Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 2003 B 11 NVIÐSKIPTI  ÚTRÁS íslenskra fyrirtækja til Svíþjóðar á síðustu árum hefur vak- ið athygli, sérstaklega í Svíþjóð. Fyrirtæki eins og Opin kerfi, Baug- ur, Össur, Bakkavör og Kaupþing hafa öll keypt sænsk fyrirtæki eða haslað sér völl í Svíþjóð með öðrum hætti og skilgreina heimamarkað sinn sem öll Norðurlöndin og starfa á enn stærra svæði. Í Stokkhólmi er stærsti fjármála- markaður á Norðurlöndunum og borgin helsta viðskipta- og fjár- málamiðstöð á svæðinu. Þótt sænski hlutabréfamarkaðurinn hafi minnk- að mikið á síðustu tveimur árum, er markaðurinn í Stokkhólmi enn sá stærsti á Norðurlöndunum, en þar fer fram meira en helmingur af öll- um hlutabréfaviðskiptum á Norður- löndunum. Aukin velta og vöxtur Íslenski markaðurinn er lítill og með því að færa út kvíarnar til Norðurlandanna, auka þessi ís- lensku fyrirtæki veltu sína og vöxt til framtíðar og sjá mikil tækifæri á Norðurlöndunum. Eins og Chris Jansen, forstjóri Opinna Kerfa Group hf., orðaði það í viðtali við Viðskiptablað Morgun- blaðsins nýverið, en OKG keypti fyrir skemmstu annað fyrirtæki sitt í Svíþjóð: „Við sáum að það var varla hægt að vaxa mikið á Íslandi. Ísland er aðeins 1% af norræna upplýsingatæknimarkaðnum og OKG er með góða hlutdeild af þessu prósenti. Til þess að skapa okkar fyrirtæki nýja vaxtarmöguleika, ætlum við að stefna að því að ná markaðshlutdeild á hinum norræna upplýsingatæknimarkaði. Í raun væri nóg að ná einu prósenti af hon- um til þess að meira en tvöfalda veltu OKG.“ Þetta er sjónarmið sem stjórn- endur fleiri fyrirtækja hafa eflaust í huga. Baugur Group hefur nýlega tilkynnt að hlutabréf Baugs verði afskráð úr Kauphöll Íslands. Sér- fræðingar á fjármálamarkaði mátu það m.a. þannig að vöxtur fyrirtæk- isins yrði aðallega erlendis hér eftir og íslenska starfsemin yrði seld. Svíþjóð er meðal þeirra markaða sem Baugur hefur haslað sér völl á, m.a. með opnun Debenhams stór- verslunar við aðalverslunargötuna í Stokkhólmi á síðasta ári. Baugur hefur í raun haldið úti starfsemi í Svíþjóð frá árinu 2000 þegar versl- anir Miss Selfridge og ári síðar Top Shop voru opnaðar. Jón Björnsson, framkvæmda- stjóri Baugs Ísland, segir að mestu vaxtarmöguleikar félagsins til fram- tíðar liggi á Norðurlöndunum, en áætlað er að opna Debenhams- verslun í Danmörku á næsta ári. „Sænski markaðurinn er um þrjátíu sinnum stærri en sá íslenski. Allar fjárfestingar og markaðsaðgerðir eru töluvert dýrari en á Íslandi,“ segir Jón. Að hans sögn er rekstur- inn í Svíþjóð í samræmi við áætlanir en skilar ekki hagnaði. „Það tekur töluverðan tíma að markaðssetja svona deildaverslun. Við lítum á þetta sem framtíðarverkefni þannig að eftir um fimm ár komi verulegur hluti veltunnar frá rekstri á Norð- urlöndunum.