Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 7
þjónustu við önnur flugfélög. Félagið á flugvélar og tekur á rekstrarleigu eftir þörfum. Vélarnar eru svo leigðar út til annarra flugfélaga, ýmist með áhöfn og allri þjónustu eða aðeins hluta. Að sögn Hafþórs fer reksturinn því vel saman við þær áherslur sem nú eru ríkjandi í flugrekstri, að lækka kostnað. „Ástæðan fyrir því að önnur flugfélög þurfa á okkur að halda er að það minnkar kostnað hjá þeim. Flugfélög þurfa oft að skoða nýjar leiðir og í stað þess að fara strax út í dýrar og áhættusamar fjárfestingar þá er hagkvæmara að fá okkur inn í styttri tíma, til dæmis 3–6 mánuði til að mæta tímabundinni þörf.“ Atlanta hefur undanfarin ár unnið fyrir Virg- in-flugfélagið breska. „Virgin hefur verið að skera niður en hefur engu að síður verið að prófa nýjar leiðir eins og að fljúga á milli Lundúna og Lagos sem þeir höfðu ekki áður gert. Áður en þeir fara út í fjárfestinguna láta þeir okkur fljúga þessa leið í nokkra mánuði. Ef það gengur vel þá taka þeir hana yfir sjálfir og leggja í fjárfesting- una. Ef þessi leið gengur ekki þá draga þeir sig út.“ Hafþór segir Atlanta vera stærsta flufélag sinnar tegundar í heiminum. Ekkert annað flug- félag er jafnumsvifamikið í leigu á breiðþotum. Annars vegar leigir Atlanta út flugvélar án þjón- ustu, í svokallaðri þurrleigu, og hins vegar flug- vélar með áhöfn, viðhaldi og tryggingum en slíkt er kallað blautleiga. „Við höfum þurft að hugsa viðskiptalíkan okkar upp á nýtt og finna nýjar leiðir til að láta reksturinn ganga upp. Hluti af því er að blanda saman valkostum. Kúnninn okkar, flugfélag eða ferðaskrifstofa, þarf flugvél í ákveðinn tíma til að fljúga á ákveðnum leiðum. Ef þetta er flugfélag þá vill það að vill föllum algerlega inn í rekstur þess. Farþeginn á ekki að sjá neinn mun á því hvort hann er að fljúga með Air Atlanta eða Virgin. Þegar við fljúgum fyrir ferðaskrifstofu þá erum við með okkar vélar, í okkar litum og áhöfn er merkt Atlanta. Ef við eigum ekki þá flugvél sem til þarf í verkefnið þá leigjum við flugvél sem hentar.“ Nauðsynlegt að taka til í flugrekstri Hafþór segir Atlanta jafnan leigja vélar fyrir ein- stök verkefni í jafnlangan tíma og verkefnið stendur. Þannig sé hægt að forðast að vera með flugvélar á leigu eða kaupleigu sem ekki séu not fyrir. „Okkur hefur tekist mjög vel að halda þessu í jafnvægi. Þetta er stór þáttur í okkar sveigjanleika að blanda saman því að eiga flug- vélar og leigja flugvélar á sveigjanlegum kjörum. Þannig höfum við þann möguleika að draga sam- an seglin eða stækka eftir þörfum. Þetta er það sem bjargaði okkur til dæmis 11. september. Við gátum skorið niður nánast á einni nóttu og forð- ast tap.“ Hafþór telur að hryðjuverkin hafi kennt mönnum ákveðna lexíu. „Það þurfti ákveðna hreinsun í þessum geira. Vandamálin voru byrj- uð fyrir 11. september. Það sem gerðist þá var að menn voru reknir út í að gera það sem hefði þurft að gera miklu fyrr. Mörg stærri flugfélög voru þegar komin í verulegan vanda þegar þetta reið yfir. Segja má að hryðjuverkin hafi gefið mönnum spark í rassinn og hvatt þá til að taka til í sínum rekstri. Einingakostnaður í flugrekstri var einfaldlega allt of hár og verð á flug- farseðlum var hátt að sama skapi. Lægri fargjöld gera fleirum kleift að ferðast og fluggeirinn verð- ur að laga sig að þessu til frambúðar með því að lækka kostnað.“ Ungir stjórnendur og aukin umsvif Höfuðstöðvar Atlanta hafa alla tíð verið í Mos- fellsbæ, eða frá árinu 1986 þegar félagið var sett á laggirnar. Snemma í júnímánuði tilkynnti fé- lagið að það hygðist flytja meirihluta starfsem- innar að Höfðabakka í Reykjavík. Tæknideild fé- lagsins með 52 starfsmenn verður áfram í Mosfells- bænum. „Við viljum reyna að koma sem mestu af starfseminni undir eitt þak. Nú erum við í þremur hús- um hér í Mosfellsbæ og það hefur lengi verið ansi þröngt um okkur.“ Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í yfirstjórn fyr- irtækisins á undanförnum misserum. „Fram- kvæmdastjórnin er ung að árum og full af krafti. Yf- irbyggingin hjá okkur mið- að við fjölda flugvéla er töluvert minni en gengur og gerist þannig að það er gríðarlegt álag á starfsfólkið. Án okkar góða starfsfólks sem við höfum hefðum við ekki getað vaxið svona hratt.“ Velta félagsins jókst um 15% milli áranna 2000 og 2001 og um 6% milli 2001 og 2002. Miðað við áætlanir ætti veltan að aukast um 14% milli ár- anna 2002 og 2003. Tækifæri á Bretlandsmarkaði Að sögn Hafþórs er stefnt að því að efla starf- semi félagsins út frá Bretlandi í gegnum nýtt dótturfélag, Air Atlanta Europe. „Nýja dótt- urfélagið opnar okkur leið inn á nýja markaði sem við höfðum ekki aðgang að áður, eins og flug frá Bretlandi til Bandaríkjanna og flug frá Bret- landi til landa utan Evrópusambandsins. Með dótturfélaginu getum við sinnt Bretlandsmark- aði betur og komist inn á fleiri markaðssvæði.“ Evrópusambandið og Bandaríkin eiga í við- ræðum um opnun á lofthelgi milli aðildarríkja ESB og Bandaríkjanna. „Móðurfélag Atlanta sem íslenskur flugrekandi gæti ekki nýtt sér þetta vegna þess að EES-löndin eru ekki aðilar að þessu samkomulagi. Með dótturfélaginu í Bretlandi getum við hins vegar tekið þátt í þessu,“ segir Hafþór. Hann segir aukin tækifæri bjóðast með dótt- urfélaginu í Bretlandi. „Ísland er með mjög fáa loftferðasamninga miðað við önnur lönd, þó svo að mikið átak hafi verið gert í þessum málum á síðasta ári og gengið frá nýjum loftferðasamn- ingum við ríki í Asíu. Ísland er til dæmis ekki með loftferðasamning við Japan. Bretland er hins vegar með samning við Japan og dótt- urfélagið okkar í Bretlandi má því fljúga til Jap- ans. Við höfum verið að sækja meira inn á ný mark- aðssvæði. Það má kalla þetta hnattvæðingu. Hluti af því eru dótturfyrirtæki okkar eins og Aviaservices í Bretlandi sem sér um hluta af við- haldi fyrir móðurfélagið og fyrir önnur flug- félög,“ segir Hafþór. Fjögur félög tilheyra nú Atlanta-samstæð- unni. Móðurfélagið er Air Atlanta Icelandic en að auki tilheyra fyrrnefnt Aviaservices, Air Atlanta Europe og Suðurflug í Keflavík samstæðunni. Stofnendur með minna en helmingshlut Síðastliðið haust var hlutafé Air Atlanta aukið og nýr fjárfestir, Magnús Þorsteinsson, kom inn í rekstur flugfélagsins. Magnús er einn af þeim þremur sem standa að Samson ehf. og eiga stærstan hlut í Landsbanka Íslands. Hlutur Magnúsar í Air Atlanta er 51,5% en hann keypti hlut sinn af Búnaðarbanka Íslands sem átti 13,37% heildarhlutafjár í félaginu. Stofnendur Atlanta, Arngrímur Jóhannsson og Þóra Guð- mundsdóttir, eiga nú samtals 48,5% hlut á móti Magnúsi Þorsteinssyni. Á þessu ári verða breytingar gerðar á sam- stæðunni en að sögn Hafþórs hefur félagið verið endurskipulagt að verulegu leyti eftir að Magnús keypti hlut í félaginu. Hann segir reynslu Magn- úsar af alþjóðaviðskiptum nýtast félaginu afar vel. Þegar hafi verið lagður grunnur að stofnun nýs dótturfélags á markaðssvæði í heiminum sem félagið hefur ekki starfað á fyrr. Hann vill þó ekki gefa upp nánar á hvaða markað er stefnt. „Við eigum eftir að gera ákveðnar skipulags- breytingar fyrir áramót. Nýverið eignuðumst við Suðurflug í Keflavík sem er fyrirtæki sem sinnir afgreiðslu á einkaþotum sem fara um Keflavík- urflugvöll. Síðan erum við að skoða önnur tæki- færi á nýjum mörkuðum sem við getum ekki sagt frá á þessari stundu. Undir heitinu Air Atlanta Group munu starfa þau fjögur félög sem nú til- heyra samstæðunni og hið fimmta bætist svo við fyrir haustið.