Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BYGGÐASTOFNUN afskrifaði á síðasta ári endanlega veitt lán að fjárhæð 452 milljónir króna. Er þar að stærstum hluta um að ræða lán sem veitt voru á árunum 1997 til 2000. Hlutfall afskriftarreiknings af útlánum í lok síðasta árs var 12,65%. Þetta kemur fram í ársskýrslu stofn- unarinnar fyrir árið 2002 en ársfund- ur Byggðastofnunar var haldinn á Höfn í Hornafirði í gær. Í ársskýrslunni segir, að fyrirsjá- anlegt sé að á þessu ári muni aftur reyna verulega á afskriftarreikning- inn. Fyrirsjáanlegar séu miklar af- skriftir á árinu, einkum í ferðaþjón- ustu. Þannig hafi Byggðastofnun þurft að leysa til sín hótel á lands- byggðinni á árunum 2001, 2002 og það sem af er árinu 2003. Eitthvert framhald muni verða á þessu. Endur- söluverð þessara fasteigna hafi verið langt frá því að standa undir lánum stofnunarinnar. „Ljóst er að víða hef- ur verið farið offari í uppbyggingu gistirýmis á landsbyggðinni og nýt- ing almennt langt fyrir neðan það sem þörf er á,“ segir í ársskýrslunni. Útlán 2,1 milljarður í fyrra Í ársskýrslunni kemur fram að stofnunin lánaði 2,1 milljarð kr. á árinu 2002. Útistandandi lán í árslok námu alls 11,3 milljörðum kr. Gert er ráð fyrir að útlán á þessu ári verði 2,7 milljarðar, styrkir að hámarki 23 milljónir og keypt hlutafé fyrir 60 milljónir kr. Framlag úr ríkissjóði til starfsemi Byggðastofnunar nam 277 milljónum kr. í fyrra en að óbreyttu verður ekki um frekari framlög úr ríkissjóði að ræða til fjárfestinga á vegum Byggðastofnunar í eignarhaldsfélög- um á landsbyggðinni. Á síðustu fjór- um árum hefur alls 900 millj. kr. ver- ið varið til þessa verkefnis. „Ljóst er að lítið svigrúm er á árinu 2003 til hlutafjárkaupa á vegum stofnunar- innar,“ segir í ársskýrslunni. Síðasta ár var fyrsta heila starfsár Byggðastofnunar frá því að hún flutt- ist frá Reykjavík til Sauðárkróks. Fram kemur í ársskýrslunni að mik- ilvægt sé fyrir stofnunina að sam- göngur séu greiðar til allra átta og leiði af eðli starfseminnar að starfs- fólk hennar þurfi að ferðast mikið um landið, auk þess sem fólk alls staðar af landinu eigi við hana erindi. „Af þessu leiðir að mikið er þrýst á forstjóra og starfsmenn að sinna ýmsum erindum bæði á lands- byggðinni og í Reykjavík. Sá þrýstingur kemur ekki síst frá aðilum innan stjórnsýslunnar sem stofnunin hefur mikil og regluleg samskipti við. Ferðakostnaður hefur því aukist verulega frá því sem áður var, eða um það bil 50%,“ segir í ársskýrslunni. Morgunblaðið/Sigurður Mar Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn á Höfn í gær. Gert er ráð fyrir að útlán á þessu ári verði 2,7 milljarðar. Afskrifuð lán námu 452 milljónum króna á síðasta ári VIÐKVÆM staða sjávarbyggða víðs- vegar um land var meðal umfjöllunar- efna í ræðu iðnaðar- og viðskiptaráð- herra á ársfundi Byggðastofnunar í gær. Fram kom í ræðu ráðherra að hann hefði í umræðum er tengdust vanda Raufarhafnar lagt áherslu á að ekki væri unnt að beita sértækum úr- ræðum í hvert sinn sem vandi steðjaði að. „Þvert á móti er mikilvægt að til sé stuðningskerfi sem leyst getur úr brýnni þörf með almennum og gegn- sæjum ráðum.