Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 11

Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 11 ÚTSKRIFT frá Háskólanum í Reykjavík fór fram laugardaginn 7. júní sl. og útskrifast alls 214 nemendur; 103 úr tölvunarfræði- deild og 111 úr viðskiptadeild. Halldór Ásgrímsson flutti hátíð- arávarp við athöfnina. Auk hans fluttu ávörp Guðfinna S. Bjarna- dóttir, rektor HR, og fulltrúi útskriftarnema og Verslunarráð Íslands veitti verðlaun þeim nemendum sem náðu hæstu með- aleinkunn innan hvorrar deildar. Háskólanám með vinnu – viðskiptadeild – 40 Diploma – markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Anna María E. Guðmundsdóttir Bjarni Þórarinn Sigurðsson Helgi Magnús Baldvinsson Hildur Kristín Þorbjörnsdóttir Hildur Þuríður Eggertsdóttir Ingibjörg Jóna Leifsdóttir Reynir Sigurður Gíslason Sif Þráinsdóttir Sigríður Guðmundsdóttir Þröstur Reynisson Diploma – fjármál og rekstur Aðalheiður Björk Ottósdóttir Aron Björnsson Áslaug Einarsdóttir Áslaug Guðrún Aðalsteinsdóttir Berglind Ólafsdóttir Dagný Hildur Leifsdóttir Guðbjörg Eva Halldórsdóttir Guðrún Ásta Lárusdóttir Guðrún Jónsdóttir Gunnar Guðnason Halldóra Guðríður Gunnarsdóttir Heiða Pálmadóttir Hugrún Harðardóttir Ingvaldur Þór Einarsson Jóhanna Lilja Hjörleifsdóttir Konráð Hatlemark Olavsson Sævar Þór Ríkarðsson Valdimar Aðalsteinsson Þóra Vignisdóttir Diploma – stjórnun og starfsmannamál Bjarni Ólafur Ólafsson Elín Rós Sveinsdóttir Grímur Grímsson Hafdís Finnbogadóttir Karin Matilda Gregersdotter Kjartan Kjartansson Kolbrún Reynisdóttir Kristín Linda Steingrímsdóttir Ragnheiður Guðjónsdóttir Sveinbjörn Jóhannesson Unnur Helga Kristjánsdóttir Tölvunarfræðideild – kerfisfræði – 23 Kerfisfræði Berglind Sveinsdóttir Birkir Þór Kristmundsson Björn Þorkelsson Bragi Freyr Gunnarsson Brynja Kristjánsdóttir Brynjólfur Ómarsson Börkur Guðjónsson Eiríkur Gestsson Hanna Ósk Rögnvaldsdóttir Haukur Þór Lúðvíksson Heimir Gunnlaugsson Hólmfríður Steinþórsdóttir Karen Ósk Hrafnsdóttir Kolfinna Hrönn Snorradóttir Lilja Björk Kristinsdóttir Magni Þór Birgisson Magnús Magnússon Matthías Einarsson Óskar Bjarni Skarphéðinsson Páll Birgir Jónsson Sigurjón Atli Sigurðsson Stefán Már Ivonsson Cilia Þórey Arna Árnadóttir Tölvunarfræðideild – BS – 80 Tölvunarfræði Anna Sigurveig Magnúsdóttir Árni Geir Valgeirsson Bjarney Sonja Ólafsdóttir Brynjar Tryggvason Brynjólfur Erlingsson Einar Örn Ólafsson Elsa Særún Helgadóttir Emil Emilsson Erla Sóley Eyþórsdóttir Eva Gunnlaugsdóttir Freyr Guðmundsson Friðrik Þór Reynisson Guðjón Karl Arnarson Guðmar Gíslason Gunnar Einarsson Gunnar Hafsteinsson Gunnar Stefánsson Hafsteinn Víðir Gunnarsson Hafþór Guðnason Haraldur Már Gunnarsson Haraldur Pétursson Herdís Eiríksdóttir Hjörtur Líndal Stefánsson Hrönn Guðmundsdóttir Hulda Guðrún Daðadóttir Hörður Þór Jónsson Ingvar