Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 2
LANDSMÓT íslenska skólalúðra- sveita var sett síðdegis í gær á Ráðhústorginu á Akureyri, en 700 ungmenni á aldrinum 9-18 ára koma saman í höfuðstað Norðurlands um helgina á lands- mótinu. Um er að ræða 12 lúðra- sveitir, hvaðanæva af landinu. Sveitirnar komu gangandi að torginu; niður Gilið svokallaða, Kaupvangsstræti, og út göngu- götuna, Hafnarstræti og gengu fylktu liði að setningarstaðnum við undirleik Lúðrasveitar Tón- listarskóla Reykjanesbæjar; hún lék Öxar við ána með miklum til- þrifum. Í dag spila sveitirnar víðsvegar um bæinn, kl. 14 munu lúðra- sveitir skipaðar þeim sem skemmst eru komnir halda tón- leika í Íþróttahöllinni en eldri blásarar kl. 17.45. Á morgun, sunnudag, er ætlunin að halda tónleika á Ráðhústorginu ef veð- ur leyfir en annars verða þeir haldnir í Íþróttahöllinni. Klukkan 14 mun Lúðrasveit Æskunnar, sem er úrval úr skólalúðrasveit- um landsins, spila en stjórnandi hennar er norski gestastjórnand- inn Kjell Seim. Þá mun Blás- arasveit Tónlistarskólans á Ak- ureyri ásamt meðlimum úr Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar frumflytja nýtt verk fyrir lúðrasveit eftir Jón Hlöðver Áskelsson sem hlotið hefur nafnið Sytra og er samið í minningu Ás- kels Jónssonar, föður Jóns. Mótinu lýkur svo með því að lúðrasveitirnar leika allar saman nokkur lög; alls tæplega 700 krakkar. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Félagi í Lúðrasveit Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar spilar Öxar við ána á Ráðhústorginu á Ak- ureyri í gær. Lúðrarnir þeyttir á Akureyri 700 krakkar hvaðanæva af landinu eru mættir á landsmótið á Akureyri. Þessir krakkar eru af Seltjarnarnesi eins og sjá má á myndinni. FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VILJA KAUPA 25% Í SH Kanadíska sjávarútvegsfyr- irtækið Clearwater og Sanford á Nýja-Sjálandi eiga nú í viðræðum um kaup á 12,5% hlut hvort félag í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Er- lendu kaupendurnir vonast eftir að niðurstaða liggi fyrir í viðræðunum á næstu tveimur vikum. Afskrifa 452 milljónir króna Í fyrra afskrifaði Byggðastofnun endanlega veitt lán að upphæð 452 milljónir króna. Stærsti hluti lán- anna var veittur á árunum 1997 til 2000. Í ársskýrslu stofnunarinnar, sem lögð var fram á ársfundi í gær, segir að áfram muni verulega reyna á afskriftarreikninginn í ár. Á heimstími með síld Síld úr norsk-íslenska síldarstofn- inum veiðist nú innan íslensku lög- sögunnar norðaustur af Langanesi. Ólafur Einarsson, skipstjóri á Faxa RE, var á heimstími með fullfermi í gærkvöldi og sagði síldina stóra og fallega. Hún hefði ekkert gengið og það tekið áhöfnina um einn og hálfan sólarhring að fylla bátinn. Ísraelsmenn vilja vopnahlé Ísraelsher gerði seint í gær tvær flugskeytaárásir á Palestínumenn á Gazaströnd með þriggja klukku- stunda millibili. Meðlimur Hamas, heittrúarsamtaka Palestínumanna, féll í annarri árásinni og 26 særðust, þar á meðal börn. Palestínskir heim- ildarmenn AFP segja háttsettan að- stoðarmann Ariels Sharons, for- sætisráðherra Ísraels, hafa farið fram á vopnahlé í gær. L a u g a r d a g u r 14. j ú n í ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Þjónustan 35 Viðskipti 12/13 Viðhorf 36 Erlent 16/19 Minningar 37/45 Höfuðborgin 20/21 Kirkjustarf 46 Akureyri 22 Bréf 48 Suðurnes 23 Myndasögur 48 Árborg 24 Staksteinar 50 Landið 25 Dagbók 50 Heilsa 26 Íþróttir 52/55 Neytendur 27 Leikhús 56 Úr Vesturheimi 28 Fólk 56/61 Listir 29 Bíó 58/61 Umræðan 30/36 Ljósvakamiðlar 62 Forystugrein 32 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablaðið Hótel Búðir. Blaðinu er dreift um allt land. MANNABEIN sem fundust í húsvegg á Vitastíg í Reykjavík í síðasta mánuði og greint var frá hér í blaðinu 3. júní eru hugsanlega komin úr kirkju- garði í Haffjarðarey á Snæfellsnesi. Læknanem- ar sem voru þar í heimsókn snemma á síðustu öld náðu í bein úr garðinum sem sjórinn var tekinn að róta upp. Frá þessu segir í greinarkorni í blaðinu Hótel Búðir sem fylgir Morgunblaðinu