er liðin áttust við á Riv- erside-vellinum þar sem enska liðið skoraði tvö mörk í síðari hálfleik eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.  Slóvakinn, Vladimir Janocko, skoraði beint úr aukaspyrnu langt utan af velli á 31. mínútu. Michael Owen, fyrirliði enska landsliðsins, jafnaði leikinn úr vítaspyrnu eftir að brotið var á honum á 60. mínútu og hann gerði 50. landsleik sinn eftir- minnilegan með því að skora sigur- markið á 73. mínútu þar sem hann skallaði knöttinn í netið af stuttu færi. Steven Gerrard félagið Owens hjá Liverpool átti sendinguna sem rataði beint á kollinn á Owen.  SLÓVAKAR geta nagað sig í handarbökin þar sem þeir fengu tvö mjög góð færi í fyrri hálfleik og hefðu með réttu getað verið 3:0 yfir í fyrri hálfleik. „Við hefðum með réttu átt að skora þrjú eða fjögur mörk í leiknum og ég er ánægður með hvernig liðið lék í lok leiktíðarinnar. Hins vegar hefðum við getað gert betur í fyrri hálfleik og leikið af meiri ákefð,“ sagði Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands.  TYRKIR unnu Makedóníu 3:2 á heimavelli og eru efstir í sjöunda riðli með 15 stig, Englendingar eru með 13 stig og Slóvakía er með 6 stig.  DANIR náðu að hrista af sér lið Lúxemborgar á útivelli, 2:0, í und- ankeppni EM í knattspyrnu í gær og eru Danir með þægilega stöðu með 13 stig í 2. riðli keppninnar. Claus Jensen og Thomas Gravesen skor- uðu mörk Dana.  Á SAMA TÍMA áttust við Norð- menn og Rúmenar á Ullevaal í Ósló og náðu heimamenn að jafna metin úr vítaspyrnu sem Ole Gunnar Sol- skjær skoraði úr. Ioan Ganea kom Rúmenum yfir á 64. mínútu en Sol- skjær jafnaði á 77. mínútu. Norð- menn eru í öðru sæti riðilsins með 11 stig en Rúmenar eru með 10 stig. Norskir fjölmiðlar segja að norska liðið hafi verið stálheppið að ná í stig þar sem vítaspyrnan hafi verið vafa- söm í meira lagi. FÓLK JULIAN Johnsson, færeyski landsliðsmaðurinn í knatt- spyrnu, sagði í samtali við færeyska dagblaðið Sosial- urin í gær að nú væri frá- gengið að hann kæmi til liðs við Skagamenn síðar í vik- unni. Hann átti eftir að ræða við félag sitt, B36, þegar hann kom til Færeyja eftir leikinn á Laugardalsvell- inum á laugardag en nú er komið grænt ljós þaðan. Julian verður til reynslu hjá ÍA til að byrja með en Skagamenn reikna með að semja við hann til lengri tíma í júlí ef hann stendur undir væntingum. Kristian á Neystabö, for- maður B36 í Færeyjum, sagði við Sosialurin að frétt- irnar af Íslandsferð Julians hefðu komið sér á óvart en ekki yrði reynt að fá annan leikmann í hans stað fyrst um sinn. B36 hefur byrjað illa í færeysku 1. deildinni og er í næstneðsta sæti sem stendur. Það var ansi gaman að fá svonaleik í kveðjugjöf og ekki síður gaman fyrir Rúnar sem var að spila sinn 100. leik. Fyrir mig per- sónulega hefur verið frábært að fá að koma aftur inn í þetta eftir langa fjarveru. Ég er ánægður, stoltur og glaður og ekki síður heppinn nú á vordögum, fyrst með Bolton og síðan landsliðinu. Leik- urinn var frábær af okkar hálfu. Einbeitingin til staðar allan tímann og menn virkilega tilbúnir að gefa sig í leikinn. Við vissum það að við gætum unnið Litháana og eftir því sem á leikinn leið þá spiluðum við betur. Mörkin voru glæsileg og vel að þeim staðið og það var frábært að taka þátt í þessum leik. Liðið sýndi hvað í því býr og nú verður það bara að taka næsta skref og halda áfram að bæta sig. Ég veit og hef skynjað að það býr meira í þessu liði en það hefur sýnt hingað til,“ sagði Guðni en íslensku lands- liðsmennirnir hvöttu hann í rútunni á leið frá vellinum að endurskoða hug sinn. Reuters Lárus Orri Sigurðsson lék mjög vel í vörninni. Hér á hann í höggi við Igoris Morinas. Það var frábært að koma inn í þetta aftur GUÐNI Bergsson gat varla óskað sér betri endi á knattspyrnuferl- inum, en hann var búinn að gefa það út fyrir leikinn í gær, sem var sá 80. í röðinni, að hann væri sá síðasti. Í fagnaðarlátum íslensku leikmannanna var Guðni hvattur til að hætta ekki en hann segist staðráðinn í að leggja skóna á hilluna. Julian kemur til ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.