Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 16

Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BANDARÍSKA hernámsliðið segist hafa handtek- ið um 400 Íraka í viðamiklum aðgerðum síðustu daga til að brjóta á bak aftur vaxandi andstöðu stuðningsmanna Saddams Husseins. Hundruð her- manna réðust inn í bæi í svokölluðum „súnníta-þrí- hyrningi“ norðan og vestan við Bagdad. Nyrst á þessu svæði er Tikrit, heimaborg Saddams. Hermennirnir brutu upp hurðir þegar þeir réð- ust inn í hús í bæjunum og drógu út íbúa þeirra í leit að leyniskyttum sem hafa skotið á þá síðustu vik- urnar. Alls hafa um 40 bandarískir hermenn beðið bana í árásum úr launsátri frá 1. maí þegar Banda- ríkjaforseti lýsti því yfir að meiriháttar hernaðar- aðgerðum væri lokið í Írak. „Á daginn er fólkið ró- legt og vingjarnlegt en á kvöldin er ráðist á okkur úr launsátri,“ sagði bandaríski herforinginn Forest Geary. Sagðir beita of mikilli hörku Íbúar eins bæjanna, Duluiyah, eru mjög reiðir vegna áhlaupanna og segja að hermennirnir hafi beitt óþarflega mikilli hörku. Einn þeirra sagði að sex ára sonur sinn hefði verið handjárnaður. Abid Ali Jassem al-Juburi, fyrrverandi foringi í her Íraks, sagði að bróðir sinn og frændi hefðu beð- ið bana í aðgerðunum. „Bróðir minn var barinn, laminn í andlitið og drepinn,“ sagði hann og bætti við að bandarískir hermenn hefðu tekið lyf sem fjöl- skylda hans hefði ætlað að færa frænda hans sem hefði fengið hjartaáfall. „Þeir mölbrutu þau með fótunum.“ Annar íbúi Duluiyah sagði að 30 bræður og frændur hans á aldrinum 13 til 70 ára hefðu verið handteknir. „Það var engin ástæða til að handtaka þá. Þeir gerðu ekkert af sér,“ sagði hann. Einn hermannanna neitaði því að þeir hefðu beitt of mikilli hörku. „Við tökum enga áhættu,“ sagði hann. „Líf mitt er í hættu, þannig að við lítum á þá sem óvini þangað til annað verður sannað.“ Hernámsliðið í Írak reynir að brjóta vaxandi andstöðu á bak aftur Um 400 manns hand- teknir í áhlaupunum Balad. AP. FUNDUR Alþjóðahvalveiðiráðsins hefst í Berlín á mánudag og í tilefni af því stendur mikið til hjá ýmsum náttúruverndarsamtökum. Ein þeirra, IFAW, komu þessum upp- blásna búrhval fyrir við Brand- enborgarhliðið í gær. Þau og fleiri vilja, að hvalir verði friðaðir um aldur og ævi. AP Búrhvalur við Brandenborgarhliðið DRÖG að fyrstu sameigin- legu stjórnarskrá Evrópu- sambandsins voru samþykkt í gær á ráðstefnu í Brussel, eftir 16 mánaða langar og erf- iðar viðræður. Meirihluti fulltrúanna á ráðstefnunni, eða 96 af 105, undirritaði ályktun þar sem þess er krafist að íbúar ESB- landanna þurfi að samþykkja stjórnarskrána í þjóðarat- kvæðagreiðslu sem fari fram 13. júní að ári. Bæði harðir Evrópusambandssinnar og efasemdarmenn settu nafn sitt við ályktunina. Blair andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu Peter Hain, fulltrúi bresku stjórnarinnar, var einn þeirra sem ekki undirrituðu yfirlýs- inguna en Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, og stjórn hans eru mótfallin því að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Fulltrúar