Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 26
HEILSA 26 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ UNGLINGSÁRIN eru mikilvægur umbrotatími í þroska- ferlinu þar sem línur eru lagðar að heilsu og velferð ein- staklingsins. Margir unglingar upplifa auknar kröfur í námi og ýmsar aðrar breytingar á lífsháttum sem geta valdið tímabundnum tilfinningalegum eða sálrænum erf- iðleikum. Þar má nefna þunglyndi en það getur haft í för með sér skerta starfsorku nemandans sem leiðir til erf- iðleika í námi. Börn og unglingar sem eru þunglynd eiga oft erfiða daga í skólanum. Mörg þeirra hafa lítið sjálfstraust og litla trú á eigin getu. Því er mikilvægt í framhaldsskól- anum að skólaumhverfið ýti undir góða sjálfsmynd óör- uggra og þunglyndra nemenda. Byggja þarf upp traust og trú þeirra á eigin getu og hæfileikum og eins að finna leiðir til að koma til móts við þarfir þeirra. Til að slíkt megi verða skiptir miklu máli að allt starfsfólk skóla og nemendur fái fræðslu um einkenni þunglyndis og hvar nemendur geti leitað hjálpar fyrir sjálfa sig og aðra. Þannig má draga úr streitu og stuðla að já- kvæðara umhverfi fyrir alla í skólanum. Þjóð gegn þunglyndi Fræðslu- og forvarnaverkefnið Þjóð gegn þunglyndi er samstarfsverkefni á vegum Landlæknisembættisins. Því er ætlað að stuðla að slíku upplýsinga- og kynningarstarfi á næstu árum til að gera greiningu og meðferð þunglyndis skilvirkari og ná fram öflugu samstarfi í þjóðfélaginu og vitundarvakningu. Þunglyndi er stærsti áhættuþáttur sjálfsvíga og með því að bregðast fyrr við því má draga úr sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum. Þegar nemandi hefur alvarleg sálræn vandamál og sjúkdóma á borð við þunglyndi þarf starfsfólk skóla, sem sinnir ráðgjöf við nemendur, foreldra og kennara, að ráðfæra sig við eða vísa til sérfræðinga, t.d. heimilislækna, geð- lækna og sálfræðinga. Brýnt er að tryggja starfsfólki skólakerfisins greiðan aðgang að sérfræðiþjónustu þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum starfa saman sem þverfaglegt teymi undir einu þaki við úrlausn mála. Þunglyndi er einn algengasti geðræni sjúkdómurinn. Það byrjar oft snemma á ævinni og geta því árvökul augu skólafólks og kunnátta stuðlað að því að fljótt verði brugðist við. Með því má draga úr þjáningu og tryggja nem- endum óskerta vinnugetu og sjálfstraust. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, námsráðgjafi Borgarholtsskóla. Frá Landlæknisembættinu Heilsan í brennidepli Þunglyndi og framhaldsskólinn Draga þarf úr þjáningu Hvað er átt við með því, þegar sagt er að lítið barn sé þroskahamlað, og hvernig er hægt að sjá það út? SVAR Fræðimenn hafa í gegnum tíð-ina rannsakað og sett fram kenningar um þroska barna. Þar hefur því meðal annars verið lýst hvernig barnið í samspili við umhverfið öðlast aukna færni við leik og dagleg störf. Þroski heilbrigðra barna fylgir ákveðnu ferli þar sem hinum mismunandi þroskaáföngum er náð á af- mörkuðum aldursskeiðum og er þá yfirleitt átt við almennan vitsmunaþroska, mál- þroska, skyn- og hreyfiþroska og ekki síst félags- og tilfinningaþroska. Innsæi og þekking á ofangreindum þroskaferlum er forsenda þess að hægt sé að átta sig á því hvort um þroskafrávik sé að ræða. Við erum fædd í þennan heim með mismunandi styrk- leika og veikleika þar sem erfða- og um- hverfisþættir spila stórt hlutverk. Á hverj- um og einum tíma er ákveðinn fjöldi barna og fullorðinna sem glímir við svo alvarlegar þroskaraskanir að skilgreina má það sem fötlun, þar sem röskunin hefur varanleg áhrif á líf einstaklingsins. Ein tegund þrosk- araskana er kölluð þroskahömlun en hug- takið er notað sem samheiti yfir þann hóp einstaklinga sem glímir við verulega skerta vitsmunalega og félagslega færni svo skil- greina má það sem fötlun. Rétt er að hafa í huga að hér getur verið um mjög