Morgunblaðið - 14.06.2003, Síða 30

Morgunblaðið - 14.06.2003, Síða 30
UMRÆÐAN 30 LAUGARDAGUR 14. JÚNÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ VIÐ tölum gjarnan um að eyða því sem við þurfum að losa okkur við. Á sama hátt tölum við um að skapa, til dæmis um- hverfi okkar. Þetta er íhugunarvert, því að hvorugt er hægt. Umhverfinu getum við breytt en ekki skapað, og úrgang- inum getum við breytt en ekki eytt. Við notum oft þá aðferð að breyta umfangi úrgangs við brennslu, en við það verður hann af ösku annarsvegar, og hinsvegar að „einhverjum efnum“ sem rjúka eitthvert „út í buskann“. Þetta ferli nefnist eyðing, samanber sorpeyð- ing. Sú eyðing snýst í andhverfu sína þar sem þessi „einhver efni“ , ef til vill eiturefni, skapast af völdum bruna. Sumstaðar er slíkur verkn- aður framinn þar sem fólk almennt sér ekki til. Hér á Ísafirði hefur ver- ið farin sú leið að velja verknaðinum verðugan stað, þannig að raunveru- leikinn fer ekki fram hjá neinum, sem verður að teljast óvenjulegt. Þróuð og hámenntuð ríki hafa haft þann hátt á, þegar um hættulegan úrgang er að ræða, að hann er send- ur til vanþróaðra fátækra ríkja, til urðunar gegn greiðslu. Sá úrgangur eyðist aldrei en hann verður ekki að vandamáli á okkar lifitíma. Það sama á við um allan þann sjúkrahús- úrgang sem sveitarfélag okkar þigg- ur greiðslu fyrir að meðhöndla. Samkvæmt upplýsingum Holl- ustuverndar myndast eiturefnin díoxín og fúran við sorpbrennslu, en í mismiklu magni, háð því hvað er verið að brenna. Bent er á að efst á blaði varðandi myndun díoxína og fúrana, og sýnu verst; er brennsla á sjúkrahúsúrgangi. Ennfremur upp- lýsir Hollustuvernd, orðrétt: „Eitrunaráhrif geta verið marg- vísleg og koma fram við mjög lágan styrk efnanna. Díoxín og fúran eru meðal eitruðustu efna sem prófuð hafa verið og nægir 0,001 mg af eitr- uðustu afleiðunni til að drepa lítil nagdýr. Einn slíkur örskammtur dregur dýrin til dauða á 14–28 dög- um og enn minni skammtur veldur krabbameini í dýrunum.“ Þegar tekið er tillit til að brennsla sjúkrahússorps er ein hentugasta aðferðin til sköpunar og framleiðslu á díoxíni og fúrani vekur það furðu að á Ísafirði hefur verið ákveðið að brenna um 300 tonn af sjúrahússorpi á ári. Manni verður óneitanlega órótt þegar einn hundraðþúsundasti úr grammi framleiðslunnar veldur ofangreindum afleiðingum. Hollustuvernd bendir einnig á að meðal þeirra áhrifa sem díoxín og fúran hafa eru: (Ath:. ekki gætu haft, heldur hafa.) Skemmdir á ónæmiskerfi, sér- staklega í ungviði. Skemmdir á lifur. Minnkuð viðkoma og áhrif á þroska fóstra og barna. Skemmdir á miðtaugakerfi, hegð- unarvandamál. Krabbamein. Húðsjúkdómur (chloracne). Tæring (Wasring Syndrome). Röskun á efnaskiptaferli vítamíns A. Auk þess er talið að díoxín og fúr- an geti orsakað getuleysi og hafi nei- kvæð áhrif á fjölda sæðisfrumna. Í Engidal fer brennslan fram um- kringd ágætis berjalandi. Einnig eru þar hesthús og ljómandi mjólkurbú, og verða þau húsdýr sem þar ferðast og nærast að kyngja ofangreindu, en þau hafa hvergi komið nálægt ákvörðunartökum varðandi brennslu þessara efna. Um eyðingu – og sköpun Eftir Pétur Tryggva