Morgunblaðið - 13.06.2003, Page 1

Morgunblaðið - 13.06.2003, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1 3 . J Ú N Í 2 0 0 3 B L A Ð B  BÚTAR, TÁLGUN OG GRÆNIR FINGUR/2  GAMAN FYRIR STUBBA MEÐ LUBBA/2  ÖÐRUVÍSI BÚÐIR – GLEÐI OFAR GRÓÐAVON/4  GAUKAR Í GARÐI/6  SANDALAR MEÐ HÆL/7  AUÐLESIÐ EFNI/8 HÁLSFESTAR, orður, lindar ogarmbönd með íslenska fánan- um eru nýstárlegur kostur fyrir þá sem telja sig vaxna upp úr fánaburði 17. júní, en fýsir eigi að síður að hafa fánann í hávegum þann dag. Hug- myndina eiga eigendur Aurum við Bankastræti, Ása Gunnlaugsdóttir, gullsmiður og iðnhönnuður, og Guð- björg Kr. Ingvarsdóttir, gullsmiður og skartgripahönnuður. Í vikunni hafa þær verið önnum kafnar við að hanna og búa til skartgripi, sérstak- lega ætlaða fyrir fólk að skreyta sig með á þjóðhátíðardaginn. Skartið er allt á þjóðlegu nótunum og sumt gert úr gamalli, íslenskri mynt, t.d. hring- ir og eyrnalokkar, sem þær gull- húða. Ásamt vinkonu sinni, Katrínu Elvarsdóttur ljósmyndara, búsettri í New York, sem er í heimsókn á Fróni, ákváðu þær að leggja sitt af mörkum til að auka á þjóðhá- tíðarstemmninguna í miðborginni. Á sýn- ingu í Aurum, sem opn- uð verður kl. 16 hinn 16. júní verða ljósmyndir Katr- ínar og þjóðlegt skart búðareig- endanna til sýnis – og sölu. „Þetta er svona meira til gamans gert,“ segja þær og búast ekki endi- lega við rífandi sölu. „Við rýmum búðina af öðrum vörum og ætlum að hafa hér allt með þjóðlegu sniði. Síð- degis hinn 16. júní bjóðum við gestum og gangandi upp á þjóðardrykkinn appelsín og malt og alíslenskt með- læti. Þótt búðin verði lokuð sjálfan þjóðhátíðardaginn, verða munirnir og ljósmyndirnar úti í glugga, vegfar- endum vonandi til gleði og ánægju. Tiltækið er líka í tilefni þess að sama dag verður Bankastræti opnað fyrir umferð eftir margra mánaða við- gerðavinnu.“ Framlag Katrínar til þjóðhátíðar- stemmningarinnar eru ljósmyndir, sem hún tók í New York, af Banda- ríkjamönnum með íslenska fánann. „Mér finnst gaman að setja íslenska fánann í annað umhverfi og sjá hann í höndum þessa fólks, sem vant er að veifa bandaríska fánanum við hvaða tilefni sem er. Flestir, sem ég mynd- aði, höfðu aldrei séð íslenska fánann og einn þeirra hélt að þetta væri breski fáninn. En allir voru til í að láta taka af sér myndir, eins og ekk- ert væri sjálfsagðara en að ég vildi eiga myndir af New York-búum með þjóðfána minn,“ segir Kristín. Verslunareigendur um land allt hafa lengi tíðkað að stilla viðhafnar- myndum af forsetum lýðveldisins umvöfðum fánaborðum út í glugga 17. júní, en stöllurnar Ása, Guðbjörg og Katrín vildu hafa sinn háttinn á og sýna eigin hönnun í þjóðlegu ljósi. „Það er líka svo gaman að skapa eitt- hvað án þess að vera að hugsa um framleiðsluferli og sölumöguleika – bara vera með,“ segja listakonurnar. Íslenski fáninn í öðru ljósi Morgunblaðið/Arnaldur Katrín, Guðbjörg og Ása skreyttar í tilefni þjóðhátíðardagsins. Ljósmynd/Katrín Elvarsdóttir Bandaríkjamönnum þótti ekkert sjálfsagðara en að láta mynda sig með ís- lenska fánann, þótt þeir hefðu aldrei séð hann áður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.