breiðan hóp einstaklinga að ræða þar sem alþjóðleg og viðurkennd læknisfræðileg flokk- unarkerfi greina á milli nokkurra stiga þroskahömlunar, allt eftir alvarleika fötl- unarinnar, en stig þroskahömlunar eru venjulega metin með stöðluðum greind- arprófum. Mat á vitsmunaþroska er því lyk- ilatriði þegar greina þarf á milli vægrar þroskahömlunar og alvarlegri stiga, en auk þess spilar mat á félagslegri aðlögunarfærni mikilvægt hlutverk. Ólíkar líffræðilegar or- sakir með mismunandi fylgikvilla liggja að baki mismundandi stigum þroskahömlunar. Almennt má segja að því alvarlegri sem þroskahömlunin er, því útbreiddari eru fylgikvillarnir og því fyrr greinist fötlunin hjá barninu. Það er því alltaf ákveðinn hópur barna sem fæðist með augljós einkenni skil- greindrar fötlunar og greiningin því ljós frá fæðingu, dæmi um þetta er Downsheilkenni. Börn með vægari þroskahömlun geta hins vegar að vissu leyti fylgt jafnöldrum sínum eftir í þroska framan af aldri og greinast því oft ekki fyrr en á seinni hluta leikskóla- göngu eða þegar nokkuð er liðið á skóla- göngu. Undantekningalaust er þá um víð- tæka námserfiðleika að ræða auk þess sem færni til aðlögunar er takmörkuð. Þekking, greining og mat á erfiðleikum barna með þroskahömlun er grundvöllur þess að skipu- leggja megi snemmtæka þjónustu og þjálfun og draga þar með úr áhrifum fötlunarinnar. Þroski barna og greining frávika eftir Davíð Vikarsson Þekking, greining og mat á erfiðleikum barna með þroskahömlun er grundvöll- ur þess að skipuleggja megi snemmtæka þjónustu og þjálfun og draga þar með úr áhrifum fötlunarinnar. Höfundur er sálfræðingur á Greiningar- og ráð- gjafarstöð ríkisins og sjálfstætt starfandi. Lesendur Morg- unblaðsins geta komið spurn- ingum varðandi sálfræði-, fé- lagsleg og vinnu- tengd málefni til sérfræðinga á vegum persona.is. Senda skal tölvupóst á persona@per- sona.is og verður svarið jafn- framt birt á persona.is. ALLIR eru fæddir með þroska- mynstur taugasálfræðilegra styrk- leika og veikleika. Oftar en ekki er orsakar þroskamynsturs að leita í erfðafræðilegum þáttum. Stundum eru veikleikar í þroskamynstri það miklir eða á það óheppilegum sviðum að það háir barni við þau verkefni sem því er gert að takast á við í námi og aðlögun. Atferli okkar og hegðun byggist á heilastarfsemi. Flókið atferli felur í sér flókna heilastarfsemi, þar sem mörg svæði þurfa að vinna saman. Til að vel gangi þurfa þessi svæði að starfa skilvirkt, tengslabrautir milli þeirra þurfa að vera greiðar, og góð framkvæmdastjórn þarf að vera fyrir hendi sem samhæfir og skipuleggur. Þroskamynstur taugasálfræðilegra veikleika og styrkleika barna byggist á því að svæði heilans starfa misvel, tengslabrautir eru misgreiðar og framkvæmdastjórn og skipulag er misjafnlega skilvirkt. Að ákveðnu marki er þessi misstyrkur eðlilegur, en stundum er hann óheppilegur og stundum eru frávikin það mikil að misstyrkurinn verður afbrigðilegur. Taugasálfræðin rannsakar tengsl- in milli heilastarfsemi og atferlis. Með taugasálfræðilegri athugun má kortleggja taugasálfræðilega styrk- leika og veikleika barna, með öðrum orðum þroskamynstur þeirra. Ít- arleg taugasálfræðileg prófun rann- sakar marga þætti í starfsemi heil- ans. Hér er meðal annars um að ræða þætti sem liggja að baki al- mennum vitsmunaþroska og námi, hreyfiþætti, minnisþætti, úr- vinnsluþætti og skipulagsþætti, en einnig atferlis- og aðlögunarþætti, athygli, einbeitingu og sjálfsstjórn, samskiptafærni og tilfinningaþroska, sem tengjast heilastarfsemi og geta verið mismunandi sterkir af með- fæddum orsökum. Með rannsóknum og klínísku starfi hafa menn komist að því að þótt fjöl- breytileiki þroskamynstra sé mikill og að jafnvel megi með nokkrum sanni segja að hver einstaklingur sé sérstakur, þá má finna ákveðna hópa barna sem hafa mjög áþekkt þroska- mynstur styrkleika og