Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 2
2 B FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NFRÉTTIR      .  .  /0 /. // / /                   ! $.%   1  . 2, 2, 0, 0, "        1 1        .    #$  . . . / %&& '(  )*$+  TAP Línu.Nets á síðasta ári nam 157 milljónum króna en tapið var 172 milljónir króna árið 2001. Rekstrartekjur fyrirtækisins voru 300 milljónir króna í fyrra en 510 milljónir króna árið 2001 og drógust því saman um 41%. Rekstrargjöld drógust minna saman, um 21%, og lækkuðu úr 426 milljónum króna í 337 milljónir króna. Afskriftir jukust um 51%, fóru úr 131 milljón króna í 199 milljónir króna og rekstrartap fyrir fjármagnsliði hækkaði því úr 47 milljónum króna í 236 milljónir króna. Fjármagnsliðir voru jákvæðir um 52 milljónir króna í fyrra, en höfðu verið neikvæðir um 151 milljón króna árið 2001, sem þýðir að fjármagnsliðir bötnuðu um 203 milljónir króna. Tekjuskattsfærsla var jákvæð bæði árin, um 27 milljónir króna í fyrra og um 26 milljónir króna árið 2001. Eignir minnkuðu um 71% Eignir Línu.Nets drógust saman um 1,9 milljarða króna á síðasta ári, úr 2.659 milljónum króna í 759 milljónir króna um síðustu áramót, eða um 71%. Ástæðan er fyrst og fremst sú að Lína.Net seldi Orkuveitu Reykja- víkur, sem á 68% í Línu.Neti, ljósleið- aranet sitt fyrir 1,7 milljarða króna í október á síðasta ári. Skuldir fyrirtækisins drógust sam- an um rúmar 1.350 milljónir króna og námu 244 milljónum króna um síð- ustu áramót og eigið fé dróst saman um ríflega helming og nam 515 millj- ónum króna um áramótin. Eiginfjár- hlutfallið hækkaði úr 40% í 68%. Veltufé frá rekstri var neikvætt um 102 milljónir króna á síðasta ári, en var neikvætt um 300 milljónir króna árið 2001. Handbært fé frá rekstri var neikvætt um 176 milljónir króna í fyrra, en var neikvætt um 200 millj- ónir króna árið 2001. Lína.Net tapaði 157 milljónum Afskriftir jukust um 51% en eignir drógust saman um 71% 3 . 3 .   !""   #"$ / $0 $. $/ $ $ 4 5 $5 6, 7, 7,/01 4 5 $5 6,2 7,21 7,$21             LÍKLEGT verður að telja að Ís- lendingar yrðu, nauðugir viljugir, að ganga í Evrópusambandið ef Norðmenn ganga til liðs við ESB. Þessu er haldið fram í sérstakri úttekt breska vikuritsins The Economist á stöðu Norður- landanna, sem kynnt var í gær, en úttektin mun birtast sem hluti af nýjasta tölublaði The Economist á morgun, 13. júní. Hefur tímaritið m.a. eftir Terje Osmundsen, norskum sérfræðingi, að hann telji líklegt að Norðmenn verði komnir í Evrópusambandið árið 2010. Í greininni segir að ef sú verður raunin sé ólíklegt að Íslendingar muni standa einir á báti fyrir utan sambandið þegar til lengri tíma er litið, og er bent á að Ísland eigi um 70% utanríkisviðskipta sinna við lönd ESB. Í úttektinni er því haldið fram að Norðurlandabúar þurfi nú að kljást við að samræma þjóðarsam- sömun sína við ESB og alls staðar óttist menn að þjóðirnar missi stjórn á eigin málum og glati full- veldi sínu. Norðurlöndin þokist engu að síður í átt til aukinnar samþættingar við Evrópusam- bandið. Þar segir einnig að sam- sömun norrænna þjóða sé að breytast og að þessi þróun sé sú mikilsverðasta um áratuga skeið. Hin norræna samsömun glími við þríþættan vanda, Evrópumálin, að- flutning fólks og álag á opinbera velferðarkerfið. Greinarhöfundur veltir þeirri spurningu fyrir sér hvort Norð- urlandaþjóðunum muni auðnast að viðhalda velferðarkerfinu, en til- vist þess sé ógnað. Þjóðirnar séu stöðugt að eldast, fjarvistir vegna veikinda séu miklar og andstaða fari vaxandi gegn háum sköttum. Bent er á að efnahagsástandið í öllum löndunum sé gott um þessar mundir og þjóðarauðnum sé hvergi jafnar skipt en í norrænu ríkj- unum. Íslendingar og Norðmenn standi best að vígi. Ísland njóti góðs af sjávarútveginum, nýti orkulindir sínar til orkufrekrar stóriðju og ferðamönnum fjölgi stöðugt. Innflytjendum fjölgar ört á öll- um Norðurlöndunum og segir í út- tektinni að áframhaldandi velmeg- un og pólitískur stöðugleiki svæðisins byggist á því hve vel gangi að laga nýju borgarana að samfélögunum. Líklegt að Ísland færi í kjölfar Norðmanna í ESB Velferðar- og efnahagsmál ofarlega á baugi í úttekt tímaritsins Economist á Norðurlöndunum Morgunblaðið/Alfons Finnsson Economist segir efnahagsástandið gott á Íslandi, það njóti góðs af sjávarútveg- inum, nýti orkulindir sínar til orkufrekrar stóriðju og ferðamönnum fjölgi stöðugt. RAFMAGNSLÍNA ehf., sem er að fullu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, tapaði