Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 B 5 Í HINU gamalgróna verslunar-rými við Laugaveg 12a, þar semsíðast var til húsa Meyjaskemm- an, hafa þrjár ungar konur opnað búð sem heitir Búðin. Nafnið gefur til kynna einfaldleikann sem ræður ríkj- um í versluninni, sem þó býður upp á sérlega fjölbreytt vöruúrval. Það er nefnilega í rekstrarforminu sem ein- faldleikinn ræður ríkjum, Búðin er í raun umboðssala ungra hönnuða og hugmyndafólks og hefur það markmið helst að gefa ólíku fólki færi á að koma vörum sínum á framfæri. „Þetta er í rauninni hugsjónavinna því hingað til höfum við ekki borgað okkur sjálfum laun,“ segir Elín Hans- dóttir, nýútskrifuð úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands, en hún rekur Búðina ásamt Sigrúnu Hrólfsdóttur, myndlistarkonu og meðlimi í Gjörn- ingaklúbbnum, og Ragnheiði Pálsdótt- ur, sem er starfsmaður hins opinbera. Áður en að stofnun búðarinnar kom þekktust stöllurnar hins vegar tak- markað. „Það má segja að við höfum hist þannig að hver og ein okkar lá slefandi hér á glugganum eftir að Meyja- skemman hætti. Við uppgötvuðum þetta tóma rými, hver um sig, og urð- um allar gripnar þeirri löngun að bjarga þessu fallega verslunarrými,“ segir Elín. „Við vorum dauðhræddar um að einhver myndi koma og rífa allt hér út. Þannig að við ákváðum einfald- lega að stofna búð út frá þessari inn- réttingu. Svo lögðum við höfuðið í bleyti og skemmtilegasta hugmyndin var sú að búa til vettvang fyrir nytja- hluti sem fólk er að búa til. Slíkan vett- vang hefur vantað, til dæmis fyrir nemendur í vöruhönnun og fatahönnun, en líka fyrir aðra sem eru að bauka ýmislegt heima hjá sér.“ Þetta er ekki gallerí Búðin er þannig um- boðssala, hver vara er merkt hönnuði sínum sem skráð hefur per- sónuupplýs- ingar í búðar- möppuna. Um leið og varan selst greiðir Búðin hönn- uðinum andvirðið, gegn reikningi, og heldur eftir fyrirfram ákveðnum hlut til greiðslu á húsaleigu og öðrum kostnaði. „Hver sem er getur komið hér inn og lagt fram mun sem hann hefur búið til. Við veljum úr, eftir því sem hentar búðinni og líka eftir okkar smekk. Hönnuðurinn ákveður sjálfur hvað hann þarf að fá fyrir vöruna og svo leggjum við ákveðna prósentu á, til þess að hafa fyrir kostnaði,“ útskýrir Elín og ítrekar að nytjahlutir séu að- alsmerki búðarinnar. „Þetta er nefnilega ekki gallerí,“ segir Sigrún Hrólfsdóttir, sem kemur aðvífandi. „Okkur finnst aðgreiningin milli myndlistar og gjafavöru almennt ekki nógu skýr og viljum skerpa skilin þar á milli. Þetta er bara búð – og þess vegna heitir hún Búðin.