Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.06.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 29 NÝVERIÐ lauk viðamikilli sýn- ingu á verkum bandaríska lista- mannsins Roni Horn í Fotomus- eum í Winterthur í Sviss. Þar voru sýndar raðir verka sem hún hefur unnið á síðustu fimm árum, þeirra á meðal verkið PI, sem sett var upp í Listasafni Íslands í ársbyrj- un árið 2000, ásamt verkunum Some Thames, Clowd and Cloun (Blue), Her, Her, Her and Her, og að lokum This is Me, This is You, sem verður sýnt í galleríinu i8 í lok júlí nú í sumar. Samhliða sýningu á þessum verkum var sett upp sýning á Les- bókarbaksíðum sem Roni Horn vann sérstaklega fyrir Morgun- blaðið á síðasta ári og vöktu þær forvitni margra. „Sýningin sem heild vakti mikla athygli, enda er Roni Horn heimsfrægur listamað- ur,“ sagði Theresa Seeholzer hjá Fotomuseum í samtali við Morg- unblaðið, „en fólk var mjög forvitið um eðli þess hluta sýningarinnar sem birst hafði í dagblaði. “ Seeholzer segir íslensk eintök Lesbókarinnar hafa verið hengd upp á veggina, en undir gleri á borði gaf að líta enskar útgáfur af sömu síðum, auk þess sem safnið lét gera bók með þýskri útgáfu. „Fólk gat því lesið og skoðað text- ana á þremur tungumálum. Við tókum eftir því að efni þessara síðna hafði mikil áhrif á safngesti okkar og var einkar upplýsandi um það ástand sem Íslendingar standa frammi fyrir hvað náttúruna varð- ar og þær ólíku hliðar sem hægt er að hugsa sér varðandi framtíðina. Það má velta því fyrir sér hvaða áhrif ferðamennska hefur á landið, fólkið og hið viðkvæma jafnvægi þar á milli.“ Lesbókarsíður á sýningu í Sviss Eitt af verkum Roni Horn á sýningunni í Sviss. JORIS Rademaker opnar í dag einkasýninguna Stökkbreyting hlutanna í Galleríi Skugga að Hverfisgötu 39. Hér er um nítjándu einkasýningu Jorisar að ræða en hann lauk listnámi við AKI- listaháskólann í Enschede í heima- landi sínu, Hollandi. Joris hefur bú- ið á Íslandi síðan 1991 og haldið einkasýningar bæði í Listasafninu á Akureyri og í Nýlistasafninu í Reykjavík. Joris hóf feril sinn sem málari en hefur á síðustu árum fengist æ meira við innsetningar, skúlptúra og dansgjörninga. Stökkbreyting hlutanna er stað- sett á tveimur hæðum. Á hæðinni má sjá kunnuglega hluti, líkt og sleif, kökukefli, spegil og borð setta í nýtt samhengi í tengslum við tann- stöngla, en í kjallaranum má finna innsetningu sem samanstendur m.a. af myndum sem búnar eru til með ákveðinni blástursaðferð. „Flestir veita tannstönglum kannski ekki ýkja mikla athygli, en þú getur rétt ímyndað þér hversu erfitt er að framleiða þá. Ég hef aldrei unnið með efni sem er eins viðkvæmt, því þeir brotna um leið. Mér finnst tannstönglar hins vegar skemmtilega táknrænir fyrir lífið sjálft, því líkt og lífið eru tann- stönglar bæði hvassir og agressífir en um leið ofsalega viðkvæmir,“ segir Joris í samtali við Morg- unblaðið. Sýningin stendur til 6. júlí nk. en Gallerí Skugga er opið fimmtudaga til sunnudaga og er aðgangur ókeypis. Morgunblaðið/Sverrir Joris Rademaker hjá einu verka sinna í Galleríi Skugga. Tannstöngl- ar eins og lífið sjálft LÍFSANDI nefnist síðari hluti mynd- raðar Katrínar Elvarsdóttur á sýn- ingu á Mokka sem opnar í dag, laug- ardag. Fyrri hlutinn var sýndur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í febr- úar sl. og nefndist hann Ljós-Hraði. Nú má sjá 12 ný verk og er viðfangs- efnið mörk hins lifandi og líflausa. „Óskýr og drungaleg form líkama og líkamshluta birtast í aðstæðum sem eru líkari draumi en raunveru- leika, og gefa áhorfendum ástæðu til að skoða myndefnið nánar,“ segir m.a. í fréttatilkynningu. Katrínhefur tekið þátt í fjölda sam- sýninga og haldið 12 einkasýningar og tekur þátt í sýningunni Nýir tímar í íslenskri ljósmyndun sem opnuð verður á Kjarvalsstöðum 20. júní. Einnig má sjá verk Katrínar á sýn- ingunni „Haunted“ í Gallery Korea