veikleika. Ákveðnum skilgreindum þroska- mynstrum eða heilkennum hefur verið gefið nafn og sem dæmi má nefna athygli- og ofvirkniröskun (ADHD), sértækar þroskaraskanir á námshæfni, félags- og tilfinningalega námserfiðleika, Asperger-heilkenni og Tourette-heilkenni. Skilgreining þroskamynstra ákveðinna hópa krefst þess að settar séu fram ákveðnar kenningar um starfsemi heilans og að hugtök séu skilgreind, sem auðveldar m.a. sam- anburð rannsókna. Skilgreind þroskamynstur gera mögulegt að þróa skimunar- og greiningartæki og framkvæma langtímarannsóknir, sem segja til um horfur einstaklinga í hópnum og auðvelda skipulagningu íhlutunar, sem líkleg er til að skila ár- angri fyrir hópinn um skemmri og lengri tíma. Skilgreining þroskamynstra barna Jónas G. Halldórsson sálfræðingur, sérfræðingur í taugasálfræði www.jgh.is STAFRÆN röntgengeislatækni, sem áður var notuð til að leita demanta á suður-afrískum námu- verkamönnum mun nú gera gjör- gæslulæknum í Baltimore kleift að yfirfara líkama sjúklings á að- eins 13 sekúndum Yfirvöld greindu frá því á mið- vikudag að Bráðamóttaka Há- skólasjúkrahúss Maryland yrði í næstu viku fyrsti spítalinn utan Suður-Afríku til að nýta sér þessa tækni. Venjulega röntgenmynd tekur upp undir 45 mínútur að fram- kalla og til að fá mynd af öllum líkamanum verður að skeyta saman fjölmargar myndir. Það tekur enn lengri tíma og veldur því að færa þarf sjúklinginn til hvað eftir annað. Með þessu nýja röntgenmynda- tæki birtist skýr mynd af öllum líkamanum upp á tölvuskjá að- eins nokkrum sekúndum eftir að yfirferð lýkur og gefur aðgang strax að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegt er að hafa til að greina meiðsl sjúklings á úrslita- stundu. Dr. Stuart Mirvis, forstöðu- maður geislunarsviðs bráða- móttökunnar, segist hafa beðið þess allan sinn feril að eitthvað þessu líkt ræki á fjörur sínar, hraði og gæði þessa kerfis séu ótrúleg og það muni bjarga mannslífum. Læknar segja að auk þess að vera hraðvirkari og gefa skýrari niðurstöður muni vélin, sem kost- ar 400.000 dollara eða tæplega 30 milljónir króna varpa 75% minna af geislum á sjúklingana heldur en venjuleg röntgen- myndataka. „Ef geislunin er nógu lítil má notfæra sér þessa tækni til könn- unnar, sé maður ekki viss um hvað amar að sjúklingi,“ segir Dean Chapman, eðlisfræðingur sérhæfður í röntgenmyndum, við tæknifræðistofnun Illinois. Nokkur sjúkrahús í Suður- Afríku nota vélina nú þegar, hún er búin til af Lodox System og heimilaði matvæla- og lyfjaeftir- lit Bandaríkjanna notkun hennar í október. „Þetta er geimaldartækni,“ segir Hermann Potgieter, sem fann upp vélina seint á níunda áratugnum fyrir suður-sfríska námueigendur sem reyndu að spyrna fótum við útbreiddum demantaþjófnaði meðal starfs- manna sinna. Hann þróaði kerfið sem hraða og örugga leið til að leita gleyptra eða falinna dem- anta á starfsmönnum að loknum vinnudegi. „Þetta tæki yfirfer allan líkam- ann í einni umferð,“ segir Mirvis. Það sameinast tækni sem nú þeg- ar er til og er stórt skref fram á við. Stafrænn röntgengeisli Baltimore. AP. AP Nýja gegnumlýsingartækið, sem tekið hefur verið í notkun í læknamiðstöð Maryland-háskóla, skilar röntgenmynd af öllum líkama sjúklings á aðeins 13 sekúndum og þykir það auðvelda mjög greiningu og bráðalækningar. E-VÍTAMÍN og beta karotín vernda ekki gegn hjartasjúk- dómum og gætu jafnvel verið skaðleg samkvæmt niðurstöð- um, sem bandarískir læknar byggja á samanburði 15 rann- sókna. Hingað til hefur verið talið að þessi vítamín vernduðu gegn hjartveiki og styrktu æð- ar. Í nýju rannsóknunum tókst ekki að renna stoðum undir það. Á fréttavef BBC er haft eftir Marc Penn lækni, sem leiddi rannsóknina, að fólk ætti að hætta að taka vítam- ínbæti, sem innihéldi þessi vítamín. Vítamín styrkja ekki hjartað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.