Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 12

Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 12
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 12 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ TIL LEIGU Tryggvagata - 101 Rvík Ingólfur G. Gissurarson, logg. fast. - www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30. Uppl. veitir Magnús Gunnarsson, s. 588 4477 eða 822 8242. 300 fm skrifstofur á 5. hæð. Einstakt tækifæri. Glæsilegar fullbúnar skrifstofur við Reykjavíkurhöfn. Frábært útsýni. Allt nýtt. Nýtt parket, eldhús, gardínur, tölvulagnir o.fl. Lausar strax. STÓRFYRIRTÆKIÐ Microsoft hefur gert tilboð í öll hlutabréf Kögunar hf. í dótturfélagi þess, Navision Ísland ehf., en viðræður á milli félaganna hafa staðið yfir und- anfarna daga. Kögun þarf að svara tilboðinu fyrir 30. júní nk. Navision Ísland er stofnað árið 1997 og er umboðs- og dreifing- araðili fyrir bókhaldskerfið Micro- soft Business Solutions. Navision Ísland er að fullu í eigu Kögunar og sér um, ásamt sölu- og þjónustuaðilum, að koma viðskipta- lausnum Microsoft Business Sol- utions (áður Attain og Financials) og Axapta á markað. Fimm manns vinna hjá fyrirtækinu og velta þess á síðasta ári var á þriðja hundrað milljónir króna. Gunnlaugur M. Sigmundsson forstjóri Kögunar segir að starf- semi Navision Íslands hafi gengið mjög vel frá því að það var stofnað. Fyrirtækið hafi verið með þeim söluhæstu í heiminum hlutfallslega í sölu á Microsoft Business Sol- utions og sé með yfir 50% markaðs- hlutdeild hér á landi í bókhalds- kerfum. Gunnlaugur segir að Microsoft hafi farið að sýna starfseminni hér áhuga í kjölfarið á kaupum fyrir- tækisins á Navision Software A/S í Danmörku en fyrir það greiddi Microsoft 1,45 milljarða Banda- ríkjadala, eða rúma 106 milljarða íslenskra króna, miðað við núver- andi gengi dals. Gunnlaugur segir að tilboðið í Navision Ísland sé ekki af svipaðri stærðargráðu. Aðspurður hvort að Microsoft væri að kaupa upp sambærileg fyr- irtæki annars staðar á Norðurlönd- unum sagðist hann halda að svo geti verið. Um það hvort að líklegt sé að samningar takist sagðist Gunn- laugur ekkert geta tjáð sig, en sagði að það „lægi ekkert illa á sér“, eins og hann orðaði það. Aðspurður sagðist hann heldur ekki geta tjáð sig um það að svo stöddu hvort að starfsemi fyrirtæk- isins yrði haldið áfram í óbreyttri mynd ef til sölu kæmi. Microsoft vill kaupa Navision Ísland Á FYRSTU fjórum mánuðum árs- ins voru gjaldþrotaúrskurðir ein- staklinga 62% fleiri en á síðasta ári eða 175 á móti 108. Á sama tíma hafa 60,2% fleiri lögaðilar verið úr- skurðaðir gjaldþrota eða samtals 250 en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2002 voru þeir 156, að því er fram kemur í fréttabréfi Láns- trausts. Á síðasta ári voru gjaldþrotaúr- skurðir 939 talsins en á fyrstu fjór- um mánuðum þessa árs voru skráð 425 gjaldþrot en það svarar til 45,3% allra gjaldþrota síðasta árs. Í fréttabréfi Lánstrausts segir að fjölgun gjaldþrota á síðustu árum sýni að viðskiptabankar og fyrir- tæki þurfi að sýna enn meiri að- gæslu í fjármálaumsýslu en verið hefur. „Margar ástæður eru fyrir gjaldþrotahrinunni s.s. það sem kallað er „timburmenn góðæris- ins“ með vísun til þess að bankar og fyrirtæki láni á slíkum tímum fleiri aðilum meira fé en á öðrum tímum. Þá hefur einkahlutafélög- um fjölgað mikið síðustu árin og fá fyrirtæki ná því að