Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 18

Morgunblaðið - 14.06.2003, Page 18
ERLENT 18 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UPPSTOKKUN breska forsætis- ráðherrans, Tonys Blairs, á ríkis- stjórn sinni fékk blendin viðbrögð hjá leiðarahöfundum helstu dag- blaða þar í landi í gær. Vakti einkum athygli afsögn Alans Milburns heil- brigðisráðherra, en John Reid, einn dyggasti bandamaður Blairs, tekur nú við embætti hans. Ákvörðun Blairs um að leggja nið- ur viðamikið embætti sem verið hef- ur við lýði í bresku stjórnkerfi síðan árið 605, og tók m.a. til ráðuneytis dómsmála, var hins vegar vel tekið – en kannski helst vegna óvinsælda Irvines lávarðar, sem gegnt hefur embættinu. Afsögn Milburns kom eins og þruma úr heiðskíru lofti, að sögn stjórnmálaskýrenda, en hann mun hafa gefið þá ástæðu að hann vildi eyða meiri tíma með fjölskyldu sinni. Var það samdóma mat bresku blað- anna að afsögn hans væri ekki til þess fallin að styrkja tilraunir Blairs til að gera breytingar á heilbrigðis- kerfinu breska. Þykir sem skipan Johns Reid í embættið hafi verið neyðarúrræði, en Blair er raunar vanur að kalla Reid til þegar bjarga þarf málunum í skyndingu. Ráðuneyti lögð niður? Hægri blaðið Daily Mail sagði af- sögn Milburns hafa verið mjög óvænta, enda Milburn talinn hafa mikinn pólitískan metnað. Paul Routledge, stjórnmálaskýr- andi Daily Mirror, hélt því hins veg- ar fram í grein í blaðinu að hugs- anlega hafi Milburn sagt af sér nú til að búa í haginn fyrir leiðtogakjör í Verkamannaflokknum, sem mögu- legt er að fari fram innan fárra miss- era í ljósi vandræða sem Blair hefur lent í að undanförnu. „Hann er að- eins 45 ára gamall,“ sagði Routledge um Milburn. „Hann gæti vel verið framtíðarleiðtogi [Verkamanna- flokksins].“ Blair gerði að öðru leyti engar meiriháttar breytingar á stjórn sinni. Helen Liddell hættir þó sem ráðherra Skotlandsmála og mun Al- istair Darling samgönguráðherra ábyrgur fyrir Skotlandsmálum í neðri deild breska þingsins. Þá var Peter Hain var hækkaður í tign, sinnir nú málefnum Wales í þinginu og er fulltrúi Bretlands á stjórnarskrárráðstefnu Evrópusam- bandsins, auk þess sem hann fer fyr- ir þingmönnum Verkamannaflokks- ins í neðri deild breska þingsins – starfinu sem John Reid sinnti þar til í gær. Ollu þessar breytingar nokkrum titringi í gær en eitthvað virtist mál- um blandið hvort í raun sé verið að leggja niður sérstök ráðuneyti mál- efna Skotlands og Wales. Aðrar breytingar fólust nefnilega í því að Blair skipaði gamlan vin sinn, Falconer lávarð, í nýtt embætti ráð- herra stjórnarskrármála sem bera mun ábyrgð á málefnum Skotlands og Wales, en kemur að öðru leyti í stað þess embættis sem Irvine lá- varður hefur gegnt. Óvænt afsögn í stjórn Blairs London. AFP. AP Alan Milburn sagði af sér embætti heilbrigðisráðherra í stjórn Blairs. LEYNILEG sérsveit frá banda- ríska hernum, sem verið hefur að störfum í Írak frá því að herförin þangað hófst í mars, hefur gegnt lykilhlutverki í leit Bandaríkja- manna að gereyðingarvopnum Saddams Husseins. Hefur sveitin þó ekki haft erindi sem erfiði, að því er heimildarmenn innan bandaríska hersins greina frá. Starfshópur 20 heitir sérsveitin og er tilvist hennar og verkefni leynileg. Frá henni barst upphaf- lega mikið af gögnum er lofuðu góðu, send til fáeinna manna sem höfðu áhrif á stefnumótun stjórn- arinnar, og bentu til að möguleiki væri á að gereyðingarvopn myndu finnast. Þessar upplýsingar áttu sinn þátt í því hve bjartsýnn