frá aðildarlönd- unum 15 og þeim 10 ríkjum sem munu ganga inn á næstu árum áttu í samningaviðræð- um. Talsverð spenna var á milli minni ríkjanna, sem vilja auka vægi framkvæmda- stjórnar sambandsins, og stærri ríkjanna sem vilja fremur að ríkisstjórnir land- anna taki sameiginlegar ákvarðanir, að því er fram kemur á fréttavef BBC. Margt af því sem samþykkt var í drögunum á að auðvelda stjórn sambandsins þegar nýju aðildarlöndin 10 ganga í sambandið. Þá var samþykkt að meirihlutaákvarðanir yrðu látnar gilda í fleiri málaflokk- um en áður, eins og málefn- um innflytjenda og flótta- manna. Stjórnarskrárdrögin verða kynnt á ráðstefnu sambands- ins í Grikklandi í næstu viku. Sam- þykktu stjórnar- skrár- drög ESB Brussel, Berlín. AFP, AP. ELDAR loguðu í aðalolíuleiðslunni frá Írak til Tyrklands í gær eftir miklar sprengingar og íbúar á svæðinu sögðu að nokkrir Írakar hefðu sprengt leiðsluna til að hindra að hernámsstjórnin gæti hafið olíuútflutning. Fyrr um dag- inn hafði hernámsstjórnin í Bagd- ad, undir stjórn Bandaríkjamanna, undirritað fyrstu samningana um olíuútflutninginn. Abdullah Gul, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði einnig að skemmdarverk hefðu verið unnin á leiðslunni. „Því miður var um skemmdarverk að ræða. Málið er í rannsókn og við vitum ekki enn hversu umfangsmikill vandinn er,“ sagði hann. Gassprenging vegna slæms viðhalds? Talsmaður hernámsliðsins í Bagdad staðfesti að tvær spreng- ingar hefðu orðið í olíuleiðslunni en sagði að bandarískir og íraskir verkfræðingar, sem hefðu skoðað hana, teldu að skemmdarverk hefðu ekki verið unnin á henni. Talsmaðurinn bætti við að gas- sprengingar hefðu áður orðið í leiðslunni vegna slæms viðhalds en yfirmenn nálægrar olíuhreinsunar- stöðvar neituðu því. „Ég veit ekki betur en að þetta sé í fyrsta skipti sem slík sprenging verður í aðal- olíuleiðslunni,“ sagði einn þeirra. Íbúar nálægs olíubæjar, Baiji, sögðu að Írakar hefðu beitt tveim- ur sprengjum á leiðsluna. „Nokkrir Írakar komu og sprengdu hana,“ sagði einn íbú- anna. „Þetta var gert til að koma í veg fyrir að Bandaríkjamenn gætu flutt olíu til Tyrklands.“ Hefur ekki áhrif á olíusamningana Fyrr um daginn hafði hernáms- stjórnin undirritað samninga við fimm evrópsk fyrirtæki, þar af eitt tyrknest, og bandarískt fyrirtæki um kaup þeirra á alls 9,5 millj- ónum fata af olíu. Sprengingarnar í olíuleiðslunni í gær hafa ekki áhrif á þessi kaup þar sem fyrirtækin eiga að fá olíu frá öðrum svæðum í Írak. Olíu- leiðslan er hins vegar mjög mik- ilvæg fyrir frekari olíuútflutning sem hernámsstjórnin fyrirhugar til að fjármagna endurreisn lands- ins. Olíuútflutnings- samningar undirritaðir í Írak Sprenging- ar í aðal- olíuleiðsl- unni til Tyrklands Makhoul í Írak. AFP. ÞAÐ glampar á malbikið á götum Bagdad- borgar og laufblöð tröllatrjánna hanga líflítil í sólinni. Klukkan þrjú síðdegis er hitainn 43 gráður á celsíus í skugga. Hitasvækjan í Mesó- pótamíu gerir hermönnum í fullum skrúða, síð- erma einkennisbúningum og þungum stígvélum, erfitt fyrir. Þeir líta út eins og maurar sem eru stikna undir stækkunargleri. „Mér líður eins og hárblásara sé haldið að andlitinu á mér,“ segir ungur liðþjálfi frá New York og Írakar segja ástandið eiga eftir að versna, að þeirra sögn er hitinn í júní baa þægi- legur. „Þetta er ekkert,“ segja þeir. „Bíðið þar til í júlí eða ágúst.