Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 4
FRÉTTIR 4 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Netsalan ehf., Garðatorgi 3, 210 Garðabæ Sími 565 6241, 544 4210 - fax 544 4211, netf.: netsalan@itn.is Heimasíða: www.itn.is/netsalan. Opið á virkum dögum frá kl. 10–18. Opið laugardag 11-16 og sunnudag frá kl. 13-16 Epic 1906 9 fet. Verð kr. 798.000 með bremsum Í DAG HEFST PÖNTUNARSÖLUSÝNING á Lettmann kajökum og Nookie kajakfatnaði. Verð sem ekki hafa sést áður! BERIÐ SAMAN VERÐ! Combi Camp tjaldvagnar Verð kr. 499.000 *himinn fylgir ekki SÖLUSÝNING UM HELGINA VIKING FELLIHÝSI * KENNARAHÁSKÓLI Íslands brautskráir um 350 kandídata í dag kl. 14 í Háskólabíói. Meðal þeirra sem útskrifast af grunnskólabraut eru Eyrún Ólafsdóttir, Júlía G. Hreinsdóttir og Ragnheiður Sara Valdimarsdóttir en þær eru fyrstu heyrnarlausu manneskjur á Íslandi sem ljúka háskólanámi. Júlía hefur stundað fjarnám en Eyrún og Ragnheiður Sara hafa verið í staðnámi og þá haft með sér túlk í alla tíma og verkefnavinnu. En hvers vegna skyldi þetta vera í fyrsta sinn sem heyrnarlausir ljúka háskólanámi á Íslandi? „Áður fyrr var táknmál ekki viðurkennt,“ svarar Júlía. Þá voru engir túlkar fyrir heyrn- arlausa nemendur. Árið 1997 voru fyrst útskrif- aðir túlkar og það hefur haft þau áhrif að heyrnarlausir geta sótt sér menntun.“ „Þegar ég og Júlía vorum í Fjölbrautaskól- anum í Ármúla voru engir túlkar. Við þurftum að reyna að fylgjast með og lesa af vörum. Heyrnarlausir nemendur gáfust hreinlega upp með tímanum og luku ekki námi,“ segir Eyrún og Júlía bætir við: „Þetta var mjög leiðinlegur tími. Við reyndum að herma eftir eins og páfa- gaukar. Ef nemendur voru að fletta flettum við líka og þegar allir fóru að hlæja reyndum við að fylgja með þótt við vissum ekkert hvað var svona fyndið.“ Hvernig er viðhorf almennings til heyrnar- lausra í dag? „Fólk er meðvitað um hvað heyrnarleysi er og þekkingin er að aukast. Árið 1986 varð ákveðin vakning í samfélaginu þegar menning- arhátíð heyrnarlausra á Norðurlöndum var haldin hér á Íslandi. Vigdís Finnbogadóttir setti hátíðina á táknmáli og þá fór fólk að gera sér grein fyrir að táknmál er mál. Margir halda að táknmál sé alþjóðlegt og að allir heyrnarlausir geti talað saman en það er nú ekki þannig. Við hérna á Íslandi eigum okkar eigið táknmál,“ segir Júlía. „Ef ungabörn fá strax að læra táknmál geng- ur þeim miklu betur að læra annað tungumál, þ.e. íslenskuna. Ef börnin kynnast ekki tákn- máli strax ná þau ekki jafngóðum tökum á öðru máli,“ segir Eyrún. Hvernig hefur ykkur gengið með námið í Kennaraháskólanum? „Það hefur gengið mjög vel,“ svarar Ragn- heiður Sara. „Ég er mjög ánægð með kennsluna í Kennó. Kennararnir eru jákvæðir og sveigjan- legir og það skiptir okkur miklu máli.