Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNGSNÓTIRNAR Fjóla Björk og Alda Lind léku sér af mikilli gæsku við hvolpana Flugu, Tásu, Eyrna- slapa og Pílu í sólinni á Snæfellsnesinu, þegar ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði. Litlu skinnin eru greinilega ekki laus við forvitni og fékk myndavélin góðlátlegt hnus. Hvolpamóðirin fylgdist stolt með, en leyfði afkvæmunum að njóta sín. Morgunblaðið/Golli Stuttir hvuttar á Snæfellsnesi VOPNAFJARÐARHREPPUR og Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri kynntu nýlega nýja skýrslu um áhrif jarðganga undir Hellisheiði eystri. Fjallar hún um áhrif þeirra á samfélag og byggð í Vopnafjarðarhreppi og nágranna- sveitarfélögum. Jarðgangaáætlun gerir ráð fyrir 6,3 km löngum göngum undir Hellisheiði, milli Frökkudals og Torfastaða og yrði botn ganganna í 100 m h.y.s. báðum megin. Kostn- aður við gerð ganganna er áætlaður 3 til 3,5 milljarðar. Jarðgöngin myndu stytta leiðina á milli Vopna- fjarðar og Egilsstaða um þjóðveg 1, sem nú er 135 km, um 51 km, eða um 38%, og sumarleiðina yfir Hellisheiði um 8 km. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps áætlar að jarð- göngin kunni að verða að veruleika árið 2010 miðað við þá fram- kvæmdaáætlun sem liggur fyrir. Helstu niðurstöður skýrslunnar eru þær að mest verði áhrif jarð- ganga á sviði verslunar og þjónustu og samskipti muni aukast mjög milli íbúa Vopnafjarðar og Héraðs. Þá muni aðstæður skapast fyrir at- vinnusókn Vopnfirðinga inn á Mið- Austurland og möguleikar opnast fyrir þátttöku í þeirri uppbyggingu sem er að hefjast á Mið-Austur- landi. Fram kemur í skýrslunni að Vopnafjörður, Bakkafjörður, Þórs- höfn og Raufarhöfn séu þéttbýlis- kjarnar á greiðfærri hringleið sem myndist um norðausturhorn lands- ins með jarðgöngum um Hellisheiði. „Allt austurhornið fyrir norðan okk- ur hefur verið mikið í umræðunni síðustu viku, einkum Raufarhöfn,“ sagði Grétar Þór Eyþórsson, annar höfunda skýrslunnar. „Það liggur fyrir að farið verði í framkvæmdir við veg yfir Melrakkasléttu, svokall- aða Hófaskarðsleið. Það verður gríðarleg samgöngubót milli byggð- arlaganna á Melrakkasléttu. Ef við setjum þá samgöngubót í samhengi við jarðgöng undir Hellisheiði, þá myndu þannig skapast forsendur fyrir verulega auknum ferðamanna- straumi hér í gegn og upp eftir og inn á norðausturhornið, þaðan sem örstutt verður eftir góðum vegi inn í þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Þetta mun geta styrkt atvinnulíf á norðausturhorninu. Hvað Háreks- staðaleið varðar, hefur hún fært þjóðveg 1 nær Vopnafirði en hvað Vopnfirðinga snertir er hún bita- munur en ekki fjár,“ sagði Grétar. Sveitarfélög á norðanverðu Aust- urlandi stefna að aukinni samvinnu og sameiningu þegar fram í sækir. Bættar samgöngur geta haft um- talsverð áhrif á slíkt samstarf í skólamálum, menningar-, íþrótta- og félagsmálum. Stuðlar að samvinnu og sam- einingu á 13.600 km² svæði Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, segir það afar mikilvægt að fá aðgönguleið á lág- lendi inn á Fljótsdalshérað og miklu víðfeðmara svæði. „Það er búið að vinna gríðarlega mikla vinnu í sveit- arfélögunum allt frá Skeggjastað- arhreppi, á Fljótsdalshéraði og yfir til Seyðisfjarðar í því að sameina eða móta nýtt sveitarfélag á öllu þessu svæði sem er 13.600 km² að stærð. Við ætlum okkur að vinna sameiginlega að skóla- og fé- lagsþjónustu, sem eru alstærstu málaflokkar sveitarfélaganna,“ seg- ir hann. Skýrsla um áhrif jarðganga á samfélag og byggð í Vopnafjarðarhreppi og nærsveitum Stytta leiðina milli Vopnafjarð- ar og Egilsstaða um 51 km Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Kynntar hafa verið niðurstöður skýrslu um áhrif jarðganga undir Hellis- heiði eystri á samfélag og byggð. F.v. Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps, Ólafur Ármannsson sveitarstjórnarmaður, Emil Sig- urjónsson oddviti, Sigurveig Róbertsdóttir sveitarstjórnarmaður og þeir sem unnu skýrsluna; Hjalti Jóhannesson og Grétar Þór Eyþórsson hjá Rannsóknarstofnun Háskólans á Akureyri. Egilsstöðum. Morgunblaðið. UMBOÐSMAÐUR Alþingis segir í nýju áliti að annmarkar hafi verið á ráðningu yfirflug- umferðarstjóra á Keflavíkur- flugvelli á síðasta ári, m.a. að fela ráðningarfyrirtæki að til- kynna umsækjendum hver var ráðinn og að auglýsing um starfið hafi ekki verið í sam- ræmi við lög. Annmarkarnir duga þó ekki til að ógilda ráðn- inguna, að mati umboðsmanns, en þeim tilmælum er beint til flugvallarstjórnar á Keflavík- urflugvelli að fylgja sjónarmið- um í álitinu við ráðningar í op- inber störf. Einn umsækjenda um starfið kvartaði til umboðsmanns og gerði athugasemdir við máls- meðferð flugvallarstjórans á Keflavíkurflugvelli, sem falið var að ráða í stöðu yfirflugum- ferðarstjóra. Kvörtunin beind- ist m.a. að því að umsækjendum hefði verið heitið því í auglýs- ingu um starfið að farið yrði með umsóknir þeirra sem trún- aðarmál. Telur umboðsmaður að samkvæmt upplýsingalög- um og lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna hafi flugvallarstjóri ekki getað gefið slíkt loforð. Umboðsmaður Alþingis telur ennfremur að flugmálastjórn á vellinum hafi að lögum borið að varðveita umsóknir umsækj- enda um starfið. Einnig hafi verið eðlilegra að skrá upplýs- ingar sem fram komu í viðtölum við umsækjendur. Þá er það niðurstaða umboðsmanns, með hliðsjón af því að allar umsókn- ir og fylgigögn voru endursend- ar, að ekki séu forsendur til að fjalla efnislega um mat flugvall- arstjóra á starfshæfni umsækj- enda og þá niðurstöðu hans að sá sem var ráðinn hafi verið hæfastur þeirra sem um sóttu. Annmarkar við ráðn- ingu yfir- flugumferð- arstjóra ORSAKIR banaslysa í umferðinni á síðasta ári voru oftast of hraður akstur eða þreyta öku- manna. Þrjú stór banaslys þar sem samtals lét- ust 10 manns settu sinn svip á árið. Meirihluti karlmenn Athygli vekur að fleiri ökumenn á aldrinum 65 ára og eldri ollu banaslysum árið 2002 heldur en ökumenn á aldrinum 17 til 24 ára, og sker árið sig úr að því leyti, að því er kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa yfir banaslys í umferðinni árið 2002. Eldri ökumenn gera oftar mistök í akstri við að- og fráreinar og á gatnamótum. Yngri ökumenn lentu hins vegar oftar í útafakstri og framanákeyrslum. Á árunum 1998 til 2002 hafa 85 prósent öku- manna þar sem banaslys áttu sér stað verið karl- menn. Þessa tölu verður þó að skoða með ytri aðstæður í huga, enda keyra karlmenn að með- altali bæði oftar og lengur í hvert skipti en kon- ur. Í umferðarkönnun Umferðarráðs hafa að meðaltali tveir af hverjum þremur ökumönnum verið karlmenn. Því er ljóst að þótt karlar