á síðasta ári 10 milljónum króna. Starfsemi fyrirtækisins felst í því að bjóða tengingu við Netið í gegnum rafmagns- innstungur. Rekstrartekjur voru 13 milljónir króna á síðasta ári, en fyrirtækið, sem var stofnað í ágúst 2001, hafði engar tekjur og lítinn kostnað það ár. Afskriftir námu 18 milljónum króna í fyrra og rekstrar- gjöld námu alls 29 milljónum króna. Rekstrartap var því 16 milljónir króna. Fjármunaliðir voru jákvæðir um 5 millj- ónir króna. Eignir Rafmagnslínu jukust úr 191 milljón króna í árslok 2001 í 255 milljónir króna um síðustu ára- mót. Eigið fé dróst saman um tæpar níu milljónir króna og nam 73 milljónum króna um síðustu ára- mót. Skuldir jukust um 73 milljónir króna á síðasta ári og námu 181 milljón króna í árslok. Eiginfjár- hlutfall lækkaði úr 43% í 29% milli ára. Reksturinn í jafnvægi árið 2004 Að sögn Þorleifs Finnssonar, framkvæmdastjóra Rafmagnslínu, hófst sala á þjónustu fyrirtækisins snemma á síðasta ári og um 700 viðskiptavinir eru nú tengdir við kerfi þess. Hann segir að tækniþróun á þessu sviði sé hröð og fyrirtækið muni fylgjast með henni. Rafmagnslína sé komin af tilraunastig- inu og markaðssókn gangi nú eins og gert hafi verið ráð fyrir. Um 30.000 heimili eigi þess kost að tengj- ast Netinu í gegnum kerfi Rafmagnslínu og áætl- anir geri ráð fyrir að um tíundi hluti þess fjölda muni tengjast kerfinu í ár og á næsta ári. Sam- kvæmt áætlunum verði tap af rekstri fyrirtækisins í ár, en á næsta ári sé gert ráð fyrir að reksturinn verði í jafnvægi. Rafmagnslína tapar 10 millj- ónum króna Rafmagnslína ehf. er að fullu í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Á VORFUNDI fjármálaráðherra Norður- landanna, sem haldinn var í gær, kom fram að hagvöxtur í löndunum í heild hafi í fyrra verið 1,6%. Þetta sé heldur meiri hagvöxtur en árið 2001 en minna en almennt hefur verið á seinni ár- um. Í fréttatilkynningu fjármálaráðuneytisins kemur fram að reiknað sé með því að nokkuð dragi úr hagvexti Norðurlandanna í heild sinni á þessu ári, en þó er reiknað með að hann vaxi bæði hér á landi og í Finnlandi. Gert er ráð fyrir að hagvöxtur taki ríflegan kipp upp á við á næsta ári. Þá er gert ráð fyrir að verðbólga minnki á næsta ári, nema hér á landi og í Svíþjóð og að at- vinnuleysi minnki alls staðar nema í Noregi. Atvinnuleysi á Norðurlöndunum í heild var 5,2% á síðasta ári og var hlutfallið hæst í Finn- landi, 9,1%. Reiknað er með að atvinnuleysi hækki milli ára á öllum löndunum nema Íslandi og verði 5,7% á þessu ári á Norðurlöndunum í heild. Spá auknum hagvexti hér SJÓNVARPSKOKKURINN vinsæli Jamie Oliver, mun verða andlit bresku verslanakeðj- unnar Sainsburýs í eitt ár til viðbótar, en keðj- an og Oliver hafa skrifað undir samning þess efnis að Oliver verði í aðalhlutverki í öllum auglýsingum og kynningarefni keðjunnar næsta árið. Kokkurinn hefur nýlega endurheimt fyrri vinsældir sínar í kjölfar sýningar heimildar- myndar um hóp atvinnulausra unglinga sem Oliver þjálfaði til starfa á nýjum veitingastað sínum, 15. Oliver mun nú taka meiri þátt en áð- ur í vöruþróun fyrir Sainsburýs, að því er fram kemur í frétt Times Online. Stórmarkaðskeðjan sagði að Oliver myndi vinna náið með kaupendum og líkur væru á að boðið yrði upp á fleiri vörur með vörumerkinu Jamie Oliver á næstu misserum. 50.000 sveppasmjörskrukkur Jamie Oliver hefur verið aðalmaðurinn í sjón- varpsauglýsingum Sainsurýs sl. þrjú ár og raddir höfðu heyrst um að hann væri kannski ekki lengur rétti maðurinn í starfið, enda hefði markaðshlutdeild keðjunnar minnkað. Sainsburýs segir hins vegar að það að hafa Oliver innanborðs hafi bein áhrif á sölu í versl- ununum. Til dæmis hafi meira en 50.000 krukk- ur af sveppasmjöri selst fyrir síðustu jól eftir að kokkurinn mælti með að smjörinu yrði smurt undir jólakalkúninn. Ennfremur sagði keðjan að Oliver ýtti undir viðskiptavinatryggð og hjálpaði til við að tengja stórmarkaðinn í hugum fólks við hágæðamatvöru. Sagt er að Sainsburýs greiði Oliver að minnnsta kosti 60 milljónir króna á ári fyrir viðvikið, en auglýsingastjórar fyrirtækisins telja að Oliver hafi stuðlað að eins milljarðs punda söluaukningu á síðasta ári og 200 milljón punda auknum hagnaði, eða sem svarar til rúmra 24 milljarða króna. Sjónvarpskokkurinn Jamie Oliver hefur hjálpað Sa- insbury’s að fá einn milljarð punda í auknar tekjur. Jamie Oliver áfram andlit Sainsbury’s

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.