Morgunblaðið - 12.06.2003, Page 1

Morgunblaðið - 12.06.2003, Page 1
Morgunblaðið/Hafþór Rússneska fiskflutningaskipið Ikar kom með rússafisk til Jökuls á Raufarhöfn sl. fimmtudag, 5. júní. ERFIÐLEIKANA í rekstri Jökuls á Rauf- arhöfn má m.a. rekja til undirboða Kínverja á fiskmörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Sterkt gengi íslensku krónunnar hefur einnig mikil áhrif. Vinnsla á pækilsöltuðum flökum hefst eftir sumarfrí að afloknum miklum breytingum í vinnslusal. Margrét Vilhelmsdóttir, framkvæmdastjóri Jökuls ehf. á Raufarhöfn, segir að fyrirtækið eigi um 230 tonn af hráefni sem dugi fram að sumarlokun, 30. júní, og eitthvað eftir sumar- frí, sem lýkur 11. ágúst. Hún segir að margir pólsku starfsmannanna fari utan í fríinu og heimafólk fari í frí sem ráðist af lokunum skóla og leikskóla og að ekki hafi tekist að manna sumarafleysingastöður. Fiskur frá Kína og of hátt gengi Margrét segir að erfiðleikarnir í rekstrinum séu mikið til vegna undirboða Kínverja en vandinn sé ekki bundinn við Raufarhöfn. Hún segir jafnframt að alls staðar í venjulegum frystihúsum séu erfiðleikar vegna mjög sterks gengis krónunnar, sem lækki afurðaverð í er- lendri mynt. „Kínverjar kaupa fisk frá Bar- entshafi og að mér skilst vinna þeir líka al- askaufsa. Þeir vinna orðið flestar fisktegundir og bjóða vöruna á mun lægra verði á mörk- uðunum í Evrópu og sérstaklega í Bandaríkj- unum.“ Margrét segir Kínverja samkeppnishæfa í gæðum en þó sé eitthvað enn um að þeim sé ekki fyllilega treyst þegar komi að gæðamál- um. Kínverjar séu ekki alltaf reiðubúnir til þess að upplýsa um allt ferlið. „En launahlut- fallið virðist nánast ekki vera neitt hjá þeim. Þeir handskera allan fisk og það virðast engin vandamál vera þegar kemur að skurði, það liggur við að þeir geti skorið lógó viðskiptavin- anna út í fiskinn.“ Hún segir að Kínverjarnir hafi verið að selja á verði sem menn skilji ekki, verðið sé nánast það sama og hráefnið sé selt á. Þeir reikni sér ekkert í rekstur. Margrét segist ekki vita hvort Kínverjar hafi undirboð- ið markaðinn til þess að koma sér inn á hann. „Við ætlum að snúa okkur að annarri vinnslu, að vinna pækilsöltuð flök fyrir Suður- Evrópumarkað,“ segir Margrét. Þessi breyt- ing þýði fækkun starfsfólks, stöðugildi verði um tuttugu í vinnslunni. Hráefnið verði hvort tveggja rússafiskur og bátafiskur. „En við eig- um eftir að sjá hvernig okkur gengur að fá bátafisk. Ef eitthvað verður úr öllum loforð- unum sem voru gefin fyrir kosningar breytir það aðstæðum á þessu svæði,“ segir Margrét og rifjar upp hluta kosningaloforðanna. „Það var talað um að hækka löndunarskyldu á bátana og einnig var talað um einhverja línuí- vilnun sem þýddi að þá yrði meira landað af aflanum og það ekki bara hér heldur á Norð- austurlandi.“ Pækilsöltuðu flökin eru unnin þannig að fiskurinn er flakaður og flökin síðan snyrt með roði og beini, lögð í pækil, ýmist yfir nótt eða tvær. Síðan er hann lausfrystur og fluttur til S-Evrópu. Margrét segir að sér skiljist að pækilsaltaði fiskurinn sé „notaður af hag- kvæmnisástæðum af húsmæðrum“ í staðinn fyrir saltfisk, sem þurfi að útvatna. Hún segir jafnframt að þessi markaður hafi farið vax- andi. „Þessi vinnslumáti er ekki eins frekur á starfsfólk og fyrri vinnsla og því verður starfs- fólki fækkað,“ segir Margrét. „Vinnslan er hraðari bæði í snyrtingu og pökkun. Við byrj- um með 20 manns en hvað verður eftir ár er aldrei að vita.