George W. Bush forseti og þjóðar- öryggisráðgjafar hans voru á að vopn myndu koma í leitirnar. Kemur ekki á óvart En sérfræðingar sem kunnugir eru störfum Starfshóps 20 segja að enn sem komið er hafi ekkert fund- ist. Engin nothæf óhefðbundin skotvopn, langdrægar eldflaugar eða eldflaugahlutar, engar birgðir af efnum í efna- eða lífefnavopn eða tæki til að búa til kjarnavopn. Bandaríkjastjórn tilgreindi þetta allt sem hluta af földum vopna- birgðum Íraka. Þessi vopn var Írökum óheimilt að eiga samkvæmt ályktun öryggisráðs SÞ, og voru það helstu rök Bush fyrir því að fara í stríð. Þetta kemur Nýsjálendingnum Steve Allinson, fyrrverandi vopna- leitarmanni Sameinuðu þjóðanna, ekki á óvart. Hann segir, að þá þrjá mánuði sem hann hafi starfað í Írak áður en stríðið hófst hafi vopnaleit- arsveitir oft verið sendar á staði sem bandarískir og breskir leyni- þjónustumenn tilgreindu en ekki hafi fundist þar neitt sem benti til gereyðingarvopna. Allar slíkar ábendingar frá bandarískum og breskum leyni- þjónustumönnum reyndust vera „algjört rugl“, sagði Allinson í við- tali við nýsjálenskt dagblað. Hann var hópstjóri í 30 manna liði SÞ sem kannaði um 160 staði í Írak á þess- um þrem mánuðum, en var flutt burt frá landinu í mars eftir að ljóst varð að Bandaríkjamenn myndu gera innrás. Upplýsingar frá bandarísku leyniþjónustunni hljóð- uðu upp á það að á einum þessara staða væri verið að flytja tæki og nokkrum hlutum hefði verið komið fyrir uppi á þaki á verslun, sagði Allinson við blaðið Christchurch Press. „Bara vöruskemma“ „Ég hafði komið nokkrum sinn- um á þennan stað ... og þetta er eig- inlega bara vöruskemma full af hin- um og þessum pörtum úr tækjum. Jafnvel þótt við værum búin að fara á staðinn urðum við að fara eftir upplýsingunum til að gera Banda- ríkjamennina ánægða. Þá vaknar sú spurning hvort þeir hafi haft áreiðanlegar upplýsingar sem þeir létu okkur ekki í té, eða hvort þetta hafi verið allt sem þeir vissu,“ sagði Allinson. Hann sagði eftirlitsmenn SÞ hafa verið einkar ósátta við að hafa þurft að fara frá Írak í mars, því að ef meiri tími hefði gefist hefði ef til vill verið unnt að afla áreiðanlegri upp- lýsinga. „Ég efast stórlega um að þeir muni finna nokkuð núna,“ sagði hann. „Og jafnvel þótt þeir finni eitthvað er enginn óháður aðili sem getur staðfest það. Þeim hefur mistekist að réttlæta stríðið. En þeir þurfa að finna sér undankomu- leið, sem er sú að vopnin hafi öll verið flutt til Sýrlands.“ Ábendingar leyniþjónust- unnar voru „algjört rugl“ The Washington Post, AP. ’ Jafnvel þótt viðværum búin að fara á staðinn urðum við að fara eftir upplýs- ingunum til að gera Bandaríkjamennina ánægða. ‘ TIL harðra átaka kom í einu út- hverfa Belgrad, höfuðborgar Serbíu, í gærmorgun eftir að sérsveit lög- reglunnar hafði ráðist til inngöngu á heimili grunaðs stríðsglæpamanns, Veselin Sljivancanin. Harðlínu þjóð- ernissinnar, stuðningsmenn Sljiv- ancanins, brugðust ókvæða við frétt- um um aðgerðir sérsveitanna og var óeirðalögreglan því kölluð út. Þrír liðsmanna hennar slösuðust alvar- lega í átökunum, að sögn yfirvalda. Sljivancanin er einn þriggja manna sem grunaðir eru um að bera höfuðábyrgð á dauða meira en 200 manna í umsátrinu um Vukovar í austurhluta Króatíu árið 1991. Er handtaka hans sögð sæta miklum tíðindum en fulltrúar stríðsglæpa- dómstólsins í Haag í Hollandi hafa lengi beðið þess að hann yrði hand- samaður. Ákæra var gefin út á hendur Sljiv- ancanin árið 1995 af saksóknurum dómstólsins í Haag en