Hjálmarsson Höfundur er gull- og silfur- smiður á Ísafirði. ÁÐUR hefur verið vikið aðþví að forsetningunumað og af slær stundumsaman, t.d. að gefnu til- efni (?af gefnu tilefni) og í tilefni af e-u. Annað dæmi um rugling af þessu tagi má sjá með nafnorð- unum handrit að/af e-u, líkan að/af e-u og uppdráttur að/af e-u. Þegar nánar er að gætt má sjá að einfald- ar reglur gilda um notkun forsetn- inganna að/af í samböndum af þessum toga. ‘Reglur’ vísa í þessu sambandi til málnotkunar sem ætla má að málhafar séu sammála um. Menn þurfa reyndar ekki að vera vel að sér í málfræði til að ‘kunna’ slíkar reglur, kunnáttan kemur fram í málbeitingu. Um- sjónarmaður þáttarins er eindreg- ið þeirrar skoðunar að leiðbein- ingar um málfar og málnotkun þurfi að vera settar fram með þeim hætti að allir geti skilið það sem um er rætt og niðurstaðan verður enn fremur að vera í samræmi við málkennd alls almennings. Til að ná þessum markmiðum virðist undirrituðum vænlegast að tefla fram dæmum og höfða til máltil- finningar lesenda en vitaskuld verða aðrir að dæma um hvernig til tekst. Nú skal vikið að þeim reglum sem ráða því hvort sagt er líkan að e-u eða líkan af e-u. Til einföldunar verða mikilvægustu merking- arþættirnir kallaðir [undanfari] og [afrit]: 1) [undanfari]. Forsetningin að er notuð í fjölmörgum orða- samböndum til að vísa til upphafs, undanfara eða byrjunar, sbr.: Að- dragandi að e-u; formáli að e-u (bók/verki); frumvarp að e-u/ lögum; inngangur að e-u (verki); kveikjan að e-u; leggja drög að e-u; leggja grundvöllinn að e-u; leggja grunninn að e-u (sigri); leggja kjöl að skipi; taka grunn að húsi; upp- kast að e-u; uppskrift að e-u (mat; vandræðum). 2) [afrit]. Forsetningin af+þgf. felur oft í sér umritun eignarfalls og getur þá m.a. vísað til afrits eða eftirmyndar, t.d.: Afrit af e-u; finna lykt af e-u; frumgerð af e-u; frumrit af e-u; föt af e-m; e-ð er forsmekkurinn af því sem koma skal; kort af landinu; mynd af e-m/ e-u; próförk af bók; slitur af e-u (bók); teikning af e-u; uppdráttur af e-u (landi). 3) [undanfari] eða [afrit]. Nokk- ur orð, t.d. nafnorðin handrit, líkan og uppdráttur, má ýmist nota sam- kvæmt merkingarreglu eitt eða tvö og þá ýmist með að eða af, merking sker úr. Þannig er gert líkan að bátahöfn en þegar verkinu er lokið er um að ræða líkan af bátahöfn og ýmsir skrifa handrit að kvikmynd en af Njáls sögu eru til fjölmörg handrit. Lesendur geta leitað í huga sér að hliðstæðum dæmum en ég vænti þess að flestir geti verið sammála um að í slíkum tilvikum ræður merking mál- notkun. Ég hef hins vegar oft rek- ist á það að forsetningin að sækir á í slíkum samböndum, menn ræða um (fullgerða) ?teikningu að húsi, um (fullbúinn) ?uppdrátt að land- svæði og segja jafnvel: ?Myndin sýnir líkan að byggingunni. Slík málbeiting samræmist hvorki mál- venju né þeim merkingarreglum sem að baki liggja. Málbreytingar eiga sér oftast skýringar og í þessu tilviki hygg ég að skýringanna sé að leita í kerfinu sjálfu. Það geta verið áhöld um það í hvaða merking- arflokki tiltekin orð lenda. Sem dæmi má taka orðið próförk. Er hér um að ræða ‘undanfara’ eða ‘afrit’? Þeir