“ 50–60 tonn af hráefni muni fara í gegnum húsið á viku eins og verið hafi, veltan og magnið verði svipað en mun færra starfs- fólk þurfi til að vinna hráefnið. Vinnslan í Kína veldur erfiðleikum 12. júní 2003 Tillögur Hafró um hámarksafla, raunir bátsmannsins, staðsetning fiskiskipanna og góð rækjuveiði. Landið og miðin Sérblað um sjávarútveg úrverinu KRISTJÁN G. Jóakimsson, framkvæmda- stjóri vinnslu- og markaðsmála hjá Hrað- frystihúsinu-Gunnvöru hf., segir að til lengri tíma litið sé líklegt að þorskeldi í stórum stíl verði aðeins rekið á þann hátt að framleidd séu seiði úr hrognum til sláturhæfs fisks sem aftur byggist á kynbættum eldisstofnum. Fyrirtækið mun setja út um 30.000 þorskseiði nú í júní. H-G hefur mótað stefnu sína í þorskeldi. Gert er ráð fyrir einu öflugu fyrirtæki í seiða- framleiðslu. Þetta fyrirtæki mun væntanlega afhenda seiði sem eru 3–5 g. Þessi seiði þarf síðan að ala áfram þar til þau eru orðin hæf til að fara í flotkvíar. Hjá H-G hf. er miðað við að hægt verði að kaupa 3 til 5 g seiði, sem eru alin áfram í strandeldi áður en þau eru sett í sjókvíar til áframeldis. „Þar sem við vitum í raun mjög lítið um eldi á þorski úr u.þ.b. 5 grömmum og upp í slátur- hæfan fisk fengum við í samstarfi við útibú Hafró á Ísafirði leyfi hjá sjávarútvegsráðu- neytinu til tilraunaveiða á þorskseiðum í Ísa- fjarðardjúpi. Í desember árið 2002 og janúar 2003 fórum við í fyrstu tilraunaveiðarnar. Þótt aflinn hafi ekki verið meiri en um 1.200 seiði á tveimur dögum urðu nánast engin af- föll við veiðar og flutning. Síðastliðið haust fékkst aftur leyfi til veiða á þorskseiðum í Ísafjarðardjúpi til tilrauna- eldis. Veidd voru um 65.000 þorskseiði á um tveimur vikum,“ sagði Kristján í erindi sem hann flutti á aðalfundi Félags fiskeldisstöðva í Neskaupstað. H-G setur út 30.000 þorskseiði nú í júní Morgunblaðið/Alfons Finnsson HAGNAÐUR þeirra tólf útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja, sem birta afkomu sína á vef Kauphallar Íslands, varð um þremur milljónum króna minni fyrstu þrjá mánuði þessa árs en á sama tíma í fyrra. Tekjurnar nú námu 3.779 milljónum króna, en 6.730 krónum í fyrra. Heildartekjur eru 17,9 milljarðar nú á móti 23 milljörðum í fyrra. Tekjuminnkunin alls nemur 22,4% milli ára. Rekstrargjöld eru 13,9 millj- arðar króna, en voru 16 milljarðar í fyrra. Vergur hagnaður, fyrir af- skriftir og fjármagnsliði, minnkar úr sjö milljörðum á síðasta ári í tæpa fjóra milljarða. Þessi samantekt er birt í Útvegi, fréttablaði LÍÚ, sem nú er að koma út: „Ástæðurnar eru þær helstar að verð sjávarafurða hefur farið lækk- andi á sama tíma og gengi íslensku krónunnar hefur styrkst umtalsvert á milli ára. Þá hefur borist mun minni afli að landi á umræddu tímabili.