“ Í hinum gömlu hillum nýju búðar- innar kennir ýmissa grasa. Þar eru prjónaðar úlnliðshlífar, kokteiltöskur, bolir með púffermum, kjólar, prjóna- húfur, vængjaðir partísokkar, fjaðra- skraut í hárið, sólgleraugu, strigaskór, hreindýr, barnabækur, haglabyssa, eyrnalokkar … „Sumir hlutir eru eingöngu stemmningsgjafar og ekki til sölu, eins og gömlu barnabækurnar,“ útskýrir Elín og brosir. „Já, ætlaðir til þess að vekja tilfinningar og andrúmsloft,“ bætir Sigrún við. Þeir hlutir, ásamt innréttingunum, eru því eins konar akkeri Búðarinnar því vörurnar sjálf- ar koma og fara. „Hver hlutur er ein- stakur; við leggjum áherslu á frum- sköpun þótt nokkrir fjöldaframleiddir, innfluttir munir séu hér í bland og þá aðallega gamlir með söfnunargildi. Um leið og hlutur selst kemur annar í staðinn – gjarnan allt öðru vísi. Þess vegna er aldrei að vita við hverju má búast. Það finnst okkur svolítið skemmtilegt, að þetta sé síbreytilegt og aldrei sama vöruúrvalið frá degi til dags.“ Skemmtilegir nágrannar Auk þess að vera atvinnuskapandi fyrir hugmyndaríkt fólk og nokkurs konar kynningarmiðstöð um leið er Búðin hugsuð sem framlag til bætts mannlífs við Laugaveg. „Við erum all- ar úr miðbænum og langaði að gera eitthvað fyrir Laugaveginn, sem hefur átt pínulítið erfitt síðustu mánuði. Þetta er líka þannig búð að hún er sniðin að miðborgarstemmningu, mið- borgin er segulmagnaður staður og fólk kemur jafnt hingað til þess að hitt- ast, versla og skiptast á hugmyndum,“ segja Sigrún og Elín sem sjálfar skipta með sér afgreiðslunni ásamt Ragn- heiði. Í sumar verða starfsmenn á launum bak við búðarborðið, enda hafa þremenningarnir ýmsum öðrum hnöppum að hneppa í listum og lífi. Og Laugavegurinn hefur tekið vel á móti nýjunginni. „Við opnuðum 3. maí og þetta hefur farið ótrúlega vel af stað. Fyrstu dagana vorum við í vand- ræðum með að fylla hillurnar því það seldist alltaf allt strax. Nú eru sífellt fleiri að ranka við sér og átta sig á því að þeir geti komið hér með sína hluti – það skiptir engu máli hvort þeir eru menntaðir hönnuðir eða ekki. Þetta er vettvangur fyrir allt það sem er að gerast í grasrótinni,“ segja búðarkon- urnar. „Já, og allir hafa tekið þessu fagn- andi – segja að þetta sé eitthvað sem hafi vantað. Ferðamenn koma líka hérna mikið til þess að leita að Reykja- víkurstemmningunni frægu sem þeir hafa haft veður af í gegnum útrás ís- lenskrar tónlistar. Og þeir eiga einmitt að finna hana hér,“ áréttar Elín. Sigrún bendir einnig á að verslunar- eigendur á Laugaveginum fagni hverri nýrri verslun, enda sé fjöl- breytni styrkur. „Við erum mjög glað- ar með að fá Jón Sæmund hér hinum megin við götuna og lítum alls ekki á það sem samkeppni. Frekar sjáum við fyrir okkur samvinnu og tækifæri til að senda viðskiptavini á milli. Allir græða á því að hafa eitthvað skemmti- legt við hliðina á sér. Og því meiri sem fjölbreytnin er í mannlífi og verslun, því betra skynbragð ber fólk á mik- ilvægi fjölbreytileikans.“ Í Búðinni er enginn sími, en áhuga- samir geta haft samband eða lagt fram hugmyndir í gegnum netfangið xbud- inx@yahoo.co.uk. Nýjar vörur daglega Morgunblaðið/Arnaldur Búðin Gamlir glamúr- skór frá Banda- ríkjunum. Taska í glugga eftir Elínu Hansdóttur. Varningur í úrvali í hillum innréttingarinnar góðu. NEÐST við Skólavörðustíg hef-ur verið opnuð Verksmiðjan,best skilgreint sem sölugall- erí og samanstendur af sjö einingum, eða rekstraraðilum. Í húsinu var í ná- kvæmlega