verða tíu ára. Hins vegar má sjá fyrstu bata- merkin í langan tíma því að á fyrstu fjórum mánuðum ársins hef- ur dregið úr árangurslausu fjár- námi hjá einstaklingum um 11,7% miðað við sama tíma á síðasta ári,“ segir í fréttabréfi Lánstrausts. Gjaldþrotum einstak- linga fjölgar um 62% SAMÞYKKT var á hluthafafundi Ís- lenska hugbúnaðarsjóðsins, Íshug, fyrr í vikunni að nafni sjóðsins yrði breytt í Brú fjárfestingar hf. Jafn- framt var samþykkt að óska eftir af- skráningu félagsins í Kauphöll Ís- lands enda uppfyllir það ekki lengur skilyrði fyrir skráningu þar sem yfir 90% hlutafjár er í eigu Fjárfesting- arfélagsins Straums. Tilgangur Brúar er fjárfestingar í framtaksfé (áhættufé) innlendra og erlendra atvinnufyrirtækja, skulda- bréfum eða annarri hliðstæðri fjár- mögnun slíkra fyrirtækja, rekstur fasteigna og lánastarfsemi. Á hluthafafundinum var ný stjórn félagsins kosin en hana skipa: Úlfar Steindórsson, formaður, Orri Hauksson og Viggó E. Hilmarsson. Samþykkt var á hluthafafundinum að laun fyrir setu í stjórn Íslenska hugbúnaðarsjóðsins fyrir tímabilið 19. febrúar 2003 til 11. júní 2003 yrðu 221.235 krónur. Laun formanns stjórnar voru 442.469 krónur fyrir sama tímabil. Þóknun hvers stjórnarmanns frá hluthafafundi 11. júní 2003 til aðal- fundar 2004 verða 50 þúsund krónur á mánuði. Í lok maí sl. rann út tilboðsfrestur til hluthafa Íslenska hugbúnaðar- sjóðsins um kaup Fjárfestingar- félagsins Straums á bréfum í félag- inu. Alls bárust 941 samþykki frá hluthöfum og seldu þeir rúmar 296 milljónir að nafnvirði, sem svarar til 20,94% af heildarhlutafé. Eignar- hlutur Straums er eftir kaupin 96,4% hlutafjár í sjóðnum. Í tilkynningu til Kauphallar Ís- lands kemur fram að í ljósi þess að Fjárfestingarfélagið Straumur á eft- ir viðskiptin meira en 90% hlutafjár í Íslenska hugbúnaðarsjóðnum og ræður yfir samsvarandi atkvæða- magni, muni félagið leysa til sín hluti annarra hluthafa samkvæmt 24. og 25. gr. laga um hlutafélög nr. 2/1995. Íshug breytt í Brú fjár- festingar Brú fjárfestingar er til húsa í Borg- artúni 30 líkt og móðurfélagið Fjár- festingarfélagið Straumur. HÓTEL Búðir ehf., félag um rekstur hótels á Búðum á Snæ- fellsnesi, hugðist opna þar hótel síðastliðið vor. Opnunin hefur dregist, en Hótel Búðir verður opnað nú um helgina og er kostn- aður við hótelið 220 milljónir króna, að sögn stjórnarformanns og eins tuttugu hluthafa Hótels Búða ehf., Þormóðs Jónssonar, sem jafnframt er eigandi og fram- kvæmdastjóri auglýsingastofunnar Fíton. Að sögn Þormóðs urðu tafir vegna fjármögnunar, en auk hlut- hafa koma Landsbankinn og Byggðastofnun að fjármögnuninni. Þormóður segir nýtingu hótels- ins samkvæmt bókunum sem þeg- ar hafa verið gerðar um 70% á virkum dögum í sumar. Hann ger- ir ráð fyrir um 80–90% nýtingu í sumar. Þá segir hann yfir 2.000 manns þegar bókaða í hádegisverð á hótelinu í sumar. Með Þormóði í stjórn Hótels Búða ehf. eru Gunnar Sturluson hrl. og Örn Andrésson. Þormóður segir að þegar ráðist hafi verið í verkefnið haustið 2001 hafi verið gert ráð fyrir um 60 milljónum króna í nýju hlutafé. Að viðbættum brunabótum upp á um 50 milljónir króna og láni, sem óformlegt vilyrði hafði fengist fyr- ir frá Byggðastofnun upp á 40–50 milljónir króna, hefði heildarfé sem lagt var í verkefnið þannig numið um 150 milljónum króna. Ákveðið í fyrra að stækka hótelið „Við ætluðum að reyna að opna hótel með 18 herbergjum vorið 