Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í VESTURBÆNUM leynastmargar gersemar og páfa-gaukarnir Mollí og Olli eru sannarlega gullin hennar Gunnhild- ar á Framnesveginum. Þessi litríki fiðurfénaður er alsæll að viðra sig í góða veðrinu úti í garði og það fer ekkert framhjá hverfinu þegar þau tvö þenja sig. Hljóðin skera í eyr- un. Mollí og Olli eru miklar fé- lagsverur og kalla sitt sérstaka „hæ“ til þeirra sem voga sér að ganga framhjá án þess að veita þeim athygli. Gunnhildur segir þau skötuhjú hafa mikla þörf fyrir fé- lagsskap en þau eru nokkuð ólíkar persónur. „Hún er miklu frekari en hann og rífur miskunnarlaust af honum matinn þar til hann fer að gráta. Hann er ósköp lítill í sér og vill allt fyrir hana gera og er óþreytandi við að mata hana á góð- gæti enda er hún miklu stærri og feitari en hann. Þau eru reyndar ennþá blessuð börn, hún er rétt að verða fjögurra ára en hann verður sex ára í október,“ segir Gunnhild- ur sem vonast til að þau eignist saman afkvæmi þegar þau verða kynþroska um átta ára aldur. „Þessi tegund af fuglum parar sig fyrir lífstíð og þar sem þau hafa ekki úr öðru að moða en hvort öðru í makavali held ég að þetta hljóti að ganga upp, enda hefur þeim komið vel saman frá því þau hittust fyrst.“ Tala, hlæja og dansa Mollí og Olli eru svokallaðir Macaw-fuglar af tegundinni Ara Ararauna og koma frá norðan- verðri Suður-Ameríku en Gunn- hildur eignaðist þau þegar hún bjó í Danmörku á sínum tíma. Þegar fjölskyldan flutti heim þurftu fugl- arnir reglum samkvæmt að vera í sóttkví í átta vikur eftir að þau komu til Íslands. Gunnhildur segist eiga góða nágranna sem taki fugl- unum vel og krakkarnir í götunni séu spenntir fyrir þeim. En er eng- in hætta á að þau Mollí og Olli fljúgi burt þegar þau eru svona laus úti í garði? „Nei, ekki lengur, ég klippti af þeim flugfjaðrirnar um síðustu páska. En Mollí hefur týnst tvisvar sinnum og stefndi þá út á haf. En hún sneri til baka og við fundum hana við slippinn, þekktum í henni hljóðin,“ segir Gunnhildur sem fer stundum út í búð með gaukana sína sitjandi á öxlinni. „Við Rúnar mað- urinn minn förum líka í lengri göngutúra með þau og þeim finnst óskaplega gaman að fara niður að höfn.“ Hún hefur verið iðin við að kenna þeim að tala og þau eru fljót að læra. „Þegar þau eru inni og heyra í krökkum úti, þá kalla þau „krakkar“ og þau kalla líka „hæ Lotta“ þegar þau sjá ketti, því kis- an okkar heitir Lotta. Mollí er dug- leg við að herma eftir orðum og hljóðum en Olli ígrundar betur hvað hann segir. En þau hlæja bæði alveg eins og ég.“ Ekki er nóg með að fiðruðu börnin hennar tali og hlæi, þau dansa líka og dilla sér í takt við tónlist. „Fyrst dönsuðu þau bara ef ég söng „Dansi dansi dúkkan mín“, en nú eru þau farin að dilla sér við önnur skemmtileg lög sem við spilum og Mollí syngur með á fullu þegar uppáhaldslögin hennar hljóma en ég verð að játa að hún hefur ekki sérlega fallega söngrödd. Mér líkar betur þegar hún flautar með harmonikkulög- um.“ Skaðræðis goggar Mollí og Olli lifa sældarlífi og eru aldrei lokuð inni í búri. Þau eiga sérherbergi fyrir sig niðri í kjallara þar sem þau eru laus ásamt litlum gára sem er mikill vinur þeirra. Þessi væntanlegu fuglahjón eru stór og stæðileg, vega um eitt og hálft kíló hvort og þurfa því sitt. „Þau borða mikið af sólblóma- fræjum, hnetum, grænmeti og ávöxtum. Þeim finnst voða gott að fá samloku með osti og tómatsósu og við gefum þeim kjöt og fisk einu sinni í viku. Þau eru dálítið fyndin þegar þau halda á kjúklingalæri og naga af nautn.“ Goggur svo stórra fugla er stór og beittur og þeir klippa auðveldlega í sundur tveggja millimetra vír. Gunnhildur játar að þónokkur skemmdarvargur búi í Mollí og Olla. „Þau skemma föt, klippa tölurnar af og rústa renni- lásum. Þau eyðilögðu líka rándýrt Fána gæludýra er fjöl- breytt og víst þykir hverjum sinn fugl fag- ur. Kristín Heiða Krist- insdóttir hitti háværa páfagauka sem voru að sóla sig ásamt fóstru sinni, Gunnhildi Ás- mundsdóttur. