Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 23
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 23 Opið mán-fös 10-18  laugard. 11-16 Bæjarlind 4, 201 Kópavogur  s. 544 5464 www.arthusgogn.is MYND júnímánaðar í Reykjanesbæ er eftir Hjördísi Árnadóttur. Mynd listamannsins er til sýnis í Kjarna á Hafnargötu 57 í Keflavík út mánuð- inn. Mynd mánaðarins er kynning á myndlistarmönnum í Félagi mynd- listarmanna í Reykjanesbæ á vegum Listasafns Reykjanesbæjar. Hjördís Árnadóttir er fædd í Reykjavík 28. desember 1952 en flutti á fyrsta aldursári til Reykja- nesbæjar og hefur verið búsett þar síðan. Hjördís hefur lengi haft áhuga á listum og var meðal annars í stjórn Leikfélags Keflavíkur í mörg ár en síðustu sjö árin hefur hún nánast al- veg helgað myndlistinni frístunda- tíma sinn, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá menningarfull- trúa Reykjanesbæjar. Hjördís starfaði með Baðstofunni, áhugahópi um myndlist, í mörg ár og var formaður hennar um tíma og er nú formaður Félags myndlistar- manna í Reykjanesbæ. Hjördís hefur tekið þátt í fjölda samsýninga. Hún sýnir þessa dag- ana verk sín í húsnæði Hitaveitu Suðurnesja á Brekkustíg 36 í Njarð- vík og er sýningin opin virka daga frá kl. 10 til 16. Hjördís Árnadóttir við mynd mánaðarins sem nú er til sýnis í Kjarna. Hjördís Árnadóttir listamaður mánaðarins Reykjanesbær FYRRA sumarnámskeiði Ævintýra- skólans í Púlsinum í Sandgerði lýkur senn og skráning hafin á seinna vik- unámskeið skólans sem hefst 18. júní. Þátttaka barna er góð á fyrra námskeiðinu. Margt er til gamans gert í skólanum, að því er fram kem- ur í tilkynningu. Þjóðsögur af Suð- urnesjum lærðar og leiknar, ævin- týri sungin og leikin, stomp-tónlist búin til, karókí-söngur í hljóðnema, gömlu útileikirnir rifjaðir upp, fugla- skoðun og fjöruferð. Dagskránni lýkur síðan alla daga á krakkajóga og slökun. Sumar- námskeið í Ævintýra- skólanum Sandgerði MINJAFÉLAG Vatnsleysustrandar- hrepps hefur fengið umráðarétt yfir elsta húsi hreppsins, hlöðu á kirkju- staðnum Kálfatjörn. Félagsmenn munu ganga í að lagfæra húsið til bráðabirgða og hyggjast síðan beita sér fyrir að því verði komið í sem næst upprunalegt horf og fundnir nýtingarmöguleikar við hæfi. Ekki er vitað nákvæmlega hve- nær húsið var byggt. Það sést á mynd sem teiknuð var af húsum á Kálfatjörn 1857 og Birgir Þór- arinsson, varaoddviti sveit- arstjórnar, segir að Herdís Erlends- dóttir, fyrrverandi húsfreyja á Kálfatjörn, sem þar er fædd og alin upp, telji að hlaðan sé allt að 200 ára gömul. Á árinu 1926 byggði Erlendur Magnússon bóndi fjós við hlöðuna og síðar lítinn kvist á þak hennar. Síðar var hesthúsi bætt við. Fá ár eru síðan hætt var að nota hlöðuna. Jörðin er komin í eigu Vatns- leysustrandarhrepps og fyrr í vik- unni samþykkti sveitarstjórn að veita Minjafélagi hreppsins umráða- rétt yfir hlöðunni. Húsið er friðað en það liggur undir skemmdum. Þann- ig hafa hleðslur brotnað á síðustu árum, líklega vegna ógætilegrar meðferðar vinnuvéla á hlaðinu. Hleðslurnar gefa einmitt húsinu mest gildi, auk aldurs þess, vegna þess að fá útihús munu vera heilleg sem hlaðin eru úr grjóti með þessum hætti samkvæmt upplýsingum Snæ- bjarnar Reynissonar og Oktavíu Ragnarsdóttur sem eru í forsvari fyrir Minjafélagið. Félagið hefur fengið leyfi Húsa- friðunarnefndar til að rífa síðari tíma viðbyggingar. Að sögn Birgis, Snæbjarnar og Oktavíu verður gengið í það í sumar að rífa við- byggingar, loka húsinu og mála og snyrta umhverfið. Síðan verður gengið í það að fjármagna viðgerðir á húsinu. Ætlunin er að láta gera uppdrátt af hlöðunni og gera áætlun um hvernig best er að nýta hana í fram- tíðinni. Mun verða leitað ráðgjafar hjá Þjóðminjasafni Íslands við það. Forsvarsmenn Minjafélagsins segja upplagt að nýta húsið sem sal fyrir ýmsa menningarviðburði og Snæ- björn segir mikilvægt að tengja það sögulegum minjum sem Vatnsleysu- strönd og ekki síst Kálfatjörn séu svo rík af en lítið hafi verið hirt um til þessa. „Það er mikið verk fram undan en annað eins hefur nú verið gert,“ segir Birgir Þórarinsson og Oktavía bætir við: „Þetta kostar mikið en við þurfum ekki að réttlæta það því minjavernd hefur lítið verið sinnt hér.“ Nýstofnað Minjafélag hyggst bjarga elsta húsi sveitarfélagsins Snæbjörn Reynisson, Þórarinn Birgisson, Birgir Þórarinsson og Oktavía Ragnarsdóttir skoða gömlu hlöðuna. Hátt í 200 ára gömul hlaða Vatnsleysuströnd Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Moggabúðin Stuttermabolir, aðeins 1.000 kr. Moggabúðin Geisladiskahulstur, aðeins 700 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.