eitt ár starfrækt bókaút- gáfan Salka, þar til 4. apríl sl. að við bættust hönnuðir og listamenn sem setja nú bækur Sölku í nýtt og víðara samhengi. „Við vinnum út frá lífsstíl, í þá átt að betrumbæta mannlífið. Hluti af bókum Sölku eru sjálfsræktarbæk- ur og falla vel að heildarhugmyndum okkar, en við erum hönnuðir og lista- menn sem vinnum nær eingöngu úr náttúrulegum efnum,“ segir Rósa Helgadóttir, textílhönnuður, sem verður fyrir svörum í Verksmiðjunni ásamt Jóhönnu Svölu Rafnsdóttur, hönnuði. Hver og ein af konunum sem standa að Verksmiðjunni hefur skapað sér nafn eða vakið athygli fyrir verk sín, en samvinnan felst í því að þær skipta með sér afgreiðslu, sameinast um reksturinn og styðja hver aðra með ráðum og dáð. Þá segja þær í bí- gerð að fara út í samvinnuverkefni undir merkjum Verksmiðjunnar, svo sem á sviði bókagerðar og innanhúss- hönnunar. Í sæng með Laugaveginum „Eftir að hugmyndin að Verksmiðj- unni kom upp gekk allt ótrúlega fljótt fyrir sig. Ég held að við höfum allar verið í svipuðum hugleiðingum, án þess að vita hver af annarri, þannig að þetta smellpassaði. Okkur vantaði all- ar stað til þess að koma verkum okkar á framfæri,“ segir Jóhanna Svala. „Fimm okkar voru á sama tíma í Listaháskóla Íslands og þekktust það- an og svo leiddi eitt af öðru. Hildur Hermóðsdóttir hjá Sölku hafði fyrst samband við mig og svo stækkaði hóp- urinn hratt,“ bætir Rósa við. Hildur situr á skrifstofu sinni í bak- herbergi verslunarinnar, ásamt Krist- ínu Birgisdóttur, og tekur undir það sem fyrr hefur verið sagt um sam- starfið. „Okkur finnst þetta skemmti- leg viðbót. Það er vissulega óvenjulegt að blanda saman bókum og list en þetta fellur vel að okkar hugmyndum um mannrækt og um leið persónulegt samband við fólk sem hingað kemur. Salka var stofnuð til þess að gefa út bækur fyrir, um og eftir konur, en handa öllum. Það hefur gengið vel, við áttum tvær bækur á metsölulista Ey- mundssonar í sex vikur nú í vor, en við leggjum áherslu á vandaðar og gagn- legar bækur. Við erum með stóran út- gáfulista í ár, einar tuttugu bækur. Í fyrra gáfum við út íslensk náttúruljóð og þjóðsögur í enskri þýðingu til þess að mæta þörfum ferðamanna á nýjan hátt,“ segir Hildur. Ferðamenn hafa einmitt verið dug- legir við að sækja Verksmiðjuna að sögn hönnuðanna, enda íslensk hönn- un sennilega hvergi í betra úrvali en einmitt við Skólavörðustíginn. „Við er- um mjög ánægðar með að vera komn- ar á þennan stað til þess að efla enn frekar Skólavörðustíginn. Það er mik- ið búið að gera fyrir götuna og nú vant- ar bara að Íslendingar tengi hana í huganum meira við Laugaveginn, sem hefur hingað til verið hin hefðbundna göngugata. Í okkar huga er þetta ein heild,“ segja Rósa og Jóhanna og bæta við að viðtökur búðarinnar hafi farið fram úr vonum. „Hingað koma vegfar- endur á öllum aldri, Reykvíkingar, út- lendingar sem og aðrir, menningar- lega meðvitaðir eða listrænt þenkjandi. Sá hópur fer stækkandi sem eltir ekki einsleitu tískuna heldur leitast við að skapa sinn stíl. Hér er boðið upp á sérstakar vörur sem ekki fást annars staðar og eru ekki fjölda- framleiddar í hefðbundnum skilningi.