Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 27

Morgunblaðið - 14.06.2003, Side 27
NEYTENDUR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 27 ÝMUS ehf. hefur hafið innflutning á Symphony-brjóstadælum frá Med- ela. Dælurnar eru þær einu sem örva brjóstið áður en þær mjólka það og eiga þær að bæta virkni og árangur af mjólkun. Dælurnar eru til leigu fyrir mjólkandi mæður hjá Móðurást í Kópavogi, Lyfju í Keflavík og Apó- tekaranum á Akureyri. Brjóstadæla fyrir mæður NÓI-SÍRÍUS hefur hafið innflutn- ing á Just Right morgunkorni frá Kelloggs. Morgunkornið er blanda af kornflögum, haframjöli, möndl- um, rúsínum og döðlum. Það fæst í 750 gramma pakkningum og hentar vel með mjólk, súrmjólk eða AB- mjólk. Nýtt morgunkorn KAUPENDUR horfa oftast á tvo grunn- þætti varðandi kaup á vöru; verð og gæði. Sífellt stækkar þó sá hópur neytenda sem horfir á neyslu út frá víðara samhengi og veltir til að mynda fyrir sér umhverfis- áhrifum vörunnar. Eitt atriði sem varðar áhrif allra vara á umhverfið er hversu langt að þær eru komnar til okkar. Farartækin sem flytja þær til áfangastaða ganga fyr- ir jarðefnaeldsneyti sem mengar land, loft og láð. Einnig á þetta við um hve langt við förum sjálf þegar við verslum. Annað sem gott er að taka með í reikn- inginn er að íslenskar vörur eru framleiddar með vistvænni orkugjöfum en víðast annarsstaðar. Það er því ekki eingöngu gott fyrir efnahag landsins og heimabyggðar, heldur einnig náttúruna sjálfa að versla í heimabyggð og kaupa þær vörur sem eru framleiddar þar þegar þess er kostur. Spyrjist fyrir um vörur sem framleiddar eru í ykkar heimabyggð og kaupið þær frekar en sambærilegar vörur sem eru aðfluttar. Skoðið hvaðan vörur koma og veljið frekar íslenskar uppfylli þær kröfur ykkar um verð og gæði og eru jafn vistvænar. Verslið í ykkar heimabyggð og í verslun sem er nálægt heimilinu. Stuttar bílferðir menga mest. Gangið út í búð ef mögulegt er eða notið reiðhjól. Reiðhjólatöskur og aftanívagnar eru gulls ígildi. Innkaupapokar á hjólum eru góðir þegar gengið er út í búð. Til- valið er að nota sama innkaupapoka til að flytja pappír og fernur út að næsta grenndargámi. Það er skemmtilegt húsráð fyrir börnin. Spakmæli vikunnar: Förum vel með jörðina, hún er móðir okkar. Vistvernd í verki – ráð vikunnar UMHVERFISSTOFNUN hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaga látið hanna segulmottu á ísskápa þar sem vakin er athygli á varnaðarmerkjum og helstu hættum sem börnum getur stafað af ýmsum algengum heimilisvörum sem inni- halda hættuleg efni. Mottan er fyrst og fremst hugsuð fyrir heimili þar sem ung börn eru og þess vænst að forráðamenn ungra barna komi henni fyrir á áberandi stað til stöð- ugrar áminningar um að geyma þessar vörur þar sem börn ná ekki til. Mottunum verður dreift á heimili flestra barna á leikskólaaldri en einnig er hægt að fá þær keyptar fyrir 50 krónur á skrifstofu Um- hverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24. Segulmotta sem var- ar við eiturefnum FYRSTI villti lax sumarsins er kominn í Melabúðina við Hagamel en hann er nýgenginn og veiddur í Þjórsá. Laxinn er villibráð og því verður framboð af honum háð laxa- gengd. Stærðin á laxinum er frá 7 pundum upp í 16 pund og er hann- seldur heill, hálfur eða í sneiðum. Kílóverðið á heilum laxi er kr. 1.198, á hálfum laxi er það kr. 1.298 og sneiðarnar eru á kr. 1.498 kílóið. Villtur lax í Melabúðinni MIKILL verðmunur er á drykkjarföngum milli veitingahúsa samkvæmt nýlegri könnun Sam- keppnisstofnunar. Sem dæmi má nefna að glas af „víni hússins“ kostar 300 krónur þar sem það er ódýrast og er vínmagnið þar 30 cl en þar sem glasið er dýrast kostar það 870 krónur og er magnið þar 21 cl. Könnunin var gerð um síð- ustu mánaðamót meðal 157 veit- ingahúsa á höfuðborgarsvæðinu og náði yfir nokkrar tegundir af áfengi, gosdrykkjum og bjór. Svip- uð könnun var síðast gerð í apríl árið 2001. Minnst verðhækkun á bjór Meðalverðbreyting frá síðustu könnun á sterku áfengi og líkjör- um hefur nokkurn veginn fylgt verðbreytingum ÁTVR en þar hef- ur orðið 10 til 21% hækkun eftir tegundum á þessu tímabili. Verð á bjór í veitingahúsum hefur hins vegar ekki hækkað jafnmikið og nemur verðbreytingum ÁTVR en meðaltalshækkun á nokkrum al- gengum bjórtegundum í flösku er um 11% hjá ÁTVR en 9% hjá veit- ingahúsunum. Verðskrá skal vera á áberandi stað Nokkur misbrestur er á því að upplýsingar veitingahúsa um verð séu fullnægjandi. Aðeins 50% hafa uppi verðskrá yfir vöru og þjón- ustu á áberandi stað fyrir framan inngöngudyr sem þeim er þó skylt að gera samkvæmt reglum Sam- keppnisstofnunar. Reglurnar kveða einnig á um að veitingahús eigi að gefa upp magn á drykkjar- föngum auk verðs hvort heldur er í flösku eða glasi en könnunin leiddi í ljós að einungis 49% veitingahús- anna tilgreindu magn drykkjar- fanga. Könnun Samkeppnisstofnunar meðal veitingahúsa 1#  +  1#    &  2  3 45 2' 45 &,6 7  2   8      -  9:;<  7  2   2    5 + 9+  5 + . +  5 + 1   5 + &5+6  5 + =   5 + 9+ +  "$ > 9+ +  "$ >( 2   +  "$ > 2   +  "$ >( 1  +  "$ > 1  +  "$ >( =  +  "$ > =  +  "$ >( !"#   ? @  A    .                >>                       B  B >(  (  4  >    C> 4 (% %4 %% %> %D (> % % B B % % +    !  ! "! ! #$ ! ! $ $! "! ! "! ! "! #$ "! #$ "! %& ! %& !   !! ''  %&%  '!  '! '! '! '  !!  !  !  4DE D E 4CE DE B E BDE CBE >E B4E >>E 4CE 4(E %%E C (4E (CE (4E CE (4E CE (4E %&' %&' "!" "" " ' "$ '#"  !"" !! !!# !#$ ! " !"$ """ !'" "" !! " !!$ ""$ !% Mikill verðmunur á drykkjarvörum NÝTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.