á Manhattan núna í júní. Sýningin á Mokka stendur til 5. júlí. Katrín Elvarsdóttir sýnir á Mokka BÓKMENNTAVERÐLAUN Halldórs Laxness, sem Vaka- Helgafell stofnaði til í sam- ráði við fjölskyldu skáldsins, verða ekki veitt í ár. Dóm- nefnd hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert þeirra handrita er send voru til keppni verðskuldi að hljóta verðlaunin. Alls bárust um tveir tugir handrita í keppn- ina. Formaður dómnefndar var Pétur Már Ólafsson, bók- menntafræðingur og útgáfu- stjóri Vöku-Helgafells, en með honum í nefndinni voru Kolbrún Bergþórsdóttir bók- menntagagnrýnandi og Sig- urður G. Valgeirsson bók- menntafræðingur. Að sögn dómnefndar voru nokkur handritanna mjög álitleg en þó vantaði herslu- muninn. Frestur til að skila inn handritum næsta árs er til 1. maí árið 2004 og er sam- keppnin öllum opin, eins og verið hefur. Höfundar geta vitjað handrita sinna hjá Vöku-Helgafelli, Suðurlands- braut 12, þriðju hæð, fram til 15. ágúst en eftir það verður þeim eytt. Ekkert handrit nógu gott Laxnessverðlaunin HAFSTEINN Michael Guðmunds- son opnar sýningu á fjögurra mál- verka röð sem hann kallar „Þjóðleg- an þríleik“ í Gallerí Slunkaríki á Ísafirði kl. 16 í dag, laugardag. Á sýningunni verða einnig nokkrar teikningar. Hafsteinn Michael út- skrifaðist úr grafíkdeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands vorið 1999. Í þríleiknum segist hann vera að leika sér með frelsistákn lítillar þjóðar, dverginn með skærbláu augun, íhaldssemina og ýmis áhrif sem mót- vægi þess. „Ég nota lunda sem gegnumgang- andi þema um allar myndirnar og enda á portrettmynd af Ólafi og Dorrit,“ segir Hafsteinn. Sýningin er opin kl. 16-18 til 29. júní. Þjóðlegur þríleikur Berg og Anton Webern,“ segir Eydís Franzdóttir. „Í verkinu notar Rauta- vaara hugmyndir sem hann vann með allt frá í kringum 1950 og gefur kvartettinn því góða sýn á tónlist hans á þessum tíma. Finnski harm- onikkuleikarinn Tatu Kantomaa leik- ur næst tvö verk fyrir harmonikku; Kanteleeni eftir Kreeta Haapasalo í útsetningu Veikko Ahvenainen og Ai ai sorja sinisilmäpoika, tilbrigði um LOKATÓNLEIKAR starfsársins í 15:15 tónleikasyrpunni á Nýja sviði Borgarleikhússins verða í dag, laug- ardag kl. 15:15. Tónleikarnir eru síð- ari hluti tónleika þar sem hlustend- um gefst kostur á að heyra tónlist frá Finnlandi. Efnisskráin er blanda af verkum fyrir einleiks-harmonikku og byggjast öll á finnskum þjóðlög- um og dönsum, ásamt tveimur verk- um fyrir óbó og strengi. Flytjendur eru: Tatu Kantomaa harmonikku- leikari, Eydís Franzdóttir óbóleikari, Bryndís Pálsdóttir fiðluleikari, Hildi- gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Herdís Anna Jónsdóttir víóluleikari og Bryndís Björgvinsdóttir sellóleik- ari. „Efnisskráin hefst á verkum eftir Einojuhani Rautavaara sem er hvað vinsælastur núlifandi tónskálda Finna. Fyrst Pelimannit, frjálsum fantasíum fyrir einleiks-harmonikku, sem byggðar eru á dönsum eftir finnska 18. aldar fiðlarann Samuel Rinda-Nickola og Kvartett fyrir óbó og strengi frá 1965, sem saminn er undir sterkum áhrifum frá Alban finnskt þjóðlag, einnig í útsetningu Veikko Ahvenainen. Þar dunar dans- inn og má reikna með miklu fjöri svo kannski einhver vilji stíga á fjöl og hafa dansskóna meðferðis. Lokaverk tónleikanna verðu verkið Echoes from a Play eftir Aulis Sallinen fyrir óbó og strengjakvartett. Mjög litríkt og fallegt verk frá árinu 1990 sem frumflutt var af Kronos Kvartettin- um og Thomas Gallant árið 1991. Dansinn dunar í 15:15 tónleikasyrpunni Morgunblaðið/Jim Smart Þau flytja tónlistina á 15:15 tónleikunum í dag. asti gamanhöfundur, allt frá því að hún skrifaði Hvunndagshetjuna (1979) hefur hún skemmt íslenskum áhorfendum og lesendum með leiknu eða lesnu efni fyrir fólk á öllum aldri. Hún fjallaði um Elías bæði í sjón- varpi og á bók og Baneitrað sam- band á Njálsgötunni birtist