Þorbjörnsson Ísak Sigurjón Einarsson Jóhann Ari Lárusson Jóhann Grétarsson Jóhann Gunnar Hermannsson Jón Ívar Hermannsson Kristinn Rúnar Kristinsson Kristrún Lilja Júlíusdóttir Linda Björk Bjarnadóttir María Bjartey Björnsdóttir Markús Már Þorgeirsson Njörður Steinarsson Ólafur Örvar Guðjónsson Óskar Guðjón Karlsson Rósa Atladóttir Sigmar Stefánsson Sigurður Helgi Sturlaugsson Sigurður Holdahl Einarsson Siren Johnsen Stefanie Scheidgen Steingrímur Gunnarsson Sveinbjörn Geir Hlöðversson Tómas Jónasson Viðar Örn Tulinius Vilhelm Sveinn Sigurðsson Þórir Daníelsson Þórir Ólafsson Þórir Sandholt Ægir Laufdal Traustason Tölvunarfræði – raunvísindaval Árni Þór Jónsson Hallgrímur Sveinn Sveinsson Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir Tölvunarfræði – viðskiptafræðival Aðalgeir Þorgrímsson Anna Þóra Viðarsdóttir Baldur Kristjánsson Bryndís Valgeirsdóttir Dóróthea Jónsdóttir Eiríkur Egilsson Erla Gísladóttir Olafson Eva María Guðmundsdóttir Gréta Gunnarsdóttir Hildur Guðmundsdóttir Hjörtur Elvar Hilmarsson Jóhanna B. Gísladóttir Aspar Karl Hreiðarsson Kjartan Ársælsson Ólöf Þóra Ólafsdóttir Páll I. Blöndal Sigurbjörnsson Rúnar Magnússon Snorri Henrysson Tómas Áki Tómasson Viktor Steinarsson Þórarinn Ólafsson Þórður Dór Halldórsson Viðskiptafræðideild – BS – 71 Viðskiptafræði Andri Úlfarsson Anna Jóna Aðalsteinsdóttir Arnar Róbertsson Atli Rafn Björnsson Axel Einar Guðnason Ása Björk Antoníusdóttir Ásberg Jónsson Ásgerður Ósk K. Jakobsdóttir Bryndís Edda Eðvarðsdóttir Daði Hannesson Dagný Jónsdóttir Davíð Ólafsson Davíð Þorsteinn Olgeirsson Egill Arnar Birgisson Einar Rúnar Magnússon Elín Auður Traustadóttir Elín Áslaug Ásgeirsdóttir Elín Gróa Karlsdóttir Elísabet Gunnarsdóttir Erla Björg Guðrúnardóttir Eymundur Freyr Þórarinsson Freyr Þórðarson Geir Oddur Ólafsson Guðmunda Kristjánsdóttir Guðrún Heimisdóttir Gunnar Freyr Gunnarsson Gunnhildur Ásta Guðmundsd. Gunnhildur Inga Þráinsdóttir Halldóra Guðrún Jónsdóttir Hallgrímur Ingvar Steingrímss. Hanna Kristín Thoroddsen Haraldur Ingólfur Þórðarson Heiðrún Grétarsdóttir Heiðrún Sigurðardóttir Helena Herborg Guðmundsd. Hildur Guðný Guðlaugsdóttir Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir Hrund Hauksdóttir Hrönn Margrét Magnúsdóttir Huginn Þór Grétarsson Hörður Ágústsson Hörður Steinar Sigurjónsson Ingibjörg Árnadóttir Ingibjörg Sveinsdóttir Íris Reynisdóttir Jóhanna Vernharðsdóttir Jón Gunnar Sæmundsen Jón Gunnsteinn Hjálmarsson Kristinn Pálmason Lilja Ösp Sigurjónsdóttir Margrét Guðrún Valdimarsdóttir Matthildur Jónsdóttir Ólafur Helgi Lárusson Sigfús Jónsson Sigríður Ellen Arnardóttir Sigurður Hreiðar Jónsson Sigurður Þór Snorrason Silja Guðrún Sigvaldadóttir Sjöfn Yngvadóttir Sóley Guðjóna Karlsdóttir Sólveig Stefánsdóttir Sólveig Þórarinsdóttir Styrmir Bjartur Karlsson Valdís Svanbjörnsdóttir