sem lesa próförk að bók líta væntanlega á próförkina sem einhvers konar aðdraganda eða undanfara. Þeir hins vegar sem lesa próförk af bók líta hins vegar trúlega svo á að próförkin sé sjálfstætt plagg og fyllir undirritaður þann flokk. Þótt upp komi nokkur álitamáli varð- andi þessi atriði má ekki gleyma því að í langflestum tilvikum er málnotkun að þessu leyti í föstum skorðum. Úr handraðanum Fjölmörg orð og orðasambönd í íslensku eiga sér skemmtilega sögu en oftar en ekki hafa þau breyst svo mjög á leið sinni til nú- tímamáls að þau bera ekki með sér uppruna sinn, þau eru ekki lengur gagnsæ. Jafnframt er það stað- reynd að aðeins örlítilla skýringa er þörf til að svipta af þeim hul- unni. Eitt þessara orðasambanda er segja af eða á < bera af eða á. Það á rætur sínar að rekja til laga- máls. Bein merking er ‘bera sök af e-m eða á e-n, sýkna e-n eða sak- fella’ en yfirfærð merking er ‘segja já eða nei; taka ótvíræða afstöðu til e-s’, t.d.: Þú verður að ákveða þig, segja annaðhvort af eða á. Beina merkingu orðasambandsins er að víða að finna, t.d. í Njáls sögu: beiði búa … framburðar um kvið, bera annað tveggja á eða af (142. kafli), þar sem kviður merkir ‘vitn- isburður’, sbr. einnig: mun óvin- sælt verða málið að bera af honum kviðinn og dæma fjörbaugsmann ef kviður ber á hann. Af sama meiði eru orðasamböndin bera e-ð á e-n [áburður] ‘ákæra, bera e-m e-ð á brýn’ og bera e-ð af sér ‘neita sakargiftum’. Bein merking hefur verið gagnsæ í lagamáli allt fram á síðustu öld, t.d.: sanna annaðhvort sökina af eður á (16. öld); Kóngur segir hvorki af né á um það (19. öld) og leita úrskurðar, annaðhvort af eða á (19. öld) en yfirfærð merk- ing er gömul: Það er ýmist af eða á (17. öld). Af Njáls sögu eru til fjölmörg handrit. jonf@hi.is ÍSLENSKT MÁL – 4 Eftir Jón G. Friðjónsson HVAÐ tekur þú með þér heim? Kynsjúkdómar eru algengari en þig grunar. Smokkur fyrir okkur. Þannig hljóðar texti á skilti sem hef- ur verið sett upp af sóttvarnarlækni hjá Landlæknisembætt- inu í landganginum á Leifsstöð. Við hlið textans er mynd af fólki sem gæti verið að koma úr skemmtiferð í Evrópu, Interrail- ferð, viðskiptaferð, úr fótboltakeppni eða lengri dvöl í Afríku. Hvar smitast fólk af HIV/ alnæmi? Boðskapur skiltisins er að hvetja fólk til að hafa aðgát í kynlífi. Það á að minna á að gleyma okkur ekki á leið yfir hafið og að varast að stunda skyndikynni á erlendri grund án smokksins. Aðgát í kynlífi í öðrum löndum er mikilvæg vegna þess að um helmingur þeirra sem greinst hafa með HIV-smit á Íslandi í dag hafa smitast erlendis. Smitun utan landsteinanna hefur aukist á undanförnum árum. Flestir, sem greinast á Íslandi og hafa smit- ast erlendis, smituðust í Evrópu, eða í 48% tilvika, og því næst í Suð- austur-Asíu, eða í 23% tilvika. Aðrir sem hafa smitast af HIV utan land- steinanna hafa komið með smitið víða að. Flestir smitaðra í heiminum búa í Afríku sunnan Sahara, en hæsta tíðni nýsmitunar í heiminum í dag er í fyrrum Sovétríkjunum og Suð- austur-Asíu. Í Evrópu er langmest um smit í Frakklandi, á Ítalíu, Spáni og í Portúgal. Oft heldur HIV- jákvætt/alnæmissmitað fólk að því sé öllu óhætt