Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 28
ÚR VESTURHEIMI 28 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ „ÞETTA er góður tími til að hætta opinber- um störfum en að sjálfsögðu held ég áfram að starfa fyrir íslenska samfélagið í Manitoba,“ segir Neil Ófeigur Bardal, sem lét formlega af störfum sem kjörræðismaður í Gimli um nýliðin mánaðamót. Neil segir að hann hafi alla tíð verið hluti íslenska samfélagsins í Kanada og á því verði ekki breyting, en hann óski eftir að koma eft- irfarandi á framfæri við þessi tímamót: „Laugardaginn 31. maí síðastliðinn lét ég formlega af störfum sem kjörræðismaður Ís- lands í Gimli í Manitoba eftir að hafa verið í þjónustu utanríkisráðuneytisins síðan 1994. Þessi tæplega tíu ár hafa verið einhver við- burðaríkustu ár ævi minnar. Mér eru nú efst í huga einlægar þakkir til alls þess fólks sem sótti Nýja Ísland heim í embættistíð minni sem kjörræðismaður. Samvistirnar við ykkur og ferðalögin með ykkur auðguðu líf mitt. Í hvert einasta skipti sem ég fylgdi gestum frá Íslandi norður um Nýja Ísland öðlaðist ég nýja sýn á sameig- inlega sögu okkar sem þjóðar af íslenskum meiði. Hver einasta heimsókn – hvort sem það var forseti Íslands eða ungi pilturinn sem komst í umsjá mína vegna þess að hann hafði misstigið sig lítillega – hefur skapað minn- ingasjóð sem verður mér kær til æviloka. Einar Benediktsson var sendiherra Ís- lands gagnvart Kanada, þegar ég var skip- aður kjörræðismaður. Áhugi Einars og óþreytandi elja við að styrkja tengslin milli Íslands og Manitoba átti mikinn þátt í að efla samkennd fólks af íslenskum ættum hér um slóðir. Jón Baldvin Hannibalsson hélt því starfi áfram með virkum og vakandi áhuga á málefnum Nýja Íslands. Hann hvatti okkur til að hafa frumkvæði að nánari og traustari tengslum við Ísland og að nýta landafundaár- ið til að hrinda merkum verkefnum í fram- kvæmd. Heimsókn herra Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, árið 1997 mark- aði upphaf hátíðahaldanna í tengslum við landafundaafmælið. Heimsókn þeirra Ólafs Ragnars og Guðrúnar Katrínar, konu hans, hafði djúp og varanleg áhrif á kanadískt fólk af íslenskum uppruna. Til að annast skipulag hátíðahaldanna árið 2000 var komið á fót Millennium-125 nefnd- inni sem starfaði í náinni samvinnu við Landafundanefndina á Íslandi. Árangur alls þessa starfs er nú ríkur þáttur í huga okkar og hjarta. Þegar Svavar Gestsson kom hingað hófst ferðalag, sem enn stendur. Svavar hratt í framkvæmd þeim áætlunum sem þegar höfðu verið gerðar og hann var í fararbroddi hátíðahaldanna árið 2000. Dugn- aður hans, greind og aðlaðandi eiginleikar skipuðu honum sess í hjörtum margra hér í Kanada. Með opnun sendiráðsins í Ottawa rættist langþráður draumur íslenska samfélagsins hér í Kanada. Þau Hjálmar W. Hannesson og Anna Birgis eru okkur til sóma í mikilvægu starfi á þessu sameiginlega ferðalagi okkar afkomenda íslensku landnemanna. Kanada opnaði síðan sendiráð í Reykjavík og skipaði þar í fyrirsvar reynsluríkan diplómat, Gerald Skinner. Með sendiráðunum höfðu draumar for- feðra okkar endanlega ræst. Þegar Svavar kvaddi var okkur ekki alveg ljóst hvað við tæki. En þá vorum við svo gæfusöm að fá þau Eið Guðnason og Eygló Helgu Haraldsdóttur. Þessum öndvegishjón- um fylgdi hlýja, samkennd og sérstakur skilningur á stöðu okkar í hug og hjarta ís- lensku þjóðarinnar. Þau létu okkur finna að við vorum hluti hinnar íslensku þjóðarfjöl- skyldu. Eiður hefur fjölþætta reynslu sem stjórn- málamaður, fréttamaður, diplómat og sjón- varpsmaður. Alla þessa hæfileika sína nýtti hann með ágætum þann alltof stutta tíma, sem hann starfaði hér með okkur. Nú gegnir Kornelíus Sigmundsson sendi- herra starfi aðalræðismanns í Winnipeg og Hjálmar W. Hannesson sendiherra veitir sendiráðinu í Ottawa forstöðu. Báðir eru þeir langreyndir diplómatar, sem munu rækta menningartengslin og annast viðskiptalega og pólitíska hagsmuni Íslands í Kanada. Þar er hægt að vinna stórvirki ef menn skilja og nýta hið víðtæka tengsla- og samskiptanet ís- lenska samfélagsins í Kanada. Það sem áunn- ist hefur fram til þessa gefur sterklega til kynna að í framtíðarsamskiptum Kanada og Íslands felast margvíslegir ónýttir mögu- leikar. Sérstaklega langar mig til að nota þetta tækifæri til að láta í ljósi aðdáun mína á Dav- íð Oddssyni forsætisráðherra og Halldóri Ás- grímssyni utanríkisráðherra. Þeir hafa flutt hinni íslensku fjöskyldu hér anda vensla og frændsemi og þannig orðið hluti af samfélagi okkar. Þegar ég nú hverf frá störfum í þágu ís- lensku utanríkisþjónustunnar, langar mig til að ljúka þessum orðum mínum með því að vitna í landkönnuðinn Vilhjálm Stefánsson, sem sagði um ævi sína og lífsreynslu: „Ég veit hvað ég hef gert og ég veit hvers virði það hefur verið mér“. Ég er ykkur þakklátur fyrir þau forréttindi að hafa fengið að starfa sem kjörræðismaður ykkar í Nýja Íslandi.