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Gaukar í garði Mollí var gagntekin af forvitni þegar myndavélin nálgaðist. EF til vill líður ekki á löngu þartil tölvuleikir verða efstir á af- mælis- og jólagjafaóskalistanum hjá ömmu og afa eða öldruðum ætt- ingjum, en ekki mjúkir pakkar með náttfötum, sokkum eða öðrum leið- inda nauðsynjum. Þótt sífellt sé amast yfir að ungviðið sé lon og don í tölvuleikjum og þeim fundið flest til foráttu, meðal annars taldir lítt andlega uppbyggilegir og stuðla að aukinni kyrrsetu, er annað uppi á teningnum þegar gamalt fólk á í hlut. Að minnsta kosti samkvæmt niðurstöðum nýlegrar skoskrar rannsóknar, sem leiddi í ljós ótví- ræðan ávinning tölvuleikja fyrir gamla fólkið. Aukin einbeiting, betri samhæfing hreyfinga, meiri fingrafimi og þverrandi gigt voru helstu kostir, sem nefndir voru til sögunnar. Sérfræðingar spá því að tölvu- leikir skáki senn bingói og keilu sem vinsælasta dægradvöl elstu kynslóðarinnar í Bretlandi. Þeir benda á að tölvuleikir geti rofið ein- angrun gamals fólks, sem þori vart frá heimilum sínum vegna aukinnar glæpatíðni. „Grái“ markaðurinn er óplægður akur hjá framleiðendum að mati aðstandenda þessarar þriggja ára rannsóknar, sem fjármögnuð er af skoskum menntasamtökum. Þeir hyggjast upplýsa tölvuleikjahönn- uði og framleiðendur um niðurstöð- urnar þegar þær liggja endanlega fyrir á næsta ári. „Markhópurinn var upphaflega harður kjarni, en nú er fólk óðum að sjá margvíslegt gildi tölvuleikj- anna utan skemmtanagildisins,“ er haft eftir forsvarsmanni rannsókn- arinnar í The Sunday Times. Rannsóknin kostaði samsvarandi um 70 milljónum íslenskra króna og tók til meira en 350 aldraðra, sem spurðir voru um tölvueign, tölvunotkun og fleira þar að lút- andi. Í ljós kom að 67% áttu tölvu og af þeim viðurkenndi helmingurinn að hafa spilað tölvuleiki. Til að mæla áhugann voru fjörutíu, 59 til 84 ára, þátttakendum í rannsókn- inni gefnar nýjustu græjurnar, þar á meðal Nintendós Gamecube, So- nýs PlayStation 2 og Segás Dream- cast. Næstum allir sökktu sér djúpt niður í viðfangsefnið, en voru þó ekki sammála um ágæti leikjanna að öllu leyti. Sumir kvörtuðu um að of mikill hávaði væri í þeim og aðrir sögðust ekki skilja leiðbeining- arnar almennilega. Ef tölvuleikir verður helsta tóm- stundaiðja aldraðra, má ætla að þeir fái meiri frið við iðju sína en margt ungmennið. Altént eru engir foreldrar til að segja þeim að snauta út að leika sér í stað þess að eyða tímanum í fánýta tölvuleiki. Gott fyrir gamalt fólk TÖLVULEIKIR OPTI L- ZINC H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Öflugt gæðazink FRÁ HEFILLINN, eitt helstaþarfaþing trésmiða, átti þátt í tilurð ostaskerans, sem nú þykir ósmissandi á flestum heimilum. Hugmyndin fæddist á heitum sum- ardegi í trésmíðaverkstæði Thors Bjørklunds í Lillehammer í Noregi árið 1925. Eins og venjulega hlakkaði Bjørklund svolítið til að sjá hvað konan hans hafði útbúið handa honum í nesti. Í nestisboxinu reyndust vera fjórar brauðsneiðar með goudaosti eins og Bjørklund þótti alla jafna góður kostur. Nú brá hins vegar svo við að osturinn hafði bráðnað í hitanum og var heldur ógirnilegur á að líta. Til að þurfa ekki að borða ostinn svona í einni kássu reyndi Bjørk- lund fyrst að skera hann í sneiðar með tiltækum smíðatólum; fyrst með hnífi áður en hann greip til sagarinnar. Báðar aðferðirnar reyndust vita gagnslausar. Bjørk- lund skimaði í kringum sig, kom auga á hefil, sem hann hafði rétt áður notað til þess að slípa nokkra Osta- skeri frá Lillehammer Saga hlutanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.