Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 B 9 NFRÉTTIR TILKYNNT hefur verið um fyr- irhuguð kaup bandaríska kjúk- lingaframleiðandans Pilgrim Pride á kjúklingaframleiðslu eins af keppinautunum, ConAgra Foods. Í hálffimm fréttum Kaupþings Bún- aðarbanka kemur fram að Pilgrim er þriðji stærsti kjúklingaframleið- andi Bandaríkjanna og ConAgra sá fjórði stærsti. Sameinað fyrirtæki yrði annað stærsta fyrirtækið í geiranum á eftir Tyson Foods Inc. með árlegar sölutekjur upp á um 5 milljarða Bandaríkjadala og um 40 þúsund starfsmenn. Pilgrim greiðir fyrir ConAgra með 100 milljónum dollara í reiðufé, 235 milljónum í almennum hlutabréfum og með skuldabréfi til átta ára að fjárhæð 255 milljónir dollara á 10,5% vöxt- um. Er gert ráð fyrir að kaupin gangi í gegn síðar á árinu. Í hálf fimm fréttum er haft eftir forstjóra Pilgrim að mikilvæg viðskiptasam- bönd ávinnist með yfirtökunni auk þess sem félagið styrki mjög stöðu sína í framleiðslu á sérhæfðari af- urðum. Þá eru vörumerki ConAgra sterk og mun hið sameinaða fyr- irtæki hafa yfir að ráða breiðustu vörulínunni á markaðinum að sögn forstjórans. „Mikil samþjöppun hefur verið í kjúklingaframleiðslu í Bandaríkjunum á síðustu árum og hefur Pilgrim Pride verið fram- arlega í flokki fyrirtækja sem hafa nýtt sér yfirtökur til að ná fram hagræðingu í framleiðslunni. Marel hefur nýlega gert stóra sölusamn- inga erlendis fyrir um 14 milljónir evra, en þar á meðal eru samn- ingar við Pilgrim Pride og Co- nAgra. Ólíklegt er talið að fyr- irhuguð yfirtaka hafi áhrif á þá samninga,“ að því er segir í hálf fimm fréttum Kaupþings Búnaðar- banka. Sameiningar í kjúklingaiðnaði GREINING ÍSB spáir því að í ár verði 2,6% hagvöxtur. Aukin fjár- festing vegna stóriðjuframkvæmda og væntingar tengdar þeim munu að mati Greiningar ÍSB drífa hag- vöxt að mestu á næstu misserum og árum en án þessara framkvæmda yrði hagvöxtur fremur hægur í ár, að því er fram kemur í markaðs- yfirliti Íslandsbanka. Greining ÍSB spáir 3,3% hagvexti á næsta ári. „Líklegt er að vöxt- urinn verði knúinn áfram af vax- andi fjárfestingu og neyslu líkt og í ár. Aukning á leyfilegum hámarks- afla mun hins vegar knýja vöxt út- flutnings. Annar útflutningur mun að mati Greiningar ÍSB vaxa hægt og kemur þar til sterk staða krón- unnar. Þannig eru að verða um- skipti á drifkröftum efnahagslífs- ins. Innlend eftirspurn glæðist samhliða stóriðjuframkvæmdum en á sama tíma hefur hátt gengi krón- unnar neikvæð áhrif á arðsemi og markaðsstöðu þeirra fyrirtækja sem helst keppa við erlend,“ að því er segir í markaðsyfirliti Íslands- banka. Eftir talsverðan samdrátt í fjár- festingum atvinnuvega á síðustu tveimur árum er fyrirsjáanleg veruleg aukning á þessu og næsta ári, að áliti Greiningar Íslands- banka. Stækkun Norðuráls Aukningin mun aðallega tengjast stóriðjuframkvæmdum. Fram- kvæmdirnar munu að öllum líkind- um valda um 15% vexti atvinnu- vegafjárfestinga í ár og um fimmtungs aukningu á næsta ári. Þá er, til viðbótar við stóriðjufjár- festingu á Austurlandi, reiknað með því að af stækkun Norðuráls verði og að framkvæmdir hefjist af fullum þunga á þessu ári. „Það er mat Greiningar ÍSB að meiri líkur en minni séu á því að af stækkuninni verði og er af þeim sökum reiknað með henni. Vert er þó að undirstrika að enn er nokkur óvissa í þessum efnum. Norðurál og Landsvirkjun eiga eftir að ganga frá raforkusamningi og endanlegar ákvarðanir um Norðlingaölduveitu hafa ekki verið teknar,“ að því er segir í markaðsyfirlitinu. Í hagspá Greiningar ÍSB í febr- úar síðastliðnum, en þar spáði bankinn því að hagvöxtur í ár yrði 2,8%, kom fram að ef af stækkun Norðuráls yrði gæti það valdið um 0,5 prósentustiga hækkun á hag- vexti í ár og um 0,7 á næsta ári. Þetta mat hefur ekki breyst og merkir það að án stækkunar Norð- uráls gæti hagvöxtur í ár orðið um 2,1% og um 2,6% á því næsta, að því er fram kemur í markaðsyfirliti Ís- landsbanka. Íslandsbanki spáir 2,6% hagvexti Morgunblaðið/Jim Smart Íslandsbanki telur að framkvæmdir við stækkun verksmiðju Norðuráls á Grundar- tanga séu fjárfesting upp á 50 milljarða króna. N‡tt fyrirtæki hefur liti› dagsins ljós sem skapar n‡tt vi›mi› á svi›i hra›flutninga,vöruflutninga og vörustjórnunar. Eftirtalin fyrirtæki hafa sameinast undir nafni DHL til a› bjó›a jafnvel enn fjölflættari fljónustu: DHL Worldwide Express, lei›andi fyrirtæki í hra›flutningum á heimsvísu, Danzas, sem er í fararbroddi í flug- og skipafrakt á heimsvísu, og Deutsche Post Euro Express, lei›andi evrópskt fyrirtæki í böggladreifingu.Nú getum vi› bo›i› flér meiri afköst, meiri fljónustu og fleiri möguleika í yfir 220 löndum. Einu gildir hverjar flarfir flínar eru, vi› getum uppfyllt flær. Hringdu í okkur í síma 535 1100 e›a kíktu á www.dhl.is svo kraftur DHL geti stutt vi› baki› á rekstri flínum. Meiri sveigjanleiki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.