“ Fækkun nauðsynleg Kaupþing Búnaðarbanki er tíundi stærsti banki Norðurlandanna og hefur starfsemi í níu löndum, þ. á m. Svíþjóð. Kaupþing hefur verið í örum vexti og er starfsemin í Sví- þjóð stór hluti af því ferli. Kaupþing hóf útrás sína til Svíþjóðar árið 2000 þegar starfsstöð var opnuð í Stokkhólmi. Þvínæst keypti Kaup- þing sænska verðbréfafyrirtækið Aragon og svo á síðasta ári fjárfest- ingarbankann JP Nordiska sem nú er orðinn Kaupthing Bank Sverige. Mjög hefur verið hagrætt hjá Kaup- þingi í Svíþjóð og af heimsókn í fyr- irtækið má beinlínis þreifa á fækk- un starfsfólks þar sem tómir stólar blasa við, en starfsfólki var fækkað úr 300 í 190. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns Kaupþings Bún- aðarbanka, var fækkunin bráðnauð- synlegur hluti af hagræðingu innan fyrirtækisins og hann er bjartsýnn á framhaldið í Stokkhólmi. „Stokk- hólmur er mikilvægasta borgin á Norðurlöndunum og hér eru öll stórfyrirtækin á Norðurlöndunum. Þegar markaðurinn réttir úr kútn- um er mjög mikilvægt að hafa starf- semi hér. En hvort það gerist í ár eða á næsta ári, vitum við ekki.“ Áhugi á heilsugeiranum Fyrir utan þessi stóru fyrirtæki sem þekkt eru fyrir útrás sína til annarra landa, eru fá lítil fyrirtæki sem stofnað hafa til viðskiptasam- banda í Svíþjóð, að sögn Sigríðar Andersen, lögfræðings Verslunar- ráðs Íslands og fulltrúa Sænsk-ís- lenska verslunarráðsins. Hún segir að enn eigi eftir að koma í ljós hvort útrás stóru íslensku fyrirtækjanna til Svíþjóðar eigi eftir að koma öðr- um íslenskum fyrirtækjum til góða. „Það er enn lítil reynsla komin á þeirra starfsemi í Svíþjóð. Það var djarft skref hjá Baugi að opna Deb- enhams í Stokkhólmi og það hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð, sér- staklega þar sem mikil samkeppni ríkir í smásöluverslun.“ Sigríður fagnar frumkvæði Út- flutningsráðs og íslensku heilsu- tæknifyrirtækjanna sem efndu til fundar með fjárfestum í Stokkhólmi nýverið. „Við hjá Sænsk-íslenska verslunarráðinu vonum að það komi eitthvað út úr þessum fundi, en fjárfestar almennt virðast hafa mik- inn áhuga á heilsugeiranum,“ segir Sigríður. Á fyrrnefndum fundi kynntu átta íslensk heilsutæknifyrirtæki starf- semi sína, þ. á m. Össur sem starfar í Svíþjóð undir nafninu Össur Nord- ic, eftir kaupin á fyrirtækinu Pi Medical AB og Karlsson & Berg- ström AB árið 2000. Fulltrúar ís- lensku fyrirtækjanna þóttu koma ís- lenska frumkvöðlaandanum vel á framfæri og að mati Útflutnings- ráðs eiga sprotafyrirtækin tölu- verða möguleika á að mynda við- skiptasambönd í Svíþjóð og feta þannig jafnvel í fótspor þeirra sem þegar hafa fest sig í sessi á sænska markaðnum. Útrás eykur vaxtarmöguleika Stokkhólmur er fjár- málamiðstöð Norður- landanna og áfanga- staður nokkurra íslenskra fyrirtækja á undanförnum árum. Steingerður Ólafsdóttir heimsótti borgina í tengslum við Íslands- daginn nýverið. steingerdur@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Baugur opnaði Debenhams-verslun í Stokkhólmi á síðasta ári. ● STJÓRN Hf. Eimskipafélags Íslands mun í fyrsta skipti halda stjórnarfund á Austurlandi í dag, nánar tiltekið á Fosshótelinu á Reyðarfirði klukkan 14. Jafnframt er ætlunin að stjórn- armenn skoði og kynni sér fram- kvæmdir við Fáskrúðsfjarðar- göngin auk þess sem svæðis- skrifstofa félagsins á Eskifirði verður heimsótt. Stjórn Eimskips fundar á Reyðarfirði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.