Valgarð Briem Vera K. Vestmann Kristjánsd. Þorgerður Arna Einarsdóttir Þorvarður Jóhannesson Þóra Eggertsdóttir Þórhallur Eggert Þorsteinsson Viðskiptafræði – tölvunarfræðival Daníel Scheving 214 útskrifast frá Háskólanum í Reykjavík Ljósmynd/Bára Fjölmargir útskrifuðust úr Háskólanum í Reykjavík. NEMENDUR undirbúa sig nú af kappi fyrir inntökupróf læknadeild- ar í læknisfræði og sjúkraþjálfun. Prófin fara fram dagana 23. og 24. júní næstkomandi. Alls hefur 181 skráð sig í samkeppnispróf um 48 pláss á fyrsta ári í læknadeild og 33 munu keppa um 20 sæti á fyrsta ári í sjúkraþjálfun. Þetta er í fyrsta sinn sem læknadeild leggur samkeppnis- próf fyrir að vori en fram til þessa hefur efstu mönnum í desemberpróf- um verið hleypt áfram í námi. Nú fer síunin fram áður en kennsla hefst. Samkeppnisprófið fer fram á tveim- ur dögum og prófað er í þremur tveggja klukkustunda lotum báða dagana. Heildarpróftími er því tólf klukkustundir. Mikill samkeppnisandi Margir þeirra sem hyggja á þátt- töku í samkeppnisprófunum sitja nú yfir námsbókum sínum úr fram- haldsskóla til þess að rifja upp þekk- ingu sem prófað verður úr. „Það er mikill samkeppnisandi í Þjóðarbók- hlöðunni. Andrúmsloftið er oft og tíðum jafnvel fjandsamlegt. Menn eru ekki að láta alltof mikið uppi eða blanda geði eða neitt slíkt. Jafnvel gamlir félagar úr menntaskóla líta mann hornauga,“ segir einn viðmæl- andi Morgunblaðsins. Hann segist telja að þeir stúdentar sem nýlega hafa lokið stúdentsprófum standi betur að vígi en aðrir þar sem náms- efni menntaskólans væri þeim í fersku minni. Hann vildi meina að þeir sem útskrifast hafa af náttúru- fræðibrautum hefðu nokkuð forskot, sérstaklega ef þeir eru úr skólum þar sem prófað er úr heildarnáms- efni framhaldsskólans í stúdents- prófum, líkt og gert er t.d. í Mennta- skólanum í Reykjavík. Tvískipt próf Inntökuprófið er tvískipt. Annars vegar er um að ræða próf sem bygg- ist hins vegar á námsefni rúmlega þrjátíu áfanga á framhaldsskólastigi. Mest áhersla er lögð á náttúruvísindi en nemendur þurfa einnig að svara spurningum í tungumálum, sálfræði, sögu og félagsfræði. Þessi þáttur vegur 70% í heildareinkunn. Síðari hluta prófsins, sem vegur 30%, er þess eðlis að ekki er hægt að undirbúa sig sérstaklega fyrir hann. Sá hluti hefur verið gagnrýndur af læknanemum en hann skiptist í þrjá hluta: Greindarpróf, siðfræðispurn- ingar og spurningar þar sem nem- endur eru beðnir að sjá mynstur út úr hinum ýmsu formum, en sá hluti er keimlíkur hefðbundnum greind- arprófum. Nemendur kalla þennan hluta „Gettu betur spurningarnar“. Stúdent sem tók samkeppnispróf síðasta vetur og gerir nú aðra tilraun til að komast í læknanámið sagði Morgunblaðinu að mikil óánægja ríkti með 30% hlutann, en síðasta samkeppnispróf innihélt svipaðar spurningar um almenna þekkingu og siðfræði auk spurninga