Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 14.06.2003, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Það sjá það nú allir sem vilja, að samningsstaða okkar væri ekki upp á marga fiska ef vík- ingarnir okkar hefðu ekki tekið þátt í stríðinu. Boðið í náms- og kynnisferð Ævintýraferð til Japans JAPAN var einu sinniótrúlega langt fráÍslandi í hugum fólks hér, en smám sama hafa tengsl þessara landa aukist. Þeir eru þó fáir Ís- lendingarnir sem jap- anska ríkið styrkir til náms- og kynnisferða. María Sigrún Hilmars- dóttir naut þessa heiðurs – en hvers vegna? „Haldin var ritgerða- samkeppni í janúar sl. á vegum japanska utan- ríkisráðuneytisins og sendiráðs Japans á Ís- landi um samskipti Ís- lands og Japans í framtíð- inni. Ég skrifaði ritgerð um tvíhliða samskipti þessara ríkja og var valin úr hópi 186 ritgerðahöf- unda og tvær stúlkur aðrar. Ég fór þó ein Íslendinga í mína ferð,“ sagði María. –Hvernig var valið? „Auk þess að senda inn ritgerð var ég boðuð í viðtal í japanska sendiráðinu, þar sem ég var spurð um japanska hagkerfið og stjórnarfarið og af hverju ég hefði áhuga á Japan. Ég svaraði þessu öllu eftir bestu getu og nokkru síðar var hringt í mig og mér tilkynnt að ég hefði verið valin í þessa ferð sem fulltrúi Ís- lands. Með mér í ferðinni voru 30 fulltrúar annarra Evrópuríkja. Haldin var svona ritgerðakeppni í hverju landi fyrir sig.“ –Hvað sástu í Japan? „Þetta mjög vel skipulögð ferð og vandlega niðurraðað á hvern dag og það skilaði sér sannar- lega. Við dvöldum fyrst eina viku í Tókýó, þar sem við fengum að skoða borgarmenninguna og heimsækja m.a. stór fjarskipta- fyrirtæki. Tekið var á móti okkur þar með sérstakri viðhöfn, fá- tækum námsmönnum leið eins og þeir væru í opinberri heim- sókn. Öllu var tjaldað til – þetta var ævintýraferð. Við fengum líka að sjá stærsta fiskmarkað í heimi og fluttir voru fyrir okkur fyrirlestrar um hagkerfið og hvalveiðar Japana. Síðan flugum við til Hirosima, þar bjó ég hjá japanskri fjöl- skyldu í einn sólarhring. Við vor- um þrjá daga í Hiroshima og fengum m.a. að hitta fórnarlömb atómsprengjunnar, það var mjög átakanlegt.“ –Hvað fékk svona á þig? „Fjarlægðin gerir það að verk- um að hlutirnir ná ekki til manns. Ég hafði auðvitað lesið um atómsprengjuna sem féll 6. ágúst 1945 í sögubókum en það var allt öðruvísi að horfast í augu við manneskju sem lifði þessar hörmungar af og heyra lýsingar hennar. Það fær mun meira á mann en að lesa um atburðinn. Fjölskyldan sem ég bjó hjá talaði ekki ensku og ég ekki jap- önsku – okkar samskipti fóru því öll fram á fingramáli og það kom mér á óvart hvað maður nær langt á slíku. Eftir dvölina þarna fórum við til Kyoto með lest sem fer með um 300 kílómetra hraða á klukkustund, tilfinningin er eins og að sitja um borð í flugvél sem er að hefja sig til flugs en lyftist aldrei frá jörðinni. Í Kyoto skoðuðum við keisara- hallir og Búddahof og drukkum grænt te. Eftir tvo daga þar fór- um við aftur til Tókýó með stuttri viðkomu í Hakone. Tveimur dögum síðar fórum síð- an heim.“ –Hvað kom þér mest á óvart í þessari ferð? „Hvað svona stórt samfélag með svo mikilli mergð af fólki gekk snurðulaust fyrir sig. Ég þeyttist talsvert um borgina í neðanjarðarlestum, sem eru „pakkaðar“ af fólki allan sólar- hringinn, en mér leið aldrei eins og verið væri að troða á mér, mannhafið streymdi bara fyrir- hafnarlaust áfram. Glæpatíðni er mjög lág í Japan og við urðum ekki vör við að fólk væri að abb- ast upp á útlendinga en sáum fáa lögreglumenn. Ekkert rusl er á götum, þetta endurspeglar hina gífurlegu tillitssemi og náunga- kærleik sem býr með þjóðinni og sprettur frá trúarbrögðum þeirra, en Japanir eru allflestir Búddatrúar.“ –Fréttir þú margt um jap- anska hagkerfið? „Ég vissi fyrirfram að jap- anska hagkerfið tók gífurlegum framförum á stuttum tíma og þess sér stað, einkum í Tókýó. Borgin er mögnuð, manni líður eins og litlum maur í henni og finnur hvað maður kemur úr ör- smáu og gjörólíku samfélagi.