“ Ráðherrann, Val- gerður Sverrisdóttir, var erlendis og flutti Páll Magnússon, aðstoðarmaður hennar, ræðuna í hennar stað. Í ræðu ráðherra segir að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um að leyfa ekki hörpudisksveiðar á Breiðafirði næsta fiskveiðiár væri eðlileg varúð- arráðstöfun. Samdrátturinn í fisk- vinnslu á Raufarhöfn væri ekki afleið- ing af breytingum í lífríki náttúrunnar eins og í Breiðafirði heldur endurspeglaði erfiða sam- keppnisstöðu þar sem hefðbundin vinnsla á Rússafiski hefði ekki skilað viðunandi tekjum. Aðstæður ekki einsdæmi „Á Raufarhöfn eins og á Stykkis- hólmi standa íbúarnir frammi fyrir vanda sem ógnar stöðugleika byggð- anna. Því miður eru aðstæður á þess- um tveim stöðum ekki einsdæmi þó minna hafi borið á vanda annarra byggða í hinni daglegu umræðu. Það er í sjálfu sér ekkert meginat- riði hvar rætur vandans liggja – hvort þær eru af náttúrunnar völdum eða af viðskiptalegum toga. Meginatriðið er aftur á móti að við þurfum að geta brugðist við svona vanda með hald- góðum úrræðum þegar hann ber að garði.“ Í ræðunni eru rakin nokkur atriði varðandi framkvæmd byggða- áætlunar fyrir árin 2002–2005. Þar eru settar fram tillögur um 22 atriði til að ná fram markmiðum hennar um að draga úr mismun á lífskjörum og afkomumöguleikum fólks milli byggð- arlaga. Meðal verkefna, sem sum hver eru unnin í samstarfi við önnur ráðuneyti, er samkeppni um rafrænt samfélag, en nauðsynlegt var talið að bæta stöðu landsbyggðarinnar í hag- nýtingu á upplýsinga- og fjarskipta- tækni. Verða tvö byggðarlög valin í sumar sem rafræn samfélög og eiga að hljóta stuðning ríkisins til að þróa áfram verkefni. Öndvegissetur í auðlindalíftækni Eitt verkefni lýtur að uppbyggingu öndvegisseturs í auðlindalíftækni, en með því er m.a. stefnt að aukinni upp- byggingu á landsbyggðinni á sviði rannsókna. Er það unnið í samvinnu við menntamála- og sjávarútvegs- ráðuneyti. Segir m.a. svo um það í ræðunni: „Verkefninu er skipt í tvo áfanga. Fyrri hlutinn, sem unninn verður á þessu ári, er forverkefni sem felur í sér margskonar greiningar- vinnu og gerð viðskiptaáætlunar. Verði niðurstaða forverkefnisins já- kvæð munu ráðuneytin sameiginlega vinna að því að öndvegissetrið geti orðið að veruleika. Í hugmyndinni felst að í tengslum við Háskólann á Akureyri verði bund- ið í netsamstarf öll sú þekking og reynsla sem nauðsynleg er – og unnt er að ná í – til þess að byggja upp rannsókna- og nýsköpunarstarfsemi á sviði auðlindalíftækni. Markmiðið er að unnt verði að stofna til arðbærs fyrirtækjareksturs innan fárra ára sem t.d. gæti tengst sjávarlíftækni, þar sem erfðaefnið er fengið úr lífríki sjávarins – eða sem tengist landbúnaðarlíftækni þar sem t.d. erfðabreytt iðnaðarprótein væru ræktuð með hefðbundnum ræktunar- aðferðum landbúnaðarins.“ Iðnaðarráðherra um vanda lands- byggðar á ársfundi Byggðastofnunar Ekki unnt að beita sértækum úrræðum UNG íslensk stúlka sat föst í leik- tæki í um hálfa klukkustund í skemmtigarðinum Bakken í Kaup- mannahöfn í gær. Leiktækið, sem ber nafnið „Hip-Hop“, færist upp og niður sex metra háan turn en allt að tíu manns geta setið í tæk- inu í einu. „Hip-Hop“ er minnkuð útgáfa af „Tårngyseren“ sem er við hliðina og fer 28 metra upp í loftið. Sagt var frá þessu á frétta- vef BT. Tækið stöðvaðist í efstu stöðu með sex garðsgesti um borð, þ.