Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 6
6 B FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF  Gert er ráð fyrir því að fjöldi Rússa sem ferðast til útlanda aukist um 4% á ári. Ef útlendingar gera framvirka samninga samhliða skuldabréfakaupum þá hafa þau ekki áhrif á gengi krónunnar Rússneskum ferðamönnum fjölg- ar og skuldabréf heilla útlendinga H IÐ alíslenska Air Atlanta Icelandic er stærsta flugfélag heims á sínu sviði. Segja má að félagið sé heildsali á flugmark- aði því það selur þjón- ustu til annarra flug- félaga en ekki beint til farþega. Atlanta stofnaði nýverið dótturfélag í Bretlandi og í kjölfarið get- ur félagið flogið á öllum leiðum sem breskir loft- ferðasamningar heimila, en þeir eru mun víðari en íslenskir. Hafþór Hafsteinsson tók við stöðu forstjóra félagsins haustið 2001 en síðan þá hafa miklar breytingar orðið á rekstri flugfélaga í heiminum. Hafþór telur útlit fyrir að flugrekst- urinn geti litið bjartari daga á næsta ári. Hann telur ómögulegt að reyna að vera bæði lággjalda- flugfélag og eitthvað annað og segir skýra stefnu nauðsynlega fyrir flugfélög. Flugfélögum fækkar áfram „Í þessu nýja umhverfi, sem við erum í nú, þá eru menn að reyna að draga úr kostnaði eins og hægt er. Lággjaldaflugfélög eins og Ryanair eru að stækka, ná stærri markaði, en þetta er meira byggt á því að sætaverð fer lækkandi og sæta- nýting eykst. Einhvers staðar stoppar þetta. Ryanair gerir nú ráð fyrir minni hagnaði af því að sætaverð fer lækkandi. Það gengur mjög erf- iðlega hjá gamalgrónum félögum að fara út í að verða lággjaldafélög. Við eigum því eftir að sjá fækkun flugfélaga áfram. Það er að gerast á hverjum degi, sérstaklega hjá rótgrónari flug- félögum sem eiga erfiðara með að ná niður kostnaði. Félögin verða að hafa mjög skýra stefnu hvort þau ætla að vera lággjaldaflugfélag eða eitthvað annað. Það gengur aldrei upp að vera blanda af hvoru tveggja,“ segir Hafþór. Framtíð í flugrekstri hefur verið mikið rædd undanfarin misseri og Hafþór telur töluverðar breytingar framundan. „Varðandi þessa kreppu þá er deilt um það hvort botninum sé náð. Ég hef trú á því að við sjáum sveifluna fara upp á árinu 2004, að því gefnu að það verði ekki frekari hryðjuverk og áframhald á útbreiðslu bráða- lungnabólgu úti í heimi á næstu mánuðum.“ Hafþór segir mörg flugfélög standa illa þessa stundina. „Við hjá Atlanta erum ekkert að horfa mjög mikið á ófarir annarra í þessu. Við horfum fram á veginn og gerum það sem okkur þykir skynsamlegt og rétt og hentar okkur. Látum ekki mikið stýrast af því sem aðrir eru að gera og segja þessa dagana. Sem dæmi má nefna að eftir 11. september fóru allir að skera niður. Það gerð- um við að sjálfsögðu líka en á sama tíma fórum við þá leið að efla sölu- og markaðsdeildina og bjóða upp á fleiri valkosti. Það hefur gert okkur kleift að halda þeirri markaðshlutdeild sem við höfðum fyrir og bæta við viðskiptavinum.“ Árstíðabundinn starfsmannafjöldi Í kjölfar breytinga og mikils samdráttar í flug- heiminum er eðlilegt að spurt sé hvort starfs- öryggi í faginu sé fyrir bí. „Starfsöryggi í þessari stétt hefur breyst verulega á skömmum tíma. Hundruð þúsunda hafa misst vinnuna í þessum geira. Starfsöryggi er minna en nokkru sinni áð- ur. Í raun er engin breyting á þessu hjá okkur vegna þess að við höfum alltaf haft þennan sveigjanleika. Breytingin er meiri hjá ríkisflug- félögum og einkareknum áætlunarflugfélögum. Áður var það þannig að þeir sem voru ráðnir hjá þessum gamalgrónu félögum voru í raun ævi- ráðnir. Núna eru sveiflurnar meiri milli árstíða og þessi félög eru að ráða starfsfólk tímabundið, t.d. sumarfólk í störf flugmanna og flugfreyja. Það var minna um það áður.