Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.06.2003, Blaðsíða 12
  "A;;= "ABBA)C= BA;DE!F"'FAGA="AFB!H!5:B!D IAF4:"AFB! C::;= +,+ +,+ +,+ +,+ +,+ +,+ +,+ +,+ +,+ +,+ +-./!01/+-+ )+#2$2)$/!3'""/+4 2/+5('"64$/"$ 41561 7,51171581 41591 7059141561 JI;IH!G!= D#A=5AKL 40511 1511 40581 1511 M:IAF4:"AFB! :A5#H=(! EKKI eru allir á eitt sáttir um ágæti hugmynda félags- málaráðherra um hækkun láns- hlutfallsins í húsbréfakerfinu í 90% og hækkun hámarkslána í 18 milljónir króna, í áföngum. Gagnrýnendur hugmyndanna halda því fram að ávinningurinn yrði ekki eins mikill og ætla mætti, m.a. vegna hækkunar fasteignaverðs og hækkunar raunvaxta, auk þess sem hluti neyslulána almennings gæti orðið með ríkisábyrgð. Þeir sem tala fyrir þessum breytingum á húsbréfakerfinu benda hins vegar m.a. á að það myndi vera mikið til bóta fyrir íbúðarkaup- endur ef þeir þyrftu ekki í eins ríkum mæli að leita til annarra lánastofnana en Íbúðalánasjóðs til að fjármagna íbúðarkaup sín. Starfsmenn Íbúðalánasjóðs hafa gagnrýnt þá sem gagnrýnt hafa hugmyndir félgasmálaráð- herra. Sérfræðingar Lands- bankans hafa svarað þeirri gagnrýni og telja að gagnrýni starfsmanna Íbúðalánasjóðs veki ugg, þar sem hún lýsi ákveðnu skilningsleysi á mark- aðslausnum, áhrifum ríkis- ábyrgðar, samhengi neyslu- og húsnæðislána, væntingum fjár- festa og gangi efnahagslífsins almennt. Félagsmálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkru að breytingarnar í hús- bréfakerfinu myndu gefa fólki kost á að losa um fjármagn sem bundið er í húsnæði og nýta það annars staðar, t.d. í sparnað, kaup á hlutabréfum eða í beinni fjárfestingu í eigin rekstri. Það er líklega ekki tilviljun að í dagblöðum í gær var heilsíðu- auglýsing frá bifreiðaumboði þar sem skrifað var stórum stöfum; 90% lán á betri not- uðum bílum. Einhverjir hafa kannski hugsað sem svo að þetta væri auglýsing frá Íbúða- lánasjóði. Svo var þó ekki. Hvernig sem á þetta mál er litið er ljóst að verði hugmyndir félagsmálaráðherra að veru- leika má ganga út frá því sem vísu að eignamyndun í húsnæði verði hægari en verið hefur. Íbúðarkaupendur munu þá geta fengið meira fé lánað frá Íbúða- lánasjóði en í boði hefur verið til þessa og væntanlega á betri kjörum en bjóðast í almenna bankakerf- inu. Þegar húsbréfakerfinu var komið á fót á árinu 1989 voru merkilegar breytingar að eiga sér stað víða um heim. Í júní þetta sama ár voru til að mynda þingkosningar í Póllandi. Kommúnistar, sem höfðu farið með völd í landinu frá því sigur- vegararnir í heimsstyrjöldinni síðari komu sér saman um skiptingu Evrópu, trúðu því að kosningarnar myndu þagga nið- ur í þeim hluta almennings í landinu sem hafði krafist aukins lýðræðis og frelsis. Svo fór þó ekki því hreyfing fólksins, Sam- staða, undir forystu rafvirkjans frá Gdansk, fékk umtalsvert mikinn meirihluta atkvæða í kosningunum. Það sem í kjöl- farið fylgdi var hrun þeirrar heimsmyndar sem flestir sem lifðu á þessum tíma höfðu þekkt. Þróunin í Evrópu hefur síðan þetta var öll verið í eina átt, til aukins frjálsræðis á flest- um sviðum og minni ríkisaf- skipta. Það á einnig við um hús- næðislánakerfi flestra þeirra landa sem Ísland er oftast borið saman við. Þó svo að húsbréfakerfið sé markaðskerfi, þ.e. kjörin stýrist af markaðsaðstæðum hverju sinni, er kerfið engu að síður á hendi ríkisins. Hugmyndir fé- lagsmálaráðherra ganga því út á að auka þátt ríkisins á hús- næðismarkaði, öfugt við það sem víðast hvar hefur verið að gerast. Pólverjar samþykktu um síð- ustu helgi inngöngu í ESB. Það krefst þess að frjálsræði verði aukið enn frekar á flestum svið- um þar í landi og að tökum rík- isins verði aflétt enn meira en orðið er. Hér á Íslandi hefur ríkið farið út úr bankarekstri en er áfram stór lánveitandi í hús- næðiskerfinu. Hver þróunin verður er ekki hægt að segja til um enda hefur húsnæðiskerfinu ekki verið breytt í þá átt að kaupendur húsnæðis geti fengið allt að 90% lán hjá Íbúðalána- sjóð, hver svo sem niðurstaðan verður að lokum. En eitt er víst að fólk mun áfram