á m. íslenska stúlku. Fljótlega varð ljóst að kalla þyrfti til körfu- bíl og björgunarmenn sem komu á vettvang og björguðu fólkinu nið- ur. Einn björgunarmannanna klifraði út á tækið og aðstoðaði ís- lensku stúlkuna við að komast yfir í körfuna. Móðir stúlkunnar beið fyrir neðan og voru mæðgurnar mjög fegnar að hittast aftur enda var stúlkunni mjög brugðið við at- burðinn. Eftir á fór hún ásamt öðrum sem setið höfðu fastir á sjúkrahús til aðhlynningar. Framkvæmdastjóri Bakken sagðist harma atburðinn en taldi ekki að gestirnir hefðu verið í neinni hættu þar sem tækið hafi setið fast allan tímann. Hann bætti við að kannað yrði hvað hefði farið úrskeiðis og það lagað. Íslensk stúlka sat föst í sex metra hæð UNDANFARNA daga hefur staðið yfir söfnun til styrktar fjölskyldu Magnúsar Freys Sveinbjörnssonar sem lést eftir stórfellda líkamsárás í Hafnarstræti 25. maí 2002. Sem kunnugt er hlutu árásarmennirnir tveggja og þriggja ára fangelsi. Hrafnhildur Birgisdóttir hefur staðið fyrir söfnuninni en hún af- henti móður Magnúsar Freys féð fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. „Söfnunin hefur gengið alveg ótrúlega vel. Í bankann eru komn- ar 200.000 krónur, S. Helgason gaf 50.000 króna úttekt til kaupa á leg- steini og Flugfélag Íslands hefur gefið fjölskyldunni 4 flugmiða. Við megum hreinlega ekki láta svona mál sofna,“ segir hún. Hrafnhildur segir dóminn í þessu máli vera svartan blett á þjóðinni en sjálf þekkir hún ekki fjölskyldu fórn- arlambsins. „Maður getur ekki allt- af setið við matarborðið, kjaftað og drukkið kaffi og aldrei gert neitt. Ég er ekki að gera þetta ein, ég opnaði bara bókina en landinn setti inn á hana,“ segir Hrafnhildur. „Svartur blettur á þjóðinni“ Hrafnhildur afhendir móður Magnúsar Freys söfnunarfé. Morgunblaðið/Golli FLGUFÉLAGIÐ Ernir hf., sem er um þessar mundir að hefja flugrekst- ur að nýju, fékk í gær nýja flugvél sem keypt er notuð frá Bandaríkjun- um. Er hún tveggja hreyfla, níu manna, af gerðinni Cessna 441 Con- quest. Bækistöðvar félagsins verða á Reykjavíkurflugvelli. Hörður Guðmundsson, flugmaður og aðaleigandi flugfélagsins, sagðist í samtali við Morgunblaðið telja að nú væri lag á að bjóða fram vél sem þessa í ýmis leiguflugsverkefni. „Við erum ekki með neina stórmennsku- drauma en teljum okkur geta uppfyllt þarfir á ákveðnum markaði sem lítið hefur verið sinnt undanfarið,“ sagði Hörður. Flugfélagið Ernir hafði bækistöð sína á Ísafirði og sinnti farþega- og póstflugi um Vestfirði um áratuga- skeið auk sjúkraflugs. Hörður flaug vélinni sjálfur til landsins frá Banda- ríkjunum ásamt Friðriki Ottesen flugmanni og segir Hörður hugsan- legt að fleiri flugmenn komi til starfa hjá félaginu í framtíðinni. Fyrir á fé- lagið eins hreyfils vél af gerðinni Cessna 185 sem er sex sæta. Nýja vélin er með jafnþrýstibúnaði og getur flogið í um og yfir 35 þúsund feta hæð. Er hún talin henta til leigu- flugs milli Íslands og nágrannalanda, t.d. Færeyja og Grænlands. Flugfélagið Ernir fær níu manna flugvél og hefur flugrekstur Morgunblaðið/Jim Smart Hörður Guðmundsson, aðaleigandi flugfélagsins, flaug nýju vélinni, sem er af gerðinni Cessna 441 Conquest, heim ásamt Friðriki Ottesen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.