bæði á sviði og á prenti. Meðal hreinrækt- aðra leikrita hennar er hið ofurraun- sæja Góðar hægðir og einleikurinn Herpingur sem var frumsýndur í haust. Auður hefur skrifað jöfnum hönd- um fyrir útvarp, sjónvarp, blöð og tímarit. Síðasta skáldsaga hennar, Hvað er Drottinn að drolla?, kom út á Netinu í október 2000 og fjallar um reykvíska konu í tímaferðalagi aftur til miðalda. Í leikskrá Patreksharms er sagt að verkið sé hluti af ritröðinni Sársaukalausri sagnfræði sem Auð- ur hafi dundað sér við í mörg ár og má leiða líkur að því að einleikurinn sé efnisskyldur skáldsögunni. Það verður forvitnilegt að sjá hvort Auð- ur taki fleiri persónur Íslandssög- unnar fyrir í framtíðinni. Sterkasta hlið Auðar sem höfund- ar eru lýsingar á persónum og þeim spaugilegu aðstæðum sem þær hafi komið sér í. Framvinda er ekki henn- ar sterka hlið og verk hennar á sviði líða fyrir skort á dramatískri spennu. Hér er það sama upp á ten- ingnum, Patrekur kvartar sáran yfir hlutskipti sínu og margt í verkinu er mjög skemmtilega skrifað og bráð- fyndið – vandamálið felst hins vegar í því að það verður engin breyting á ástandi Patreks og persóna hans þróast ekkert. Jón Páll Eyjólfsson hefur leikið bæði í Þjóðleikhúsinu og nú síðast í Hafnarfjarðarleikhúsinu, auk þess sem hann lék í Young Vic-leikhúsinu í London að loknum námsárum sín- um þar. Hann hefur fengist nóg við leikstjórn til að vita hve mikilvæg hreyfing og notkun á leikrýminu er til að halda athygli áhorfenda. Hér leikstýrir hann sjálfum sér, auk þess sem hann hannar leikmynd og bún- inga. Hann skilar ágætlega texta Auðar, skapar skemmtilega og trú- verðuga persónu sem áhorfendur fá samúð með og hlæja bæði með og að. Vandamálið er að leikstjórn hans endurspeglar texta Auðar í því að vera lýsing á aðstæðum – óbreyttu ástandi. Eftir að Jón Páll kemur inn og tekur nokkur létt dansspor á sama stað heldur hann sig við þenn- an punkt á leiksviðinu. Það er sama þó að verkið sé stutt og laggott, hálf- tími er of lengi að líða ef fylgst er með leikara í sömu sporum, þrátt fyrir snilldarleg gamanyrði Auðar og auðsæja leikhæfileika Jóns Páls. ÞAÐ vill stundum verða afkára- legt þegar þekktir Íslendingar úr sögunni eru dregnir upp á svið í leik- aralíki. Þetta var lenska hér fyrr á tímum og tókst misvel til. Auður Haralds hefur ákveðið að fara í kringum hlutina og í stað þess að persóna Snorra Sturlusonar stígi hér fram á sjónarsviðið er það rit- fangaþræll hans sem segir áhorfend- um undan og ofan af samskiptum sínum við mikilmennið – og að sjálf- sögðu með áherslu á spaugilegu hlið- arnar eins og Auði einni er lagið. Í kynningu er minnst á „sveigjan- legan sannleikskærleik“, en Auður byggir þetta verk sitt afar lauslega á sögulegum staðreyndum. T.a.m. verður að teljast ólíklegt að írskir þrælar hafi verið í ánauð hér á þrett- ándu öld. En sagnfræðilegar stað- reyndir skipta hér engu máli heldur hitt að Auði takist að skapa einhvern sennilegan hjáveruleika á heims- kringlu þeirri sem þrællinn byggir. Auður er sennilega okkar þekkt- Í sömu sporum LEIKLIST Bjartir dagar í Hafnarfjarðarleikhúsinu Höfundur: Auður Haralds. Leikstjóri, leik- ari, sviðs-, dans- og búningahönnuður: Jón Páll Eyjólfsson. Sunnudagur 8. júní. PATREKSHARMUR Sveinn Haraldsson Fjarðarborg, Borgarfirði eystra Samkór Svarfdæla flytur dagskrá um Davíð Stefánsson kl. 20.30, og í Miklagarði, Vopnafirði á morgun, sunnudag, kl. 17. Tónlist skipar önd- vegi í dagskránni en kórfélagar bregða sér einnig í önnur og óvænt- ari hlutverk. Stjórnandi er Petra Björk Pálsdóttir og undirleikari Helga Bryndís Magnúsdóttir. Óðinshús á Eyrarbakka Díana Hrafnsdóttir og Elva Hreiðarsdóttir opna sýningu á grafíkverkum kl. 14. Sýningin nefnist Hafsýnir og verður opin föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá kl. 12–18 til 29. júní. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.