“ Tilbrigði við hvíta náttúru Vöruúrvalið í Verksmiðjunni tekur til nytjahluta og myndlistar, auk bóka, og eru náttúruleg efni áberandi. Jó- hanna Svala selur boli sem upphaflega voru útskriftarverkefni hennar í LHÍ og vöktu þar slíka athygli að farið var út í framleiðslu. Á framhlið bolanna eru þrykkt hugtök á barnamáli, ásamt skýringum og mynd af fyrirbærinu sem við er átt. Útskriftarverkefni Rósu endaði einnig sem söluvara, ullartöskur með blúndum. Rósa gerir líka gúmmítösk- ur og á heiðurinn af rammíslenskum bolum ásamt Unni Knudsen í Kirsu- berjatrénu. „Þetta eru bolir í svörtu, hvítu og kremhvítu, ýmist með götu- korti af 101 Reykjavík, landakorti af Íslandi eða ljósmynd af nafla í nafla- stað,“ útskýrir Rósa og flettir bolun- um á fataslánni. Þar hanga líka ull- arkjólar eftir hana og treflar sem hún segir að seljist allan ársins hring. „Svo er með okkur Helga Kristrún Hjálmarsdóttir myndlistarkona sem við kjósum að kalla líka hönnuð, enda er heilmikil hönnun í myndunum hennar. Hún vinnur mikið með hvíta litinn, hreinleikann, áferð og birtu,“ segir Rósa og tekur upp alhvíta lands- lagsmynd til skýringar. „Ragnheiður Guðmundsdóttir og Þorbjörg Valdimarsdóttir textílhönn- uðir vinna saman undir merkinu R3&T9. Þær vinna eingöngu með náttúruleg efni og gera gardínur, lampa, flíkur og fleira. Þá er hér líka Anna Guðmundsdóttir textílhönnuður sem býr til fatnað og fylgihluti, meðal annars vinnur hún út frá íslenska laufabrauðsmynstrinu eins og sjá má í þessum armböndum,“ segja Rósa og Jóhanna og benda á svört leðurbönd. „Og svo er með okkur Rebekka Rán Samper sem er myndlistarkona, hönn- uður, skúlptúristi og á einnig að baki verk í fatahönnun. Hún hannar silfur- skartgripi, sem prýða galleríið.“ Tímakaupið er ekki hátt Aðspurðar telja Rósa og Jóhanna verslunina ekki dýra, þótt sínum aug- um líti vissulega hver á silfrið. „Íslensk hönnun er að mínu mati alltof ódýr,“ segir Rósa. „Það verður að minnsta kosti enginn feitur af því að selja sína muni.“ „Já, við erum gjarnan að gefa vinn- una okkar – tímakaupið er í það minnsta ekki hátt þegar allt kemur til alls,“ bætir Jóhanna við og bendir á að ýmsir séu reiðubúnir að borga hátt verð fyrir frumgerðir hluta, nýja hönnun, einstaka muni. Aðrir miði allt- af við fjöldaframleiðsluna og hafi því annars konar verðmætamat. „Hér ræður sköpunargleðin ríkjum – svo koma verðmiðarnir. En við sjáum samt sem áður fram á að geta séð fyrir okkur með þessum rekstri og þeim tækifærum sem af þessu leiða. Þetta lofar að minnsta kosti góðu eftir fyrsta mánuðinn og við erum bjartsýn- ar,“ segir Rósa. Hálsmen og eyrnalokkar með ull eftir Rebekku Rán Samper. Verksmiðjan Útskriftarverkefni Rósu, ullartöskur með blúndum, endaði sem söluvara. Morgunblaðið/Arnaldur Kjóll eftir Ragnheiði og Þorbjörgu, undir merkjum R3&T9. Náttúrulega ný hönnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.