“ Neil Ófeigur Bardal dregur sig í hlé frá störfum fyrir utanríkisþjónustu Íslands Þetta er góður tími til að hætta Morgunblaðið/Kristinn Frá heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Gimli í Manitoba í október 2000. Frá vinstri Svavar Gestsson, þáverandi aðalræðismaður Íslands í Winnipeg, Neil Bardal, að- alræðismaður í Gimli, og Davíð Oddsson forsætisráðherra. A ÐSTAÐA fyrir veiði- menn hefur verið byggð upp víða í Kan- ada. Vestur-íslensku hjónin John og Kathy Palson tóku til hendi á þessu sviði í Redditt í Ontario árið 1979 og hafa rekið fyrirtæki sitt, Hideaway Outfitters, síðan. „Mér bauðst að kaupa þetta og við slógum til,“ segir John og bætir við að mikil vinna hafi fylgt í kjölfarið. „Hús- næðið var úr sér gengið og þurfti endurnýjunar við. Þetta voru fjög- ur hús en nú erum við með fimm fjögurra til fimm manna hús og getum tekið á móti 20 gestum vikulega auk þess sem við erum líka með aðstöðu fyrri bjarndýra- veiðimenn skammt fyrir norðan.“ Skógarbirnirnir vinsælastir Hjónin bjóða upp á veiði fyrir stanga- og skotveiðimenn, meðal annars silungsveiði, bjarndýraveiði og dádýraveiði. Þau voru á Íslandi á dögunum og þá notaði John, sem er ættaður frá Hornafirði, tæki- færið og var með kynningu á að- stöðunni í verslun Veiðihornsins í Síðumúla í Reykjavík. „Þetta er vinna allt árið en helsti veiðitíminn er frá miðjum maí fram í miðjan nóvember,“ segir John. „Banda- ríkjamenn eru okkar helstu við- skiptavinir en ég hef fundið fyrir áhuga á Íslandi og vonandi fáum við Íslendinga í heimsókn í náinni framtíð.“ John segir að stangaveiðin hefj- ist um miðjan maí og standi fram í október, en gedda (pickerel og Northern Pike), silungur og lax- aborri (bass) séu vinsælustu teg- undirnar. „Gedda er helsti fisk- urinn en það er líka mikill silungur hjá okkur og ýmsar aðrar tegundir sem menn veiða á flugu. Frá byrj- un júlí fram í miðjan ágúst eru fjölskyldur í sumarfríi uppistaða gesta okkar. Síðan kemur tími þessara veiðimanna, en skóg- arbirnirnir eru veiddir frá 15. ágúst til 30. september. Við erum ábyrg fyrir því að stofninn haldi sér, en fyrir þremur árum var sett bann við veiðum á skógarbjörnum á vorin og sennilega hafa aldrei verið fleiri dýr en nú. Við erum með tvö svæði og þar eru meira en 1.000 skógarbirnir. Hver veiðimað- ur má aðeins skjóta eitt dýr, en þetta eru um 200 til 500 punda skrokkar.“ Dádýraveiðitímabilið stendur yf- ir frá 9. október til 15. nóvember, en þá hefst undirbúningur fyrir næsta tímabil. „Við tökum aðeins á móti 15 dádýraveiðimönnum á hverju ári til að ganga ekki nærri stofninum, en menn sækjast fyrst og fremst í hornin, að eiga stórt hornum skrýtt uppstoppað höfuð uppi á vegg. Finni menn ekki dýr- ið sem þeir vilja bíða þeir bara þar til næsta ár.“ Stutt frá Winnipeg Húsin er fullbúin öllum þæg- indum en gestir dvelja þarna í sjö daga í einu, frá laugardegi til laug- ardags. Gjaldið er misjafnt, frá 500 dollurum, um 38 þús. kr., fyrir vikuna í stangaveiði án fæðis upp í 1.150 dollara, en þá er allt innifal- ið. Bjarndýra- og dádýraveiðin kostar frá 1.400 dollurum upp í 2.650 dollara. Nánari upplýsingar eru á slóðinni www.hideawayout- fitters.ca, en netfang vestur- íslensku hjónanna er jpalson@hideeawayoutfitters.ca. „Við fáum sömu veiðimennina ár eftir ár en auðvitað bætast alltaf nýir í hópinn,“ segir John. Redditt er nálægt Kenora í Ont- ario og þangað er um þriggja tíma akstur frá flugvellinum í Winnipeg sem er næsti alþjóðlegi flugvöllur. „Flugið til Kenora lagðist af eftir árásina á Bandaríkin 11. sept- ember 2001 og síðan höfum við þurft að ná í Bandaríkjamennina til Winnipeg.“ Hefur annast veiðimenn í aldarfjórðung Morgunblaðið/Jim Smart John Palson, til hægri, sýnir Ólafi Vigfússyni í Veiðihorninu kaststöng og hjól sem henta vel í Redditt. Veiðar eiga vaxandi fylgi að fagna í Kan- ada. John Palson hefur tekið á móti veiðimönnum og annast þá í Redditt í Ontario í aldarfjórðung, en Steinþór Guðbjartsson heyrði á honum að Íslend- ingar væru sérstaklega velkomnir. steg@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.