“ Sem dæmi um tekjusamdráttinn má nefna að frystitogari sem nú land- ar sama farmi af úthafskarfa og á sama tíma í fyrra, fær 20% minna fyr- ir fiskinn. Sé litið tvö ár aftur í tímann er munurinn enn meiri. „Það er ekkert annað að gera í þessari stöðu en að hagræða í rekstr- inum og reyna að lifa við þessar erfiðu aðstæður. Það eru engar töfralausnir til,“ segir Eiríkur Tómasson, fram- kvæmdastjóri Þorbjarnar Fiskaness. Þess vegna höfum við ákveðið að selja línubátinn Skarf vestur á Rif og taka Ágúst GK í staðinn inn í veið- arnar en honum hefur nýlega verið breytt frá grunni í afkastamikið línu- skip. Þá munum við hætta ísfiskveið- um togaranna Sturlu og Þuríðar Hall- dórsdóttur. Sturlu verður lagt og hann settur á sölulista, en framtíð Þuríðar er óákveðin að öðru leyti en því að hún hættir ísfiskveiðunum. Þessir togarar hafa veitt í gáma til út- flutnings, en það er afar ótrygg leið. Því færum við veiðiheimildirnar af þessum skipum yfir á önnur í eigu okkar til að auka nýtingu á þeim,“ segir Eiríkur Tómasson . Tekjutap vegna hás gengis krónunnar                                       ! "#  $ "%      Þorbjörn Fiskanes hættir veiðum tveggja ísfisktogara ÞETTA er óábyrgt og ófaglegt. Ef til vill hafa Íslendingar haldið að þeir hefðu tak á okkur vegna loðnunnar. En það er bara ekki raunin.“ Þessi orð eru höfð eftir Audun Maråk hjá Fiskebåtredernes Forbund í Noregi, hlið- stæðu LÍÚ í Noregi, í norska dagblaðinu Fiskeribladet sl. þriðjudag, 10. júní. Tilefnið var að viðræðum íslenskra og norskra stjórnvalda um nýjan síldarsamning hafði verið frestað í annað skipti á stuttum tíma. Í viðtalinu við Fiskeribladet segir Audun Maråk jafnframt að hann hafi á tilfinningunni að Íslendingar hafi talið að Norðmenn yrðu fúsir til að skipta á loðnu og síld. „En við erum ekki tilbúnir til þess,“ segir hann. „Það er ekki komin nein dagsetning,“ sagði Árni M. Mathiesen sjáv- arútvegsráðherra þegar hann var hvort dagsetning væri komin á samn- ingaviðræður við Norðmenn um loðnukvóta. Engin dagsetning ákveðin Aflatölur MEÐ tilkomu Versins á ný hafa orðið ýmsar breytingar frá því sem verið hefur. Til að auka rými í blaðinu hefur kortið með staðsetn- ingu fiskiskipanna verið minnkað og hið vikulega yfirlit yfir afla skip- anna verið fært yfir á netið á mbl.is. Þar er það öllum opið. Til að finna það er fyrst farið á mbl.is. Síðan er smellt á reitinn Morgunblaðið. Þar neðst til hægri er reitur sem heitir aukaefni og í honum er svo smellt á aflatölurnar. SR-mjöl hf. er nýtt félag í eigu Síldarvinnslunnar hf. og mun það sjá um sölu á mjöli og lýsi fyrir Síldarvinnsluna. Einnig mun það sjá um sölu á mjöli og lýsi fyrir Samherja hf. á sama hátt og SR- mjöl gerði fyrir sameiningu við Síldarvinnsluna hf. Að auki mun félagið sjá um sölu á lýsi og mjöli fyrir Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. Á síðasta ári nam lýsisfram- leiðsla fyrrnefndra fyrirtækja 51.150 tonnum og mjölframleiðsl- an var 137.000 tonn. SR-mjöl hf. hefur ennfremur annast sölu á af- urðum nokkurra erlendra fram- leiðenda. Á síð- asta ári nam heildar- söluverðmæti mjöls og lýsis hjá SR-mjöli um tíu milljörðum króna. Gert er ráð fyrir að Samherji hf. og Hraðfrystistöð Þórshafnar hf. geti orðið hluthafar í SR-mjöli hf. Finnbogi Jónsson, stjórn- arformaður Samherja hf. og stjórnarmaður Síldarvinnslunnar hf., verður framkvæmdastjóri hins nýja fyrirtækis. Síldarvinnslan hf. stofnar sölufyrir- tækið SR-mjöl hf. Finnbogi Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.