Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 1
Þetta er Maus Tíu ár, fimm plötur og fjórir góðir vinir Fólk 60 „Það er bara svo gaman að búa til músík“ Lesbók 8 Sigurför Sigur Rósar Nýting sjávarfangs Hvaða áhrif hefur fiskur á sjúkdóma? Úr verinu 13 MEÐLIMUR Hamas, róttækra heittrúar- samtaka Palestínumanna, féll og 26 manns særðust í flugskeytaárás Ísraelshers á bif- reið í Gazaborg í gærkvöld. Að sögn lækna á al-Shifa sjúkrahúsinu voru átta börn meðal þeirra sem særðust í árásinni og voru þrjú þeirra alvarlega særð. Heimildarmenn AFP segja ísraelskar orrustuþyrlur hafa skotið þremur flug- skeytum að bíl í Gazaborg með þeim afleið- ingum að Adel al-Lidawi, 26 ára gamall liðs- maður Hamas-hreyfingarinnar, lét lífið. Fjórir voru í bílnum sem varð fyrir árásinni. Fjöldi fólks var að yfirgefa moskur í borg- inni að loknu bænahaldi er árásin var gerð. Ísraelski herinn hefur staðfest að hann hafi staðið að árásinni en segir þá sem fyrir árásinni urðu hafa verið að búa sig undir að skjóta heimatilbúnum flaugum á ísraelsk skotmörk. Sharon vill vopnahlé Ísraelskar herþyrlur skutu einnig nokkr- um flugskeytum á hús palestínsks manns sem grunaður er um að vera liðsmaður Hamas í annarri árás í gærkvöld. Enginn slasaðist en að sögn vitna er húsið mikið skemmt. Flugskeytaárásin var sú sjöunda sem Ísraelsher gerir á Gazasvæðinu á þremur dögum. Að sögn palestínskra heimildarmanna AFP fór háttsettur aðstoðarmaður Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, fram á vopnahlé við herskáa Palestínumenn seint í gærkvöld. Þeir segja skilmála vopnahlésins að það standi í þrjá daga til að byrja með og taki jafnt til tilræða Ísraels við Hamas-liða og árása Palestínumanna á Ísrael. Reuters Særð palestínsk stúlka færð undir lækn- ishendur eftir árásina í gærkvöld. Enn nýjar árásir á Gaza Einn Hamas-liði féll og 26 særðust í fyrri árásinni Gazaborg. AFP. KANADÍSKA sjávarútvegsfyrir- tækið Clearwater og Sanford á Nýja-Sjálandi eiga nú í viðræðum um kaup á 12,5% hlut hvort félag í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Erlendu kaupendurnir vonast eftir því að niðurstaða fáist á næstu tveimur vikum. John Risley, aðaleigandi Clear- water, staðfesti í samtali við Morg- unblaðið að þessi tvö fyrirtæki hefðu mikinn áhuga á að kaupa hlut í Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna, viðræður stæðu yfir og vonaðist hann til niðurstöðu innan tveggja vikna. Hann vildi ekki segja við hverja væri rætt um söluna, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Íslands- banki haft milligöngu í þessum umræðum. Íslandsbanki á ríflega 17% í SH og er þriðji stærsti hluthafinn. Þá á Fjárfestingarfélagið Straumur ríf- lega 10%, en það er að hluta til í eigu Íslandsbanka. Stærsti hlut- hafinn er Landsbankinn með ríf- lega fjórðung og Burðarás með tæplega fimmtung. Miðað við gengið 5,10 á hluta- bréfum í SH, að síðustu kauptilboð voru 5,05 og sölutilboð 5,15, gæti verðmæti þessa hlutar numið um tveimur milljörðum króna. John Risley sagði í samtali við Morgun- blaðið að áhugi Clearwater og San- ford byggðist á því að Sölumið- stöðin væri afar öflugt fyrirtæki með sterka alþjóðlega stöðu á fisk- mörkuðunum og því væri eftir miklu að slægjast fyrir fyrirtækin að eignast hlut í SH. Þess má geta að leiðir þessara þriggja félaga, SH, Clearwater og Sanford, liggja saman í í sjávarút- vegsrisanum Fishery Products International á Nýfundnalandi. Öll eiga þau um 15% hlut í félaginu og eru því þar með nokkuð ráðandi stöðu. Það munu vera hugmyndir þessara þriggja félaga, verði af kaupunum, að nota Sölumiðstöðina sem eins konar útrásarfélag á alþjóðlegum mörkuðum. Erlendir aðilar vilja 25% hlut í Sölumiðstöðinni Íslandsbanki hefur milligöngu í við- ræðum við Clearwater í Kanada og Sanford á Nýja-Sjálandi um kaupin                  !      " ! #$# % $&'& # ( !)   # " %#  ! #  !) *!+ % ,#        - BANDARÍSKIR hermenn felldu 27 Íraka sem réðust á skriðdreka norðan við Bagdad í gær og alls hafa um hundrað stuðningsmenn Saddams Husseins, fyrrverandi Íraksforseta, fallið síðustu daga í umfangsmiklum hernaðaraðgerðum banda- ríska hernámsliðsins í Írak. Hermenn handtóku einnig 74 menn sem lýst var sem hugsanlegum stuðningsmönnum hryðjuverka- samtakanna al-Qaeda norðan við borgina Kirkuk í norðanverðu landinu á fimmtudag. Talsmaður Bandaríkjahers sagði þó að enn væri ekki vitað hvort þeir tengdust al-Qaeda. Þúsundir banda- rískra hermanna hafa tekið þátt í fjögurra daga aðgerðum sem miða að því að brjóta á bak aftur vaxandi andstöðu stuðningsmanna Saddams Huss- eins norðan við írösku höfuðborgina. Bandaríska herstjórnin sagði að „skipulagður hópur“ hefði ráð- ist á skriðdrekana úr launsátri með sprengjum nálægt bænum Balad, um 56 km frá Bagdad. Ekki kom fram hvort mannfall hefði orðið í liði Banda- ríkjamanna. Richard B. Myers, forseti bandaríska herráðs- ins, sagði að verið væri að kanna upplýsingar frá leyniþjónustumönnum um að „erlendir vígamenn“ kynnu að hafa verið í meintum þjálfunarbúðum hryðjuverkamanna sem bandarískir hermenn réð- ust á norðvestan við Bagdad í fyrradag. Embættis- maður í Washington sagði að hermennirnir hefðu fellt um 70 menn í áhlaupinu og flestir þeirra væru taldir vera frá öðrum löndum en Írak. Er þetta fyrsta vísbendingin frá 1. maí um að sjálfboðaliðar frá öðrum arabaríkjum séu enn í Írak. Arabíska dagblaðið Al-Quds Al-Arabi birtir í dag bréf sem Saddam Hussein er sagður hafa skrifað. Þar er árásum í þeim löndum sem taka þátt í her- náminu hótað fari ekki „allir erlendir borgarar og þeir sem komu með hernámsliðinu“ fyrir 17. júní. Hafa fellt um hundrað stuðningsmenn Saddams Balad. AP, AFP.  Um 400 manns/16 EINN mikilvægasti efnis- þátturinn í lakkrís hefur reynst merkilega vel gegn veirunni sem veldur heil- kennum alvarlegrar og bráðrar lungnabólgu, HABL, í tilraunum er gerðar voru á rannsóknastofu. Kem- ur þetta fram í niðurstöðum þýskrar rannsóknar sem birtar eru í dag í breska læknaritinu The Lancet. Glycyrrhizin er efna- samband unnið úr lakkrísrót og hefur áður verið prófað sem mótefni gegn veirum. Það reyndist duga vel til að koma í veg fyrir að HABL- veiran fjölgaði sér, segja höfundar rannsóknarinnar. Glycyrrhizin dugði mun betur en fjögur önnur hefð- bundin efnasambönd sem notuð eru til að koma í veg fyrir að veiru- og krabba- meinsfrumur fjölgi sér. Aðeins er um að ræða frumrannsókn, og mun víð- tækari rannsókna er þörf á bæði því hvort óhætt sé að beita þessu efnasambandi og einnig áhrifum þess, áður en hægt verður að fullyrða að glycyrrhizin lækni HABL. Engu að síður eru niður- stöðurnar það jákvæðar að líta ber á þetta sem mögu- lega aðferð í baráttunni við sjúkdóminn, segja höfundar rannsóknarinnar. Lakkrís- rót gegn HABL París. AFP. STOFNAÐ 1913 159. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is ÍTALSKUR ekill kælir sig með því að hella yfir sig vatni á Péturstorgi í Róm í gær á meðan hestur hans horfir löngunaraugum á. Hitabylgja er nú á Ítalíu og varð hitinn mestur 32 gráður en svo heitt hefur ekki verið í júnímánuði á Ítalíu frá því á átjándu öld. Reuters Mesti hiti á Ítalíu frá því á 18. öld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.