í dag. Lagði klerkur blátt bann við að þeir hreyfðu við mannabeinunum Við endurbætur á húsinu við Vitastíg 20 fund- ust mannabein; lærleggur, sköflungur og upp- handleggur, og komu eigendur hússins þeim í hendur lögreglu. Verður reynt að ákvarða aldur og kyn en niðurstöðu er ekki að vænta fyrr en líður að hausti. Í Búðablaðinu segir að Þórður Pjetursson hafi keypt húsið við Vitastíg alveg nýtt af þeim sem reistu það. Bróðir hans, Árni Pjetursson, sem fæddur var árið 1899, lagði stund á nám í lækn- isfræði og bjó á háskólaárum sínum í téðu húsi. Segir svo um Árna í greininni áðurnefndu: „Árni Pjetursson var eins og aðrir læknanem- ar sólginn í að skyggnast inn í heim anatómíunn- ar til þess að öðlast dýpri skilning á arkitektúr mannslíkamans. Hann og félagi hans, Bjarni Guðmundsson, síðar læknir á Patreksfirði, hugs- uðu sér því gott til glóðarinnar þegar þeir fréttu af uppblæstri í kirkjugarði í prófastsdæmi séra Árna Þórarinssonar að Stóra-Hrauni á Snæfells- nesi. Séra Árni var móðurbróðir Árna læknanema og þegar þeir vinirnir komu í óvænta heimsókn og báru upp erindi sitt lagði klerkurinn blátt bann við því að þeir hreyfðu við mannabein- unum. Ungu mennirnir létu þó ekki segjast og læddust í skjóli nætur út úr prestshúsum. Þeir tóku sér hesta því talsverður spölur var til áfangastaðar, sem var drungalegur kirkjugarð- urinn í Haffjarðarey í Eyjahreppi. Þurftu þeir að gæta sjávarfalla til þess að komast í garðinn og heppnaðist það vel. Sjórinn var í óðaönn að róta upp þeim beinum er í garðinum hvíldu og kom- ust hinir námfúsu menn því í „feitt“. Um morguninn kom séra Árni að máli við gest- ina og sagði að illa hefðu þeir farið að ráði sínu og myndu þeir hafa óhlýðnast honum, til hans hefði komið um nóttina kona og haldið um vinstri kjálkann og kvartað sáran yfir ónæðinu. Þetta kom flatt upp á læknanemana ungu þar sem ann- ar þeirra hafði fundið kjálkabein um nóttina og stungið í rassvasa sinn, en á heimleiðinni hafði hann dottið af baki og kjálkinn brotnað.“ „Beinin hans pabba“ Í greininni í Búðablaðinu segir svo um hvernig lesandi Morgunblaðsins tengdi beinin við um- ræddan kirkjugarð: „Beinin hans pabba … ég er viss um að þetta eru beinin hans pabba,“ æpti kona í Vesturbænum upp yfir sig og skutlaði Morgunblaðinu af alefli til undrandi eiginmanns síns. Þetta var 3. júní 2003 og hún hafði nýlokið við að lesa frétt sem sagði að mannabein hefðu fundist í húsvegg á Vitastíg 20.“ Beinin hugsanlega úr kirkjugarði á Snæfellsnesi VERULEGA mun reyna á afskriftareikning Byggðastofnunar í ár, að því er segir í ársskýrslu stofnunarinnar, en ársfundur henn- ar var haldinn í gær. Þar segir einnig að fyrirsjáanlegar séu miklar afskriftir á árinu, einkum í ferða- þjónustu. Framhald verði á því að Byggðastofnun þurfi að leysa til sín hótel á landsbyggðinni eins og á ár- unum 2001 og 2002. „Ljóst er að víða hefur verið farið offari í upp- byggingu gistirýmis á landsbyggð- inni og nýting almennt langt fyrir neðan það sem þörf var á,“ segir í ársskýrslunni. Í fyrra afskrifaði Byggðastofnun endanlega veitt lán að upphæð 452 milljónir króna. Stærstur hluti lán- anna var veittur á árunum 1997 til 2000. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði í ræðu að ekki væri unnt að beita sértæk- um úrræðum í hvert sinn sem vandi steðjar að. Staða sjávarbyggða víðs vegar um landið væri viðkvæm. Þvert á móti væri mikilvægt að til væri stuðningskerfi sem getur leyst úr brýnni þörf með almennum og gegnsæjum ráðum. Víða farið offari í upp- byggingu gistirýmis  Afskrifuð/6 Ársfundur Byggða- stofnunar haldinn í gær KONAN sem lést í umferðarslysi við Skálatún um kvöldmatarleytið á fimmtudag hét Sigurbjörg Bene- diktsdóttir. Hún var 53 ára. Sigurbjörg var til heimilis í Skála- túni og hafði dvalið þar frá barns- aldri. Slysið varð á hlaðinu í Skála- túni og vinnur lögreglan enn að rannsókn þess. Ranglega var sagt í blaðinu í gær að slysið hefði átt sér stað á Vesturlandsvegi og er beðist velvirðingar á því. Lést í umferðarslysi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.