2002 en fengum höfnun frá Byggðastofnun í janúar sama ár. Þetta gerði það að verkum að við breyttum áætlunum, hættum við að klára hótelið en ákváðum að opna veitingastaðinn um sumarið þar sem við vorum búin að byggja hót- elið þegar þessi höfn- un kom. Höfnunin gerði það að verkum að verkefnið tafðist um heilt ár,“ segir Þormóður. Hann segir að áætlunum hafi verið breytt á þann veg að hótelið hafi verið stækkað og herbergj- um fjölgað í 28. „Þannig stækkuðum við verkefnið í um 220 milljónir króna og lögðum inn nýja umsókn hjá Byggða- stofnun síðastliðið haust. Fljótlega eftir áramót kom tillaga frá Byggðastofnun um að þeir skyldu lána 60 milljónir og Landsbankinn 60 milljónir. Þeir myndu samein- ast um 120 milljónir og greiða þar með upp alla veðbók hótelsins. Við fengum þetta samþykkt hjá Landsbankanum en Byggðastofn- un hafnaði því í fyrstu afgreiðslu. Þetta kom okkur verulega á óvart. Í samvinnu við Landsbankann fengum við málið tekið upp aftur hjá Byggðastofnun.“ Fjármagnskostnaður jókst um 15–20 milljónir Að sögn Þormóðs var félagið í kröggum í febrúar síðastliðnum. „Á þeim tíma vorum við mjög að- krepptir með peninga þar sem við héldum að við fengjum lánið. Til- lagan var komin frá Byggðastofn- un og Landsbankinn búinn að samþykkja og þá héldum við að málið væri leyst. Við vorum að brenna inni á tíma með að klára. Þá voru menn sem höfðu verið verktakar hjá okkur áður orðnir langþreyttir. Ég fékk sendar alls kyns hótanir um barsmíðar og fleira. Þeir mættu heim til mín með kröfuspjöld um að við værum í kennitölusvikum. Það var hins vegar allt uppi á borðinu. Það var ekkert undirförult við fjármögnun verkefnisins og ekki verið að svíkja nokkurn mann. Mér fannst afskaplega leiðinlegt að þetta mál hafi farið í fjölmiðla órökstutt og án þess að haft væri sam- band við okkur. Þarna var verið að ráðast á mig sem einstakling. Mér þykir það miður ef fjölmiðlar ætla að taka þátt í þannig innheimtuaðgerðum í þjóðfélaginu. Við viðurkenndum alltaf að skulda þessum mönnum peninga. Allir þeir aðilar sem stóðu að þessum aðgerðum hafa fengið greitt. Það stóð aldrei neitt annað til en að greiða þessar skuldir. Hins vegar lá það alltaf fyrir að við þurftum að fá þessa fjármögnun, það var ekkert leyndarmál,“ segir Þormóð- ur. Í yfirlýsingu frá stjórn Hótels Búða sem Morgunblaðið birti í mars síðastliðnum kom fram að skuld hótelsins við umrædda verk- taka hafi numið rúmri einni millj- ón króna „en ekki 53 milljónum eins og DV greindi frá,“ segir í yf- irlýsingunni. Aukið hlutafé sett sem skilyrði lánveitingar Að sögn Þormóðs samþykkti Byggðastofnun lánið stuttu eftir þessa atburði með þeim skilyrðum að hlutafé félagsins yrði aukið um 30 milljónir króna og það hafi ver- ið gert. „Inngreitt hlutafé er því 90 milljónir króna og lánsfé um 130 milljónir króna. Samþykki Byggðastofnunar þurfti til að klára hótelið en biðin jók fjár- magnskostnað um 15–20 milljónir. Einnig þurfti að vinna þetta mjög hratt. Umtalið gerði okkur ekki auðvelt fyrir að fá vörur og fá menn til að vinna fyrir okkur núna síðustu tvo mánuði. Vegna velvilja þeirra sem hafa verið að vinna að þessu og trú þeirra á verkefnið þá hefur þetta tekist,“ segir Þormóð- ur Jónsson, stjórnarformaður Hót- els Búða ehf. Hótel Búðir kost- aði 220 milljónir Þormóður Jónsson Opnun var frestað um eitt ár vegna tafa við fjármögnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.