þegar það stundar kynlíf, því talið er að einungis einn af hverj- um tíu í heiminum viti um eigið smit. Eru kynsjúkdómar algengir? Sem dæmi um algengi kynsjúk- dóma er einn af hverjum hundrað til tvö hundruð smitaðir af HIV í heim- inum, og í Evrópu er einn af hverjum hundrað smitaður af lifrarbólgu C. Í Sovétríkjunum fyrrverandi geisa bæði HIV- og sárasóttarfaraldrar. Á Íslandi smitast um það bil einn á mánuði af HIV/alnæmi. Það sama á við um sárasótt, en sex á dag smitast af klamydíu, sem getur síðan valdið ófrjósemi. Hvaða máli skiptir þetta mig? Þetta eru mikilvægar upplýsingar fyrir alla þá sem eru að fara utaní skemmti- og/eða viðskiptaferðir til skemmri eða lengri dvalar, sér- staklega til landa þar sem mikið er um smitun. Í sumar mun t.d. margt ungt fólk fara í Interrail-ferðalög. Í ferðum erlendis er oft ekki ætlunin að hafa kynmök, en áætlanirnar geta breyst fyrirvaralaust. Það er ekkert óeðlilegt við að stunda kynlíf ef það brýtur ekki í bága við okkar eigið sið- gæði eða annarra, en því fylgir alltaf sú ábyrgð að tryggja eigið kynheil- brigði. Við getum ekki ætlast til þess að aðrir geri það fyrir okkur. Til að tryggja það sem best, þurfum við að spyrja okkur sjálf hvernig kynlíf við viljum stunda, og hvort við stundum kynlíf í samræmi við það. Ef svo er ekki, þá verðum við að ákveða hvað við getum þá gert til þess að tryggja það. Ef við viljum af heilum hug koma í veg fyrir oft lífshættulega og langvarandi kynsjúkdóma, er mik- ilvægt að við fylgjum hugsun okkar eftir í verki. Er nóttin gamansins virði? Ef við ferðumst ein eða í vinahópi, erum einstæð eða fráskilin, eða líkur geta verið á því að skyndikynni eigi sér stað, þá er nauðsynlegt að taka með sér smokka að heiman. Við vit- um a.m.k. hvar við getum keypt þá hér, en það getur oft vafist fyrir okk- ur erlendis. Hér eru líka allir smokk- ar gæðaprófaðir, en víða um heim er það ekki tilfellið. Konur ættu líka að taka með sér smokka, því þær þurfa að tryggja eigið kynheilbrigði rétt eins og karl- arnir. Hér á landi er bæði hægt að kaupa sér kven- og karlsmokka. Kjósi konur frekar að nota karls- mokka eru þær háðar samvinnu við karlinn um notkun hans og verða þær stundum að vera mjög ákveðnar og skýrar í tali til þess að orðið sé við óskum þeirra. Það er alltaf mikilvægt að taka tillit til þeirra sem óska eftir að nota smokkinn, en stundum geng- ur það ekki eftir. Sé lagt upp til næt- urgamans án þess að setja öryggið á oddinn er spurning hvort nóttin sé gamansins virði. Eða hvað heldur þú? Er nóttin gamansins virði? Eftir Sigurlaugu Hauksdóttur Höfundur er yfirfélagsráðgjafi hjá Landlæknisembættinu. SÚ skoðun heyrist æ oftar að eitt brýnasta verkefnið í skólamálum þjóðarinnar sé að stytta nám til stúd- entsprófs. Mennta- málaráðuneytið hef- ur þegar kannað hvaða leiðir eru væn- legastar til þess að stytta mennta- skólanámið úr 4 árum í 3. Þau rök eru einkum færð fyrir styttingunni að í útlöndum hefji fólk háskólanám fyrr en hér og að slíkt hafi í för með sér fjárhagslegan ábata fyrir ein- stakling og þjóð. Ungur þingmaður, Björgvin G. Sigurðsson sem sæti á í menntamálanefnd Alþingis, lofaði í