Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 49
FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 49 Frá sér numin (Swept Away) Gamanmynd Bandaríkin 2002. Skífan VHS/DVD. Öll- um leyfð. (91 mín.) Leikstjórn Guy Ritc- hie. Aðalhlutverk Madonna, Adriano Gi- annini. STUNDUM fær maður ekki skilið hvernig menn fara að því að gera eins alvondar myndir og Frá sér numin er. Því síður get ég skilið hvers vegna í ósköpunum eins vel gefnir kvik- myndagerðarmenn og Guy Ritchie geta fengið sig til að senda annað eins frá sér, leggja nafn sitt við slíkan óskapnað. Já, það er rétt sem erlendir gagn- rýnendur – og áhorfendur – lýstu yfir í fyrra, Frá sér numin er allra versta mynd sem rataði í kvikmynda- hús það árið og reyndar er vel hægt að dunda sér (lengi, lengi) við að leita lengra aftur í tím- ann að verri mynd – og er mér til efs að hún finnist. Ef leikkonan Madonna fer nú ekki að hugsa sinn gang eftir þessa frammi- stöðu þá er hún blindari á eigin veik- leika en ég hélt. Aumingja maðurinn hennar hann Ritchie að þurfa að horfa upp á þetta! Og það að hann virðist ekki hafa getað leiðbeint henni betur segir manni meira en flest annað um eðli þessa sambands. Og hvar grófu þau upp þennan vitavonlausa Ítala? Og handritið. Þvílík smekkleysa. Svona úrkynjaðar og gamaldags hug- myndir um samskipti kynjanna hefur maður bara ekki nokkru sinni upp- lifað. Þetta er bara í tveimur orðum sagt frámunalega lélegt, svo lélegt að þið verðið eiginlega að upplifa það sjálf. O Skarphéðinn Guðmundsson Frámunalega lélegt Einkaritarinn (The Secretary) Drama Bandaríkin 2002. Bergvík VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. (110 mín.) Leik- stjórn: Steven Shainberg. Aðalhlutverk: James Spader, Maggie Gyllenhall. JAFNAN þegar sadó/masókismi kemur við sögu opinberlega er látið í veðri vaka að kenndir þær séu sprottnar af argasta pervertisma eða séu bara eitthvert léttúðugt grín. Í Einkaritaranum er á hinn bóginn dregin upp önnur og öllu trúverðugri mynd af þessum „forboðnu“ hvötum. Í Einkaritaranum er þeim lýst hisp- urs- og fordóma- laust, eins og ekk- ert sé eðlilegra. Og hví ekki, hver getur fullyrt hvað er eðli- legt og hvað óeðli- legt? Ung hlédræg stúlka hefur átt við geðræn vandamál að stríða. Sárþjáð í sálinni sefar hún þjáninguna með því að meiða sjálfa sig, valda sér sárauka sem hún hefur fullt vald yfir. Þegar hún fær starf sem einkaritari viðlíka innhverfs lög- fræðings kemst hún að því að þau eiga þessa sársaukaþrá sameigin- lega. Fara þau þá að þreifa sig áfram, reyna frekar á kenndir sínar, kanna þanþol sitt, ást sína og hatur hvort á öðru og á sjálfu sér. Einkar frumlegt og fumlaust við- fangsefni framsett af virðingu og næmi, aldrei tilgerðarlegt, meira að segja fyndið á köflum en þó aldrei á kostnað hinna „kynlegu“ kennda.  Myndbönd Sársaukans sálarró GOSPELTÓNAR munu fylla Hvítasunnukirkjuna Fíladelfíu í kvöld þegar þar verða haldnir stórtónleikar Gospelkórs Reykja- víkur til styrktar ABC hjálp- arstarfi. Kórinn er skipaður 25 með- limum sem syngja undir stjórn Óskars Einarssonar. Undir spilar 8 manna hljómsveit skipuð þeim Jóhanni Ásmundssyni, Eyþóri Gunnarssyni, Halldóri G. Hauks- syni, Agnari Má Magnússyni, Óm- ari Guðjónssyni, Sigurði Flosasyni, Óskari Guðjónssyni og Kjartani Hákonarsyni. Fríður flokkur einsöngvara ljær tónleikunum hæfileika sína en þar má nefna Fannýju K. Tryggva- dóttur, Edgar Smára Atlason, Guðrúnu Gunnarsdóttur, Maríönnu Másdóttur og síðast en ekki síst Pál Rósinkranz. Írís Lind Veru- dóttir, ein kórmeðlima, segir að flutt verði alls þrettán lög: „Þetta eru nátt- úrulega allt gosp- ellög, ekki valin með sérstöku þema heldur bara lög sem okkur þykja flott.“ Gospelkór Reykjavíkur var settur saman af Óskari Einarssyni í tilefni af Kristnitökuhátíðinni og hefur ver- ið starfræktur síðan þá. „Þetta er þverkirkjulegur kór sem Óskar valdi í fólk sem hann hafði heyrt til. Hann spurði hvort fólk vildi taka þátt í Kristnitöku- hátíðinni en svo var þetta svo gaman að kórinn hélt áfram að starfa eftir það,“ segir Íris og bætir við: „Þetta er svo æðislegt!“ Allur ágóði af tónleikunum rennur til ABC hjálparstarfs en það er samkirkjulegt hjálparstarf sem hefur meðal annars að mark- miði að gefa börnum kost á skóla- göngu og veita þeim húsaskjól. Forsala er í húsakynnum Fíla- delfíu og á vefnum hljomar.is. Tónleikar Gospelkórs Reykjavíkur eru í Hvítasunnukirkjunni Fíladelf- íu, Hátúni 2, í kvöld fimmtudaginn 12. júní, og hefjast kl. 20. Gospelsöngur fyrir gott málefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.