Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 13
ÚR VERINU MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 13 HVAÐA áhrif hefur fiskur á hina ýmsu sjúk- dóma? Er fiskur hugsanlega áhrifavaldur til að draga úr líkum á krabbameini í ristli? Ákveðnar vísbendingar eru um að samsetning amínósýra í fiski sé einstök og geti m.a. dregið úr líkum á krabbameini, t.d. í þörmum. Þetta og margt fleira er rætt á ráðstefnunni TAFT 2003 í Reykjavík um þessar mundir. Dagana 11.–14. þessa mánaðar er haldin á Grand-hóteli í Reykjavík ráðstefnan TAFT 2003 (Trans Atlantic Fisheries Technology). Um framkvæmd hennar sér Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins (Rf). Að ráðstefnunni standa tvenn samtök vísindamanna á sviði rannsókna og nýjunga í fiskvinnslu, WEFTA (Western European Fish Technologist’s Association) frá Evrópu og AFTC (Atlantic Fisheries Techno- logy Conference) frá N-Ameríku. Er þetta í fyrsta sinn sem samtökin halda sameiginlega ráðstefnu sem þessa. Eitt af markmiðum ráð- stefnunnar er að auka tengsl vísindamanna beggja vegna Atlantshafs. Samskiptanet vísindamanna Guðrún Ólafsdóttir, matvælafræðingur hjá Rf og einn skipuleggjenda TAFT 2003, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem haldin sé sameiginleg ráðstefna þessara samtaka og það sé mikill heið- ur fyrir Rf að standa fyrir henni. Guðrún segir eitt markmið ráðstefnunnar að koma á einskon- ar netverki eða samskiptaneti (networking) vís- indamannanna. „Norræni iðnþróunarsjóðurinn og Rannís [Rannsóknamiðstöð Íslands] hafa styrkt Rf til þess að koma á einhvers konar netverki. Það sem við eigum við með netverki er að leiða sam- an þau tvö samtök sem þegar eru til staðar, AFTC og WEFTA, með það fyrir augum að koma á samskiptum í framtíðinni. Það er vilji fyrir því að halda svona ráðstefnu aftur innan þriggja ára og til þess að viðhalda samskiptum í millitíðinni notuðum við tækifærið til að búa til vettvang fyrir samskipti með það fyrir augum að auka samskipti vísindamanna báðum megin Atlantshafs.“ Alþjóðavæðingin hvati samvinnu Að sögn Guðrúnar er hin mikla alþjóðavæð- ing mikill hvati aukinnar samvinnu. „Það er ekki nóg fyrir Íslendinga að vinna með Evrópubúum, við þurfum að hugsa meira um alþjóðavæðingu í rannsóknum,“ segir hún. Með ráðstefnunni sé m.a. ætlunin að koma á samstarfi ólíkra þjóða þannig að styrkveitingar nýtist betur og voru m.a. flutt erindi til þess að auðvelda vísinda- mönnum leitina að mögulegum styrkumsóknum vegna hugsanlegra samvinnuverkefna. Sameig- inlegt vandamál og áhugamál vísindamanna allra þjóða er, að sögn Guðrúnar, að koma upp- lýsingum frá vísindaheiminum til iðnaðarins og almennings, þar sem lögð sé áhersla á gagna- grunna og samtengingu þeirra. Meðal efnis á ráðstefnunni sem fjallað var um eru nýjar leiðir við framleiðslu og dreifingu á fiskafurðum og aukið geymsluþol fisks með notkun nýrra geymsluaðferða. Þá eru notaðar mildar framleiðsluaðferðir (minimal processing) til þess að tryggja öryggi hráefnisins en varð- veita jafnframt gæðin. Loftstýrðar umbúðir Nokkrir Íslendingar voru á meðal fyrirlesara á ráðstefnunni. Hörður G. Kristinsson, aðstoðarprófessor við University of Florida, rannsakar nýjar leiðir við notkun kolmónoxíðs í matvælaframleiðslu. Emilía Martinsdóttir hjá Rf vinnur að rann- sóknum á lengra geymsluþoli sjófrysts fisks. Fiskurinn er sjófrystur, þíddur og síðan settur í loftstýrðar pakkningar og honum dreift sem ferskvöru. Með loftstýrðum umbúðum er átt við að súrefni er tekið úr pakkningunum og koltví- sýringur (CO2) og aðrar lofttegundir