Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 13.06.2003, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚNÍ 2003 B 7 þráðlaust lyklaborð sem við vorum nýbúin að kaupa okkur og við þurf- um að fylgjast vel með þeim þegar þau eru úti í trjánum því þau saxa greinarnar niður sér til gamans.“ Eins og börn Mollí hefur alla tíð verið gæf enda var hún handalin frá því hún var nýskriðin úr eggi, þ.e.a.s. for- eldrar hennar höfnuðu henni svo mannfólkið þurfti alfarið að sjá um hana. En Olli ólst aftur á móti upp með fuglunum foreldrum sínum og það tók hann eitt og hálft ár að verða dús við mannfólkið. „Mollí er miklu kelnari og henni finnst gaman að vera uppi í sófa eða rúmi og láta hnoðast með sig, þá steypir hún sér kollhnís, leggst á bakið og lætur klóra sér á mag- anum. Þau eru eiginlega spegil- mynd af okkur hjónunum, hún er brussa eins og ég en hann er fín- legur og varkár eins og Rúnar.“ Rúnar er sjómaður og þegar hann er í landi verða þau pabbasjúk og vilja að hann sé hjá þeim öllum stundum. Þau eru reyndar að mörgu leyti eins og börn og þegar þau eru orðin þreytt á kvöldin hleypur svefngalsi í Mollí og hún kjaftar út í eitt en það slaknar á Olla og hann segir „Olli lúlla“. Gunnhildur og Rúnar eru barn- laus og segja Mollí og Olla vera sín börn. En fuglar þessarar tegundar geta orðið allt að sjötíu ára gamlir ef allt gengur vel og „við Rúnar ætlum að taka þau með okkur á elliheimilið þegar sá tími kemur“, segir Gunnhildur að lokum. Suðrænu skötuhjúin Olli og Mollí láta sólina verma sig í bakgarðinum. khk@mbl.is Ný sending af galla- buxum Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. iðunn tískuverslun MAC Laugavegi 52, sími 562 4244 Eina verslunin á Íslandi sem selur vörur frá Rosenthal Andy Warhol’s Blue Horse Laugavegi 52, sími 562 4244 Eina verslunin á Ísla di em selur vörur frá Rosenthal Brúðhjónalistar Sjúkra-, aðhalds-, flug- og nudd- sokkar. Græðandi, losar þig við fótrakann SOLIDEA BAS ET COLLANTS SMELLUR sumarsins í New York– borg hinna skóóðu kvenna samkvæmt sjónvarpsþættinum Sex and the City – virðist ætla að verða sandalar með hæl. Um er að ræða einfaldar töfflur; band greinir stórutá frá hinum tásunum og kvísl- ast svo í tvö bönd sem fest eru í sól- ann á köntunum, en það sem gerir sandalana sérstaka er hællinn. Er skónum því í senn ætlað að innleiða virðuleika á ströndina og strand- stemmningu í siðmenninguna. Og amerískar konur virðast vel með á nótunum því skórnir hafa verið rifnir út með látum á vordögum. Fjögurra ára meðganga Ekki hafa áður verið framleiddir hælasandalar af þessum toga, sök- um þeirrar einföldu ástæðu að verkkunnáttuna hefur vantað. Og hugmyndasmiðirnir að baki hinni spánnýju tegund ráku sig á sama vanda. „Hönnunarferlið ætlaði eng- an enda að taka,“ er haft eftir skó- hönnuðinum Miröndu Morrison á breska vefmiðlinum Telegraph. Samstarfskona hennar, Kari Siger- son, fékk hugmyndina að skónum fyrir fjórum árum og síðan þá hafa þær gengið á milli framleiðenda í leit að leiðum til þess að raungera hugmyndina. En fyrstu tilraunirnar gáfu ekki annað af sér en frumgerð sem á voru límd varnaðarorðin: „Ekki stíga of þungt niður!