“ „Að sjálfsögðu var sumt erfitt, eins og t.d. að lesa mikið á ensku, en ég hef lært mikið á þess- um þremur árum,“ segir Eyrún. „Fjarnámið hefur hentað mér mjög vel. Þar fara öll samskipti fram í gegnum tölvupóst en það auðveldar mér að sjálfsögðu margt,“ segir Júlía. Hvernig hefur ykkur gengið að taka þátt í fé- lagslífi skólans? „Það eru alltaf einhver heyrandi inn á milli sem geta talað svolítið táknmál. Þá höfum við spjallað við þau,“ svarar Ragnheiður Sara. „Við fórum ekki mikið á skemmtikvöld og svoleiðis. Mín reynsla er sú að þegar margir heyrandi tala saman get ég ekki fylgst með. Það gengur allt svo hratt fyrir sig. En ef heyrn- arlausir koma saman þá er það annað mál,“ seg- ir Eyrún. „Ég á mér draum um að nemendum í Kenn- araháskólanum verði kennt táknmál,“ segir Ragnheiður Sara og Júlía bætir við að það hljóti að teljast sjálfsagt að kennarar kunni eitthvað fyrir sér í táknmáli enda eru mörg heyrnar- skert börn um allt land. Hvað tekur svo við að loknu námi? „Ég ætla að fara í mastersnám við Háskóla Ís- lands og kenni reyndar táknmálsfræði þar líka,“ svarar Júlía. „Ég og Ragnheiður Sara förum að kenna í Hlíðaskóla en Vesturhlíðarskóli, sem var fyrir heyrnarlausa, er kominn þangað,“ svarar Ey- rún. „Það er svolítið skrýtið að loksins þegar heyrnarlausir kennarar úskrifast skuli skól- anum okkar vera lokað. Félag heyrnarlausra er búið að mótmæla því að skólanum sé lokað enda er hann mikilvægur fyrir menningu heyrnar- lausra. Heyrnarlausir eru margir leiðir yfir þessu. Það er svo mikilvægt fyrir okkur sem er- um heyrnarlaus að hafa samskipti hvert við annað. Samskipti við heyrandi fólk verða alltaf svolítið yfirborðskennd.“ Þrír heyrnarlausir nemendur útskrifast úr Kennaraháskólanum Sjálfsagt að kennarar kunni eitthvað fyrir sér í táknmáli RÍKISSAKSÓKNARI krefst að minnsta kosti 10 ára fangelsis yfir meintum höfuðpaur í stórfelldu fíkniefnamáli, sem varðar smygl á tæpum 6 kg af amfetamíni til lands- ins í fyrra og hittifyrra, auk smygls á 300 g af kókaíni og fleiri fíkniefn- um. Einnig er ákært fyrir peninga- þvætti og nema upptökukröfur ákæruvaldsins um 5 milljónum króna. Málið var dómtekið í Héraðsdómi Reykjaness í gær og verður dómur kveðinn upp 11. júlí. Harmleikur í vinahópi Auk dómkrafna upp á 10 ára fang- elsi að lágmarki yfir meintum höf- uðpaur krafðist saksóknari fangels- isrefsingar yfir sex öðrum sak- borningum í málinu. Vegna alvöru málsins taldi saksóknari að enginn þeirra ætti sér málsbætur sem rétt- lættu skilorðsbundna refsingu. Verjendur sakborninganna kröfðust í flestum tilvikum sýknu, eða væg- ustu refsingu. Í varnarræðum þeirra kom fram gagnrýni á þann drátt sem orðið hefur á málinu, sem bitnaði illa á sakborningum, nú þeg- ar þeir væru ýmist komnir með fjöl- skyldur og fasta vinnu eða að hefja háskólanám. Verjandi eins sakborn- ings lýsti málinu í heild, sem „harm- leik í vinahópi“ þar sem sakborning- arnir, sem eru flestir gamlir vinir úr sama hverfi, hefðu hver af öðrum flækst inn í fíkniefnasmygl. Fleiri verjendur tóku undir þetta og sögðu að í málinu hefði traust og vinátta fólksins, sem flest er nú um tvítugt, verið misnotað. Verjandi eins sakborningsins, 23 ára konu, gagnrýndi meint harðræði lögreglu í garð skjólstæðings síns og lét geðlækni, lækni og sálfræðing bera vitni. Allir höfðu þeir afskipti af ákærðu á meðan hún var í gæslu- varðhaldi og báru