Slobodan Mil- osevic, fyrrverandi forseti Júgóslav- íu, hélt ávallt hlífiskildi yfir honum. Þegar stjórn Milosevics féll árið 2000 fór Sljivancanin, sem er fimm- tugur, hins vegar í felur. Handtaka Sljivancanins kemur skömmu áður en frestur rann út sem Bandaríkjastjórn hafði gefið stjórn- völdum í Belgrad til að handtaka meinta stríðsglæpamenn – en efna- hagsaðstoð upp á um 110 milljónir dollara var háð því að Serbar tækju til hendinni í þessum efnum. Aðgerðir lögreglunnar í gær tóku um tíu klukkustundir og þurfti hún að brjóta sér leið í gegnum stáldyr á heimili Sljivancanins til að handtaka hann. Var Sljivancanin fluttur í fangaklefa í brynvagni lögreglunnar en mikill viðbúnaður var viðhafður í aðgerðunum. Eftir að fréttist um aðgerðir lög- reglunnar brutust út götuóeirðir fyrir utan híbýli Sljivancanins og þurfti lögreglan að beita táragasi, auk þess sem gúmmíkúlum var skot- ið á óeirðaseggi. Sagði Dusan Mih- ajlovic, innanríkisráðherra Serbíu, að a.m.k. 30 óeirðaseggir hefðu særst í átökunum og meira en fimm- tíu lögreglumenn, þar af þrír alvar- lega. EPA Óeirðaseggir kasta grjóti að lögreglunni í hörðum átökum í einu úthverfa Belgrad, höfuðborgar Serbíu, í gær. Meintur stríðsglæpa- maður handtekinn Belgrad. AP. VÍÐTÆKAR breytingar verða gerðar á yfirstjórn og skipulagi Atl- antshafsbandalagsins (NATO) en samkomulag náð- ist um þetta á fundi varnar- málaráðherra að- ildarríkja NATO sem lauk í Bruss- el á fimmtudag. Varnaðarorð sem Donald Rums- feld, varnarmála- ráðherra Banda- ríkjanna, sendi Belgum skyggðu hins vegar nokkuð á þá eindrægni sem ríkti á fundinum. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rumsfeld tekst að stela senunni en hann gagnrýndi stjórnvöld í Belgíu harkalega vegna laga þar í landi, sem leyfa málsókn gegn útlending- um, sem sakaðir eru um stríðsglæpi. Ýjaði hann að því að Bandaríkja- stjórn myndi ekki leggja fram fé til nýrra höfuðstöðva NATO í landinu fyrr en lögin hefðu verið afnumin. Embættismenn NATO leggja hins vegar áherslu á að samstaða hafi að öðru leyti ríkt á ráðherrafundinum um þær breytingar, sem nú standa fyrir dyrum hjá bandalaginu. Ráðherrarnir ákváðu á fundi sín- um að „straumlínulaga“ yfirstjórn bandalagsins, auk þess sem þeir samþykktu aðgerðaáætlun fyrir tuttugu þúsund manna hraðlið sem NATO hyggst koma sér upp. „Þetta er gríðarmikil breyting sem er ætlað að tryggja að bandalag- ið skipti áfram máli,“ sagði George Robertson, framkvæmdastjóri NATO, á fréttamannafundi á fimmtudag. „Ég get ekki gert of mikið úr þessari grundvallarbreyt- ingu sem nú er að eiga sér stað.“ Starfsliði fækkað um 30% Fram kom í máli Geoffs Hoon, varnarmálaráðherra Bretlands, að umræddar breytingar myndu hafa í för með sér að fækkað yrði í starfs- liði höfuðstöðva NATO um 30%. Með breytingum á stjórnskipulagi NATO – en þær fela m.a. í sér fækk- un stjórnunareininga úr tuttugu í ell- efu – er meiningin annars sú að um- breyta NATO úr evrópsku varnar- bandalagi í samtök sem geta látið til sín taka víðar í heiminum. Hefur verið ákveðið að allar að- gerðir á vegum NATO lúti framvegis einni yfirstjórn sem Bandaríkjamað- ur mun fara fyrir. Önnur stjórnstöð verður að vísu staðsett í Norfolk í Virginíu í Bandaríkjunum en þar verða eins konar þjálfunarbúðir, þar sem unnið yrði að því að gera NATO hernaðarlega reiðubúið til íhlutunar á svæðum fjarri aðildarríkjunum. Samkomulag um víðtækar breyt- ingar hjá NATO Brussel. AFP. George Robertson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.