“ Þá getur hitinn farið upp í 55 gráður. Bandarískir hermenn sem vakta götur Bagd- ad-borgar geta ekki forðast hitann með nokkru móti. Það er engin loftkæling á boðstólum og engar sundlaugar. Þeir reyna að kæla sig með því að þurrka af sér óhreinindin með rökum klút. Svefninn reynist þeim líka erfiður en menn reyna samt að sofa á beddunum á nærklæðunum einum saman. Innfæddir vorkenna bandaríska herliðinu en segja þá samt hafa átt að gera sér grein fyrir hitanum áður en þeir réðust inn í landið. „Þeir eru komnir hingað í ákveðnum tilgangi og þá verða þeir líka að umbera hitann rétt eins og við,“ segir Mohammed Jassim sem selur ólög- lega geisladiska á markaðnum á Tahrir-torgi, en viðurkennir þó að hermennirnir finni meira fyrir hitanum en innfæddir. Ólíkt öðrum hersveitum í Írak virðist banda- ríska herliðið skorta einkennisbúning fyrir sum- arið. Óháð því hve mikill hitinn er, klæðast þeir síðbuxum og síðerma skyrtum, skotheldum vest- um, þungum hjálmum og öðrum búnaði sem veg- ur mörg kíló. Klæðnaði sem myndi henta betur í kaldara loftslagi. Sjálfir fara íbúar Bagdad- borgar af götunum um hádegi til að snæða stærstu máltíð dagsins. Að því loknu koma þeir sér fyrir við viftu, þeir sem betur mega sín hafa lofkælingu, og fá sér síðdegislúr. Þegar líður á daginn og sólin lægra á loft, sjást þeir aftur á götum úti. Hitinn hefur sína kosti. Þannig helst kaffibolli heitur allan daginn og tegerð krefst ekki annars en að stilla bolla með vatni og tepoka upp í sól- inni. Þá er heitavatnsskorturinn á herstöðvum bandaríska herliðsins ekki vandamál. En hitinn getur líka verið hættulegur. Kubbs- legur maður, upprunninn í Millwood í New York-ríki, lýsir því að hann hafi nýlega orðið máttfarinn og farið að sundla eftir langan dag úti í sólinni. Hann þjáðist að sögn herlækna af hitaörmögnun sem var meðhöndluð með því að sprauta kaldri saltlausn í handlegg hans. „Maður finnur kuldann fara upp handlegginn og eftir þrjá til fjóra poka [af saltlausn] fer manni að líða betur,“ segir hann. Sumir hermannanna bera sig þó mannalega og segjast aðeins þurfa að aðlagast loftslaginu. „Við getum barist í hvaða veðri sem er,“ segir tilgerðarlegur yfirmaður hóps hermanna sem standa vörð utan við Hótel Palestínu í Bagdad. Annar hermaður ívið feitari tekur undir orð hins fyrri og kemur því að, að þetta sé þriðja ferð hans til Persaflóa. Þegar grobbnu hermennirnir tveir ganga á brott, sennilega í leit að skugga, kemur sá þriðji aðvífandi. Hann gerir lítið úr fullyrðingum þeirra. „Ekki trúa þessum strákum, þeir kvarta meira undan hitanum en nokkur annar,“ segir hann. AP Bandarískur hermaður kælir sig með röku hand- klæði utan við Hótel Palestínu í Bagdad. Hitinn að buga hermennina Bagdad. AP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.