þar sem nemendur þurftu að sjá mynstur úr formum. „Maður getur skilið að greindarpróf geti verið hluti af þessu en enginn veit af hverju þessar „Gettu betur spurningar“ eru þarna. Það er líka eðlilegt að læknar kunni sitthvað fyrir sér í siðfræði en ég fæ ekki séð hvernig hægt er að komast að niðurstöðu um það með nokkrum ritgerðarspurningum,“ sagði stúd- entinn sem sagði mikla óánægju hafa verið nú í vetur þegar í ljós kom að engin föst viðmið voru höfð til hlið- sjónar þegar einkunnir í ritgerðar- hluta prófsins voru metnar. Skortir próffræðilegar forsendur Læknanemar hafa margir gagn- rýnt upptöku hins nýja próffyrir- komulags á þeim forsendum að ekki hafi verið nægilega vel staðið að und- irbúningnum. Einn viðmælandi Morgunblaðsins sagði að próffræði- legar forsendur væru ekki nægilega traustar, forprófun hafi ekki átt sér stað og erfitt sé að átta sig á því fyrir fram hvers kyns fólk kemur til með að ná árangri á prófunum. Í Banda- ríkjunum þar sem stöðluð sam- keppnispróf eru algeng eru spurn- ingar alltaf prófaðar ítarlega á samanburðarhópum til þess að hægt sé að meta hvort prófin hleypi því fólki sem sóst er eftir í gegn. „Það er verið að renna alveg blint í sjóinn með þessu prófi,“ sagði viðmælandi blaðsins en hópur framhaldsskóla- kennara var fenginn til þess að semja prófin í samvinnu við lækna- deild Háskóla Íslands. Færri en búist var við Svo virðist sem heldur færri hafi skráð sig til prófsins en búist var við. Á síðustu árum hafa um tvö hundruð manns verið skráð í læknanám á fyrsta ári og þreytt samkeppnispróf. Vegna hins nýja fyrirkomulags prófsins mun stúdentum reynast auðveldara að söðla um og skipta um námsgrein ef árangurinn í sam- keppnisprófinu er ónógur. Vegna þessa var búist við að mun fleiri gerðu atlögu að læknisfræðinni í ár en venjulega. „Mér kemur á óvart hvað það eru fáir sem skráðu sig. Það var búið að tala um að hugs- anlega yrðu þetta um fimm hundr- uð,“ sagði stúdent sem er að reyna í fyrsta sinn við læknisfræðina og var að vonum ánægður að samkeppnin væri minni en hann hafði búist við. Nemi sem er að gera sína aðra til- raun sagðist telja að þeir sem reyndu fyrir sér í fyrra hefðu ekkert forskot á þá sem reyna fyrir sér í fyrsta sinn. Neminn sagði að jafnvel stæðu þeir halloka þar sem lengra er liðið síðan námsefni framhaldsskólanna var les- ið. Keppa um 48 stóla á fyrsta ári í læknisfræði Morgunblaðið/Ómar Stúdentar sem ætla að þreyta inntökupróf í læknadeild nota hvert tækifæri til að glugga í bækurnar. 229 nemendur þreyta samkeppnispróf læknadeildar í læknisfræði og sjúkraþjálfun 23. og 24. júní Mikill samkeppn- isandi er meðal stúdentanna                                              !"#  $         %& '             ()$  "    '                  * +  + " ,  $ %-   ./000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.