“ „Vandamálið lá í stöðugleik- anum, við fundum ekki smíði sem þoldi líkamsþunga venjulegrar manneskju,“ segir Morrison og bætir við að fáir hafi haft trú á til- tækinu, jafnvel lýst yfir að það væri ekki fyrirhafnarinnar virði. En stöllurnar gáfust ekki upp og kynntu sér stígvélagerð í Þýska- landi, plastþynnuverksmiðjur í Egyptalandi og allt þar á milli þar til leitin bar þær til ítalska fyr- irtækisins Vibram sem framleiðir skósóla sem taldir eru þeir bestu í heimi. „Þeir boðuðu okkur á fund og gáfu okkur færi á að ræða við þróunarteymi sín. Reyndar voru allar þær samræður á ítölsku og tæknistigið langt fyrir ofan okkar skilning. Það var býsna svimandi reynsla,“ bætir Morrison við. En öll vandamál voru á endanum yfirstigin, galdurinn fólst í því að steypa gúmmíið í eitt mót þannig að hællinn yrði hluti af sjálfum skón- um. Ýmsar aðrar ráðstafanir voru gerðar, þar sem við sögu komu pólýkarbónat, fljótandi gúmmí í sprautum og fleira af iðntækni- legum toga sem ekki verður farið út í hér. Táraflóð á virkum degi Hins vegar er framleiðsla sand- alanna tímafrek, þar sem hvert mót þarf að þorna í 24 klukkustundir þegar skipt er um liti. Ítalirnir vinna því myrkranna á milli þessa dagana til þess að mæta eftirspurn- inni sem nú þegar er gríðarleg. „Þeir framleiða 2.500 pör á viku en það er ekki nærri nóg. Þegar við sendum 300 fyrstu pörin í búðina okkar í New York kláruðust þau á tveimur og hálfum tíma. Biðröð myndaðist fyrir utan dyrnar og sumar konur brustu í grát þegar þær komust að því að upplagið var uppselt.“ Morrison og Siegerson reka skó- og töskuverslanir í New York, Los Angeles og London, en í sumar hafa þær ákveðið að opna sérstaka búð í New York fyrir hælasandalana. „Ég býst við því að þetta sé einfald- lega sumarið okkar. Þetta eru rétt- ir skór á réttum tíma á réttu verði,“ segir Morrison, en hvert sand- alapar er selt á liðlega átta þúsund íslenskar krónur. Hinir sveigj- anlegu gúmmísandalar fást í sjö lit- um, hvítum, svörtum, brúnum, app- elsínugulum, rauðum, bleikum og skærgrænum og því ættu allir að finna par við hæfi. Innan skamms verður opnuð heimasíðan www.sig- ersonmorrison.com, skóverslunin í New York er við Prince Street og í London við Westbourne Grove. SANDALAR MEÐ HÆL Tveggja kvenna kraftaverk Réttir skór á réttum tíma; sum- arsandalar með hæl. LJÓSMYNDIR mbl.is viðarbúta, mundaði hann á ostinn og tókst ætlunar- verkið, þ.e. að sneiða ost- inn. Bjørklund var þó ekki alls kost- ar ánægður, enda bæði erfitt og óhandhægt að beita svona stóru og klunnalegu verkfæri á lítinn mat- arbita auk þess sem það gat engan veginn rúmast almennilega í venjulegu eldhúsi. Hann ákvað að búa til smærra verkfæri til þess- ara nota á heimilum og lagði höf- uðið í bleyti yfir nótt. Í morgun- sárið var hann með hugmynd í kollinum, sem hann hófst þegar í stað handa við að útfæra. Lausnin fólst í þunnri stálplötu, sem hann skar í ílangt gat, sveigði plötuna niður á við öðrum megin við gatið og upp á við hinum meg- in. Með þessu móti tókst honum að skera ostinn í snyrtilegar sneiðar og uppskar mikla aðdáun ná- granna og vina fyrir afrekið. Pantanirnar streymdu inn og Bjørklund sá sér þann kost vænstan að sækja um einkaleyfi fyrir upp- finningunni, sem hann og fékk síðar á árinu. Framleiðslan hófst fyr- ir alvöru árið 1927. Fyr- irtækið Bjørklund & synir er ennþá það eina í Noregi sem framleiðir ostaskera. Frá stofnun þess hafa 50 milljónir ostaskera farið á markað út um allan heim frá verksmiðjunni í Lillehammer. Framleiðslan sam- anstendur einnig af ostahnífum, rifjárnum og hnífapörum fyrir sal- at, kökur, fisk o.fl. Samtals eru framleiddar þar 1,6 milljónir stykkja á ári og eru ostaskerar þriðjungur framleiðslunnar. Fyrirtækið Bjørk- lund og synir hefur framleitt um 50 milljónir ostaskera.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.