koma sér upp þaki yfir höfuðið og byggja litla kassa á Lækjarbakka. Litlir kassar á Lækjarbakka Innherji skrifar innherji@mbl.is SKATTLAUSA árið á Íslandi er í nýrri útgáfu kennslubókarinnar Princples in Economics eftir N. Greg- ory Mankiw tekið sem dæmi um þau áhrif sem skattar hafa á hagkerfið. Mankiw er prófessor við Harvard- háskóla í Bandaríkjunum og frá því í lok maí á þessu ári leiðir hann hag- fræðingaráð Bandaríkjaforseta. Bók- in Principles in Economics er ein vin- sælasta kennslubók í hagfræði um þessar mundir og er meðal annars kennd við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Frásögnin er tekin upp úr grein sem Gylfi Zoëga, Björn Rúnar Guðmundsson og Marco Bi- anchi rituðu í tímaritið American Economic Review í desember 2001. Í bókinni er sagt frá áhrifum skattlausa árs- ins 1987 á vinnufram- boð Íslendinga. Fram til ársins 1987 greiddu eintaklingar skatta miðað við tekjur ársins á undan, en frá árinu 1988 hafa skattar verið greiddir af tekjum á hverjum tíma. Skatt- kerfisbreytingin leiddi til þess að einstaklingar greiddu enga beina skatta af tekjum ársins 1987 og var það öllum ljóst í lok árs 1986 að tekjur næsta árs yrðu skattfrjálsar. Það gafst því svigrúm til aukinnar at- vinnuþátttöku og fleiri vinnustunda. Afleið- ingin varð sú að heildar- vinnustundum í landinu fjölgaði um 3% og lands- framleiðsla jókst um 4% þetta ár. Mankiw segir að þetta staðfesti eitt af grundvallaratriðum hagfræðinnar; fólk bregðist við efnahags- legum aðstæðum. Mankiw segir í bók- inni að sú staðreynd að skatthlutfallið var að- eins lækkað í eitt ár hafi haft áhrif á viðbrögð fólks. Annars vegar hafi fólk frestað fríi til að vinna meira, en hins vegar hafi hvorki fólk né fyrirtæki breytt framtíðaráformum sínum. Ekki sé hægt að fullyrða um hvort varanleg breyting skatthlutfallsins hefði meiri eða minni áhrif en tíma- bundin breyting. Framboðsáhrifin takmörkuð Gylfi Zoëga, sem eins og fyrr segir er einn höfunda greinarinnar sem Mankiw vitnar til, er prófessor við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Gylfi segir að greinin hafi verið skrifuð sem framlag í umræðu um efnahagsleg áhrif skattalækkana. Þeirri skoðun hafi lengi vel verið haldið á lofti í Bandaríkjunum að lækkun skattprósentu hefði svo mikil áhrif á vinnuframlag og framleiðslu að skatttekjur gætu aukist þótt skattprósentur lækkuðu. Þessar skoðanir hafi einkum átt upp á pall- borðið hjá stjórnvöldum á valdatíma Ronald Reagans. Reynslan af skatt- lausa árinu hér á landi sé áhugaverð í þessu samhengi vegna þess að skattprósentan hafi farið niður í núll í skamman tíma og ættu því áhrif á vinnutíma og atvinnuþátttöku lands- manna að hafa verið í hámarki. Gögn- in sýni að vinnuframboð jókst, eins og Mankiw bendir á, en meginatriði var þó að það jókst ekki nægilega mikið til þess að réttlæta fullyrðingar um mikil framboðsáhrif skattalækkana. Skattlausa árið á Íslandi kennslubókardæmi Kennslubók Mankiw um grundvallaratriði hagfræðinnar. ROYAL Bank of Scotland (RBS), næststærsti banki Bretlands, hefur samþykkt að kaupa tryggingafyrir- tækið Churchill Insurance fyrir 1,1 milljarð punda, eða sem nemur 134 milljörðum íslenskra króna. Seljandi er svissneska fjármálafyrirtækið Credit Suisse, en samningurinn er háður samþykki eftirlitsyfirvalda í Bretlandi. Eftir kaupin á RBS tvö þekktustu tryggingafélög Bretlands, Churchill og Direct Line, sem bankinn keypti árið 1985. Útistandandi tryggingar Direct Line eru tvær milljónir tals- ins, en Churchill hefur gefið út sjö milljónir. Fred Goodwin, framkvæmdastjóri RBS, sagði í fréttatilkynningu vegna kaupanna að samlegðaráhrif vegna þeirra yrðu mikil, þar sem Churchill væri sterkt í heimilistryggingum og Direct Line í bílatryggingum. Að auki á Churchill fyrirtækið NIG, sem sérhæfir sig í að veita smærri fyrirtækjum tryggingar. RBS verð- ur þriðja stærsta tryggingafélag Bretlands, gangi kaupin eftir. Martin Long, einn af stofnendum Direct Line, stofnaði Churchill Ins- urance árið 1989. Iðgjöld til fyrir- tækisins