“ Hjá Atlanta á Íslandi starfa um 130 manns. Alls eru starfsmenn félagsins um 600 á tólf starfsstöðvum í átta löndum. Þegar mest er að gera fer fjöldi starfsfólks upp í 1.100 manns. „Við erum alltaf með ákveðinn grunnmann- skap allan ársins hring. Síðan koma ákveðnir álagspunktar eins og pílagrímaflugið. Þá ráðum við fólk tímabundið í nokkra mánuði. Í pílagríma- fluginu erum við mikið með flugfreyjur frá Mal- asíu og Indónesíu og það er mannskapur sem kemur alltaf aftur og aftur. Það er búið að fara í gegnum okkar þjálfun og fer því í endurþjálfun fyrir hvert verkefni. Síðan er þetta fólk að vinna önnur störf þess á milli, eða kannski hefur enga vinnu. Auk þess ráðum við flugmenn sem eru með mikla reynslu en eru komnir á eftirlaun hjá stóru félögunum eins og til dæmis British Air- ways. Þar fara menn á eftirlaun 55 ára en mega fljúga í nokkur ár eftir það. Þessi vinna hentar þeim mjög vel. Allur okkar mannskapur fer í endurþjálfun á hverju ári, flugmenn tvisvar á ári.“ Að sögn Hafþórs gilda strangar verklags- reglur í fluginu, sem bæði eru settar af flugmála- yfirvöldum og flugfélögunum sjálfum. „Kröf- urnar hafa aukist gífurlega undanfarin ár. Auðvitað kostar þetta allt mikla peninga en fólk er að fá miklu meiri og betri þjálfun heldur en áð- ur.“ Rekstur Atlanta byggist fyrst og fremst á Horfir Hafþór Hafsteinsson settist í stól forstjóra Air Atlanta hinn 1. september 2001. Stuttu síðar breyttist landslag í flugheiminum til frambúðar. Hafþór sagði Eyrúnu Magnúsdóttur frá breytingum hjá Atlanta og framtíðinni í flugi. Starfsöryggi hefur aldrei verið minna í flugrekstri. Forstj Hann telur þó að fleiri flugfélög verði gjaldþrota á næstu 82$ 82/ 82 82. 82% 820 822 8 %   ,--./011. % . / $  9  +   A A  + 9++* +>+   +  #      +  >> @+ 9     9> + >  +    + *>   > > + *> +   >   ? >$  @ > „RÚSSARNIR koma, Rússarnir koma,“ hrópuðu hræddir Kanar í kvikmynd, sem bar sama nafn, frá sjöunda áratug síðustu aldar. Í þessari gamanmynd leikstjórans Normans Jewisons, sem meðal annars leik- stýrði kvikmyndunum um Fiðlarann á þak- inu, Jesú Krist Súperstjörnu, All the Presidents Men og fleiri, var óspart gert grín að kalda stríðinu. Í myndinni strandaði rússneskur kafbátur við austurströnd Bandaríkjanna og olli það taugaveiklun á háu stigi, svo ekki sé fastar að orði kveðið, sérstaklega meðal íbúa þess litla sjávar- pláss sem næst var strandstað kafbátsins. Nú er öldin önnur og ekkert kalt stríð. Hins vegar virðist sem Rússarnir séu í alvörunni að koma. Á rússneska ferðavefnum Russian Travel Monitor, RTM, var nýlega sagt frá því að gert sé ráð fyrir því að rússneskir ferða- langar muni verða töluvert meira áberandi víða um heim á komandi árum. Tölur um fjölda ferðamanna sem ferðuðust frá Rúss- landi til útlanda á síðasta ári liggi ekki fyrir, en gert sé ráð fyrir töluvert meiri fjölda en þeim tæplega 18 milljónum sem ferðuðust til útlanda á árinu 2001. Þá segir að OECD áætli að hagvöxtur í Rússlandi muni aukast umtalsvert á næstu árum og einkaneysla þar með, sem muni hafa góð áhrif fyrir ferðaþjónustu víða um heim. Spá um aukin ferðalög Rússa kemur einnig heim og saman við upplýsingar sem fram koma í nýlegri grein í bandaríska vikuritinu Newsweek. Þar var fyrir nokkru mikil umfjöllun um breyttar venjur