“ –Hefur þú kynnt þér mikið japanskar listgreinar? „Nei, ekki get ég sagt það. Ég hafði þó lesið bókina Minningar geisju og hlustað talsvert á tón- list Kyu Sakamoto, sem er frem- ur létt tónlist. Ég hafði og aðeins kynnt mér hina fornjapönsku leiklistargrein, Kabuki, og fékk að sjá slíka sýningu í Tókýó – en þar er farið eftir ævafornum reglum í uppsetningu sem lítið sem ekkert hafa breyst í alda- raðir.“ Varð þessi ferð til að auka áhuga þinn á Japan? „Já, svo sannarlega, ég er nú þegar orðin félagi í nefnd sem starfar innan vébanda Íslensk-japanska félagsins, sem vinnur að stúdentaskiptum milli Íslands og Japan. Í haust verður haldin ráðstefna á vegum félags- ins og við erum núna að undirbúa komu tíu japanskra háskólanema sem verða hér í tvær vikur í september. Það verður því ekki annað sagt en að tengsl mín við Japan hafi styrkst verulega.“ María Sigrún Hilmarsdóttir  María Sigrún Hilmarsdóttir fæddist í Reykjavík 30. júní 1979. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík ár- ið 1999 og BA-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands sl. haust. Hún hefur unnið m.a. hjá Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands, Flugfélagi Íslands, Landsbréfum og Samtökum atvinnulífsins með skólanáminu. Átakanlegt að hitta fórnar- lömb atóm- sprengjunnar UNDANFARIN ár hafa ljósgrænar breiður orðið sífellt meira áber- andi í Esjuhlíðum. Þar er um að ræða skógarkerfil (Anthriscus syl- vestris), innflutta plöntu, sem á ættir að rekja til Evrópu. Kerfill- inn kom fyrst til landsins fyrir rúmum tuttugu árum sem krydd- jurt og hefur náð nokkurri út- breiðslu víða um land. Samkvæmt heimildum er skóg- arkerfillinn afar harðger og ágeng planta, náskyld hvönn. Kerfillinn sækir mjög í að mynda samfelldar breiður sem ekkert fær stöðvað. Hann þykir óvinsæll til beitar og þekur gjarnan skógarbotna sökum mikils skuggaþols. Breiðir sig hratt út Aðalsteinn Sigurgeirsson, for- stöðumaður Rannsóknarstöðvar- innar á Mógilsá, segir fyrst hafa orðið vart við skógarkerfilinn fyrir um tuttugu árum. „Hún dúkkaði fyrst upp í túnunum og breiddist síðan rólega út. Á sirka áratug lagði hún undir sig stóran hluta af gömlum og frjóum túnum fyrir of- an rannsóknarstöðina en fór lítið sem ekkert inn á ófrjóa útjörðina. Svo virðist sem kerfillinn fari ekki þar sem lítið er um köfnunarefni í jarðvegi. Fyrir nokkrum árum tókum við svo eftir hvítum deplum í lúpínu- breiðunum í hlíðinni. Þar var kerf- illinn kominn í frjósaman jarðveg- inn undir lúpínunni. Síðan breiddi hann sig út þar á þremur til fjórum árum og nú má í rauninni segja að lúpínan sé í útrýmingarhættu á þessu svæði. Kerfillinn er afar kröfuharður á köfnunarefni í jarð- vegi, og lúpínubreiðurnar virðast mæta þessum kröfum kerfilsins.“ Verður líklega mjög áberandi á komandi árum Aðalsteinn segir kerfilinn mun ágengari tegund en lúpínu og leggi hann undir sig svæði þar sem nóg er af köfnunarefni. „Ég hef heyrt dæmi þess að kerfillinn hafi lagst yfir heilu túnin í Eyjafirði og þá hafi þurft að vinna þau upp á nýtt. Það er ekki að sjá að það sé mik- ið um aðrar tegundir undir kerfl- inum enn sem komið er. Hann myndar mikinn skugga og yfir- gnæfir annan gróður sem er und- ir.“ Borgþór Magnússon, plöntuvist- fræðingur hjá Náttúrufræðistofn- un, segir að góð sumur undanfarið hafi að öllum líkindum aukið á út- breiðslu kerfilsins. „Hann verður líklega mjög áberandi á komandi árum og áratugum, einkum í frið- uðu landi þar sem jarðvegur er frjósamur. Kerfillinn er stórvaxn- ari en lúpína og gæti flýtt fyrir hnignun hennar þar sem hann sækir í köfnunarefnisríkan jarð- veg. Skógarkerfillinn myndar eins- leitar breiður þar sem fáar teg- undir þrífast þannig að gróðurinn er mjög fábreyttur. Á veturna, eft- ir að sinan rotnar og hverfur, verð- ur í raun aðeins ber moldin undir honum.“ Borgþór segir að enn sé of snemmt að sjá hvert þessi þróun mun leiða. Morgunblaðið/Sverrir Skógarkerfill (Anthriscus sylvestris), innflutt planta, sem á ættir að rekja til Evrópu, breiðir sig út í Esjuhlíðum. Plantan skógarkerfill ryður sér til rúms
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.