námu 1,6 milljarði punda á síðasta ári og hagnaður nam 86 millj- ónum punda. RBS kaupir trygginga- fyrirtæki BANDARÍSKIR alríkis- saksóknarar hafa hafið op- inbera rannsókn á meintu bókhaldsmisferli húsnæðis- lánafyrirtækisins Freddie Mac, að því er segir í Wash- ington Post. Í Morgun- blaðinu í gær kom fram að þremur stjórnendum fyrir- tækisins, sem er risavaxið, hefði verið vikið frá störfum. Washington Post vitnaði í tvo starfsmenn saksóknara- embættisins, en ekki er kom- ið í ljós að hverju rannsóknin beinist nákvæmlega í starf- semi fyrirtækisins. Tals- maður Freddie Mac sagði að hvorki æðstu stjórnendur fyrirtækisins né lögmenn þess hefðu heyrt frá skrif- stofu ríkissaksóknara. Bandaríska fjármálaeft- irlitið, SEC, er nú með málið til meðferðar. Talið er að meint misferli nái aftur til ársins 2000 og að það tengist brotum á lögum um verð- bréf. Þegar tilkynnt var um rannsóknina féll verð hluta- bréfa í fyrirtækinu um 10 dollara, eða að markaðsvirði um sjö milljarða dollara. Dow Jones- vísitalan lækkaði um tæpt 1% við fréttirnar, ávöxtunarkrafa ríkis- skuldabréfa lækkaði og dollarinn veiktist. Freddie Mac sérhæfir sig í lán- veitingum til húsnæðiskaupa, gegn veðrétti. Samanlagt á fyrirtækið, ásamt systurfyrirtækinu Fannie Mae, eignir að upphæð 1.600 millj- arðar dollara. Bæði fyrirtækin eru hlutafélög í almenningseigu, en voru stofnuð af hinu opinbera til að ýta undir kaup Bandaríkjamanna á eigin íbúðarhúsnæði. Opinber rannsókn á málefnum Freddie Mac Reuters William Donaldson og félagar hjá bandaríska fjármálaeftirlitinu (SEC) hafa mál Freddie Mac til meðferðar, en nú herma fréttir að hafin sé op- inber rannsókn á bókhaldi fyrirtækisins. ALCOA greiðir 22 Bandaríkjadali eða um 1.826 krónur fyrir hverja megavattstund af raforku til að knýja álver sín í Brasilíu en kemur til með að greiða sem nemur 16 dölum eða 1.328 krónum á hverja megavatt- stund fyrir álverið í Reyðarfirði mið- að við núverandi álverð. Alcoa hyggst byggja sex virkjanir fyrir starfsemi sína í Brasilíu á næstunni. Bygging virkjananna er hluti af 2,7 milljarða dollara eða um 224 milljarða króna áætlun félagsins um uppbyggingu Brasilíudeildarinnar. Frá þessu segir vefrit BNamericas og hefur eftir Alain Belda, forstjóra alþjóðastarfsemi Alcoa. Sá hluti áætlunarinnar sem tekur til nýrra virkjanaverkefna kostar um 900 milljónir dala eða um 75 millj- arða íslenskra króna. Alcoa á nú þeg- ar virkjanir í Brasilíu sem sjá álver- um þeirra á svæðinu fyrr fjórðungi þeirrar orku sem þau nota. „Mark- mið okkar er að vera 100% sjálfum okkur næg um orku,“ segir Belda. Virkjanirnar sem Alcoa hyggst byggja, í samstarfi við aðra aðila í Brasilíu, verða í suður- og norður- hluta landsins. Áætlað er að bygg- ingu þeirra verði lokið 2010, en það veltur á samþykki yfrvalda og því að samningar náist um verð á rafork- unni. Um 30% kostnaðar við fram- leiðslu áls felst í rafmagnskostnaði. Að sögn Belda hyggst Alcoa loka álverum í Bandaríkjunum og færa til landa eins og Brasilíu, Kanada, Kína og Íslands þar sem rafmagnsverð er hagstæðara. Alcoa er stærsti álframleiðandi í heimi og á meðal annars tíu álver í Bandaríkjunum. Í fréttinni segir að nú standi yfir samningar milli Alcoa og ríkisrekna orkufyrirtækisins Eletronorte í Brasilíu um verð á orku til álvera. Haft er eftir heimildarmönnum hjá Eletronorte að álver Alcoa í Norð- austur-Brasilíu greiði 22 dali á hverja megavattstund. Hins vegar greiði málmframleiðandinn CVRD, sem er með verksmiðju nálægt Río de Janeiro, einungis 12–13 dali á hverja megavattstund. Samningarnir munu ráða úrslitum um stækkun álvers Alcoa í norðaust- urhluta landsins, sem rekið er í sam- starfi við ástralska orkufyrirtækið BHP Billiton. Til stendur að tvöfalda afköst álversins náist samningar um lægra raforkuverð. Álver Alcoa í Brasilíu gefa af sér 5% heildartekna fyrirtækisins. Yfir- menn félagsins segja stefnt að því að hækka það hlutfall í 10%. Alcoa byggir upp virkjanir í Brasilíu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.