“ Nýtt útlit félagsins kynnt síðar á árinu Áður en árið er liðið verður ný ímynd félagsins kynnt, að sögn Hafþórs. Hann segir útlitið á flug- vélum félagsins og ímynd þess út á við hafa haldið sér í nokkuð mörg ár og tími sé kominn á breyt- ingar, nú þegar félagið sé að móta nýja framtíðarsýn. Hafþór segir lýðræði í hávegum haft þegar tekn- ar eru ákvarðanir hjá fyr- irtækinu. „Stjórnendur hafa mjög frjálsar hendur um rekstur fyrirtækisins og okkur er treyst. Ef við erum með ákveðnar hug- myndir þá er það lagt fyrir stjórn. Við afgreiðum hlut- ina hratt. Ef við sjáum tækifæri þá eru þau nýtt strax en ekki látin fljúga framhjá.“ Meiri áhersla lögð á fraktflug Í flota félagsins eru nú 27 flugvélar en að auki eru leigðar flugvélar eftir þörfum hverju sinni. „Sveigjanleikinn er það mikilvægasta fyrir okk- ur. Það hafa margir reynt að koma inn á þennan markað en mistekist. Nú erum við búin að vera í þessu rekstrarformi í 17 ár og búin að byggja upp gott orðspor. Stærri flugfélög eins og Virgin, Lufthansa og Iberia horfa mikið á orðspor þeirra sem þau skipta við. Við erum í raun heildsalar í flugrekstri og erum stærsta félag sinnar tegund- ar í heiminum. Við erum með Boeing 747, Boeing 757 og Boeing 767 flugvélar.“ Að sögn Hafþórs er meiri samkeppni milli þeirra flugfélaga sem leigja út minni flugvélar. Atlanta hafi tekið þá stefnu að nota breiðþotur og er stærst á þeim markaði. Þótt fargjöld hafi lækkað segir Hafþór kostnað eins og flugvallargjöld og tryggingar hafa hækk- að, einkum vegna hertra reglna um flugöryggi. Hann segir áhættu vera meiri í farþegaflugi en fraktflugi. „Við höfum verið að breyta áherslum okkar í rekstri og farið meira yfir í fraktflug. Fraktin er ekki eins næm fyrir breytingum og farþegaflugið. Árstíðasveiflan í fraktinni er öfug við farþegaflugið. Þegar lítið er að gerast í far- þegaflugi er mest að gera í fraktinni. Það hjálpar okkur að jafna sveiflurnar í rekstri að vera bæði með farþega- og fraktflug.“ 10 rólegir dagar Hafþór settist í forstjórastólinn hjá Air Atlanta 1. september 2001. „Ég átti tíu rólega daga í upp- hafi,“ segir hann og minnist hryðjuverkanna sem dundu á stuttu eftir að hann tók við stöðunni og höfðu varanleg áhrif á flugrekstur í heiminum. Áður en Hafþór tók við sem forstjóri hafði hann unnið sem stöðvarstjóri, flugmaður, flugrekstr- arstjóri og markaðsstjóri hjá fyrirtækinu í sam- tals 10 ár og þekkti því reksturinn vel. „Við stöndum á ákveðnum tímamótum núna í starfseminni. Fyrsti vendipunkturinn hjá okkur var auðvitað 11. september 2001. Við höfum þurft að laga okkur að nýjum aðstæðum en erum stolt af því að hafa komist í gegnum þennan ólgu- sjá. Við erum búin að fara í gegnum mestu kreppu frá upphafi flugsins og ég er ánægður með hvernig til hefur tekist,“ segir Hafþór. Hagnaður Atlanta-samstæðunnar nam rúm- um fimm milljónum Bandaríkjadala á fyrsta árs- fjórðungi, en það er jafnan besti fjórðungur árs- ins hjá félaginu. Tekjur námu 74,4 milljónum dala á fyrstu þremur mánuðum ársins. r fram á veginn Morgunblaðið/Sverrir jóri Atlanta er fullviss um að bjartari tíð sé framundan. unni, enda sé hreinsun í rekstrinum nauðsynleg. eyrun@mbl.is 0 % .  / $   82$ 82 82% 822 8 8 8 8 8$ 82$ 82/ 82 82. 82% 820 822 8 8 8 8  %&! '(!)*    23  &  ,--.4011. :   +;:4 < = >  >   200< ? >$  @ > $   22$-      ....................... S t o f n e n d u r A t l a n t a , A r n g r í m u r J ó h a n n s - s o n o g Þ ó r a G u ð - m u n d s d ó t t i r, e i g a n ú s a m t a l s 4 8 , 5 % h l u t á m ó t i M a g n ú s i Þ o r s t e i n s s y n i s e m á 5 1 , 5 % h l u t í f é l a g i n u . ....................... MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 B 7 NVIÐSKIPTI ATHAFNALÍF 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.