komi við sögu í langflestum alvarlegum umferðarslys- um er munurinn ekki mikill þegar tekið er tillit til vegalengda í kílómetrum sem karlar og konur aka á ári, að því er kemur fram í skýrslu rann- sóknarnefndarinnar. Einnig er tekið fram að þyngd ökutækja er mikill örlagavaldur, en rannsóknir sýna að konur aka að jafnaði minni bifreiðum en karlar. Í um- ferðarkönnun Umferðarráðs kom í ljós að 68 prósent karla óku fólksbifreið en 81 prósent kvenna. Einn eða tveir deyja við ofsaakstur Í skýrslu rannsóknarnefndarinnar er sérstök athygli vakin á ofsaakstri ungra ökumanna. Iðu- lega kemur fyrir um helgar, og jafnvel á virkum dögum, að ungir ökumenn reyna bifreiðar sínar, spyrna hver við annan eða reyna hversu hratt þeir komast. Að meðaltali deyja einn til tveir ökumenn eða farþegar þeirra á hverju ári við þessar aðfarir. Skýrsla Rannsóknarnefndar umferðarslysa fyrir árið 2002 Þrjú stór banaslys settu svip á árið Í GAMLA daga þótti reimt í gamla Straumahúsinu við ármót Norðurár og Hvítár, en veiðimenn þar deila nú veiðihúsinu enn á ný með óvenjulegum, en þó öllu geðslegri gesti. Brandönd liggur sum sé á eggjum sínum undir veiðihúsinu og þrátt fyrir þá verulegu styggð sem komið hefur að henni við látlausan umgang veiðimanna frá 1. júní sl. hefur hún ekki hrakist frá og liggur sem fastast. Væntanlega styttist í að ungar klekist úr eggjum og ættu veiðimenn í Straumunum að gefa þessu gaum og ganga varlega um, forðast óþarfa umgang og að ekki sé minnst á að gæta hunda sinna. Brandönd er nýr landnemi í ís- lensku fuglaríki, hóf hér varp fyrir fáum árum og hefur náð upp litlum en að því er virðist traustum varp- stofni. Flest varppörin eru einmitt í Borgarfirði, mest í Andakílnum, en verpandi pör hafa fundist með unga víða um land, t.d. í Hornafirði, við Djúpavog, Á Sléttu og í Eyjafirði. Brandöndin er stór og glæsilegur fugl, slagar hátt í gæs að stærð, er strand- og leirusvæðafugl sem verpir í alls konar fylgsnum, t.d. kanínuholum, í Evrópu, en þau hreiður sem hafa fundist hér á landi hafa einmitt verið undir veggjum og veröndum sumar- og veiðihúsa, nú eða þá í hlöðum og fjárhúsum. Svo má við þetta bæta, að 17-18 punda lax veiddist í Straumunum á fimmtudagskvöld. Blanda í lagi Það er góður gangur í Blöndu og eru að fiskast upp í 5 laxar á vakt, á fjórar stangir, sem er langsamlega líflegasta laxveiðin til þessa. Er reyndar ekki af mörgu að taka enn sem komið er. Áin er komin hátt í 40 laxa, allt að 18 punda. Allt er þetta stórfiskur enn sem komið er. Mishermt var í veiðipistli þessum í vikunni að veitt væri á sex stangir í Blöndu, hið rétta er fjórar stangir og þessi veiði þeim mun betri. Sunnan heiða er Norðurá afar dauf, síðasta holl með aðeins fjóra laxa og það sem nú er að veiðum með 6 stykki eftir einn dag. Og Þverá er að gefa stöku laxa. Guðmundur Viðarsson kokkur í Norðurárhús- inu sagði aðalvandamálið vera vatnsleysi, en vatnsmagnið hefði verið á stöðugri niðurleið frá fyrsta degi. „Þetta er samt svipuð veiði og á sama tíma í fyrra,“ bætti Guð- mundur við, en alls hefur áin gefið um 40 laxa. Þokkalega líflegt er á vatnamótunum tveimur, Straum- unum og Brennunni sem eru að gefa laxa flesta daga og lax dokar þar lengur en gengur og gerist. Óvenjuleg- ur gestur í Strauma- húsinu ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.