settar inn sem auka geymsluþol og hafa lítil áhrif á gæði fisksins. Framleiðendur hafa mikinn hag af þessu, m.a. vegna þess að það er auðveldara og ódýrara að flytja eingöngu flökin milli landa heldur en heilan fisk. Helga Gunnlaugsdóttir á Rf flutti fyrirlestur um þetta efni á ráðstefnunni og sýndi þar m.a. fram á að með því að flaka lax áður en hann fer í dauðastirðnun eftir slátrun leiðir til þess að minna los verður í flökunum en los er ein helsta ástæða þess að fiskurinn lendir í lægri verðflokki en ella. Einnig voru kynntar rannsóknir sem unnar voru á Rf í samstarfi við fyrirtækið Primex á bragðefnum sem unnin eru m.a. úr hráefni sem fellur til við flakavinnslu og rækjuvinnslu. Tvö íslensk fyrirtæki búa nú til bragðefni úr sjáv- arfangi. Sjöfn Sigurgísladóttir er forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Hún segir að öll þessi mál snúist um aukið verðmæti hráefnisins. „Það sem er fjallað um hér á ráðstefnunni er hvar við stöndum almennt gagnvart rekjanleika vörunnar, sem tengist gæða- og neytendamál- um,“ segir hún. „Síðan erum við að tala um nýjar vinnsluleið- ir. Á þessari ráðstefnu er til dæmis lögð mikil áhersla á markfæði. Markfæði er annars vegar vara sem hefur hátt næringargildi og hins vegar eitthvað sem hefur áhrif á heilsuna, t.d. fyrir- byggjandi áhrif gegn krabbameini, háum blóð- þrýstingi og slíku.“ Menn velti mikið fyrir sér hvernig fiskur tengist slíkri umræðu en hann hafi ekki verið mikið inni í henni. „Á ráðstefn- unni er m.a. fjallað um hvernig fiskur hefur áhrif á hina ýmsu sjúkdóma. Mikil áhersla hefur verið lögð á fitusýrur en nú er meiri áhersla lögð á rannsóknir á próteinum og öðrum lífvirkum innihaldsefnum í fiskinum,“ segir Sjöfn. Fiskur sé hugsanlega áhrifavaldur til að draga úr líkum á krabbameini í ristli „...vegna þess að hann er svo auðmeltanlegur,“ skýtur Guðrún inn í og bætir við: „Kjöt hins vegar er tormelt og skilur eftir efni í meltingarveginum sem hugsanlega geta verið krabbameinsvaldandi.“ Sjöfn segir að það sé ekki ljóst hvaða áhrif fiskneysla hafi á þarmana, en ákveðnar vísbend- ingar séu samt um að samsetning amínósýra í fiski sé einstök og geti m.a. dregið úr líkum á krabbameini, t.d. í þörmum. „Það er oft sagt að við séum það sem við borðum og segja má að rannsóknir í matvælafræði snúist í síauknum mæli um að auka lýðheilsu almennt,“ bætir hún við. Sjöfn tekur undir orð Guðrúnar um mikilvægi geymslutækni, neytendur vilji í auknum mæli ferskan fisk sem ekki þurfi að hafa mikið fyrir að elda og börnin vilji borða. M.a. þess vegna hafi verið lögð aukin áhersla á að flytja út fersk- an fisk en vandamálið sé tiltölulega stutt geymsluþol og fjarlægð frá mörkuðunum. „Þess vegna,“ segir Sjöfn, „er m.a. lögð áhersla á loftskiptar umbúðir.“ Svokallaðar vak- úmpakkningar hafi tíðkast þar sem loftið sé dregið út úr umbúðunum en nú velti menn fyrir sér hvernig hægt sé að hafa áhrif á geymsluþol hráefnisins með öðrum lofttegundum. Varðandi þessa þætti séu menn farnir að rannsaka neytendahegðun meira og t.d. hafi einn fundurinn á ráðstefnunni fjallað um viðhorf neytenda til fiskneyslu, segir Sjöfn. „Iðnaðurinn hefur mikinn áhuga á þeim rannsóknum,“ segir Guðrún, „og það er nýtt innan fiskiðnaðarrann- sókna.“ Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Sjöfn Sigurgísladóttir og Guðrún Ólafsdóttir hafa borið hitann og þungann af skipulagn- ingu TAFT 2003. TAFT 2003, alþjóðleg ráðstefna um nýjungar í nýtingu sjávarfangs, haldin í Reykjavík Aukin lýðheilsa er mikilvægust
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.