ferða- langa í heiminum á komandi árum, sem raktar eru til þeirra hörmunga sem dunið hafa yfir heimsbyggðina að undanförnu, að- allega hryðjuverk, stríð og lungnabólgu- faraldur. Fram kemur í greininni að Al- þjóða ferðamálastofnunin, World Tourism Organization, geri ráð fyrir að árleg fjölgun ferðamanna frá Rússlandi til útlanda verði í kringum 4% a.m.k. til ársins 2020. RTM segir að auk þess sem gert sé ráð fyrir að veruleg fjölgun verði á utanlands- ferðum Rússa á komandi árum þá eyði þeir umtalsvert meira í ferðum sínum en gengur og gerist meðal annarra ferðalanga. Til að mynda hafi kannanir leitt í ljós að Rússar eyði að meðaltali um tvöfalt hærri fjárhæð- um í Finnlandi í ferðum sínum þangað en Evrópubúar gera að meðaltali. Upplýsingar um eyðslu Rússa í öðrum löndum liggja ekki fyrir en RTM telur ljóst hvernig lands- lagið liggur í þeim efnum. Þeir eyði vel. Rússar séu því eftirsóknarverðir gestir í augum ferðaþjónustuaðila. Samkvæmt RTM er Rússland einnig að sækja á sem áfangastaður ferðamanna. Segir á ferðavef RTM að Alþjóða ferða- málastofnunin spái því að árið 2020 verði Rússland í fimmta sæti í Evrópu yfir fjölda ferðamanna sem heimsækja landið, á eftir Frakklandi, Spáni, Bretlandi og Ítalíu. Samkvæmt greininni í RTM eru Rússar því ekki einungis að boða komu sína heldur reikna þeir jafnframt með auknum gesta- komum til landsins. ll FERÐAMÁL Grétar J. Guðmundsson Rússarnir koma, Rússarnir koma gretar@mbl.is ◆ KAUP útlendinga á íslenskum ríkis- skuldabréfum hafa farið mjög vaxandi að undanförnu, eins og margoft hefur komið fram í Morgunblaðinu. Erlendir fjárfestar kaupa ríkisskuldabréf vegna hárra raun- vaxta hér á landi. Þá vaknar spurningin, hvort þetta aukna flæði fjármagns að utan hafi ekki áhrif á gengi krónunnar. Maður skyldi ætla, að hér væri um auka spurn eftir krónum til að kaupa íslensk skuldabréf að ræða og því hækki þær í verði miðað við aðra gjald- miðla. Svo þarf þó ekki endilega að vera. Ef útlendingar gera framvirka samninga, samhliða kaupum á íslenskum skuldabréf- um, til að verja sig gegn gengisáhættu, hafa viðskiptin ekki áhrif á gengi íslensku krón- unnar. Þeir gera þá framvirkan samning um að selja krónur á ákveðnu gengi, um leið og þeir kaupa krónur í þeim tilgangi að nota þær til að kaupa íslensk ríkisskulda- bréf. Engin gjaldeyrisviðskipti eiga sér stað. Ef útlendingar hafa hins vegar verið að kaupa íslensk ríkisskuldabréf án þess að verja sig með framvirkum samningum hafa þau viðskipti að öllum líkindum styrkt gengi krónunnar. Sérfræðingar á markaði telja að erlendir aðilar geri framvirka gjaldeyrissamninga fyrir um 50% af upp- hæð keyptra skuldabréfa, en álíti að verð- trygging ríkisskuldabréfanna verndi þá gegn þeirri áhættu sem eftir standi. Um áhrif þessara viðskipta á gengi krón- unnar er erfitt að segja. Ljóst er, að ef út- lendingar ákvæðu einn góðan veðurdag að selja íslensk ríkisskuldabréf í stórum stíl hefði það þau áhrif að ávöxtunarkrafa á hérlendum markaði myndi hækka. Ef þeir hefðu í þokkabót ekki gert framvirka gjald- eyrissamninga myndi það hafa áhrif til lækkunar á gengi íslensku krónunnar. Það væri vegna þess að án framvirkra samninga þyrftu þeir ekki að loka slíkum samningum á sama tíma og þeir seldu ís- lenska gjaldeyrinn. Þar af leiðandi skap- aðist engin hreyfing á móti sölu skuldabréf- anna fyrir erlenda mynt. Skuldabréfakaup og áhrif á gengi ll SKULDABRÉF Ívar Páll Jónsson ivarpall@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.