Morgunblaðsgrein (10. júní) nýjan einkarekinn framhaldsskóla sem kennir sig við hraðbraut og aug- lýstur er sem frábær skóli með tveggja ára námstíma til stúdents- prófs. Hvorki vil ég gera lítið úr nýj- ungum né mikilvægi þess að fara vel með almannafé. Hins vegar skyldu menn ætíð vera á varðbergi gagn- vart þröngsýni og skammtíma- hugsun. Það mætti t.d. spara hús- næði með tvísetingu skóla og draga úr kennslukostnaði með því að af- nema sögu sem skyldunámsgrein. Dettur einhverjum slíkt í hug í al- vöru? Varla. Stytting náms til stúd- entsprófs kann að líta vel út á yf- irborðinu en mestu máli skiptir þó að geta fært rök fyrir því að skólinn ræki hlutverk sitt betur eftir slíka breytingu en áður. Skólar eiga að vera menntastofnanir í besta skiln- ingi þess orðs og hafa þar með víð- tækara hlutverk en að bera á borð þekkingarmola í afmörkuðum náms- greinum. Hlutverk framhaldsskóla er m.a. (sjá 2. gr. laga nr. 80/1996) að efla ábyrgðarkennd, víðsýni, frum- kvæði, sjálfstraust og umburð- arlyndi og búa nemendur undir virka þátttöku í samfélaginu. Tor- velt er að bregða mælistiku á hversu vel skóli sinnir þessum þáttum enda gerir hann það fyrst og fremst með því að vera sjálfur dálítið samfélag með skikkanlegum reglum, góðum fyrirmyndum og tækifærum til skoðanaskipta og félagslegs sam- neytis, tækifærum til að æfa í smækkaðri mynd ýmsar hliðstæður við raunveruleikann síðar meir. Ég spyr gjarnan gamla nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð hvað sé þeim efst í huga frá MH-árunum þegar þeir líta til baka að loknu frek- ara námi. Svör eru orðuð með ýmsu móti en þrennt finnst mér standa upp úr; að kynni af skólafélögum og kennurum hafi verið ómetanlegt veganesti, að fagleg undirstaða fyrir framhaldsnám hafi reynst traust og að tækifæri hafi gefist til að reyna sig við áhugaverðar og krefjandi val- greinar. Því nefni ég þetta hér að of- uráhersla sumra á styttri námstíma og meiri hraða er óvirðing við menntunarhlutverk skóla og ógnun við öll þrjú atriðin; skólann sem samfélag, undirstöðunám og val- frelsi. Stundum virðist gleymast í um- ræðunni að þegar er fyrir hendi möguleiki á að ljúka stúdentsprófi á styttri tíma en 4 árum. Áfangakerfið í MH og víðar býður upp á þennan sveigjanleika. Þá má nefna náms- braut okkar til alþjóðlegs stúdents- prófs (IB-diploma) þar sem kennt er í hraðferðum á tveimur árum að loknu sérstöku undirbúningsári, þ.e. stúdentspróf á 3 námsárum. Miðað við núverandi námskröfur er veru- leg stytting námstíma þó aðeins á færi góðra námsmanna og athygl- isvert er að margir þeirra leggja meira upp úr því að bæta við val- áföngum en að ljúka náminu á 3 eða 3½ ári. Sveigjanleiki og tækifæri eru höfuðkostir núverandi skipulags enda hlýtur námsumhverfi þar sem einstaklingurinn fær nokkru ráðið um viðfangsefni og framvindu að vera vænlegra til árangurs en nið- urnjörvun í hraðnám á forsendum þess að tími og peningar skipti mestu. Að menntast á örugglega meira skylt við útsýnisferð en hrað- akstur. Kapp er best með forsjá Eftir Lárus H. Bjarnason Höfundur er rektor Mennta- skólans við Hamrahlíð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.