um bágt líkamlegt og andlegt ástand hennar. Hún var í gæsluvarðhaldi milli 26. janúar og 4. mars 2002. Fullyrti verjandinn að lögreglan hefði vitað af veikindum ákærðu en samt geymt hana á lög- reglustöð heilu og hálfu dagana milli þess sem hún var í dómsyfir- heyrslum og í varðhaldi á Litla- Hrauni. Hefði ill meðferð fangans leitt að lokum til falskra játninga sem dregnar voru til baka við með- ferð málsins fyrir dómi. Saksóknari vísaði fullyrðingum um meint harð- ræði á bug og taldi á hinn bóginn líklegra að ákærða hefði breytt framburði sínum fyrir dómi vegna eftirsjár yfir að hafa játað sakir í gæsluvarðhaldi og borið um leið sakir á bróður sinn, sem er meintur höfuðpaur í málinu. Krefst 10 ára fangelsis yfir meintum höfuðpaur SUMARHÁTÍÐIN Lykill að betra lífi var haldin á Ingólfstorgi í gær. Boðið var upp á ýmis skemmti- atriði og auk þess var götubasar þar sem seldir voru handgerðir munir. Allir skemmtikraftar gáfu vinnu sína en markmið hátíð- arinnar var að vinna gegn for- dómum fyrir geðsjúkdómum. Morgunblaðið/Golli Lykill að betra lífi – gegn fordómum FRÁ árinu 2000 til 2002 hafa greiðslur úr Fæðingarorlofs- sjóði og fæðingarstyrkir nær þrefaldast úr 1,6 milljörðum króna í 4,5 milljarða. Í fyrra fengu alls 10.140 manns greidd laun fæðingarorlofi eða fæðing- arstyrk, 6.321 kona og 3.819 karlar. Námu greiðslur til kvenna um 3,1 milljarði króna en 1,4 milljörðum til karla. Árið 2001 voru greiðslur vegna fæðingarorlofs um 2,7 milljarðar og þar af til feðra 689 milljónir. Alls fengu um 7 þús- und manns greiðslu. Breyting varð í ársbyrjun 2001 á greiðslum í fæðingaror- lofi með nýjum lögum um fæð- ingar- og foreldraorlof. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs fengu 2.100 mæður að með- altali greiðslur úr Fæðingaror- lofssjóði og um 800 feður. Með- algreiðslur til mæðra námu 152 þúsund krónum á mánuði en 254 þúsund krónum til feðra. Um 1% mæðra, eða 11 konur, sem fengu greiðslu úr Fæðing- arorlofssjóði á tímabilinu janúar til maí fengu hærri meðal- greiðslu en 500 þúsund á mán- uði en 9% karla eða 106 karlar. Greiðslur í fæðingar- orlofi hafa þrefaldast RUSSIAN Alumininum hefur hætt við þátttöku í undirbúningi súráls- verksmiðju við Húsavík. Jón Hjaltalín Magnússon, forstjóri Altech, sem hef- ur verið í forsvari fyrir verkefnið, staðfesti þetta í samtali við Morgun- blaðið en taldi að Rússarnir væru að- eins hættir við í bili, þeir hefðu tekið þessa ákvörðun vegna annarra stórra súrálsverksmiðja sem þeir hygðust endurbæta og reisa. Jón segir verkefnið aðeins vera í biðstöðu. Búið sé að leggja mikið fjár- magn í undirbúning og athuganir en nú verði verkefnið kynnt fyrir öðrum samstarfsaðilum. Beðið svara frá Landsvirkjun Jón Hjaltalín segir að fyrir lok þessa árs sé stefnt að því að ljúka for- athugun og vinnu við umhverfismats- skýrslu. Búið sé að tryggja fjármögn- un álversins en beðið sé svara frá Landsvirkjun með orkuafhendingu til slíks álvers og fundar með iðnaðar- ráðherra um málið. Rússar hættir við þátttöku í bili
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.